Þjóðviljinn - 05.06.1984, Síða 14

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Síða 14
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 5. júní 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ VORHAPPDRÆTTI Alþýðubandalagsins i Reykjavík Verílu. 100.- I -3 rcfðavir>.'»Kiyar • teiyiiíU:<;< Samvinnuferöwn -!.a»vJwn veiöi’i<T>Ii 20 000 k; nver 4. 6 ftnteitimnQif íleigullugi rneð Saiiivirnuliírðurii • landiyn :ð vnröniaiti !5.CO0kr Sver Vinninflar ail> o<eS<í «Í|000_ 105.000- Fjöidi iniöa 6 J25 Alfa'Aubantlalagiö i Reýkjavib Hvedísgotu 105.101 BcýkjavikSimi. '81)1/500 Ákveðið hefur verið að draga í hinu glæsilega vorhappdrætti Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 10. júní n.k. Gerið skil Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Sláum samanl Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Áhugafólk um menntamál! Nýr skólamálahópur hefur tekið til starfa á vegum AB og boðar hér til síns annars fund- ar, miðvikudaginn 6. júní nk. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Stutt innlegg flytja: Gerður G. Óskarsdóttir: „Erstefnubreyting í skólamál- um?“ og Hanna Kristín Stefáns- dóttir: „Hvaða afleiðingar hefur launastefna ríkisstjórn- arinnar fyrir skólastarf?" Umræður. Hópurinn, sem opinn er öllu áhugafólki stefnir að því að hittast mánaðarlega (nema í júlí og ágúst) og taka fyrir það sem efst er á baugi í skólamálum, auk þess sem stefnt er að því að ræða um stefnuskrá AB í menntamálum. Gerður Hanna Kristín Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur. Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 7. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar: Páll Hlöðversson. 2. Reikningar félagsins: Aðalheiður Steingrímsdóttir. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Útgáfumál. 0.., 7. önnur mál. StJómin' Alþýðubandalagskonur - og aðrar konur Stofnfundur kvennafélags í tengslum við Alþýðubandalagið verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 5. júní. Hann verður að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. Lögð verða fram drög að lögum félagsins og kosiö í stjórn. Undirbúningsnefndin Alþýðubandalagið á Vestfjörðum: Sumarferð Sumarferðin verður helgina 30. júní og 1. júlí. Farið verður í Inndjúp- ið. Nánar auglýst síðar. - Kjördæmisráð Alþýðubandalagið í Kópavogi Jónsmessuátíð Sumarferð ABK í Veiðivötn verður farin 23.-24. júní. Gist verður í skála Ferðafélags íslands og í tjöldum. Gjald 500-800 krónur. Upplýsingar gefa Friðgeir sími 45306, Sigurður Hjartar sími 43294 og Sigurður Flosa sími 40163. Nánar auglýst síðar,- Stjórn ABK. Stefnuumræðan Til allra Alþýðubandalagsfélaga: Munið spurningalistann. Svarið og sendið til flokksmiðstöðvarinnar Hverfisgötu 105 sem fyrst. - í síðasta lagi 15. júní. - Nefndin Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Ó, þér unglingafjöld i Nú förum við í Flatey á Breiðafirði um hvítasunnuhelgina! Alger para- dís á jörðu. Eins og Þórbergur Þórðarson sagði: í Flatey var ég fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldingarður, alla daga hlýtt og bjart. í Fiatey vil ég ævi una, á eintali við náttúruna. Kostnaði verður mjög stillt í hóf en nánari upplýsingar um ferðina verða auglýstar síðar. Hringið eða látið skrá ykkur í síma 17500 fyrir miðvikudaginn 6. júní. Skemmtinefndin. I flestum tllvikum var ástand hjólanna gott, seglr lögreglan í Reykjavík um barnahjólasko&unina. Astand hjóla gott Vornámskeið fyrir 5-6 ára 22. júní til 6. júlí í Reykjavík Á fjórða þúsund börn mættu með hjól sín í hina árlegu skoðun á reiðhjólum frá 12. maí til 23. maí á vegum lögreglunnar. í frétt frá lög- reglunni í Reykjavík segir: Farið var yfir þær reglur sem gilda um reiðhjól og síðan veitt við- urkenning að skoðun lokinni. - Ástand hjóla var í flestum tilvikum gott,- Að undanförnu hafa verið haldnir fundir með foreldrum og kennurum allra grunnskóla í Reykjavík. - Á þessum fundum hafa komið fram ábendingar, sem leiða til þess að lögreglan mun framkvæma sérstakar hraðamæ- iingar á ýmsum íbúðargötum, sem athygli hefur verið vakin á um of hraðan akstur.- Dagana frá 22. júní n.k. til 6. júlí, mun lögreglan í Reykjavík, umferðarnefnd Reykjavíkur og Umferðarráð gangast fyrir hinu ár- lega vornámskeiði 5 til 6 ára barna. - Fréttabréf verða send heim til allra barna um tímasetningu og til- högun fræðsluúnar.- Böm og foreldrar eru boðin velkomin.- í tilefni Nordia frímerkja- sýningarinnar: Islandskort frá 1570 á sérstæðu frímerki 6. júlí næst komandi, gefur Póst- og símamálastofnunin út nýttfrímerki, svokallaða smáörk í tilefni samnorrænnar frímerkjasýningar, Nordia ’84, sem haldin verður 3.-8. júlí. Þetta er þriðja og síðasta smáörkin sem gefin er út í þessu tilefni. Myndefni arkarinnar er Norður- landakort Abrahams Orteliusar frá 1570. Eitt frímerki er í örkinni með hluta úr landakortinu, þar sem ís- land sést eins og menn ímynduðu sér lögun þess á 16. öld. Abraham Ortelius sem var hol- lenskur landfræðingur gaf út korta- safn árið 1570 og varða þrjú af kortunum ísland. Kortið sem er á smáörkinni er til í mörgum eftir- prentunum og hefur oft verið gefið út á dagatölum. Verð smáarkarinnar verður 60 krónur, en verðgildi frímerkisins 40 krónur. Mismunurinn 20 kró.nur rennur í sjóð til styrktar Nordia frímerkjasýningunni. 'Smáörkin verður aðeins til sölu til loka sýn- ingarinnar, 8. júlí n.k.. Þaö sem þá verður óselt verður eyðilagt, svo sem gert var við fyrri arkimar tvær. JC í Hafnarfirði: V ejívísar í iðn- aðarhverfi JC Hafnarfirði hefur komið upp greinargóðum vegvísum í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði, neðan Keflavíkurvegar. Tilgangurinn er að auðvelda mönnum óþarfa leit og snún- inga um hverfið sem sparar tíma og fyrirhöfn. Þarna eru 4 skilti, 200 x 155 cm og mjög greinargóð. Nöfn fyrirtækja, heimilisfang og sími kemur fram á skiltunum en ætlunin er að koma sams konar skiltum fyrir í nýja iðnaðarhverfinu ofan Keflavíkurvegar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.