Þjóðviljinn - 05.06.1984, Qupperneq 10
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. júni 1984
Hafnarfjarðardagur
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að efna ár-
lega til Hafnarfjarðardags, þar sem hluti af starfsemi
Hafnarfjarðarbæjar verði kynntur. Hafnarfjarðardagur
verður haldinn 5. júní og að þessu sinni verður kynnt
starfsemi slökkviliðs og bæjarútgerðar. Fiskiðjuverið
við Vesturgötu og slökkvistöðin við Flatahraun verða
opin á milli kl. 10:00 og 16:00.
Bæjarbúar eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að
heimsækja stofnanirnar og kynnast starfsemi þeirra.
Bæjarstjóri.
TÓNLISTARSKÓLI
^ NJARÐVÍKUR
Eftirtaldar kennarastööur eru lausar til um-
sóknar viö Tónlistarskóla Njarðvíkur:
Fiölukennarastaöa, forskólakennarastaöa,
málm- og tréblásarakennarastaða, gítar-
kennarastaöa (æskilegt að viðkomandi geti
tekiö organistastarf viö Ytri- og Innri Njarö-
víkurkirkju).
Umsóknarfrestur er til 10. júní. Allar nánari
upplýsingar gefur skólastjóri, Örn Óskars-
son, í síma 92-3154.
Skólanefnd.
Bæjarritari
Siglufjarðarkaupstaöur vill ráöa bæjarritara
og þarf viðkomandi aö geta hafiö störf sem
fyrst.
Upplýsingar veitir undirritaður ásamt fráfar-
andi bæjarritara.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf þarf aö senda
undirrituöum fyrir 15. júní n.k.
Bæjarstjórinn Siglufirði.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í 2400 m3 gröft og 1890 m3 af fyllingu
vegna byggingar leikskóla og skóladagheimilisins
Hálsakots.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3 Reykjavík, gegn kr. 1500.- skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júní n.k.
kl. 14 e.h..
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Vélsmiðja Húnvetninga,
Blönduósi
óskar að ráða eftirtalda starfsmenn:
1. bílamálara eða vanan málara
2. járnsmið
3. rafvirkja
4. bifvélavirkja.
Ágæt vinnuaðstaða. Getum útvegað húsnæði. Nánari
upplýsingar gefur Gunnar í símum 95-4128 á daginn
og 95-4545 á kvöldin.
SKÓLASTJÓRA VANTAR
að tónlistarskóla Sandgerðis.
Umsóknarfrestur til 15. júní n.k.
Upplýsingar gefur Margrét í síma 92-15263.
Tónlistarskóli Sandgerðis.
„Ég gagnrýnl ennfremur sérdellls óvandaða umsögn um sýnlnguna á „Sölku Völku“ í Þjóðvlljanum. Hun
sýndi skilningsleysi. Skilningsleysl á gildi mennlngarstarfseml. Þjóðviljlnn hefurfjarlægst markmið sín nokkuð
miklð, þegar vinnandi menn á Húsavík, sem af elju og vandvlrknl nýta allar tómstundlr sínar til listsköpunar, fá
slíka sendingu frá honum“, seglr María Krlstjánsdóttlr m.a. í greln slnni. Myndin er úr sýnigu Lelkfélags
Húsavtkur á Sölku Völku.
María Kristjánsdóttir skrifar:
Besta eignin
Til Einars Karls Haraldssonar
ritstjóra Þjóðviljans
„Þó Þjóðviljinn sé ekki altaf
prentvinnulaus og margt megi að
honum finna þá er hann eftilvill
besta eignin í hverju smáu húsi í
landinu“.
(Halldór Laxness - 1945 - vegna
söfnunar fyrir prentsmiðju)
Þar sem ég hef óljósan grun um
að jafnvel lestrarkunnáttu fari
hrakandi hjá blaðamönnum Þjóð-
viljans ætla ég að endurtaka aðalat-
riðin í athugasemd minni frá 22.
maí og skýra þau nánar.
Ég gagnrýndi Þjóðviljann fyrir
að hafa ekki sinnt fréttaskyldu við
Leikfélag Húsavíkur. í níu daga sat
blaðið á fregn um það, að fimmtíu
manns á Húsavík hefðu lagt nótt
við dag í margar vikur til þess að
koma á fjalirnar „Sölku Völku“
eftir Halldór Laxness. Þetta sýnir
áhugaleysi. Áhugaleysi á lífí fólks,
sem blaðið á að þjóna. Áhugaleysi
á menningarviðleitni alþýðu
manna.
Ég gagnrýndi ennfremur sérdeil-
is óvandaða umsögn um sýninguna
á „Sölku Völku“ í Þjóðviljanaum.
Hún sýndi skilningsleysi. Skiln-
ingsleysi á gildi menningarstarf-
semi. Þjóðviljinn hefur fjarlægst
markmið sín nokkuð mikið, þegar
vinnandi menn á Húsavík, sem af
elju og vandvirkni nýta allar tóm-
stundir sínar til listsköpunnar, fá
slíka sendingu frá honum.
Varasöm stefna
Það er nauðsynlegt að minna
ykkur á, að menning þjóðar er ekki
síst undir því komin, að sem flestir
einstaklingar hennar sinni listum.
Einnig, að aðeins er liðin stutt
stund frá því að öll leikhús á íslandi
voru kenndi við áhuga en ekki at-
vinnu og í þeim síðamefndu starfa
enn menn, sem komust til þroska í
hinum fyrmefndu. Leikhús okkar
má kannski kalla stór eða smá eftir
því hvaða viðfangsefni þau velja
sér, og hver skil þau gera þeim, en
öll em þau greinar á sama meiði,
því ber að fjalla um sérhvert þeirra
af kostgæfni.
Óvandaðar umsagnir er hægt að
forðast með því að ráða hæfa menn
til að skrifa um leikhús. Hæfur er
sá, sem hefur þekkingu á viðfang-
sefninu, sem glímt er við, þekkingu
á því umhverfi sem verkið er leikið
„Það erekkiút-
gáfufélagí
Reykjavík sem á
Þjóðviljanriy ekki
heldurforystaAl-
þýðubandalags-
ins, né ritstjórn
blaðsins, heldur
vinstrisinnaðir
vinnandi menn í
landinu... Við
meðeigendur
mína vil ég segja:
Stöndum vörð um
eignarréttinn!í(
í og þekkingu á öllum tjáningarm-
eðölum leikhússins, sögu þess og
aðferðum. Almennrar menntunar
hlýtur og að vera krafist og hæfi-
leikans að orða hugsun sína í rituðu
máli. Sæmileg velvild til annarra
manna getur heldur ekki verið
undanskilin, né sjálfstæð skapandi
vitund, sem gerir kröfur til
leikhússins og tengir það samtíð-
inni.
Sú stefna Þjóðviljans að hafa
ekki fastráðinn hæfan mann til þess
að skrifa um leikhús er varasöm.
Án þekkingar verða ekki dregnar
ályktanir sem koma bæði lesendum
og leikhúsi að gagni. Hættuleg
verður hinsvegar þessi stefna, þeg-
ar blaðið gerir engar kröfur til þess
sem skrifar gagnrýnina, ekki einu
sinni að hann orði skammlaust
hugsun sína. Þá er ekki rýnt til
gagns, þá er skrattanum skemmt.
Þjóðviljinn á ekki að skemmta
skrattanum. Þjóðviljinn á að sýna
leikfélögum landsbyggðarinnar
áhuga og senda til þeirra hæfa
menn. Stefna Þjóðviljans í menn-
ingarmálum á ekki að vera tilvilj-
unarkennd og duttlungafull heldur
meðvituð og markviss. Þetta var
aðalatriðið.
Þjóðviljinn er
eign okkar
Aukaatriðið var blaðamaðurinn
og sannleikurinn. Sannleikurinn er
hinsvegar ekki aukaatriði. Hann er
ekki afstæður, og lygin verður ekki
að sannleika, þó hún sé sögð tvis-
var. Spurningin er, hver hefur hag
af því að Þjóðviljinn ljúgi.
Áukaatriði geta að sjálfsögðu
gert sig að aðalatriðum og rit-
stjórar tekið upp þann ósið að láta
aðra svara bréfum sínum með
leikskólaorðbragði. Þannig má
drepa á dreif gagnrýni og þannig
má sóa pappír. Viðmælendur mína
kýs ég að velja sjálf.
Ég losna hinsvegar ekki við
Þjóðviljann. Vinur minn einn hef-
ur bent mér á, að það gagni lítið að
segja blaðinu upp. Eigandi dag-
blaðs getur, sagði hann, sé hann
óánægður með reksturinn, breytt
rekstrarfyrirkomulaginu, sagt upp
starfsmönnum þess og ráðið aðra
nýja. Útgáfu blaðsins getur hann
einnig hætt, en þó hann segi upp
áskrift heldur hann áfram að vera
eigandi blaðsins. Þetta er að sjálf-
sögðu rétt hjá manninum. Það er
ekki útgáfufélag í Reykjavík sem á
Þjóðviljann, ekki heldur forysta
Alþýðubandalagsins, né ritstjórn
blaðsins, heldur vinstrisinnaðir
vinnandi menn í landinu. Þeir hafa
frá upphfi fjármagnað og rekið
Þjóðviljann. Yfirráðaréttur þeirra
hefur að vísu verið skertur, og eng-
inn heldur því lengur fram að blað-
ið sé besta eignin. Eign okkar er
það samt. Við höfum komið okkur
upp þessari eign til að þjóna hags-
munum vinnandi stétta og engum
hagsmunum öðrum.
Við starfsmenn mína á ritstjórn-
arskrifstofunum vil ég segja þetta:
ósannar myndir af veruleikanum
gagna mér ekki, því síður flótti inní
einkalífið eða hneykslisögur af
borgaralegu siðgæði. Það eina sem
gagnar eru orð, sem gerá veru-
leikann skiljanlegan og skapa með-
vitund, er leiðir til athafna.
Við meðeigendur mína vil ég
segja: stöndum vörð um eignar-
réttinn!
Húsavík, 31. maí, 1984
María Kristjánsdóttir