Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Miðvikudagur 13. júní 1984
Gæsahúð í Laugardal
Áriö 1974 kom hér stór
sinfóníuhljómsveit á
Listahátíö og lék tvisvar í
Laugardalshöll. Þaðvar
London Sinfony Orchestra
undirstjórn Andrey Previn. Ég
fór þá bæði kvöldin og fyrra
kvöldið náði ég sæti frekar
aftarlega niðri, og það verður
að segjast eins og er að það
var á mörkum að þessi fræga
og mikla hljómsveit næði
eyrum mínum sökum slæms
hljómburðar í Höliinni. Seinna
kvöldið ætlaði ég ekki að
brenna mig á þessu sama og
varkominnklukkutímaáður
en hljómleikarnir áttu að byrja
og stillti mér upp við dyrnar.
Um leið og hleypt var inn tók
ég til fótanna og hlammaði
mér beintfyriraftan
leikkonunaMiu Farrowsem
þá var gift Previn. Hún sat á
fremsta bekk fyrir miðju. Og
þarna naut ég Fimmtu
sinfóníu Prokoffiefs og
annarra verka þannig að þau
fóru beint í æð. Sjaldan hef ég
orðið jafn uppnumin á
hljómleikum.
Með þessa reynslu í huga var ég
mættur þremur korterum fyrir
byrjun á tónleika Fflharmoníu-
híjómsveitarinnar í London á
laugardaginn var og náði að setj-
ast nokkuð framarlega en fjórir
fyrstu og bestu bekkirnir voru að
þessu sinni uppteknir fyrir vini,
vandamenn og aðra, og ekki varð
Askenasí spllar og stjórnar um lelð
maður fyrir vonbrigðum. Strax í
fyrsta verkinu, Gæsamömmu-
svítu eftir Ravel, kom í Ijós hin
undurþýði tónn Fflharmoníu-
hljómsveitarinnar. Þegar strengir
fiðlanna voru stroknir var eins og
einn maður væri að vekri, svo
hámákvæmt og ómþýtt var strok-
ið.
Annað verkið á efnisskránni
var þekktur píanókonsert eftir
Mozart eða nánar tiltekið K 456.
Og þar lék sjálfur meistarinn Vla-
dimir Askenasí einíeik ásamt því
að stjóma hljómsveitinni. Þeir
sem fylgst hafa með ferli Asken-
asís segja að stfll hans hafi breyst
mikið hin síðari ár. Snillingurinn
hafi breyst úr fullkomnum „tekn-
iker“ (kannski dálítið vélrænum á
köflum) í tilfinningaríkan túlk-
anda. Þessi konsert Mozarts er
harmsár á köflum og stundum er
eins og kveinin heyrist í gegnum
tónana og allt kom það frábær-
lega vel til skila svo að ekki sé
meira sagt.
Síðasta verkið á efnisskránni
var ein af helstu sinfóníum finns-
ka snillingsins Sibelíusar, nánar
tiltekið sú fimmta. Þama keyrði
hljómsveitin fyrst á fullu og ands-
tæðurnar í verki Síbelíusar
hleyptu á köflum hömndinu upp í
gæsahúð.
Það væri ómetanlegt ef hægt
væri oftar að fá bestu sinfóníu-
hljómsveitir heimsins til að
staldra hér við á leið sinni yfir
hafið og hollt fyrir Sinfóníu-
hljómsveit íslands að fá svolítinn
samanburð öðm hverju og er það
alls ekki sagt henni til lasts.
-GFr
Hornfirðingar á Listahátíð:
Heimurinn
á hvolfi
Leikfélag Hornafjarðar
Elliærisplanið
eftir Gottskálk
leikstjóri Bryiya Benediktsdótt-
ir.
Hornfirðingar og Borgnesingar
vom fulltrúar áhugamannaleik-
húss á Listahátíð. Borgnesingar
komu með Dú&iaveisluna, um
margt vandaða sýningu, sem gerð
vom nokkur skil í blaðinu fyrr í
vetur. Homfirðingar komu svo
með spánýjan gamanleik eða
ærslaleik eftir Gottskálk sem er
maður franskur, en hefur þetta
glögga gestsauga á furður íslensks
mannlífs, sem hefur dugað honum
til margra skemmtilegra verka.
Elliærisplanið hefur mörg ágæt
einkenni tegundarinnar: þar er
orðheppni, misskilningur, manna-
villt, feluleikir, ótímabærir mann-
fundir og aðrar slíkar uppákomur
fyrir nú utan það, að eiginlega er
búið að steypa heiminum á hvolf og
hin aldraða sveit er orðin hálfu
meira sósíalt próblem en ungling-
arnir. Og eins og höfundur segir
sjálfur „Persónur... koma á sviðið
þegar enginn þarf á þeim að halda.
Höfundurinn ýtir þeim inn, áhorf-
andinn fangar því að sjá þær og þær
sjálfar bjarga sér eftir bestu getu -
því verr, því betra“.
Brynja Benediktsdóttir hefur í
samvinnu við áhugasama
Hornfirðinga gert úr þessu efni
skemmtilega sýningu. Bömin í
plássinu hafa lagt til hugmyndir
sem Brynja hefur unnið úr við gerð
leiktjalda sem héldu prýðisvel lífs-
gleði barnateikninga. Að vísu get-
ur hún ekki yfirstigið þann þrö-
skuld sem erfiðastur er: að ná
„jafnstöðu“ í leik áhugafólks. Og
af þeim sökum kom það fyrir
stundum í hópsenum, að vand-
ræðin á sviðinu urðu líka að vand-
Árnl Bergmann
skrifar um
leikhús
ræðum Ieikendanna. En allt um
það: vanir og öruggir leikendur
hafa yfirhöndina og tryggðu það að
„vandræðin“ urðu bara stund milli
skemmtistríða. Ingunn Jensdóttir
er í aðalhlutverkinu, hún leikur
Rósu sem þarf að láta margt yfir sig
ganga, á eiginmann á Hrauninu, ef
hann hefur ekki lagst í strok, og
viðhaldið endurfundna orðinn
náttúrulítill - kemur þetta allt
hennar stríð til skila með ágætum
Rósa (Ingunn Jensdóttlr) og Finnur (Haukur Þorvaldsson)
eins og til stóð. Gísli Arason er
faðir hennar, gamalmenni með
unglingaveiki, og átti greiðar leiðir
að hláturtaugunum. Ekki síst er appalegur og sjálfumglaður í senn
ástæða til að lofa Hauk Þorvalds- - small margt ljómandi vel saman í
son sem var elskhuginn Finnur, ál- þeirri persónusmíð.
Selló- og gítarhljómleikar í Bústaðakirkju í kvöld
Hafliði og Pétur
í kvöld eru hljómleikar í
Bústaðakirkju á vegum
Listahátíðarog leika þeir Hafliöi
Hallgrímsson sellóleikari og
Pétur Jónasson gítarleikari. Á
efnisskrá eru m.a. tvö verk eftir
Hafliða sjálfan: annars vegar
„Five Studiesfor Jakob’s
Ladder”, frumflutningur hérá
landi á verki fyrir einleiksgítar,
hins vegar T ristía fyrir gítar og
selló, einnig frumflutningurhér.
Þá eru á efnisskrá sónata fyrir
gítar og selló frá barokktímanum,
Tilbrigði við Folía de Espana og
fúga eftir Manuel Ponce fýrir ein-
leiksgitar og Prjár bagatellur tynr
einleiksgítar eftir William Walton.
Hafliði Hallgrímsson er búsettur
í Edinborg og er nú fyrsti sellóisti
skosku kammerhljómsveitarinnar.
Hann stundaði nám hér heima, á
Ítalíu og í London og vann til verð-
launa á námsárum sínum. Hann
hefur víða komið fram sem ein-
leikari og m.a. leikið með ensku
kammerhljómsveitinni, Menuhin
hátíðarhljómsveitinni og Haýdn
strengjatríóinu. Hafliði hefur verið
útnefndur félagi Konunglegu tón-
listarakademíunnar í London.
Hafllði Hallgrímsson
Pétur Jónasson er aðeins 25 ára
að aldri og starfar nú í Reykjavík
sem einkakennari og einleikari.
Hann lagði stund á gítarnám hjá
Eyþóri Þorlákssyni en fór síðan í
framhaldsnám til Castres í Frakk-
landi þar sem Joséx Luis Gonzáles
var kennari hans. Síðan var hann
Pétur Jónasson
tvö ár í námi hjá Manuel L
Ramos við gítarskólann í Me:
borg og aftur í hitteðfyrra. I
hefur haldið einleikstónleil
Norðurlöndum, í Kanada, Bí
ríkjunum, Skotlandi og Mexí