Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 16
PJOÐVIUINN Miðvikudagur 13. júní 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 -20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðámenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382. 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er haegt aö ná i afgreiöslu blaösins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Magnús Skarphéðinsson um ummæli borgarfulltrúa Rakalaus ósannindi Hugleiði nú lögreglurannsókn í málinu Verst af öllu var að sitja uppi á áheyrendapöllum og hlusta á hvern borgarfulltrúann áfætur öðrum fara upp í ræðustól og fara þar með rakalaus ósannindi, sagði Magnús Skarphéðinsson vagnstjóri sem fengið hefur reisupassann frá borgarstjórn Reykjavíkur. Uppsögnin var til meðferðar á fundi borgarstjórnar í sl. viku, en þegar gengið var til atkvæðagreiðslu og lokaumræðu um málið var fundinum lokað. - Þaö sem ég heyröi á fundi borg- arstjórnarinnar um þetta mál var reginhneyskli. Borgarfulltrúarnir Júlíus Hafstein og Guðrún Ágústs- dóttur báru þarna uppá mig sakir sem ég get sýnt fram á aö eru raka- laus ósannindi. Því var haldið fram að ég hefði ekki sótt ábyrgðabréf ifleð uppsögn minni og ætti það að sýna fram á „samstarfsörðugleika“ mína og fyrirtækisins. Ég hef kvitt- un frá pósthúsinu sem sönnunar- gagn um það að ég sótti þetta ábyrgðarbréf. - Þá var því haldið fram til að sanna sömu sakir, að borgarfógeti hefði þurft að leita að mér til að fá þetta bréf mér í hendur. Þetta eru ósannindi sem ég get hrakið. Þá var því einnig haldið fram að ég hefði ítrekað neitað að koma á fund for- stjóra SVR til að ræða við hann um málin. Hins vegar er staðreyndin sú að einu sinni gat ég ekki mætt á einn fund hjá honum, þar sem ég var veikur og lét vita af því með fyrirvara. Borgarfulltrúar höfðu aldrei samband! - Það var átakanlegt að heyra þessar sakir bornar á mig án þess að nokkur benti á hið sanna í mál- inu. Alvarlegra er fyrir Reykvík- inga sem kosið hafa þessa fulltrúa, að enginn þeirra hefur nokkru sinni haft samband við mig til að fá þetta mál skýrt frá mínu sjónar- homi. Reyndar hefur enginn borg- arfulltrúi nema frá Kvennafram- boðinu leitað eftir minni hlið máls- ins, heldur talar þetta fólk einungis út frá sjónarhorni forstjóra SVR og samkvæmt upplýsingum frá hon- um. - Ég vil að það komi fram, að lögfræðingur minn skrifaði Sveini Björnssyni forstjóra SVR bréf fyrir mánuði eða svo, þar sem farið var fram á skýringar á uppsögn minni. Enn þann dag í dag hefur ekkert svar borist. Hugleiði lögreglurannsókn Áburður borgarfulltrúa Guðr- únar Ágústsdóttur á mig hefur ver- ið í ýmsu formi. Þannig skrifar hún fyrst að ég hafi verið rekinn vegna „samstarfsörðugleika". Nú um helgina hefur þetta breyst í „van- rækslu í starfi“ samkvæmt grein sem hún skrifar hjá ykkur í Þjóð- viljanum. f millitíðinni hefur allra handa rógburður og getgátur kom- ið fram sem forsenda fyrir uppsögn minni. Það er máske erfitt að festa hendur á slíku, en ég hugleiði nú alvarlega lögreglurannsókn á þess- um rógburði, sagði Magnús Skarp- héðinsson að lokum. -óg Magnús Skarphéðinsson: Borgar- fulltrúarnir hafa einungis leitað upp- lýsinga hjá Sveini Björnssyni for- stjóra SVR. Brúðuheimi]i Ibsens á færeysku og íslensku „Þetta er sennilega einsdæmi“ sagði Sveinn Einarsson um gesta- leik Færeyinga á Listahátíð, - frá upphafi hafa íslenska og færeyska hljómað hvor um aðra í Brúðu- heimili Ibsens. „Margir voru fullir efasemda í byrjun, en áhorfendur í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn tóku sýningum mjög vel“. Og er nú komið að íslenskum leikhúsgestum i Félagsstofnun stúdenta annað kvöld og föstudagskvöld. Færeyski hópurinn sýndi leikrit- ið í Þórshöfn í aprílbyrjun undir stjórn Sveins Einarssonar og er hingað kominn í boði Leikfélags Reykjavíkur; framlag Iðnómanna til Listahátíðar. Tveir leikaranna eru íslenskir, þeir Pétur Einarsson og Borgar Garðarsson og tala það ástkæra ylhýra fullum fetum, ljósa- Brúðuheimilið i Félagsstofnun stúdenta: Nóra (Elín K. Mouritsen) og Helmer (Pétur Einarsson). Önnur helstu hlutverk leika Borgar Garðarsson, Laura Joensen og Olivur Næss. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom til Færeyja, sagði Pétur Einarsson í spjalli við Þjv., og kunnl ekkert í færeysku. En við ákváðum í upphafi að hver talaði sitt mál. Engin danska. Maður sklldi ekki mikið fyrstu vikurnar, en svo kom þetta fljótt. Ljósm. Loftur. einsdæmi Sennilega maðurinn er líka landi, Árni Bald- vinsson. Félagsstofnun stúdenta var eina húsið sem hentaði okkur í Reykja- vík, sagði leikstjórinn við blaða- menn í gær. Við lékum á miðju gólfi í nýja Norðurlandahúsinu í Þórshöfn og gerum það hér líka. Þetta þótti ný- stárlegt í Færeyjum, sumum fannst skrítið að sjá kunningja úr bæjarlíf- inu bakvið leikarana, - en datt svo í hug að meðal áhorfenda væru líka Nórur og Helmerar. „Dukkehjem“ Henriks Ibsens (frumflutt 1879) fjallar um kvenn- akúgun, hjónaband og borgaralegt samfélag og hefur notið mikillar hylli, ekki síst síðustu áratugi. í flutningi færeyska hópsins er byggt á tveimur þýðingum, og er önnur færeyska skáldsins Jens Pouls Heinesen, hin Sveins Einarssonar, sú sem gerð var fyrir Þjóðleikhúsið á sínum tíma. Leikhópurinn sveigði þessa texta síðan þannig til að málfar yrði sem líkast á báðum tungum. -n* 1 Athugasemdirnar vegna Skúlagötu báru árangur: Ráðherra krefst deili- skipulags Félagsmálaráðherra hefur staðfest brcytta landnotkun og nýtingarhlutfall á svokölluðum Skúlagötureit með þeim fyrirvara að gengið verði frá dciliskipulagi svæðisins alls áður en farið verð- ur að byggja. í bréfi ráðuneytisins sem lagt var fram í borgarráði í gær er vísað til hinna fjölmörgu athuga- semda sem báust vegna auglýs- ingar um háhýsi við Skúlagötu og tekið fram að deiliskipulag verði að staðfesta samkvæmt 17. og 18. grein skipulagsins áður en leyfðar verði byggingaframkvæmdir. Þá er einnig óskað eftir því að borgin hafi samráð við húsameistara ríkisins vegna deiliskipulags á lóðum ríkisins, vestast á svæðinu. -ÁI Vantraust samþykkt í annað sinn á formann Stúdentaráðs: Meirihlutinn er fallinn Stúdentaráð Háskóla íslands samþykkti með 13 atkvæðum gegn 12 í leynilegri atkvæða- greiðslu á fundi ráðsins í gær- kvöldi tiliögu frá félagi vinstri manna um vantraust á formann ráðsins Stefán Kalmannsson vegna slælegrar framgöngu stjórnarinnar í lánamálum náms- manna. Þar sem þetta er í annað sinn í röð sem vantraust er sam- þykkt á formann ráðsins er meiri- hluti Vöku og Umbótasinna í Stú- dentaráði fallinn. Fundi ráðsins í gærkvöldi var frestað um viku en þá á lögum samkvæmt að kjósa nýja stjórn i ráðinu. „Þessi niðurstaða atkvæða- greiðslunnar kom mönnum mjög á óvart því á fundinum voru 12 fulltrúar frá félagi vinstri manna en 13 meirihlutamenn. Það er greinilegt að fleiri en okkur vinstri mönnum finnst illa staðið að baráttu- og hagsmunamálum námsmanna og einhver fulltrúi meirihlutans greiddi tillögu okk- ar atkvæði og felldi þar með stjórnina“, sagði Kristján Ari Arason einn fulltrúa vinstri manna í stúdentaráði í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Kristján Ari sagði að menn væru enn að átta sig á þeirri stöðu sem nú væri komin upp og því hefði fundi verið frestað þar til eftir viku en þá á ný stjóm að taka við í stúdentaráði. „Það er alveg óljóst hvað tekur við, en hvernig sem fer þá hlýtur þessi meirihluti að endurskoða sinn gang. Sá meirihluti sem nú hefur verið felldur hefur staðið sig með eindæmum í lánamálum og það er ljóst að þessi mál þarf öll að endurskoða á næstu dögum,“ sagði Kristján Ari Ara- son. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.