Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júní 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Aðalfundi frestað Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 14. júní (ekki 7. júní) kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar: Páll Hlöðversson. 2. Reikningar félagsins: Aðalheiður Steingrímsdóttir. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Útgáfumál: Erlingur Sigurðarson. 7. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Vestfjörðum: Sumarferð Sumarferðin verður helgina 30. júníog 1. júlí. Farið verður í Inndjúp- iö. Nánar auglýst síðar. - Kjördæmisráð Stefnuumræðan Til allra Alþýðubandalagsfólaga: Munið spurningalistann. Svarið og sendið til flokksmiðstöðvarinnar Hverfisgötu 105 sem fyrst. - í síðasta lagi 15. júní. - Nefndin Vinningsnúmer í Vorhappdrætti ABR Vinningar nr. 1-3 sem voru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 20 þús. hver, komu á miða nr. 64, 2610 og 5090. Vinningar nr. 4-6 sem eru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 15 þús. hver, komu á miða nr. 33, 163 og 3436. Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið í Kópavogi: Jónsmessuhátíð Sumarferð ABK í Veiðivötn verður farin 23.-24. júní. Gist verður í skála Ferðafélags íslands og í tjöldum. Gjald 500-800 krónur. Upplýsingar gefa Friðgeir sími 45306, Sigurður Hjartar sími 43294 og Sigurður Flosa sími 40163. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið á Austurlandi: Ráðstefna á Hallormsstað 23.-24.júni Efni: Alþýðubandalagið og verka- lýðshreyfingin (Þröstur Ólafs- son) Stefnuskrá í endurskoð- un(Steingrímur J. Sigfússon) Atvinnu- og byggðamál (Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms- son) Dagskrá (drög): 23. júní (laugardagur): kl. 09-12: Skógarganga kl. 13.30-16: Framsöguerindi kl. 16.30-18: Umræður kl. 21-24: Jónsmessuvaka 24. júní (sunnudagur): kl. 09-12: Starfshópar kl. 13.30-16: Álit starfshópa, um- ræður. Ráðstefnuslit kl. 16. Alþýðubandalagsfélagar og stuðn- ingsfólk velkomið. Takið fjölskylduna með í fagurt um- hverfi. Pantið gistíngu tímanlega á Edduhótelinu, sími 97-1705. Hittumst á Hallormsstað - Stjórn kjördæmaráðs. Steingrímur Helgi Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar mánudaginn 18. júni kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Undirbúningur fyrir síðasta bæjarstjórnarfund fyrir sumarleyfi. Nefndarmenn hvattir til að mæta. Fundurinn opinn öllum félögum. Stjórnin. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra: Sumarhátíð Sumarhátíð verður haldin 6.-8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði, N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá: Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, Örlygi H. Jónssyni, Húsavík, s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri, s. 24886 eða 26621. Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögun hátíðarinnar verða birtar síðar. Stjórn Kjördæmisráðs. Almennir fundir á Austurlandi Alþingismennimir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundum sem hér segir: Hrollaugsstöðum, Suðursveit, miðvikudaginn 13. júní kl. 21. Höfn í Hornafirði fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30. Djúpavogi föstudaginn 15. júní kl. 20.30. Fundirnir eru öUum opnir. - Alþýðubandalagið Nýtt fræðirit: Islensk jarðfræði fyrír úflendinga Bókaútgáfan Örn og örlygur hefurgefið útágrip af íslenskri jarðfræði á þýsku og ensku og eru höfundar jarðfræðingarnir Ari Trausti Guðmundsson og Halldór Kjartansson. Lengi hefur skort handhægt rit um íslenska jarðfræði fyrir útlend- inga sem hingað koma og þá sem yfirleitt vilja kynnast íslenskri jarð- fræði, en árlega sækja margir út- lendingar landið heim í því skyni. Hér geta þeir skoðað eldfjöll, hraun, hveri og jökla, svo eitthvað sé nefnt og hvergi í heiminum er auðveldara að kynna sér landreks- og plötukenninguna. í bókinni er að fínna skýringar á öllum þessum náttúrufyrirbærum. Enska útgáfan nefnist „Guide to the Geology of Iceland" en hin þýska „Wegweiser durch die Geologie Islands“. í hvorri bók em um 100 ljósmyndir. ARI TRAUSTf Q if!Mi ÍMU“ H/ DÖT RjARl Guideto the Geology of Iceland Wegweiser durch die Geoiogie Islands Félag stofhað um verkefiiastjómun Nýlega var haldið á vegum endurmenntunardeildar Háskóla íslands sex daga námskeið í verk- efnastjórnun. Námskeiðið sóttu um 30 manns, flest verkfræðingar, en aðalkennari var Morten Fangel, danskur sérfræðingur á þessu sviði. Á námskeiðinu var ákveðið að stofna til félagsskapar um verkefn- astjómun, en slík félög starfa víða um heim, m.a. í Finnlandi, Sví- þjóð, Noregi og Danmörku. Hinn 23. maí sl. var haldinn stofnfundur félagsins Verkefna- stjórnun. Um 90 manns hafa gerst stofnfélagar, ýmist sem einstak- lingar eða á vegum fyrirtækja. I stjórn vora kjörnir: Daníel Gestsson, formaður, Jón H. Magnússon, Tryggvi Sigurbjarnar- son, Baldur Jóhannesson, Jónas Frímannsson, Svavar Jónatansson, Geir A. Gunnlaugsson. Félagið hyggst vinna að bættri verkefnastjómun hér á landi og auka og efla fræðslu um þau mál bæði með námskeiðahaldi og sam- skiptum við erlend áhugafélög á sama sviði. Bubbi einn í hringferð með gítarinn Bubbi Morthens er lagður af stað í hringferð um landið með gít- arinn og mun í ferðinni leggja aðal- áherslu á síðustu sólóplötu sína, Ný spor. Auk þess hlýtur hann að leyfa fólki að heyra eitthvað af gömlum perlum sínum. Fyrstu viðkomu- staðir Bubba verða sem hér segir: Valaskjálf í kvöld (13. júní), Reyðaifjörður 15., Seyðisfjörður á þjóðhátíðardaginn, Vopnafjörður 18., Þórshöfn á kvenréttindadag- inn og Raufarhöfn 20. júní. \ ÍSLAM) 50()0 í tilefni 40 ára lýðveldis: Nýtt frímerki Þann 17. júní kemur út nýtt fnmerki í tilefni 40 ára lýðveldis á íslandi. Frímerkið er að verð- gildi 50 krónur og sýnir íslenska fánann. Frímerkið hannaði Þröstur Magnússon, teiknari. MUNIÐ SKYNDI- HJÁLPAR- TÖSKURNAR í BÍLINN RAUÐI KROSS ÍSLANDS Listahátíð í Reykjavík 1.-17. júní 1984 MIÐASALA: Gimli v/Lækjargötu: opið frá kl. 14:00-19:30. Sími: 62 11 55 Vörumarkaðurinn Seltjarnarnesi og Mikligarður v/Sund: -fimmtud. ki. 14:00-19:00 -föstud. kl. 14:00-21:00 - laugard. kl. 10:00 - 16:00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.