Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júní 1984 eftir S Arna Bergmann Viö gátum séö í sjónvarps- fréttum á mánudagskvöldið að margmenni haföi safnast saman fyrir utan höfðuö- stöðvar PCI, Kommúnista- flokks Ítalíu, við Via delle Boteghe oscure í Róm. Og margir grétu. Þá höfðu ítalski og rauði fáinn verið dregnir í hálfa stöng: Enrico Berlingu- er, formaður PCI, var látinn, fjórum dögum eftir að hann fékk heilablóðfall á útifundi flokks síns í Padua. Hann var aðeins 62 ára að aldri. Þessi hlédrægi og aö því er virtist feimni Sardíníumaöur komst snemma til virðingar í flokki ítalskra kommúnista. Um þaö bil sem kalda stríðiö stóð sem hæst var hann formaður æskulýðssamtaka flokksins, ef til vill muna nokkrir þeir íslendingar sem fór á æskulýð- smót alþjóðlegt í Búkarest árið 1953 eftir honum við hátíðarslit: hann flutti þá ræðu sem formaður Alþjóðasambands lýðræðissinn- aðrar æsku, sem á þeim tímum reyndi að sameina ungt fólk á friðarmótum sem flest voru haldin í höfðuðborgum Austur-Evrópu. Merkur flokkur Kommúnistaflokkur Ítalíu hefur notið meiri áhrifa og álits en aðrir flokkar svipaðrar ættar í Vestur- Berlinguer tók við forystu 1972 Foringi ítalskra kommúnista og einn merkasti talsmaður endurnýjunar evrópskrar vinstri- hreyfingar aðalritari hans og leiðtogi varð hann á flokksþinginu í Milano 1972. E vrópukommúnismi Upp frá því er nafn Berlinguers ekki síst tengt þeim hugmynda- straumi sem nefnist evrópukomm- únismi. Hann var glöggasti og áh- rifamesti talsmaður þeirrar stefnu, sem miðaði fyrst og fremst að því að finna fyrir evrópsk vinstrimenn leiðir út úr þeirri kreppu sem bæði sósíaldemókratískir og kommún- ískir flokkar höfðu komið sér í. Helstu hugmyndir Berlinguers um þessi efni voru á þessa leið: Sósíaldemókratar hafa í stórum dráttum sætt sig við kapítalismann og komast ekki mikið lengra en nú með sitt velferðarþjóðfélag. Kommúnistaflokkar hafa staðnað í „biðhyggju" - bið eftir undrinu mikla, valdatökunni, eða þá eftir því að sósíalismi í Austu-Evrópu fái ómótstæðilegt aðdráttarafl. Enrico Berlinguer látinn Evrópu. Hann varð í andófinu gegn Mussolini að því sterka og vei skipulagða afli vinstrimanna á Ital- íu sem Sósíalistaflokkurinn, PSI, hafði áður verið. Þessir flokkar tveir áttu reyndar með sér allmikla samvinnu, bæði í skæruliðahreyf- ingum stríðsáranna og alllengi eftir stríð - hafa þeir t.d. mjög víða stjórnað saman borgum og héruð- Þegar á stíðsárunum og upp úr þeim hóf foringi ítalskra kommún- ista sem þá var, Palmiro Togliatti, að breyta Kommúnistaflokknum í það sem var kallað „flokkur fólks- ins“. Þar með var stílað upp á breiða skírskotum til hinna ýmsu hópa í þjóðfélaginu fremur en hugsað væri til þess að eiga í flokknum harðsnúna „framvarðar- sveit öreiganna“. Framganga flokksins á árum fasismans og í stéttaátökum eftir stríð tryggði honum sess sem næststærsta flokki Ítalíu. I alþjóðamálum fylgdi PCI Sovétríkjunum að málum. En eftir dauða Stalíns og 20. flokksþingið í Moskvu 1956 tóku Togliatti og fé- lagar upp rannsóknir og gagnrýni á hið sovéska þjóðfélag, sem gengu miklu lengra en það sem Sovét- menn sjálfir voru reiðubúnir til að fást við. Allt fór það fram í vin- semd, en þó var ljóst að Sovét- menn voru mjög taugaóstyrkir m.a. yfir því plaggi sem stundum er kallað erfðaskrá Togliattis og minnir Sovétmenn á, að þeir geti ekki afgreitt Stalíntímann með al- mennum orðum eins og „mistök“ og ;,persónudýrkun“. Arið 1966 Iést Togliatti. Luigi Longo tók þá við formennsku flokksins, roskin kempa sem hafði m.a. barist í borgarastríðinu á Spáni. Árið 1969 var Berlinguer svo kosinn vararitari flokksins og Foringjar ítalskra, spænskra og franskra kommúnista, Berlinguer, Carillo og Marchais: minna varö úr sam stöðu þeirra en til stóð. Berlinguer og Brésjnéf: óháðir kommúnistaflokkar, sjálfstæð Vestur-Evrópa. Kommúnistaflokkar eins og hinn ítalski þarf því að leita nýrra leiða. Hann þarf að leggja áherslu á fjölflokkakerfi (plúralisma) og útfærslu lýðræðis. I framhaldi af þessu börðust kommúnistar með sósíalistum fyrir auknum réttind- um til handa héraðsstjórnum og valddreifingu á hverjum stað og náðu einatt merkilegum árangri. I framhaldi af þessu taldi Berlinguer einnig, að PCI ætti að vera reiðu- búinn til einskonar samstarfs um stjórn landsins við erkióvininn, DC, Kristilega demókrata. Meðal annars vegna þess að það væri ekki nóg fyrir verkalýðsflokkana að fá 51% atkvæða eða svo - það þyrfti að skapa breiðari samstöðu um lausn á brýnum vandamálum í spilltu ítölsku stjórnkerfi og efna- hagslífi, meðal annars til að forðast það ástand sem upp kom í Chile 1972 þegar herinn með samþykki hægriafla steypti kjörnum sósía- lista úr forsetastóli. Þetta var kall- að „söguleg málamiðlun". Sjálfstæð stefna Á alþjóðavettvangi lagði Berl- inguer áherslu á að vinna að eflingu lýðræðis og aukinna áhrifa verka- lýðsflokka með samfylkingu kommúnista og sósíaldemókrata á vesturevrópskum vettvangi. Með það fyrir augum að móta þá Evr- ópu sem væri hvorki andamerísk né andsovésk, heldur sjálfstaeðari og óháðari risaveldunum en áður og gæti haft sjálfstætt frumkvæði í friðarmálum og í jákvæðari stefnu- mótun til þróunarríkja þriðja heimsins. Um leið losaði Berlingu- er í áföngum um samskiptin við So- vétríkin, flokkur hans gagnrýndi mjög harðlega innrásina í Tékkó- A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.