Þjóðviljinn - 05.06.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Page 5
Þriðjudagur 5. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ef leggja á stór kjötstykki í kryddlög t.d. lambabóg eða lambalæri, er nauðsynlegt að nota stóran pott og mikið af kryddlegi. Spara má krydd- löginn með því að nota góðan plastppka, sem kjötinu er stungið ofan í og kryddleginum hellt yfir. Kjötinu er síðan stillt upp ofan í pottinum og öðru hverju er pokinn tekinn upp og hristur. Þannig má spara mikið í kryddlegi. Sesam- kjúklingar Hér er góð uppskrift að kjúklingarétti, ef þið eruð orðin leið á þeim sem þegar hafa birst í blaðinu. Uppskriftin er miðuð við 1 kjúkling, eða handa tveimur fullorðnum, en þið aukið við eftir þörfum. 1 hlutaður kjúklingur 1 egg r 1 dl. mjólk 75 g hveiti 1 tsk. salt 1/4 tsk. hvítur pipar 1 dl. sesamfræ 75 g smjör Hlutið kjúklinginn. Þeytið saman egg og mjólk. Blandið saman hveiti, salti, pipar og sesamfræjum. Bræðið smörið í potti. Veltið kjúklingabitunum fyrst upp úr eggjablöndunni, síðan hveiti- blöndunni og að lokum úr bræddu smjörinu. Smyrjið steikarfat eða skál að innan með olíu eða smörlíki og steikið kjúlkingana í 200 gráða heitum ofni í ca hálftíma. Þeir eru tilbúnir þegar þeir hafa fengið á sig gulbrúnan lit. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur bryddað upp á nýjung í fiskimálum Islendinga. Feikilega mikið veiðist af karfa hér við land og nú eru um 70% af afla BÚR-togara karfi. Nær allur karfi fer á Þýskalands- og Bandaríkjamarkað, en sáralítið er neytt af honum innanlands. Bæjarútgerðin hefur nú hafið karfaframleiðslu fyrir iannalandsmarkað, en þar er um að ræða roðlaus og beinlaus karfaflök, sem verða til sölu í flestum verslunum í Reykjavík. Ur skipunum verður ávallt val- inn nýjasti og besti karfinn fyrir innanlandsmarkaðinn og það sem boðið verður í verslunum er fersk- ur fiskur, þ.e. ekki frystur. Gæða- eftirlit verður mjög strangt og vel fyglst með því, að ávallt verði sem bestur karfi á boðstólnum. BÚR hefur fengið tvo matreiðslumeist- ara til liðs við sig og hefur gefið út tvo bæklinga með uppskriftum þeirrá. Bæklingunum verður dreift ókeypis í þeim verslunum, sem verða með karfann. Matreiðslu- meistararnir eru þeir Skúli Hansen á Arnarhóli og Úlfar Eysteinsson á veitingastaðnum Pottinum og pönnunni, en þessir tveir staðir hafa boðið upp á karfa allt frá því veitingahús þeirra opnuðu. í neyslukönnuninni, sem Hag- stofan gerði á árunum 1965/66, upplýstist að fiskát landsmana nam þá 88 kflóum á hvert mannsbarn í landinu yfir árið. í neyslukönnun- inni 1978 hafði fiskátið minnkað um helming en þá át hvert manns- barn aðeins 38 kfló af fiski yfir árið. Þeir hjá BÚR gera sér góðar vonir um, að unnt verði að fá landsmenn til að auka fiskneyslu sína með því að bjóða þeim ferskan úrvalsfisk. í tilefni af þessari nýjung birtum við hér eina uppskrift úr bæklingi Úlfars Eysteinssonar, en hún hefur þann kost að vera afskaplega fljót- leg. Þetta eru karfaflök soðin í rjóma og er magnið ætlað fyrir tvo. 2 karfaflök 1 smátt skorin laukur 6-7 sveppir í sneiðum 2 di rjómi 1/2 tsk salt söxuð steinsefja Skerið hvert flak í 3 sneiðar. Setjið rjómann, laukinn, sveppina, saltið og steinseljuna á pönnu og hitið. Setjið flökin útí þegar sýður. Rjóminn þykknar smám saman og þá er rétturinn til. Besta karfauppskrift, sem Bú- sýslan hefur rekist á, er frá Spáni og Frakklandi. Þar er karfinn soð- inn heill í salti í ofni. Karfinn er aðeins slægður og hreinsaður vel og settur í ofnskúffu, en áður hefur grófu salti verið dreift á botninn. Karfinn er síðan hulinn algjörlega og vel það með saltinu, skúffan sett í ofn og þetta soðið í hálftíma. Salt- ið er síðan brotið ofap af fiskinum, roðinu flett af með gaffli og fisk- vöðvinn tekinn upp. Beinagarður- inn er síðan tekinn heill upp og vöðvinn þar undir tekinn upp með skeið eða gaffli. Fiskurinn sýður þannig í eigin vökva og er hinn ljúffengasti. Útileikfang fyrir börnin Útileikfangið á myndinni er til margra hluta nytsamlegt. Það má til að mynda búa til fjall úr því, kilfurgrind, búð eða tjalda yfir það. Börn kunna að nota ímyndunaraflið, svo engin hætta er á öðru en Ieikfangið verði nýtt til hins ítrasta ef þið setjið það upp í garðinum ykkar. Leikfangið er búið til úr furulistum. í uppistöðurnar má nota 6 stykki af 22x95 cm furulistum 1,50 m að lengd. Rimarnar eru 28 mm og um 70 cm langar, en auðvitað getið þið haft stærðirn- ar eins og þið viljið. Þið getið farið á nánast hvaða smíðaverks- tæði sem er og gefið upp málið og látið saga listarta til. í hornin eru notaðar þríhyrndar plötur og listarnir skrúfaðir í með 1 tommu þykkum galvaniseruðum skrúfum. Borða er í listana fyrir rimarnar og þær síðan límdar á sinn stað. Að lokum er borið fúavarnarefni á allt saman og þá er leikfangið tilbúið. Fjall, búð, tjald eða hva&eina sem börnunum dettur i hug má búa til úr þessu skemmtilega leikfangi. Pottahreinsun Emaléraðir pottar njóta nú Áður en þið takið nýja emalér- mikilla vinsælda hjá eldabuskum aðapottaínotkunergottaðsjóðaí landsins, enda mun hreinlegri og þeim mjólk með dálítilli matarolíu. fallegri en stál-eða álpottar. Marg- Það styrkir mjög húðina innan í ir lenda þó í vandræðum með þá þeim. með tímanum, því skjannahvít húðin vill gulna. Auðvelt er þó að bæta úr því með einföldu húsráði. Þið fyllið pottinn af vatni og hitið upp að suðumarki. Þegar vatnið sýður bætiðþið úfí 1 dl af klór, takið pott- inn af hellunni og látið vatnið kólna. Að því búriu ér potturinn orðinn skínandí hreinnög hvítur að innan. Búsýslan reyndi þessa aðferð á pott sem var illa brunninn að innan og viti eldabuskur: hið viðbrunna leystist nær állt upp og aðeins þurfti að skrapa varlega af með rakvéla- blaði á eftir. Skröpunina varð þó að framkvæma gætilega, því ekki er gott að rispur komi innan í pött- inn. Lausn á stafaþraut Nýjung hjá BÚR Karfí í allar verslanir Húsráð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.