Þjóðviljinn - 05.06.1984, Side 9
Þriðjudagur 5. júnl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Nýir leið-
sögumenn
Eftir vetrarlangt nám, útskrifuð-
ust 37 nýir leiðsögumenn nú um
miðjan maí. Það er Ferðamálaráð
fslands sem annað hvert ár gengst
fyrir námskeiði af þessu tagi en
kennslugreinar eru íslandssaga,
jarðfræði, gróður, dýralíf, atvinnu-
mál, þjóðfélagsmál, bókmenntir
Bókaverslun
Snæbjarnar
verður öll í
Hafnar-
stræti 4
Bókaverslanir Snæjarnar í Hafn-
arstræti nr. 4 og nr. 9 hafa nú verið
sameinaðar í gjörbreyttu húsnæði í
Hafnarstræti 4. Eftir breytingarn-
ar stækkar húsnæði verslunarinn-
ar um helming. Sérhæfing hennar
verður meiri: í nýja húsnæðinu
verða einungis á boðstólum enskar
og íslenskar bækur auk kennslu-
bóka á mörgum tungumálum og
aukins framboðs á kennsluefní á
spólum.
Auður Vilhjálmsdóttir er arki-
tekt hins nýja húsnæðis.
Bókaverslun Snæbjarnar var
stofnuð árið 1927. Frá 1953 hefur
hún verið í Hafnarstræti 9, en
Hafnarstræti 4 bættist við árið
1970. Bókaverslunin hefurekki síst
sérhæft sig í erlendum kennslu- og
fróðleiksbókum, en auk þess stóð
Snæbjörn Jónsson að nokkurri ís-
lenskri bókaútgáfu. Verslunin hef-
ur um allangt skeið haft umboð
fyrir bresku fyrirtækin Longmann,
Hamlyn og Oxford University
Press og Max Huber Verlag í
Þýskalandi. í tilefni af opnun nýju
verslunarinnar er þar kynning á
listaverkabókum frá Pahidon Press
á sérstöku kynningarverði. -áb.
Orlof hús
mæðra að
Laugarvatni
Orlofsnefndir Hafnarfjarðar,
Kópavogs, Akraness, Snæfellsness
og Vestmannaeyja hafa á undan-
förnum árum haft samvinnu um
húsmæðraorlof að Laugarvatni.
Að þessu sinni hefur verið
ákveðið að húsmæður frá Hafnar-
firði og Kópavogi fari samtímis í
orlof, dagana 25. júní til 2. júlí.
Tekið verður á móti umsóknum í
Hafnarfirði þriðjudaginn 12. júní
kl. 18-20 í Góðtemplarahúsinu og í
Kópavogi föstudaginn 15. júní kl.
18-19 í Félagsheimili Kópavogs, 2.
hæð.
og listir. Auk þess sem haldnir eru
fyrirlestrar um helstu ferðamann-
astaði og leiðir, haldið námskeið í
skyndihjálp og notkun áttavita.
Námskeiðsstjóri var í vetur Birna
G. Bjarnleifsdóttir.
Þetta er í fimmta sinn sem Ferða-
málaráð gengst fyrir svona nám-
skeiði en samkvæmt lögum um
ferðamál frá 1976 er því falið að
annast menntun og þjálfun
leiðsögumanna.
-S.dór
Lelösögunemar í prófferð taka sér kafflhlé. Ljósm. Ingo Wershofen.
Félags-
fundur
hjá Parkin-
sonsamtökum
Þriðji félagsfundur Parkinson-
samtakanna verður haldinn í
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, II.
hæð, kl. 2:00 Iaugardaginn 9. júní
nk.
Á dagskrá eru venjuleg félags-
störf, auk þes sem Jón Óttar Ragn-
arsson flytur erindi um:
Mataræði og heilbrigði almennt
Mataræði og taugakerfið
Mataræði og parkinsonveikin
*/#
FRAD
AF SKATTSKYLDUM TEKJUM
AF ATVINNUREKSTRI
-ITL1. JÚLÍ
Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur
af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt-
skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð.
Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm-
ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund-
inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs-
ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið
skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum
reikningsárs.
Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar
samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands-
bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6
mánaða reikninga. Það er besta ávöxtun, sem boðin er.
Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6
mánaða binditíma, en innan 6 ára.
Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að
framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts
á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að
þessu sinni er til 1. júlí n.k.
Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga
eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir