Þjóðviljinn - 09.06.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 09.06.1984, Qupperneq 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9. - 10. júnl 1984 % Auglýsing um styrki úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Stjórn Minningarsjóös Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, aug- lýsir hér meö eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Há- skóla íslands og ber jafnframt að skila um- sóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. og er fyrirhugað að tilkynna úthlut- un fyrir 20. sama mánaðar. Lágmarksupp- hæð hvers styrks mun væntanlega nema kr. 50 þúsund. Ja Lausar stöður J Ettirtaldar stöiur í tannlæknadeild Hasknla fs- lands eru lausar til umsóknar: íþróttir VíðirSigurðsson Keflvíkingar aftur efstir! Keflvfldngar skutust upp í fyrsta sæti í fyrstudeildarkeppninni í knattspyrnu eftir góðan sigur á Breiðablik á fagurgrænum vellin- um í Kópavogi í gærkvöldi. Það var Magnús Garðarsson, hinn eitii- harði miðvallarspilari Keflvfldnga sem gerði markið á 58. mínútu Ieiksins. Það er óhætt að fullyrða að sigurinn hafl verið sanngjarn því Suðurnesjamennirnir börðust virkilega fyrir hverjum bolta á meðan Blikarnir virtust oft á tíðum ekki vera með á nótunum í leiknum. Annars einkenndist leikurinn fyrst og fremst af miðjuþófi, sér- staklega þegar Breiðablik reyndi að byggja upp sóknir. Annað sem einkenndi leikinn var afspyrnuslök dómgæsla Óla Ólsen. Leikmenn högnuðust trekk í trekk á brotum sínum á andstæðingnum, því Óli var alltof fljótur að flauta. Fyrri hálfleikurinn var lítið augnayndi. Bæði liðin reyndu auðvitað að leika knattspyrnu, til þess er leikurinn gerður, en illa gekk. Blikar léku þröngt upp miðju vallarins, og enduðu svo yf- irleitt með því að reyna að gefa háar sendingar á Jón Oddsson og Ingólf Ingólfsson, sem áttu ekki roð í hávaxna miðverði IBK, þá Valþór Sigþórsson og Gísla Eyjólfsson. Leikurinn lagaðist heldur í síðari hálfleik og komu þá Keflvíkingar meira inn í myndina og munaði mestu um að Ragnar Margeirsson færði sig út á kantinn og Iosnaði úr gæslu Lofts Ólafssonar, eins besta leikmanns Breiðabliks. Hvað eftir annað tætti Ragnarvörnina í sig og naut góðs af mikilli baráttu Helga Bentssonar sem lék við hlið Ragn- ars í fremstu víglínu. Það var vel að verki staðið þegar Magnús Garð- arsson gerði sigurmark leiksins. Ragnar lék þá á hvem varnar- manninn á fætur öðrum, gaf fyrir markið á Einar Ásbjörn sem nikk- aði fyrir fætur Magnúsar sem var rétt á undan Friðriki markverði á knöttinn og potaði í netið. Meiddist Magnús reyndar eftir samstuðið og þurfti að fara af leikvelli. Undir iok leiksins sóttu Blikar í sig veðrið og áttu nokkur færi, en engin dauðafæri, utan þess er Ben- edikt var eitt sinn einn fyrir framan markið, en þá sá Þorsteinn Bjarna- son við honum. Keflavíkingar eru nú efstir með 11 stig, eínu stigi meira en ís- landsmeistarar Akraness. Styrk- leiki liðsins er baráttan fyrst og fremst og auk þess er liðið vel mannað. Þorsteinn Bjarnason og Ragnar voru bestir í liði ÍBK en Loftur og Jóhann Grétars hjá Blikum. -LÓJ Staða lektors í munnskurðlækningum. Staða lektors í gervitannagerð. Staða lektors í tannvegsfræði. Hlutastaða lektors (50%) í röntgenfræði og greiningu. Hlutastaða lektors (50%) í tannholsfræði. Hlutastaða lektors (50%) í örveru- og ónæmisfræði (sýklafræöí). Hlutastaða lektors (50%) i tannvegsfræði. Hlutastaða lektors (37%) í almennri handlæknisfræði. Hlutastaöa dósents (37%) í meinafræði munns og kjálka. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. september 1984 og að allar nema staða lektors í munnskurðlækningum verði veittar til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4-6, 101 Reykjavík, fyrir 4. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 6. júní 1984. LAUSAR STÖÐUR Vegna fjölgunar í skatteftirliti eru eftirtaldar stööur hér með auglýstar lausar til umsóknar við rannsóknardeild ríkisskattstjóra: Staða deildarstjóra. Starfið verður aðallega fólgið í því að hafa umsjón með störfum skatteftirlitsmanna á skattstofunum. Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði 86. gr. tekjusk- attslaga. 4 stöður fulltrúa. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur, eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði, eða hafi staðgóða þekk- ingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattrannsóknarstjora, Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir 6. júlí n.k. Reykjavík 6. júní 1984 Skattrannsóknarstjóri LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprungu- og þak ^ Upplysingar i simum (91)66709 8.24579 þétting Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Upplýsingar í símum (91) 66709 og 24579. Laus staða Lektorsstaða í endurskoðun í viðskiptadeild Háskóla ís- lands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 4. júlí 1984. Menntamálaráðuneytið, 6. júní 1984. Draumamark Draumamark Njáls Eiðssonar, örugglega það faliegasta í 1. deild það sem af er árinu, kom KA á bragðið gegn KR á Akureyri í gær- kvöldi. Njáli fékk boltann á miðju á 31. mínútu, en lék að vítateig KR- inga og skaut hörkuskoti í þver- slána og inn, alveg út við sam- skeytin. Þetta var fyrra markið í sanngjörnum 2-0 sigri KA-manna og þeir eru þar með komnir í fjórða sæti 1. deildarinnar í knattspyrnu, með 8 stig. Síðara mark KA var einnig all sérstakt. Ormarr Örlygsson tók aukaspymu á 49. mínútu, gaf vel fyrir mark KR, yfir Stefán Jó- hannsson markvörð, mark Duffi- eld skallaði í þverslána, boltinn rúllaði uppá slána og stoppaði ofan á henni eitt andartak, og þegar honum þóknaðist að koma niður var Gústaf Baldvinsson þjálfari KA þar tilbúinn og nikkaði honum í netið, 2-0. Marktækifærin voru ekki mörg í leiknum sem þó var þokkalegur og bæði lið sýndu ágætt spil á köflum. Hinrik Þórhallsson skaut naum- lega framhjá KR-markinu strax á annarri mínútu og Steingrímur Birgisson sömuleiðis á 72. mínútu. Óskar Ingimundarsson og Gunnar Gíslason, fyrmm KA-menn, fengu bestu færi KR-inga. Óskar renndi undir Þorvald Jónsson KA- Gylfi og Geir í landsliðið Bogdan Kowalczyck, landsliðs- þjálfari í handknattleik, hefur valið 20 manna hóp til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles í sumar. Þeir eru eftirtaldir: Markverðir: Einar Þorvarðar- son, Val, Kristján Sigmundsson, Víkingi, Brynjar Kvaran, Störn- unni og Jens Einarsson, KR. Aðrir leikmenn: Jakob Sigurðsson, Val, Guðmundur Guðmundsson, Vík- ingi, Steinar Birgisson, Víkingi, Bjarni Guðmundsson, Wanne Eickel, Guðmundur Albertsson, KR, Þorbjörn Jensson, Val, Þor- gils Óttar Mathiesen, FH, Þor- bergur Aðalsteinsson, Víkingí, Atli Hilmarsson, Tura Bergkam- en, Alfreð Gíslason, Essen, Páll Ólafsson, Þrótti, Sigurður Gunn- arsson, Víkingi, Kristján Arason, FH, Sigurður Sveinsson, Lemgo, Gylfi Birgisson, Þór Ve og Geir Sveinsson, Val. Tveir þeir síðasttöldu, Gylfi og Geir, eru nýliðar í landsliði en flestir aðrir em með talsverða reynslu að baki. -VS KR-ingar í Engihjalla Lyftingadeild KR hefur keypt einn sjöunda hluta í Æflngastöð- inni að Engihjalla 8 í Kópavogi. Þar hafa keppnismenn félagsins horn til umráða og eru þar með fluttir úr Jakabólinu fræga í Laugardalnum sem er að falli komið. „Þó keppnismennirnir séu komnir þama inn, ætti það á eng- an hátt að skemma fyrir þeim sem stunda líkamsrækt sér til ánægju og heilsubótar. Þróunin erlendis er sú að keppnis- og áhugamenn æfa hlið við hlið í lík- amsræktarstöðvum og það sama ætti að geta gengið hér“, sagði Ólafur Sigurgeirsson formað lyftingardeildar KR er blac mönnum og fleirum var sýnd a staðan í gær. KR-ingar em að byggja n' „Jakaból" á félagssvæði sínt Vesturbænum en að sögn Ól< hefur framkvæmdum ekki mið mikið áfram að undanföm Fjáröflun til verksins hefur vei efst á baugi en fljótlega ætti úr; rætast því KR-ingar fá sjöum hluta innkomunnar í Æfingami stöðinni og þeim fjármun" verður veitt beint í inguna. Allt bendir til þess að Helgi Ragnarsson, aSstoðarþjálfari Is- landsmeistara FH, verði ráðinn þjálfari 2. deildarliðs KA í hand- knattleik fyrir næsta vetur og að gengið verði frá ráðningu í dag. -K&H/Akureyri markvörð á 11. mínútu en Frið- finnur Hermannsson bjargaði á marklínu og Skari skaut einnig yfir á 61. mínútu. Gunnar Gíslason átti skot á 18. mínútu sem Þorvaldur bjargaði á stórbrotinn hátt Ágúst Már Jónsson var bestur í liði KR og Njáll Eiðsson í liði KA. Þá var Þorvaldur öruggur í marki KA. Ragnar Öm Pétursson byrj- aði dómgæslu vel en leyfði síðan heldur mikið þegar á leið. Leið- indaveður var, kalt og þoka. Á- horfendur vom rúmlega 500, leik- urinn fór fram á grasvelli KA- manna. -K&H/Akureyri Gylfi Blrgisson, skyttan úr Eyjum, er i landsliðshópnum. Frakkland Danmörk á þriðjudag A þriðjudagskvöldið, eða seinni part þriðjudags, fáum við að sjá í beinni sjónvarpsútsendingu fyrsta leik úrslitakeppninnar í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu. Hún fer fram í Frakklandi og það eru gestgjafarnir sem leika við Dani í þessum fyrsta leik. Útsendingin hefst kl. 18. Búast má við opnum og skemmtilegum leik því bæði lið eru þekkt fyrir góða sóknarknatt- spyrnu og eiga marga snjalla leik- menn í sínum röðum. Þar fer fremstur í flokki miðjumaðurinn frægi Michel Platini, fyririiði Frakka, sem er nýorðinn Evrópu- meistari bikarhafa og Ítalíum- eistari með Juventus. Frakkar og Danir leika f riðli með Júgósiövum og Belgum en í hinum úrslitariðlinum leika Evr- ópumeistarar Vestur-Þjóðverja, Spánverjar, Rúmenar og Portúgal- ir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.