Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.06.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn. Morgunút- varp. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Marðar Ámasonar frá kvökf- inu áður. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hlndin góða“ eftir Krlstján Jóhannsaon. Viðar Eggertsson les (2). 9.20 Leikflmi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég það sam löngu lsið“ Ragn- heiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Tónlelkar. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fráttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Sven Bertll Taube syngur lög eftir Theodorakls Art Blakeley, Count Basie o.fl. leika jasslög. 14.00 „Endurfœðingin“ eftir Max Ehrllch. Þorsteinn Antonsson les þýðingu sína (4). 14.30 Mlðdeglstónleikar. Hljómsveit Tónlist- arskólans í Pan's leikur danssýningarlög eftir Guiseppe Verdi og Camille Saint- Saéns; Anatole Fistoulari stj. 14.45 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónlelkar. Guðmundur Jóns- son syngur með Kartakór Reykjavíkur „Flyv, fugl, flyv“, eftir Johan Hartmann; Sigurður Þórðarson stj. / Guðmunda Elíasdóttir syng- ur „Skal blomstrene da visne" og „Irmelin Rose“ eftir Cart Nielsen. Anna Pjeturss leikur á píanó. / Kartakór Reykjavíkur syngur „Fædrelandssang" eftir Cart Nielsen; Sig- urður Þórðarson stj. / Manuela Wiesler og Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins leika „Euridice" fyrir Manuelu og hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjömsson; Gunnar Staem stj. / Sinfóníuhljómsveit Islands leikur „Jalouise" eftir Jacob Gade; Páll P. Pálsson stj. 17.00 Fréttlr é ensku. 17.10 Sfðdeglsútvarp. Tilkynningar. 19.50 Vlð stokkinn. Sljómandi: Gunnvör 20.00 Sagan: Flambardssetrlð II. hluti, „Fluglð heillar“ eftlr K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les (8). 20.30 Ensk þjóðlög. 20.40 Kvðldvaka: a) Hafnfirski söðlasmiður- inn I Klattau Gunnar Stefánsson les frá- söguþátt eftir Jón Helgason ritstjóra. b) Úr IJóðum Fornólfs Þorsteinn frá Hamri les. 21.10 Fré ferðum Þorvaldar Thoroddsen um ísland. 1. þéttur: Austurtand sumarið 1882. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari með honum: Snom Jónsson. 21.45 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýðingu Steingrims Thorsteins- sonar (22). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvóldsiris. 22.35 Listahétíð 1984: Tonleikar f Bústaða- kirk|u 3. þ.m. Gunnar Kvaran og átta aðrir sellóleikarar flytja ásamt Elísabetu Eriings- dóttur söngkonu tónlist ef* r Johann Sebast- ian Bach og Villa-Lobos. - Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 23.45 Fréttir. Dagskrártok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþéttur. Símatími. Spjallað við hlustendur um ýmis mál líðandi stundar. Músíkgetraun. Stjómendur: Páll Þorsteins- son, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Vagg og velta. Létt lög af hljóm- plötum. Stjómandi: Gísli Sveinn Lottsson. 16.00-17.00 Þjóðlagaþéttur. Komið við vítt og breytt í heimi Þjóðlagatónlistarinnar. Stjóm- andi: Kristján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Frfatund. Unglingaþáttur. Stjóm- andi: Eðvarð Ingólfsson. RUV 19.35 Hnétumar. Lokaþáttur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaöur Edda Björgvins- dóttir. 19.45 Fréttaégrlp é téknméll. 20.00 Fréttlr og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Myndlistarmenn. 2. Ragnar Kjartans- aon, myndhöggvari og leirkerasmiður. 20.40 Á jénrbrautaleiðum. (Great Little Rail- ways). Nýr flokkur -1. Guilgrafaralestin. Heimildamyndaftokkur i sjö þáttum frá breska sjónvarpinu, BBC, um gamlar jám- brautir og iestarferðir á fögrum og oft fáföm- um slóðum i Norður- og Suður-Ameriku, Evrópu og Asiu. Þýðandi og þulur: Ingi Kart Jóhannesson. 21.25 Verðlr laganna. 3. Pólitíkin er sötn við slg. Bandariskur framhaldsmyndaftokkur um lögreglustört í stórtxrrg. Þýðandi Bogi Amar Finnbogason. 22.15 Elnkarekstur - Opinber rekstur? Pall- borðsumræður á ráðstefnu sem Stjómun- arfélag Islands gekkst fyrir á Hótel Sögu, 9. maí síðastliðinn og Sjónvarpið lét þá taka upp. Þátttakendur enr: Ámi Gunnarsson, Ingi R. Helgason, Jón Magnússon, Valur Valsson, Vilhjálmur Egilsson og Þröstur Ól- alsson. Umræðum stýrir Þórður Friðjóns- son. 23.20 Fréttir f dagskrérlok. Hlutverk Þorsteins illa búið til Jafnaðaröflin þurfa að sameinast Síðasti þáttur þingsjár var með ágætum. Þar áttust við formenn tveggja flokka. Svavar Gestsson er súperintel- ligent maður og fór á kostum öetta kvöld. Hann bókstaflega malaði alveg andstæðing sinn. Þorsteinn Pálsson var eins og stór bómullarhnoðri þó svo hann skorti ekki greindina. Manni datt ósjálfrátt í hug að þarna væri kominn efnilegur maður sem hefði tekið að sér hlutverk sem hann vissi að hann gæti ekki leikið vel af því að hlutverkið væri illa búið til. Þegar hann ræddi varnarmálin var eins og hann væri stokkinn út úr höfði Geirs Hallgrímssonar og færi með vasabókarklisjur frá honum. Jafnaðaröflin sameinist Það er sorglegt til þess að vita með alla þá góðu vinstri flokka sem til eru á Islandi að þeir skuli ekki getað sameinast. Alþýðu- bandlagið, Alþýðuflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna, Kvennalistinn, Kvennaframboð- ið, þó auðvitað sé ég ekki að stimpla þessa tvo síðast nefndu flokka neinni ákveðinni vinstri stefnu þá hafa þeir þó gengið í berhögg í allmörgum málum við aðalhægriöflin, Framsókn og Sjálfstæðið og tel ég því á vissan hátt hægt að setja framangreinda flokka undir sama hatt. Það er löngu vitað að ef þessi jafnaða- röfl gætu orðið sammála í nokkr- um málum gæti komist á jafnað- armannastjóm á íslandi eins og hefur verið hjá nágrannalöndum okkar þar sem atvinnugróði og laun fólks hafa haldist í hendur. Því það hefur alltaf verið þannig að jafnaðarmannaflokkar berjast framar öðru fyrir lífsviðurværi fólks. Það sem var mergur málsins í þessum viðræðum síðustu Þing- sjár var þetta tvennt; Skatturinn sem dreginn var af atvinnurek- endum til að þeir hefðu það enn Svavar fór á kostum. betra, þann skatt átti alls ekki að taka af atvinnurekendum heldur að láta þá borga í húsnæðismála- sjóð launafólks og sjá þá hvort fari ekki að koma glufa í húsnæð- ismál hins venjulega launþega. Ef að öllu því fólki sem kýs Sjálfs- tæðisflokkinn gæti skilist að það er alls ekki eins gott að lifa á ís- landi eins og þjóðartekjuskýrslur frá EFTA segja til um þar sem þjóðartekjur íslendinga eru sýndar með þeim hæstu í heimi; þessar þjóðartekjur, þessi blóm- strandi gróði atvinnufyrirtækja, hann er aldrei á íslandi hinum venjulega vinnuþræl og launaumslagsmanneskju til góða. Þarna skilur með okkur og nágrannalöndum okkar þar sem þjóðartekjulínan hjá EFTA og launalína fólksins fylgist stöðugt að, en hjá okkur er alltaf gapandi bil á milli þjóðarteknahækkunar og launateknahækkunar. Styrka jafnaðarmannastjórn Það er alltaf að verða meiri og meiri munur á milli fátækra og ríkra á íslandi. Við erum svo fá og landið er fullt af litlum kóng- um segja þeir sem ekki vilja breyta neinu. Það er ekki það. Það hefur aldrei verið ríkisstjórn Þorsteinn elns og hnoftrl. sem hefur haft nægilegt bolmagn til að breyta þessu. Oftast eru ríkisstjómir sem alls ekki vilja breyta þessu og það er mergur málsins. Við þurfum styrka jafn- aðarmannastjórn sem fengi að starfa a.m.k. fjögur ár því þær stjórnir sem hafa viljað gera eitthvað í þessa átt hafa aldrei setið nógu lengi til að geta fram- kvæmt það sem þeir ætluðu. Hitt sem mér fannst vera aðalatriðið sem kom fram í viðræðunum á skjánum var þessi eilífðar tugga að síðasta ríkisstjórn hafi skilið svo illa við þegar hún hrökklaðist frá. Málið er það að hver ríkis- stjórn er metin af sínum eigin verkum, sem hún framkvæmir hér og nú en ekki stöðugt vera að afsaka sig í skjóli síðustu ríkis- stjórnar. Þorsteinn Pálsson kom einlæglega fram og það er auðheyrt að hann talar af heiðar- Ieik. En hann veit sjálfur að verk- efnið er óframkvæmanlegt ef horfast á beint í augu við konu eða mann með launaumslag. Alltof mörg mál voru svæfð í þinglok og hrákasmíðin á af- greiðslu mála undir lokin var hrottaleg. Nú er bara um eitt að ræða: Nota sumarið vel undir undirbúning afgreiðslu mála strax næsta haust en ekki þar næstavor. Sjónvarp kl. 20.35: Myndlistarmenn - í tilefni Listahátíðar í tilefni af Listahátíð 1984 hef- ur Félag íslenskra myndlistar- manna leitað til sjónvarpsins um gerð stuttra kynningarþátta á nokkrum meðlimum félagsins. Eru þessir þættir framlag FIM til Listahátíðar. Val listamannanna hafði stjórn félagsins með hönd- um en umsjón þáttanna hefur Halldór Björn Runólfsson, list- fræðingur. Hver þáttur er aðeins þriggja til fimm mínútna langur og því binda stjórnendur sig við afmark- að svið hvers myndlistarmanns. Reynt er að bregða ljósi á vinnu hans hér og nú, en þróunarferill og æviágrip látin liggja milli hluta. Markmiðið er að draga fram í dagsljósið þá fjölbreytni lista og listamanna, sem rúmast innan vébanda Félags íslenskra myndlistarmanna. Skrifið eða hringið Lesendaþjónusta Þjóðvilj- ans stendur öllum landsins konum og mönnum til boða, er vilja tjá sig í stuttu máli um hvaðeina sem liggur á hjarta. Nöfn þurfa að fylgja bréfi, en nafnleyndar er gætt sé þess óskað. Utanáskriftin er: Les- endaþjónusta Þjóðviljans, Síðumúla 6, 105 Reykjavík. Þá geta lesendur einnig hringt í síma 81333 alla virka daga milli klukkan 10 og 6. Ragnar Kjartansson, myndhöggvarl og leirkerasmiöur, vlð störf sín. I kvöld kynnumst við verkum höggvara og leirkejasmiðs. Þátt- Ragnars Kjartanssonar, mynd- urinn hefst kl. 20.35. bridge Það eru ekki endilega stóru spilin sem gefa mest í aðra hönd. Lítum á spil þar sem Jón Baldursson og Hörður Blöndal gera mikið úr litlu. Spil 15, gjaf- ari S N/S á: Norður S AK73 H D962 TKD4 L 84 Vestur S 109 H K87543 TG96 LKD Austur SDG64 H A TA852 L 6532 Suður S852 HG10 T 1073 L AG1097 Jón vakti á grandi í norður, passað til vesturs sem skaut inn 2 hjörtum, tvö pöss og Hörð ur barðist í 2 grönd, sem var lokasögnin. Útspil hjarta ás, sem ég er nú ekki alveg sam- mála. Varla á félagi mikið, ef hugað er að sögnum, og því er augljóslega rétt að sækja eigin lit. Nú, austur skipti í spaða og Jón vann strax. Laufi svínað og kóngur átti slaginn. Spaða 10, gefin. Vestur spilaði þá tígul-6, kóngur og ás og austur hélt áfram spaða sókninni. Inni á kóng spilaði Jón hjarta og vest- ur hefur sennilega ekki verið í of miklu stuöi, allavega vardrepið á kóng. Meiri tígull, Jón leist ekki á að hleypa nú, enda aðrir möguleikar í stöðunni. Hann fór því upp meö drottningu. Tók síðan hjartaslagina tvo, austur fleygði tígul og laufi Nú er komin nokkuð góð taln- ing í spiliö og Jón gat rétt til um það sem á vantaði. Hann spil- aði laufi og það bað um ásinn úr borði. 120 gaf 22 í aðra hönd, þ.e hreinan topp. Einn niður, eða 100 í A/V gaf N/S ríflega meðalskor Tikkanen Það er góð byrjun að meta lífið ekki minna en þú sjálfur ert metinn í skattamati.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.