Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.06.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 má brúka önnur efni og viðhafa þá meiri saumaskap og vandaðri. Þið notið teikninguna hér að neðan til að sníða eftir, en til að fá hæfilegar stærðir þarf að stækka rúðurnar í 5x5 cm. Notið marga liti og mynstur til að fá sem fjöl- breyttastar brúður. Saumið andlitsdræcti og skraut á brúðurnar áður en þið saumið þær sjálfar saman. Þið saumið þær saman á röngunni en skiljið eftir op að neðan fyrir hendur eða spýtur, sem þá er stungið upp undir brúðurnar. Þið getið saumað þetta í höndunum, sér- staklega ef þið eruð með filt. Og látið nú hugmyndaflugið ráða! Brennt eldhús- borð Það hendir stundum aðgætn- ustu eldabuskur að setja frá sé heita potta á eldhúsborðið og þá er ekki að sökum að spyrja: ljótur brunablettur kemur á dúkinn. Og hvað er þá til ráða? Ef dúkurinn er venjulegur plastdúkur á að vera hægur vandi að ná blettinum úr. Fyrst skal þvo hann með sápuvatni og best er að nota sápuspæni. Notið alls ekki hreingerningarduft, því þá rispið þið dúkinn. Síðan skal nudda brunablettinn með blöndu úr 1/4 línolíufernis og 3/4 terpentínu. Látið blönduna liggja á blettinum í hálftíma og þurrkið þá af með hreinum klút. Gangið vel frá klútunum áður en þið fleygið þeim, t.d. í lokuðu járnfláti, því hætta er á sjálfíkveikju af terp- entínunni. Ódýrasta brúðu- leikhús í heimi Þetta er áreiðanlega ódýrasta brúðuleikhús í heimi og það er svo einfalt að allri gerð að hvaða meðalskussi sem er ætti að geta apað þetta eftir. Það sem til þarf er stór pappakassi (sem auðveld- lega má nálgast í raftækjabúðum sem selja ísskápa, en frá þeim búðum er miklu pappamagni ekið á haugana dag hvern), þekju- litir, tvær rúnaðar spýtur, stuttar, efnisafgangar og loks eldhúshníf- ur sem bítur vel á pappa. Svona er brúðuleikhúsið Skerið í eina hlið kassans og breiðið hann út á gólfið. Teiknið fyrir sviðinu og leikmyndinni á þrjár hliðar kassans. Málið því- næst sviðsmyndina með þekju- litum. Skerið sviðið út og fjórar holur á tvær kassahliðar, en í þær eiga spýturnar að koma, eins og sést á teikningunni. Síðan er kassinn reistur upp, eins og sést einnig á teikningunni. Spýturnar eru not- aðar til að halda uppi tjaldinu að framan og sviðsmynd að baki. Tjaldið og sviðsmyndin eru búin til úr efnisbútum og þetta má skreyta á marga vegu. Gangið þannig frá þessu á spýtunum, að auðvelt sé að rúlla tjaldinu upp. Síðan er spýtunum stungið í gegnum götin - og þá er leikhúsið tilbúið. Svona eru brúðurnar Brúðurnar er auðveldast að klippa út í filtefni, því þá þarf svo til engan saumaskap, a.m.k. þarf ekki að sikk-sakka. En auðvitað Teikning af leikhúsinu. Snið af brúðunum. Lifrarsúfflé Lifur er mjög hollur matur og sérstaklega járnauðug. Af þeim sökum ætti hún að vera á borðum okkar minnst einu sinni í viku. Lifur er þó ekki ýkja vinsæll rétt- ur og einkum hafa börn oft horn í síðu hennar. Þess vegna er tilval- ið að „fela“ lifrina í fallegum og gómsætum rétti, eins og t.d. lifr- arsúfflé. í hann þarf þetta: 200 glifur (kálfa- eða lambalifur) 1 hvítlauksrif 1 dl söxuð steinselja 25 g smjör 2 msk hveiti 112 l mjólk 4 stór egg salt, pipar U2 tsk rósmarín 4 mulin einiber smjör í súffléskálina Hakkið lifrina tvisvar sinnum í hakkavél eða sagið mjög smátt ef þið eigið ekki slíkt verkfæri og blandið hvítlauk og steinselju saman við. Bræðið smjörið í potti, látið hveitið útí og hrærið vel. Hrærið mjólkinni útí smám saman - best er að hún sé einnig sjóðandi því þá gengur þetta bet- ur. Úr þessu á að verða þykkur vellingur. Þá er lifrin sett saman við ásamt 4 eggjarauðum og kryddinu og hrært vel.Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega í hveitivellinginn. Smyrj- ið súffléskál eða venjulega eld- fasta og háa skál að innan með smjöri og hellið vellingnum í. Látið inn í 200 gráða heitan ofn og bakið í ca. 20 mínútur. Látið lifrarsúffléið ekki vera of lengi í ofninum og alls ekki bíða of lengi, því það fellur fljótt saman eins og annað súfflé. Með lifrasúffléinu er gott að hafa sterka tómatsósu ög hana má búa til daginn áður er rétturinn skal snæddur. Sósan er gerð þannig: 1 dl saxaður laukur 1 hvítlauksrif 2 msk ólívuolía 500 g niðursoðnir tómatar tímían salt, pipar Saxið laukinn, merjið hvít- laukinn og látið hvort tveggja meyrast í olíu á pönnu við vægan hita. Síið safann frá tómötunum og sjóðið þá ásamt lauknum og dá- litlu tímían í hálftíma. Hrærið síð- an vel, t.d. með handþeytara, og saltið og piprið að vild. Sósuna getið þið hitað upp þegar þið ætlið að snæða lifrarsúffléið, en hún er ekki síðri köld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.