Þjóðviljinn - 05.06.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Qupperneq 11
Minning Þriðjudagur 5. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 S Guðlaugur Asmundsson Neðra-Apavatni Fœddur 14. júlí 1900 - Dáinn 21. maí 1984 ÚTBOÐ Tilboð óskast í skólaborð og skólastóla fyrir Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júní n.k. kl. 11 f.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Hann var fæddur að Neðra- Apavatni í Grímsnesi, sonur Ás- mundar bónda og oddvita á Neðra- Apavatni, Eiríkssonar, bónda á Gjábakka í Þingvallasveit, Gríms- sonar. Móðir (Suðlaugs var kona Ásmundar, Guðrún Jónsdóttir, bónda og hreppstjóra í Skógarkoti í Þingvallasveit, Kristjánssonar. Guðlaugur var næst-yngstur níu systkina sem upp komust, hann óx með þeim úr grasi á heimili for- eldra sinna og átti heima á Neðra- Apavatni alla ævi, einhleypur mað- ur, og nú í byrjun sauðburðar sofn- aði hann þaðan burt. Bernskuheimili hans var marg- mennt; þau Ásmundur og Guðrún ólu önn fyrir fleiri börnum en þeim sem þau áttu, og gamalmenni bæði skyld og óskyld húsráðendum lifðu þar sitt ævikvöld. Jörðin er víð- Iend, smalamennskur því miklar og langar, slægjur fjarri bæ og heybandsvegur langur ýmist af vot- Iendi eða ofan úr heiði. Sauðir voru margir og hafðir á beitarhúsum sem drjúgan spöl var að fara á, ær kvíaðar og yfir þeim varð að sitja. Silungsveiði var stunduð í vatninu, vitjað um nær daglega meðan autt var og veitt um ís á veturna; pjökkuð netlöng rauf gegnum ísinn, net lagt niður og staðið yfir unz físka varð vart. Ungum dreng var Guðlaugi haldið að verki, hann gætti kvíaánna á sumrin og hélt sauðum til beitar á vetrum, og því meira sem hann bar því fleiri urðu verkin; sláttur, róður, torfrista, göngur, húsabyggingar og hvað- eina annað sem til féll. Hann var lágvaxinn maður; vaxtarlagið bar vitni um þrotlaust starf frá blautu bamsbeini, axlimar signar, hend- umar sigggrónar, beinaberar og fingumir réttu ekki úr sér eftir langvarandi grip um árar og am- boð. Svipur hans var ávallt rór, augun grá og skýr, horfðu við fjar- lægðinni eins og hún væri alófær, honum var hlýrra til þess sem nær var og hægt að þreifa á og fór ekki langt. Hann var árrisull alla tíð, var oft- ast nýkominn frá að vitja um þegar aðrir komu á fætur eða búinn að slá margar brýnur eða farinn til gegn- inga fyrr en aðrir. Hann var veður- glöggur, hljóðlátur í dagfari, en þögul návist hans var heimilisfólki meira öryggi en orð. Verklag hans var fjársjóður hans og þann fjár- sjóð lagði hann þeim til sem áttu með honum heimili og hag sinn all- an undir traustum húsvegg, vönd- uðum túngarði og vel hirtum pen- ingi. Þessi lágvaxni maður, grannur, álútur, stuttstígur en létt- ur á fæti bjó yfír áunninni seiglu, það var eins og hann yrði ekki þreyttur þótt lengi væri verið að, honum væri ekki kalt klæddum slit- inni bum í nepju og eins og honum leiddist ekki fábrotinn dagur. Þessi undraverða seigla bar ævi hans uppi með óslitinni vinnu sem lögð var fram í þeirri vissu að heilbrigðri hönd sé það skylda að sjá fyrir ómegð og hlúa að öllu sem lifnar, grær og vex. Verklag sitt hlaut Laus staða Staða skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. Umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis nær yfir Barðastrandasýslu, ísafjarðarsýslu, ísafjarð- arkaupstað, Bolungarvíkurkaupstað og Strandasýslu, en aðsetur skattstjóra er á ísa- firði. Umsækjendurskulu uppfylla skilyrði 86. gr. I. nr. 75/1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendistfjármálaráðuneytinu fyrir 1. júlí n.k. Fjármálaráðuneytið, 30. maí 1984. Áskær eiginkona mín og móðir Ásdís Jónatansdóttir Hafnarbraut 41 Höfn Hornafirði lóst að heimili sínu á sjómannadaginn, 3. júní. Fyrir mína hönd, hönd barna okkar tengdabarna og barna- barna. Haukur Runólfsson Gunnlaugur Þ. Höskuldsson Runólfur J. Hauksson Jón Haukur Hauksson Hrefna J. Hauksdóttir Hulda L. Hauksdóttir Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hörður Gíslason, Gnoðarvogi 28, lést í Borgarspítalanum 31. maí. Fyrir hönd vandamanna: Alfreð Harðarson Ásta Alfonsdóttir, Guðbjörg Ó. Harðardóttir Trausti Finnsson Sigurgísli Harðarson Kirsten Moesgaard. hann í arf frá gengnum kynslóðum í þessu landi og öðrum fjær, hann var gæddur því verksviti sem hjálp- ar okkur mönnunum að lifa af. Guðlaugur þroskaði með sér þau hyggindi hins góða verkmanns sem beitir ekki líkama sínum af afli heldur notar lag. Hann var af- bragðs sláttumaður með orfí og ljá og vel lagtækur við smíðar, gat gert notadrjúgt búsgagn af rýrum efni- við og veggimir sem hann hlóð og hélt við skriðnuðu seint, hleðsiu- maðurinn þekkti undirlagið og gat látið ótilhöggvinn stein og burða- litla torfu standast þannig á að húsagerðin stæðist. Þessu verksviti hans fylgdi innileg nærfærni við menn og skepnur. Honum var einkar lagið með sinni lágu, hlýju rödd og hrjúfu hönd að sætta grátið barn aftur við heiminn, og smíðis- gripir hans: álftir tálgaðar úr ýsu- beini og reiðhestar sagaðir úr krossviðarplötum uppfylltu hug- djarfa bernskudrauma þeirra sem þessir hlutir vom gerðir. Guðlaugur bjó á móti Grími, bróður sínum, á Neðra-Apavatni á árunum 1931-41 en seldi Grími sinn hlut í jörðinni og vann eftir það bróður sínum og hans heimili allt en var sjálfur með dálítinn fjár- stofn, harðgert fé, stórbeinótt og sjálfbjarga sem var gjarnt að heimtast ekki fyrr en í síðustu leitum og sumt ekki fyrr en á að- ventu. Guðlaugur var fjármaður, glöggur og trúr, þeim var óhætt ánum meðan hann fylgdist með þeim um sauðburðinn, hann þekkti kjörhaga hverrar og einnar og markaglöggur var hann; það fór ekki bæjavillt úr réttum á haustin féð sem hann hýsti. Að leiðarlokum eru Guðlaugi færðar þakkir fyrir allt hans starf og alla hans vem. Hyggjuvit, árvekni hans og verklag er undirritaðri leiðarljós frá bernsku, af honum nam hún áratog og flórmokstur, hann kenndi henni fyrstur að rifja og raka með ofboð stuttri hrífu, sagði henni eða þagði henni ýmis leyndarmál sauðkindarinnar og jarðarinnar, kenndi henni örnefni í landareigninni og á afrétti, sýndi henni hvemig breiða mátti yfir þreyttan hest og svangan undir nótt í haustleitum, sem ekki átti annað skjól fyrir hretum en rofabarð. Hvar sem niður er borið er þessa leiðarljóss minnst hversu sem til tekst. Og ekki síður var gott að biðja hann segja sér af fortíðinni, æskudögum hans; minnugur á liðna tíð sagði hann þannig frá að sjaldnast var orði ofaukið, því til skila haldið sem þurfti, annað ekki nefnt. Lygisögur sagði hann ekki, talaði ekki um trúmál eða drauma, eyddi talinu ef minnzt var á álfa, tröll eða drauga, hann notaði orðin og setningarnar þannig að það sem hann sagði hafði auðskiljanlega merkingu, þessvegna var ekki frá öðm sagt en því sem óyggjandi hafði sézt, heyrzt og fundizt. Hljóðlátur, ósérhlífinn og án þess að hann virtist nokkurn tíma gera nokkra kröfu á annarra hendur lifði hann fyrir það að hygla öðr- um. Honum hlotnaðist sú mann- heill að eiga trygga vináttu góðra granna, fömnauta sinna um heiðar og fjöll, samverkamanna sinna í því starfi að halda sveit í byggð. Það var hamingja hans að lifa og starfa í nánd þessara góðu granna, og nú seinustu árin eftir að heilsan bilaði og sjónin þvarr var yndi hans mest ungur drengur á heimili hans, sonur undirritaðrar, honum gaf Guðlaugur ástúð sína, heila og sanna eins og hann sjálfur var í öllu þessu basli sem nú er að baki. Honum sé ævinleg þökk og friður. Guðrún Ása Grfmsdóttir. Tæknifræðingur óskast til starfa úti á landi. Umsóknum skal skila til Vegageröar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k. Vegamálastjóri. <!• Innritun i framhaldsskóla í Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í fram- haldsskóla í Reykjavík dagana 4. og 5. júní næstkomandi i Miðbæjarskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9.00 - 18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja Ijósrit eða staðfest afrit af próf- skírteini. í Miðbæjarskólanum verða jafnframt veittar upplýs- ingar um þá framhaldsskóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli, (bóknámssvið, viðskiptasvið, heilbrigðis- og uppeldissvið). Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Iðnskólinn í Reykjavík. Kvennaskólinn í Reykjavík, (uppeldissvið). Menntaskólinn við Hamrahlíð. Menntaskólinn í Reykjavík. Menntaskólinn við Sund. Réttarholtsskóli, (fornám). Verslunarskóli íslands. Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofangreinda framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólanum 4. og 5. júní næstkomandi. n FJÖLBRAUTIR ^ GARÐASKÓLA GARÐABÆ Innritun Innritun á Fjölbrautir Garðaskóla, Garðabæ, fyrir haustönn 1984 stendur nú yfir. Boðið er upp á kennslu á eftirtöldum brautum: EÐ-Eðllsfrœðibraut FÉ-Félagsfræðlbraut F1 -Flskvlnnslubraut F2-Flskvlnnslubraut FJ-Fjölmiðlabraut H2-Hellsugæslubr. 2 H4-Heilsugæslubr. 4 l2-lþróttabraut 2 (4-iþróttabraut 4 LS-Latinu- og aögubraut MA-Málabraut NÁ-Náttúrurfræðibr. TÓ-Tónllstarbraut TV-Tæknlbraut TÆ-Tæknifræðlbr. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (1 árs nám) Bókleg undirbúningsmenntun fyrir nám í fiskiðn (2 ára nám) Bókleg undirbúningsmenntun fyrir nám I fisktaekni. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (2 ára nám) Bóklegt nám sjúkraliða. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (2 ára nám) Undirbúningur undir frekara (þróttanám. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (2 ára nám) Aðfaramám að námsbrautum f tæknifræði I tækniskólum. T4—Tölvufrœði - Vlðsklptabraut 4 U2-Uppeldisbraut 2 U4-Uppeldlsbraut 4 V2-Vlðskiptabraut 2 V4-Viðsklptabraut 4 (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (2 ára nám) Undirbúningur fyrir fóstrunám. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. (2 ára nám) Námi lýkur með verslunarprófi. (4 ára nám) Námi lýkur með stúdentsprófi. Umsóknir skal senda til Fjölbrauta Garðaskóla, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00 - 16.00, sími 52193. Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðu- blöð. Innritun stendur til 8. júní nk. Yfirkennari er til viðtals alla virka daga kl. 9.00 - 12.00. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.