Þjóðviljinn - 02.06.1984, Page 15
Helgin 2. - 3. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Mikill uppgangur í fiskveiðum og
vinnslu á Shetlandseyjum en...
Arar illa
í breskri
fiskiskipa-
útgerð
Það þarf ekki að segja neinum hvernig vegur breskrar
togaraútgerðar hefur verið sl. áratug eða frá því breskir tog-
arar voru endanlega á brott frá íslandsmiðum. Gömlu síðut-
ogurunum var ýmist lagt eða þeir seldir í brotajárn. Það er
ekki fyrr en á síðustu árum að Bretar hafa farið að nýta betur
eigin heimamið og hafa þar átt í stríði við EBE við að verjast
ásókn fiskiskipa nágrannaþjóðanna, og hafa í þeirri baráttu
tekið upp sömu röksemdirnar fyrir verndun miðanna og ís-
lendingar beittu gegn þeim sjálfum á sínum tíma.
í einu nýjasta tölublaði breska
fiskveiðitímaritsins Commercial
fishing er grein í stuttu máli frá
stöðu útgerðar í helstu fiskihöfnum
Skotlands og á Shetlandseyjum á
sl. ári. Hér verður til fróðleiks grip-
ið niður í því helsta sem þar kemur
fram.
Peterhead
Péturshöfuð (Peterhead) norðan
við Aberdeen er nú orðin stærsta
löndunarhöfn á Bretlandseyjum.
Þar hefur verið nokkur uppgangur
í útgerð á síðustu árum og var
landað þar alls um 97.000 lestum af
fiski á sl. ári en tæpum 90 þús. lest-
um árið á undan. Nær allur aflinn
er botnfiskur. Nærri 400 bátar af
öllum stærðum leggja upp afla sín-
um í Petershead þar af einungis 110
heimabátar.
unarfyrirtækin á sl. ári hafa útgerð-
armenn lítinn áhuga á að landa þar
lengur.
Grímsby
Svipaða sögu er að segja frá
Grimsby. Löndunarfélagið þar
hefur átt í miklum greiðsluerfið-
leikum og þrátt fyrir að skip hafi oft
á tíðum fengið mjög gott verð fyrir
afla sin í Grimsby þá hafa fjölmarg-
ar útgerðir flutt skip sín yfir til ann-
arra hafna, einkum til Hull en þar
er boðið upp á lægri löndunargjöld
•en í Grimsby þó að ekki hafi enn
fengist eins gott verð fyrir aflann
þar.
Hull
í Hull hefur gengið hálfbrösu-
Skuttogarinn Grampian Chieftain frá Aberdeen kom með mestu aflaverðmæti allra breskra togara á land á sl.
árl. Hann aflaðl fyrir alls 32,3 miljónir íslenskar.
Síldveiðar hafa gengið vel á Shetlandseyjum og mikill hamagangur í öskjunnl við söltunina.
Iega síðustu árin og löndunum sí-
fellt fækkað þar til að virðist vera
að birta eitthvað eilítið til. í fyrra
var ekki landað nema 21.000 tonn-
um af fiski í Hull en tæpum 28 þús.
lestum árið á undan. Forráðamenn
hafnarinnar í Hull segja að það sé
einkum minnkandi landanir ís-
lenskra togara sem ráði þesari þró-
un auk þess sem erlendir frystitog-
arar hafa fækkað komum sínum til
Hull.
Shetlandseyjar
Á sama tíma og allt virðist niður
á við á meginlandinu er bjartara
yfir hjá þeim á Shetlandseyjum.
Þar hefur aldrei verið landað eins
miklum afla og á sl. ári eða tæpum
60 þús. lestum. Afkoman var með
besta móti í fiskvinnslunni einnig
og menn þar eiga von á enn betri
útkomu á þessu ári. Mest er gert út
á 80-100 lesta bátum frá Shetlands-
eyjum og auk mikilla síldveiða frá
eyjunum eru stundaðar þaðan
skelfisksveiðar og niðursuðuiðnað-
ur stórtækur á eyjunum.
-»g
Aberdeen
Nú eru gerðir út 7 togarar frá
Aberdeen þar af tveir gamlir síðu-
togarar og þrír nýlegir skuttogarar
sem North Star Fishing Company
gerir út. Útgerðin hefur gengið al-
veg þokkalega hjá skuttogurunum
og einn þeirra kom með mest afla-
verðmæti allra breskra togara á
landi á sl. ári, Grampian Chieftain
sem aflaði fyrir alls 788,595 pund
eða sem svarar 32,3 miljónum ís-
lenskum. Segir í fréttinni að útgerð
togaranna gangi ekki síður á þessu
ári og nefnt sem dæmi að nýlega
hafi einn þeirra selt tæp 100 tonn af
botnfiski fyrir 2.5 miljónir. En tog-
urum sem gerðir eru út frá Aberde-
en hefur fækkað mjög á síðustu
árum og athafnalífið við löndunar-
höfnina ekki svipur hjá sjón frá því
sem áður var. Á síðasta ári var alls
landað 52 þúsundum lesta af fiski í
Aberdeen sem er rúmum 3000
tonnum meiri afli en árið 1982.
Menn eru því vongóðir um betri tíð
en bæði belgískir og danskir fiski-
bátar hafa verið nokkuð iðnir við
að landa í borginni síðustu mánuði.
Fleetwood
Fleetwood má muna fífil sinn feg-
urri sem fiskihöfn því aldrei hefur
jafn litlum afla verið landað þar í
manna minnum og á sl. ári og í ár er
útlitið fyrir enn minni landanir.
Það eru ekki nema 10 ár síðan 60
úthafstogarar lögðu upp afla sínum
í þessri sömu höfn. Þá var aflinn
um og yfir 40 þúsund lestir en í
fyrra aðeins tæpar 5000 lestir. Telja
menn víst að Fleetwood muni brátt
deyja út sem fisklöndunarhöfn því
þrátt fyrir að borgaryfirvöld hafi
mokað yfir 1/2 miljón punda í lönd-
„Megum una vel
við okkar hlut“
segir Rafn Jóhannesson vélstjóri á Þórsnesinu
Rafn Jóhannsson er vél-
stjóri á Þórsnesinu frá Stykk-
ishólmi. Þjóöviljinn bankaði
uppá hjá honum um daginn
til að spyrja hvernig vertíðin
hefur gengið.
- Við höfum verið á netum unda-
nfarinn tvo og hálfan mánuð en
kláruðum ekki kvótann. Við fi-
skuðum rúm 500 tonn og vantaði
eitthvað 3 tonn uppá.
- Er það ekki sæmilegt?
- Jú, ég held að við megum vel
við una. Það gerði góða hrotu fyrr í
vetur en eftir páska var ekki neitt
að hafa. Við erum með færri net en
í fyrra og færri áhöfn. Nú vorum
við 9 með 126 net en í fyrra vorum
við 11 með 150 net. Svo erum við
með dráttarkarl sem sparar einn
mann. Hann gaf góða raun.
- Hvað gerir þetta í hlut?
- Fyrsta mánuðinn var háseta-
hluturinn 70-80 þúsund krónur en
40-45 þúsund seinni mánuðinn. í
maí var bara tryggingin.
- Hefur vertíðin gengið alls stað-
ar jafnvel hér á Snæfellsnesi?
- Ég hef heyrt að þeir væru ekki
ánægðir úti á Nesinu.
- Hvernig hefur kvótinn komið
við ykkur? út hérna. Þessar sérveiðar, skelin kvótanum. Hann hefur farið allt
- Hann hefur komið djöfullega Qg sfldin, taka svo mikið frá þorsk- niður í 3-4 tonn hjá sumum bátum
Rafn Jóhannsson vélstjóri á Þórsneslnu: Erum að fara á stórlúftu. Liósm.:
G.Fr.
og þá tekur ekki að byrja. Hér eru
tveir bátar sem legið hafa bundnir
við bryggju síðan í endaðan febrú-
ar. Þeir geta ekki farið á neinar
veiðar.
- Og hvað tekur nú við hjá
Þórsnesinu?
- Við förum sennilega á stórlúðu
á mið sem eru 90-100 mílur út af
Jökli.
- Eru það ábatasamar veiðar?
- Það er nú dálítið skrýtin verð-
lagningin á fiskinum miðað við
önnur iönd. Við fáum 40 krónur
fyrir kg af lúðunni til skipta en
Norðmenn t.d. fá 115 krónur fyrir
sama fisk. Hér fást 7 krónur fyrir
kg af steinbít en í Færeyjum borga
þeir 17 krónur. Voru þeir ekki að
tala um að það væri svo lítil fram-
leiðni hér á landi?
- Telur þú það?
- Sóunin er náttúrlega ofboðs-
leg, bæði í fiskvinnslu og landbún-
aði.
- Voruð þið á skel fyrr í vetur?
- Já, áður en við fórum á netin.
- Eru skelveiðarnar ábata-
samar?
- Skelin gefur öllum góðar tekj-
ur nema þeim sem vinna við hana í
landi. Hásetahluturinn var 60-70
þúsund krónur á mánuði og var þó
aðeins róið 5 daga vikunnar, farið
út kl. 6-7 á morgnana og oft komið í
land uppúr hádegi. Miðin eru mikil
hér í kringum Stykkishólm og eins í
kringum Flatey og Bjamareyjar.
Það er aldrei lengra en þriggja tíma
stím.
- Eru þetta skemmtilegar
veiðar?
- Nei, þær eru leiðinlegar og
sálarlausar.
Við þökkun fni fyrir spjallið.
- GFr.