Þjóðviljinn - 09.06.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 09.06.1984, Qupperneq 11
Helgin 9. - 10. júní 1984ÍÞJÓÐVILJINN - SÍÐAll Stórskemmti- legur einleikur Borgars Garðarssonar í Á rbœjarsafni er svona blanda af skemmtun og fróðleik. - Er þetta kannski einkum œtlað fyrir unglinga? - Þetta er ætlað öllum sem hafa áhuga. Ég er alveg á móti því að vera að skipta þjóðinni í aldursskeið. Unglingar geta vel verið sextugir. Það er hollt fyrir fólk að vita við hvers konar að- stæður var búið hér áður fyrr. Eins og áður sagði er lýsis- lampinn eini leikmunurinn en Borgar sýnir margs konar vinn- ubrögð með látbragði og leik og gefur það ímyndunaraflinu lausan taum. Á sýningunni sem blaðamaður sá voru nokkrir starfsmenn Árbæjarsafns og gáfu að henni lokinni Borgari góð ráð. Nú á Listahátíð verða 8 sýn- ingar á verkinu Hvaðan kom- um við? Tvær verða í dag og tvær á morgun og síðan fjórar um næstu helgi. Reyndar ætti svona sýning að vera fastur lið- ur í Árbæjarsafni því að þetta er ákaflega lífleg og skemmtileg aðferð við að koma á framfæri upplýsingum og óhætt er að segja að engum leiðist meðan á einleik Borgars stendur. Síðan er hægt að ganga um Árbæjar- safn og skoða þá muni sem koma við sögu hjá honum. Pétur Einarsson leiðbeindi Borgari með leik en óþarfi er að kynna höfundinn, Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Hann starfar við þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins og hef- ur skrifað bækur og fjölda rit- gerða um þjóðfræðileg efni. -GFr Hvaðan komumvið? Svona er farlð aö þvt að þæfa t tunnu. „Égtalaði viðÁrna Björnsson fyrir ári og bað hann að skrifa fyrir mig leikrit og hann varð heldursvona hissa á þessari bón minni, en hér er þetta nú komið. “ Það er Borgar Garðarsson leikari sem hef ur orðið, en í dag, laugardag, er f rumsýndur einleikur hans í Árbæjarsafni er nefnist Hvaðan komum við? Blaðamanni gafst kostur á að fylgjast með einni æfingu og óhætt er að segja að Borgar fari á kostum með fyndni og fróð- leik. Leikið er í svokölluðum Eimreiðarsal. Eimreiðin sjálf gegnir hlutverki ljósaklefa og Olafur Örn Thoroddsen ljósa- maður er að sjálfsögðu klæddur í búning lestarstjóra. Eini leikmunurinn er lýsislampi en ljósum er óspart beitt til að ná fram mismunandi áhrifum og stemmningu. Efni einleiksins er svipmynd- ir úr daglegu sveitalífi á fyrri tíð. Byrjað er að segja frá Ijós- færum en síðan spinnst frásögn- in áfram af sjálfu sér í líflegum flutningi Borgars. Þannig þarf í framhaldi af ljósmetinu að segja lauslega frá húsakynnum, þá frá öflun eldiviðar, matseld, hirðingu kvikfjár, afurðum þess og nýtingu þeirra, ullar- þvotti, tóvinnu, heinlæti, kvöldvökum, húslestrum, svefnháttum o.s.frv. Frásögnin er krydduð með sögum af sér- kennilegum tilsvörum fólks, vísum og þulum. Borgar sagðist hafa gengið með þessa hugmynd í magan- um í 4-5 ár. Hann sagðist hafa kynnst svona einleik erlendis og dvöl sín í Finnlandi hefði styrkt patríótismann í sér. Þetta Borgar: Löng dvöl mín erlendis styrktl patríótismann í mér og þá fékk ég þessa hugmynd. Ljósm: Atli Starfsmenn Árbæjarsafns sýna Borgari nákvæm- lega réttu handbrögðin við að spinna á snældu. Gamla eimrelðin er Ijósaklefi og Ólafur örn Thor- oddsen Ijósameistari skrýðist að sjálfsögðu bún- Ingl lestarstjóra. Ljósm.: Atli. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.