Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN MlSvikudagur 13. júní 1984
Fréttir úr
borgarstjórn
Hljóðmön við
Elliðavog?
íbúar við Elliðavog hafa sent
borgarráði undirskriftalista og
farið fram á að reist verði
hljóðmön meðfram götunni
vegna ónæðis og mengunar sem
af mikilli umferð þar er. Erind-
inu var vísað til athugunar hjá
borgarverkfræðingi.
135 til viðbótar
fá vinnu
Borgarráð samþykkti í gær
5,7 miljón króna aukafjár-
veitingu til sumarverkefna íyrir
skólafólk í garðyrkju- og skóg-
ræktarstörfum. Ekki er víst að
hér sé um lokabeiðni að ræða
frá atvinnumálanefnd en 170
skólanemar eru nú á atvinnu-
leysisskrá. Aukafjárveitingin
dugir til að útvega 135 vinnu í 8
vikur.
Söluskálarnir
minnka
í gær voru kynntar í borgar-
ráði nýjar tillögur að sölu-
skálum í Austurstræti og hefur
umfang bygginganna verið
minnkað svo bílar slökkviliðs-
ins komast nú veggja vegna við
þá í götunni. Bygginganefnd
færteikningamar til athugunar.
Framfarafé-
lagið fékk neit-
un
Framfarafélag Breiðholts III
fékk í gær synjun í borgarráði á
beiðni um aukafjárveitingu.
íbúasamtökin í þessu fjölmenn-
asta hverfi borgarinnar fengu á
fjárhagsáætlun 8 þúsund krón-
ur sem eru uppurnar enda hefur
útgáfustarfsemi verið mikil hjá
Framfarafélaginu. Á sama
fundi borgarráðs var hins vegar
samþykkt 10 þúsund króna
aukafjárveiting til Húsmæðra-
félags Reykjavíkur með öllum
atkvæðum. Þær Guðrún
Ágústsdóttir og Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir létu af þessu til-
efni bóka að þær teldu eðlilegt
að Framfarafélagið fengi einnig
umbeðinn stuðning.
Vinnuhópar
unglinga
Borgarráð samþykkti í gær
tillögu æskulýðsráðs um að
koma upp nokkrum vinnuhóp-
um unglinga í tengslum við fé-
lagsmiðstöðvar ráðsins. Er ætl-
unin að íbúar og fyrirtæki í við-
komandi hverfum geti fengið
hjá hópnum aðstoð við glugga-
þvott og hirðingu á götum gegn
greiðslu. 10-15 unglingar verða i
í hverjum hópi, eldri en 15 ára.
Tölvur í félags-
miðstöðvar?
Æskulýðsráð hefur fjallað
um tillögu Alþýðubandalagsins
um að koma ókeypis leiktækj-
um upp í félagsmiðstöðvum og
lá umsögnin fyrir borgarráði í
gær. Ráðið leggur áherslu á að
ef veitt verði aukafjárveiting til
félagsmiðstöðvanna verði
henni varið til að kaupa tæki
sem bæði nýtast til fræðslu og
leikja. Þá bendir ráðið á að efla
þurfi fyrirbyggjandi starf meðal
unglinga, einkum í miðbænum
og til þess þurfi einnig aukafjár-
veitingu. Guðrún Ágústsdóttir
lagði til að unnar verði tillögur
um aukafjárveitingu í þessi tvö
verkefni en tillaga hennar verð-
ur afgreidd á næsta borgarráðs-
fundi.
Kj aramálanefnd ASÍ:
Ríkisstjómín stendur
ekki við fyrirheitin
Á fundi kjaramálanefndar ingstímanum yrði kaupmáttur við þau markmið sem sett voru ekki staðið við þau fyrirheit
ASÍ, sem haldinn var sl. föstu- launa ekki lakari en sá við samningsgerðina. sem hún gaf launafólki þegar
dag var samþykkt svofelld á- kaupmáttur sem launafólk bjó Þrátt fyrir góða stöðu versl- samningarnir voru gerðir.
lyktun: viðáfjórðaársfjórðungisíðasta unarinnar og sjálfvirkar fjár- Snúi ríkisstjórnin ekki af
„Með kjarasamningunum árs. magnstilfærslur til landbúnaðar þeirri braut sem hún er á, er
sem gerðir voru 21. febrúar sl. Grundvallarforsenda samn- heldur vöruverð áfram að augljóst að forsendur samning-
var við það miðað að á samn- ingannaersúaðstjórnvöldhagi hækka og kaupmáttur launa að anna eru brostnar og þau
stjórnarstefnu sinni í samræmi minnka. Ríkisstjórnin hefur því griðrof á ábyrgð stjórnvalda".
Guðmundur Elnarsson og Gunnlaugur Stefánsson: sklpuleggja fatasöfnun á vegum Hjálparstofnunar klrkj-
unnar fyrir bágstadda I Eþíópíu. Ljósm. Loftur.
FATA~
SÓFNUNI
Hjálparstofnun kirkjunnar
FATASÖFNUN
fyrir bágstadda í Eþíópíu
f gær hófst fatasöfnun á vegum ir opnir virka daga frá kl. 18.00 til
Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir 21.00 en frá kl. 13.00 til 18.00 á
bágstadda í Eþíópíu. Tekið verður laugardaginn (16. júní). Óskað er
á móti fatnaði í söfnuðum landsins eftir því að fatnaðurinn sé hreinn
fram á laugardag. og óslitinn og að gefendur greiði 40
í Reykjavík verða móttökustað- krónur fyrir hvert afhent kíló til
aðstoðar við sendingu og dreif-
ingu. Fötunum er dreift í samvinnu
við kirkjufélög í Eþíópíu undir eft-
irliti Hjálparstofnunarinnar einsog
jafnan áður.
Talið er að 5 miljónir manna af
40 miljón íbúum Eþíópíu líði nú
hungur og geti ekki lifað án utan-
aðkomandi aðstoðar.
-óg
Embættisveiting fj ármálaráðherra
Siðlaust athæfi
segir stjóm Tœknifrœðingafélagsins
Stjórn Tæknifræðingafélags
íslands hefur harðlega
mótmæltveitingu
fjármálaráðherra á stöðu
umdæmisfulltrúa
Fasteignamats ríkisins á
Austfjörðum. Ráðherra réð
sem kunnugt er Svein R.
Eiðsson í stöðuna þrátt fyrir að
um hana hefði sótt
tæknimenntaður starfsmaður
Fasteignamats ríkisins með
meðmæli frá sínum yfirmanni.
Sveinn R. Eiðsson erekki
tæknifræðingur.
í bréfi sem stjórn Tæknifræð-
ingafélagsins hefur sent ráð-
herra segir m.a.: Stjórnin telur
að hér sé um að ræða gjörsam-
lega siðlaust athæfi og átelur
því ráðherrann harðlega fyrir
þessa embættisfærslu. Stjórn
Tæknifræðingafélags íslands
minnir á að menn afla sér tækni-
fræðimenntunar í því skyni að
vera sem best fallnir til að gegna
störfum sínum en ekki, eins og
ráðherra virðist álíta, til þess að
vera kallaðir „sérfræðingar“.
Umdæmisfulltrúar Fast-
eignamats ríkisins í öðrum
fjórðungum eru allir tækni-
fræðingar að mennt. í stjórn-
skipuriti fyrir Fasteignamatið
er skylt að ráða menn með þá
menntun í umrætt starf, segir í
frétt Tæknifræðingafélagsins.
-v.
Starfsmannafélag
Rey k j avíkurborgar
Grípa til
aðgerða
nema kjaraskerð-
ingin verði stöðvuð
Stjórn og fulltrúaráð Starfs-
mannafélags Reykjavíkur kom
saman fyrir helgina og ræddi hugs-
anlega uppsögn kjarasamninga í
haust og aðgerðir aðrar. Ekki var
ákvörðun tekin um uppsögn samn-
inga en hins vegar samþykkt álykt-
un þar sem stjórnvöld eru vöruð
við því að halda áfram kjaraskerð-
ingunni. Segir m.a.:
Fundur í stjóm og fulltrúaráði
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar haldinn 7. júní 1984 lýsir
yfir andúð sinni á því hvemig ríkis-
stjórn Iandsins hefur staðið að
efnahagsmálum þjóðarinnar í
kjölfarið á lagasetningu hennar frá
26. maí 1983 um afnám kjarasamn-
inga og vísitölubindingar launa.
Með þeim lögum var framkvæmd á
okkur mesta kjaraskerðing sem
nokkm sinni hefur verið gerð í einu
lagi. Við höfum að mestu sætt okk-
ur við þessa skerðingu í von um að
okkar framlag yrði metið að verð-
leikum. Sem fyrsta skref til við-
reisnar bágbomu efnahagslífi
þjóðarinnar. Þó skrefið væri stórt
og byrði okkar þung er þó Ijóst að
það nægir engan veginn til þeirrar
viðreisnar sem heitið var. Öll lof-
orð um að aðrir tækju á sig hluta af
byrðunum hafa sýnst haldlítil til
þessa. Atvinnufyrirtæki í landinu á
sviði verslunar og þjónustu vaxa
eins og gorkúlur á haug og skila
eigendum sínum miljóna tuga
hagnaði. Sífelldar ögranir stjóm-
valda í formi aukinna álaga og oft á
þá sem síst skyldi misbjóða svo
réttlætiskennd okkar að langlund-
argeðið er að þrotum komið. Fullt-
rúaráðið telur rétt að vara
stjómvöld landsins við því að verði
ekki að gert getur ekkert, alls ekk-
ert, komið í veg fyrir að kjarasamn-
ingum verði sagt upp og þeim að-
ferðum beitt sem duga til stefnu-
breytinga. Því felur fundurinn
stjórn Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar að fylgjast vel með
framvindu mála og kalla fulltrúa-
ráðið saman þegar henni þykir
þurfa að taka afstöðu til uppsagnar
launaiiðar núgildandi kjarasamn-
inga. ~v-
Drukknaði
við
Barnafossa
Rúmlega tvítugur Garðbæingur,
Hermann Þórisson, féll í Hvítá við
svokallaða Barnafossa aðfaranótt
Hvítasunnudags og drukknaði.
Hafði hann verið í útilegu með fé-
lögum sínum og í skoðunarferð við
fossana féll hann í ána með fyrr-
greindum afleiðingum. Þar er áin
mjög þröng og iðukast mikið. Til-
raunir félaga hans til björgunar
mistókust og fannst lík Hermanns
neðar í ánni. -v.