Þjóðviljinn - 09.06.1984, Qupperneq 13
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9. - 10. júní 1984
Helgin 9. - 10. júni 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Þaö eru ekki nýjar f réttir, að segja
íslendingum, að á Bretlandi séu
margir góðir leikarar. Um fátt eru
áhorfendur íslenska sjónvarpsins
betur upplýstir. Vikuskammturinn af
breskri leiklist er að líkindum aldrei
undir einni mynd. Ef það er ekki
mánudagsleikritið, þá er það
framhaldsþátturinn á þriðjudögum
eða miðvikdögum eða laugardögum
eða sunnudögum eða bíómyndin á
föstudögum eða laugardögum, eða
jafnvel allt þetta í sömu vikunni. Það
kann því einhverjum að þykja
undarlegt að sumir skuli sækjast eftir
enn meiru og fara til London í leikhús.
En þannig er þaðnú.
Jean Lapotalre
Hugh Whitemore. Leikrit um ósköp blátt
áfram og heiðarleg hjón, trú hvort öðru og
vinum sínum, sem eru sett í þá hræðilegu
aðstöðu að verða að láta leynilögreglunni í té
hús sitt og heimili til þess að stunda þaðan
njósnir um nágranna þeirra og bestu vini.
Þau eru neydd til að veija á milli hollustu við
föðurlandið og trúnaðar við vini sína og þeg-
ar lögreglan loksins fer og vinirnir hafa verið
handteknir, grunaðir um njósnir, þá er líf
þeirra í rúst, hamingjudagamir taldir, þau
trúa hvorki á fólk né föðurland lengur.
Minnst og mest
Allar þessar sýningar státuðu af verð-
launum og viðurkenningum af einhverju
tagi. Judi Dench, sem leikur húsmóðurina í
Lygavefi, hafði hlotið verðlaun sem besta
leikkona ’83, áreiðanlega að verðleikum því
hún var frábær. Glengarry Glen Ross var
prinsi og ástinni hans. Þau mættust fyrst í,
friðnum, misstu hvort af öðru vegna stríðsins
en fundust að lokum á vígvellinum, en þá er
hann helsærður.
Það voru ungir og glæsilegir söngvarar í
hlutverkum Andrei prins og Natöshu, Rus-
sell Smythe og Eilene Hannan heita þau, en
Napóleon var sunginn af Malcolm Donnelly.
Það er að sjálfsögðu ógerlegt að lýsa þessu
magnaða verki í fáum orðum, en ef einhver
lesandi ætti leið um London næsta haust,
þegar Enska þjóðaróperan hefur hvflt sig að
lokinni 6 vikna sýningarferð um Bandaríkin,
sem nú er hafin, þá yrði sá hinn sami varla
svikinn um fágæta skemmtun, ef hann fengi
sér miða á Stríð og frið. ENO (English Natio-
nal Opera) hefur það á stefnuskrá sinni að
syngja fyrir almenning á ensku einungis og
það er reynt að halda miðaverði í lágmarki.
meirihluta alls staðar að varla þarf að leita að
nafni konu nema meðal leikaranna, og einnig
þar eru þær miklu færri. Eini staðurinn þar
sem líklegt er að konur séu í töluverðum
meirihluta er á atvinnuleysisskrá. 80%, ég
segi og skrifa áttatíu prósent breskra leikara
eru að jafnaði atvinnulausir, svo af því má
væntanlega draga þá ályktun, að þó breskt
leikhús sé rómað, þá hafi þorri leikaranna
það heldur skítt. Konumar hafa það þó verst.
Af fastráðnum leikurum breska Þjóðl-
eikhússins eru 20 konur á móti 72 körlum. í
stjórn leikhússins eru 3 konur á móti 17
körlum. Fastráðnir leikstjórar hússins eru
þrír karlar, og á meðal gestaleikstjóra sá ég
ekkert kvenmannsnafn enda fágæt. Ein kona
er fastráðin leikmyndateiknari á móti tveim
körlum. Leikrit eru öll eftir karla. Reyndar
gat ég ekki fundið nema fjögur leikhús af
þeim rúmlega hundrað, sem auglýsa í Time
Out, þar sem leikrit eftir konur voru á boð-
skepnuna. Hún tekur mjólkurfötuna með til
minja um vinkonu sína og hneykslar með því
forframaðan eiginmanninn á Heathrow-
flugvelli. En í hvert sinn sem heimþráin gríp-
ur hana hugsar hún til kýrinnar. Kýrin verður
tákn fyrir heimalandið, Indland.
Það var afskaplega gaman, lærdómsríkt og
hrífandi að fylgjast með lífsbaráttu þessarar
konu, baráttu hennar fyrir manngildi sínu
i.nnan fjölskyldunnar og fyrir tilverurétti sín-
um sem Indverja á Englandi. Hún heldur í
si'ðu hárfléttuna, saríinn og rauða blettinn í
enninu, en hafnar gömlum fordómum og
neitar að verða á ný undirgefin eftir fimm ára
sjálfstæði. Að lokum líst fjölskyldunni ekki á
blikuna og kemur henni á geðsjúkrahús, það-
an sem hún ákveður að strjúka heim til Ind-
lands og leita uppi kúna sína.
Síta var óvenjulega heilbrigð manneskja
og afar falleg sál, en hún þurfti að berjast á
sviðsmynd er úr, en það var sýnt á vegum
Kvennaleikhúshópsins.
Það er mikill léttir að því að brosa öðru
hverju í þessari baráttu.
Og það er gott að gera sér grein fyrir því, að
í veröldinni eru ekki bara „góðar“ konur og
„vondir“ karlar. Konumar hafa misjafna
stöðu og em af ýmsu tagi alveg eins og karl-
arnir, þær em líka smitaðar af þeirri hörku og
giimmd sem er ríkjandiog beitahvomtveggja
þar sem þær hafa aðstöðu til. Sá sem er
kúgaður finnur sér einhvem annan til að
kúga. Því miður. Ef ill meðferð og áþján
gerði mann góðan, þá væri engin ástæða til að
kvarta. En ill meðferð gerir mann vondan,
slægan og hatursfullan, þess vegna er hún
andstyggð og ætti að leggjast af.
Það vantar ekki óteljandi konur og karla,
sem vilja breyta þessu. Það vantar að það
breytist. Það vantar að minnsta kosti að það
breytist nógu fljótt. Kannski er það af því
viðjar uppeldisins, sem veröldin, eins og hún
Dæmi af bresku leikhúsi og kvenmannsleysi þess
Sjónvarp er sjónvarp. En leikhús er
leikhús.
í London em yfír 100 leikhús, stór og smá.
Þar má sjá suma af leikumnum úr sjónvarp-
inu lifandi og í fullri stærð. Þar má einnig sjá
marga leikara, sem ekki hafa enn sést í sjón-
varpinu, en eiga eftir að gera það og verk eftir
höfunda, sem enn em lítt þekktir, en eiga
eftir að verða það.
Sá gestur, sem dvelur í þessari háborg
leiklistar um vikuskeið getur komist yfír að
sjá eina til tvær sýningár á dag, ef hann gerir
lítið annað. Samt eru hundrað sýningar óséð-
ar og framboðið virðist yfirþyrmandi. En
þegar betur er að gáð, em þessi ósköp engin
ósköp, því í London búa um sjö milljónir
manna. Það þýðir eitt leikhús á hverja sjötíu
þúsund íbúa. Og varla er þá búist við að allir
heimamenn fái sæti. Auk þess er bekkurinn
þétt setinn af erlendum ferðamönnum, því
ensk leiklist er svo rómuð að hún dregur til
sín túristana engu síður en Díana og drottn-
ingin, Buckinghamhöll, Trafalgar Square,
Nelsons-súlan, Covent Garden, Thames og
tvflyftir strætisvagnar.
Og ensk leiklist er yfirleitt ósvikin leiklist.
Einkum er meðferð máls fimagóð.Erfing j-
um Shakespeares rennur ljóslega blóðið til
skyldunnar, og þeir sem fá tækifæri til að bera
fram enska tungu á sviði, vanda sig svo við
framsögnina að meira að segja í ópemnni
mátti greina hvert orð. Mér fannst tungulip-
urð listamannanna aðdáunarverð. Nema
þegar hljóp í hana tilgerð. Tækni án innihalds
vill verða leiðigjörn.
Innihald skorti þó ekki í leikritin sem ég sá.
The Real Thing eftir Tom Stoppard. Heiðar-
legt, fyndið, reyndar mjög snjallt leikrit um
ástina, the real thing, slungið í samsetningu
og með marga botna. Glengarry Glen Ross
eftir Bandaríkjamanninn David Mamet, sem
Alþýðuleikhúsið kynnti hér í vetur. Stjarna
þess höfundar virðist rísandi, því þrjú leikhús
í borginni sýndu verk eftir hann samtímis.
David Mamet tileinkar Harold Pinter leikrit
sitt Glengarry Glen Ross, sem sýnt er í Þjóðl-
eikhúsinu (Cottesloe) og fjallar um nokkra
miðaldra söiumenn í heimalandi höfundar.
Þeir eru allir skilgetin afkvæmi samkeppnis-
þjóðfélagsins, ómerkilegir, lygnir smáglæp-
onar, sem einskis svífast í viðleitni sinni til að
slá hver annan út. Litlir kallar að reyna að
vera miklir menn. Og svo Pack of Lies eftir
Michael Pennington
Tom Stoppard - The Real Thlng
einhvers staðar útnefnt besta leikritið og
leikhópurinn, þessir 7 karlar, sagður sá besti í
borginni. Tom Stoppard er aftur á móti að
leggja undir sig Ameríku, a.m.k. Broadway
með leikriti sínu um leitina að hinni sönnu
ást. Sambúð ástar og frjálslyndis m.a. í ástum
er ýmsum erfiðleikum bundin. Það er ekki
auðveltaðelska,skiljaogvirða aðra mann-
eskjuengefahenni frelsi í ofanálag er nánast
ofraun. Mér fannst þetta fjári gott leikrit.
EN - mest fannst mér koma til þess, sem
minnst fór fyrir, ONE FOR THE ROAD
eftir Pinter, og ég hef áður sagt frá því hér í
blaðinu. Þar næst til þess, sem mest fór fyrir,
óperu Prókófíefs saminni við hið mikla skáld-
verk Tolstojs, Stríð og frið. Það kom mér á
óvart að sjá svona tilkomumikið „leikhús" í
óperu. Víst er ég viðvaningur í óperuhúsum,
þekki ekki til annars en þess sem gerist í
Þjóðleikhúsinu okkar og Gamla bíó og hefði
varla lent þarna nema af því fyrsti óbóleikari
hljómsveitarinnar er giftur íslenskri konu og
bauð mér, en nú varð ég hissa. Já, þvflíkt
leikhús, þvflíkur hljómur. Þvflíkur kór og
söngur, svið og sviðstækni. Um hundrað og
sjötíu manna kór og hljómsveit ásamt tuttugu
einsöngvurum valda engum smátitringi í
hljóðhimnunum. Hljómsveitarstjórinn heitir
James Lockhart og leikstjóri/framleiðandi
Colin Graham og í sameiningu hafa þeir og
lið þeirra leyst úr læðingi kraft, sem er næst-
um ógnvekjandi íahrifamættísínum.í fjölda-
átaki sem þessu býrsvo mögnuð sefjun, að
venjulegur saklaus áhorfandi er í verulegri
hættu að sogast með, hvert sem ferðinni er
heitið. Þetta hefur Wagner vitað. Og þetta
vita fleiri. f fjöldasjóinu er máttur, sem bæði
pólitíkusar og herforingjar hafa kunnað að
nota. Ekki svo að skilja að óperan um Stríð
og frið sé aðeins fjöldasjó, þar er jöfnum
höndum greint frá afdrifum einstaklinga og
örlögum rússnesku þjóðarinnar í mannskæðu
stríðinu við her Napóleons. Kórinn túlkar
kveinstafi þolendanna, fjöldann, sem berst,
fjöldann, sem verst, flýr og fellur. Og til þess
að sá fjöldi sýnist enn meiri eru skyggnur
óspart notaðar á baktjöldum þannig að lif-
andi fólk rennur saman við myndir af fólki,
hermönnum í orustum, almenningi á flótta.
Moskva er brennd svo hún falli ekki í hendur
óvinanna og Napóleon veður reyk í rústum
hennar. Svo dettur allt í dúnalogn en tvær
ljóskeilur úr himinhæð beinast að deyjandi
Staða kvenna í leikhúsinu
Annars eru tvær leiðir til að fá leikhúsmiða
á niðursettu verði í London. Önnur er sú að
standa í biðröð síðasta klukkutímann fyrir
sýningu í von um ósóttar pantanir, hin er að
kaupa sig inn á forsýningar. Ég sá tvær for-
sýningar.Önnurvar í Þjóðleikhúsinu (Lyttelt-
on) á gömlu leikriti Venice Preserved) (Fen-
eyjar héldu velli) eftirThomas Otway. Höf-
undur þessi var fæddur 1652 og af leikskrá
má ráða að hann hafi verið einn af merkari
arftökum Shakespeares, byrjað sem Ieikari,
eins og hann, verið viðkvæmur maður og átt
heldur auma ævi, dáið úr hungri og ofdrykkju
33 ára að aldri. Þá hafði hann samið sex
leikrit og Venice Preserved var hið
næstsíðasta. Leikritið segir frá misheppnaðri
uppreisnartiiraun ungra hugsjónamanna í
Feneyjum og lýsir togstreitu milli trúnaðar
við hugsjónina og trúnaðar í ást og vináttu. í
klassískum harmleikjastfl láta hinir ungu of-
stólum. Þrjú leikhúsanna voru svokölluð
jaðar-leikhús (Fringe-theatres). í einu var
um að ræða hátíð ungra höfunda (1984 Yo-
ung Writers’ Festival) og þar eru sýnd leikrit
eftir Jane Anning og Eileen Dillon. Arts
Theatre var að sýna leikrit eftir Pam Gems,
Loving Women, (Kvartett kallaðist leikrit
eftir hana, sem sýnt var í Iðnó fyrir nokkrum
árum) í hinu þriðja The Royal Court Theatre
sá ég forsýningu á The Great Celestial Cow
eftir Sue Townsend. Nafnið gæti útlagst,
Kýrin góð, þú sem ert á himnum, eða bara
Blessuð skepnan. Og ef aðrar sýningar voru
tæknilega tilkomumeiri var þessi þó indælust.
Kýrin góð, þú sem ert á
himnum
Leikritið fjallar um indverska innflytjend-
svo mörgum vígstöðvum í einu, að þar kom
að hún var nærri því að bugast. Ungar
austurlenskar konur þurfa að berjast við enn
flóknara og fastheldnara kúgunarkerfí en við
hérna fyrir vestan. Það er ekki aðeins að
formlegt vald sé nær allt á hendi karla, heldur
er hver ung kona, sem giftir sig, algjörlega
undir tengdamóður sína sett. Fjær sér eru
bær undir karlaveldi, nær sér undir tengda-
mæðraveldi. Hin skelfilega tengdamóðir Sítu
(sem er sprenghlægileg, eins og leikritið allt á
köflum) skipar henni að hlýða með svofelld-
um orðum: - Maðurinn þinn hefur talað. -
Og við son sinn segir hún: - Þú hefðir aldrei
átt að skilja hana eftir eina á Indlandi svona
lengi. Hún hefur öðlast eigin vilja. -
Vorkonurá
sömu slóðum
Þannig er nú kvennasamstaðan á þeim
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar
urhugar lífið í leikslok, þau deyja þarna hvert
í annars örmum, vinirnir, sem urðu óvinir og
ástkonan unga og svikna, en öldungaráðið
heldur velli.
Stjarnan í sýningunni er Ian McKelIen, en
Michael Pennington leikur aðalhlutverkið
þannig, að hann ætti ekki síður skilið að kal-
last stjarna. Ungu stúlkuna ástföngnu og
ógæfusömu leikur Jane Lapotaire. Jane Lap-
otaire er vafalítið afar góð leikkona, því í
leikarahóp Þjóðleikhússins komast ekki að-
rir en bestu leikarar, sem völ er á og vilja, en
hún er ekki ung stúlka. Ég gæti trúað að hún
væri nær fimmtugu en fertugu. Og það að hún
skuli vera látin leika þrjátíu ár niður fyrir sig,
í stað þess að fá hlutverk við hæfi aldurs síns
og þroska, leiðir hugann að stöðu kvenna í
bresku leikhúsi. Staða þeirra hlýtur að vera
nær óþolandi.
Það þarf engan speking eða tölfræðing til
að gera sér grein fyrir því, að bresku leikhúsi
er nær algjörlega stjómað og stýrt af karl-
mönnum. Karlmenn eru í svo yfirgnæfandi
ur, sem setjast að í Leister, þar sem það var
fmmsýnt. Það lýsir árekstmm milli tveggja
menningarheima og erfiiðleikunum, sem því
eru samfara að taka upp nýja lifnaðarhætti og
framandi siði. í leikhópnum em allir Indverj-
ar utan ein ensk kona. Og aldrei þessu vant
var leikstjórinn kvenkyns (Carole Hayman),
sömuleiðis leikmyndateiknarinn (Amanda
Fisk) og meirihluti tækniliðsins. Leikritið er
byggt á stuttum atriðum og leikararnir fara úr
einu hlutverkinu í annað, allir nema konan í
miðjunni. Hún leikuraðeins Situ. Souad Far-
ess er nafn leikkonunnar og bæði hún og Sita
hafa sest að í hugskoti mínu.
Saga Situ er saga konu, sem hefur orðið að
bjargast sjálf með börnin sín tvö í litla þorp-
inu heima á Indlandi eftir að eiginmaður
hennar og ættingjar eru farnir á undan til
Englands í leit að atvinnu og betri lífskjörum.
Hagur þeirra þriggja, sem eftir urðu hvflir á ■
kúnni Prinsessu. Prinsessa er homð mjólk-
urkýr, forðabúr og fjölskylduvinur. Að fimm
árum liðnum fer Síta með börnin á eftir
manni sínum og verður að kveðja blessaða
bænum. - Og viti menn - svo undarlega vill
til, að fyrsta leikritið, sem ég sé eftir
heimkomuna minnir mig svona snarlega á
leikritið um Sítu. Það var Nína Björk Árna-
dóttir og Vorkonurnar á Hótel Loftleiðum,
sem sveimuðu á sömu slóðum Undir teppinu
hennar ömmu. Birtist ekki sami gamli kven -
týranninn.sitjandiá sínum tróni og gefandi
fyrirskipanir með hitlerskum tilburðum,
langt komin með að beygja dóttur sína í duft-
ið í samvinnu við karlaveldið! Munurinn var
sá að íslenska konan leitaði á náðir flösk-
unnar, á meðan sú indverska flýði á vit
kýrinnar. Það skyldi þó ekki vera svo, að hið
vesturlenska kúgunarkerfi sé einnig dálítið
flókið og margbrotið engu síður en hið
austurlenska.
Það er margt, sem flogið getur í hugann í
leikhúsinu, og á báðum þessum sýningum sat
ég heilluð, af því umfjöllunin um þetta vand-
amál, sem er indverskt-íslenskt-alheims-
vandamál var svo blæbrigðarík, sár, grimm
og ferlega fyndin að hún nálgaðist það að
vera sannleikur.
Hugh Whitemore - Pack of Lies.
Davld I
t - Glengary Gien I
Úr sýnlngu Kvennalelkhúshópsins á Dear Glrl
Félagar f Unlted British Artist - Rigg, Flnney, Shaw, Jackson, Johnson og Hurt.
Úr Strföl og frlftl, Malcolm Donelly f hlutverkl
Napóleons.
er, veitir okkur, eru svo sterkar. Kannski er
hegðun okkar í svo föstum skorðum og í eðli
sínu svo andstæð þeirri góðu veröld, sem við
viljum byggja, að við séum lögmálsbundin til
að endurtaka sömu vitleysurnar aftur og
aftur, kynslóð eftir kynslóð. - Það góða sem
ég vil, geri ég ekki - stendur þar.
Eitt af því góða, sem margir vilja, en gera
ekki, er að hætta að kúga konur. Eitt af því
góða, sem konur vilja, en gera ekki, er að
hætta að láta kúga sig.
Það dugar ekki að ein og ein skríði undan
teppinu hennar ömmu og reyni að finna
frjálsara og betra líf en sú gamla þekkti, við
verðum að koma í flokkum, jafn margar og
ólíkar sem við erum. í lífinu eins og það
leggur sig, engu síður en í pólitík og listum.
Staða kvenna í leikhúsi verðyr t.d. ekki góð
noma tífalt fleiri konur skrifi leikhúsverk og
stjórni þeim, kannski hundraðfalt fleiri af því
viö erum svo langt, langt á eftir. Lífinu er
ekki lýst til hlítar fyrr en því er lýst frá báðum
hliðum, öllum hliðum, hlið kvenna, hlið
karla, hlið svartra, hlið hvítra, hlið fátækra,
hlið ríkra.
Nýja blóðið
í bresku leikhúsi
Ég hafði orð á því í upphafi þessarar grein-
ar, að það væru engar fréttir að á Bretlandi
væru margir góðir leikarar. En nú ætla ég að
segja þær fréttir, að við nánari athugun kem-
ur í ljós að leikarar eru margir hundóánægðir
með ríkjandi ástand leikhúsmála. Þeir kvarta
undan að gróðasjónarmið ráði mestu um efn-
isvalið á West End leikhúsunum og einnig því
að sama leikritið er látið ganga, þangað til
leikarinn er nánast heilaþveginn af endur-
tekningum. Þeir kvarta undar. leikstjóra-
veldi, sem lítilsvirði leikarann og sjálfstæði
hans sem listamanns. Og til þess að brjótast
út úr þessu kerfi hafa nokkrar stórstjömur
stofnað samtök um eigið leikhús, eigin
kvikmynda- og vídeóframleiðslu. Samtök sín
kalla þeir UB A (United British Artists) Sam-
einaðir breskir listamenn. í þessum hópi eru
Diana Rigg, Albert Finney, Glenda Jackson,
Maggie Smith, John Hurt, Richard Johnson,
Harold Pinter o.fl. Annar óánægjuhópur er
atvinnulausir leikarar að sjálfsögðu, en ekki
er mér kunnugt um, hvað þeir hyggjast gera í
sínum málum. Þriðji hópurinn, sem ekki
sættir sig lengur við stöðu sína, er auðvitað
KONUR.
Si. 5-10 ár hefur leikhúsfólk af kvenkyni
reynt að leysa hluta vanda síns með því að
stofna kvennaleikhús hér og þar. í nýju hefti
. leikhústímaritsins Drama er sagt frá 14
leikhópum kvenna, af ýmsu tagi. Stfll þeirra
er misjafn, sumar eru með grín og sprell og
aðrar velja alvöruna, þær eru frumlegar og
herskáar mikil ósköp, en þær eiga það líka til
að vera mjúkar á manninn. Sá ótti kemur
fram í blaðinu að þær einangrist eða verði
einangraðar í svokölluðum kvennagettóum
og nái því aðeins til fárra, en þeirri skoðun er
hiklaust haldið á loft að þær séu nýja blóðið í
bresku leikhúsi.
íslenskt leikhús hefur þegar eignast sínar
Vorkonur.
Reykjavík 3. júní.
Steinunn Jóhannesdóttir.