Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júní 1984
Listahátíð
Þrjár miljónir í mínus
Reynt að spara við kynningu
„Þegar framkvæmdastjórnin lagði fram dagskrána spáði ég uppundir
þriggja milljón króna halla á hátíðinni og ég áiít núna að hann verði ekki
minni“, sagði Bjarni Ólafsson framkvæmdastjóri Listahátíðar í spjalli við
Þjóðviljann. ,JVlönnum þótt þetta mikill halli og vildu reyna sparnaðar-
leiðir, til dæmis við aðkeypta kynningu, en til kynningar og auglýsinga var
gert ráð fyrir um 900.000 krónum. Ég hef reynt að spara mjög mikið,
miklu meira en ég vildi, en hef þó auglýst vegna þess að önnur kynning
hefur ekki tekist sem skyldi“.
Bjarni sagði erfitt að bera fjár-
haginn nú saman við fyrri listahá-
tíðarreikninga. Hátíðin nú væri
þrefalt umfangsmeiri en árið 1982,
þá hefði hallinn verið á aðra
milljón; menn gætu svo leikið sér
að þessum tölum. Vegna ýmissa at-
riða utandyra væri varla hægt að
meta aðsókn. Hún væri þó ekki
eins mikil og hann hefði óskað,
nema að helstu atriðum. Þannig
hefði verið nær fullt hús á hljóm-
Bjarni Ólafsson.
leikum Fflharmóníunnar bresku,
sala að Modern Jazz Quartett
gengi vel og einnig að tónleikum
Sinfóníunnar og Luciu Valentini-
Terrani. Tónleikar fslendinga í Bú-
staðakirkju væru vel sóttir.
„Norrok var hinsvegar eyðilagt
með beinu útsendingunni á rás
tvö“, sagði Bjarni, „ég var á móti
henni, en lét tala mig inná þetta;
menn fullyrtu að það væri síst verra
og mundi auka áhugann á þeim
tónleikum. Ég held að það hafi að
minnsta kosti þúsund unglingar
setið heima og hlustað þar í stað
þess að koma í Höllina. Og aðsókn
að leiklist á hátíðinni er minni en ég
hafði búist við“.
Hvað með boðsmiða?
„Boðsmiðar voru sendir út sam-
kvæmt fyrri listum, en þó mikið
skorið niður. Framkvæmdastjórn-
in hefur auðvitað rétt til að úthluta
boðsmiðum, en ég er sá eini af
starfsmönnum sem afhendi þá, hef
verið tregur á þá og sjálfsagt
eignast fjöldann allan af óvinum;
það er allskonar fólk sem telur sig
eiga rétt á ókeypis aðgangi“.
Menn kvarta yfir háu verði?
„Hátt verð? Frá 150 til 500 krón-
ur? Það finnst mér ekki hátt. Ég vil
benda á að ef menn hefðu ekki efni
á til dæmis bresku Fflharmóníunni,
Modern Jazz Quartett eða Chiefta-
ins, - þá stæðu menn ekki í bið-
röðum til að kaupa sér áfengis-
flösku fyrir sex til sjöhundruð
kall“.
-m
Jón og Gunna
á Listahátíö
8660
krómir
Hvað kostar ástundan List-
ahátíðar dugmikla gesti? Ef
Jón og Gunna eru látin fara
yfir dagskrána, miðað við að
þau sæki helstu atriði og taki
sér hlé svona þriðja hvern
dag, má reikna með að listá-
huginn kosti þau uppundir níu
þúsund krónur.
Hjónin eru doltið snobbuð
og geta ekki stillt sig um að
blanda geði við fyrirmenn á
opnunarhátíð (400 kr.). Dag-
inn eftir djassast úr þeim rykið
i Norræna húsinu (300 kr.) og
á eftir horfa þau á finnska
myndlist (30 kr.). Seliótón-
leikar í Bústaðakirkju á
sunnudagskvöld (200 kr.) en
unglingurinn var sendur á
Norrokk (400 kr.). Feðgarnir
sátu heima yfir sjónvarpi á
mánudagskvöld en Gunna fór
með vinkonunum á látbragðs-
leik í Gamla Bíó (350 kr.).
Nonni brá sér með strákunum
á tónleika Örju á þriðjudag-
inn (400 kr.). Gunna hefur
alltaf verið veik fyrir Fred Ák-
erström og hlýðir á hann á
fimmtudagskvöld (250 kr.),
feðgar bregða sér á írska þjóð-
lagatónlist í Broadway (400
kr.). Jón var einu sinni í karl-
akórnum Geysi og fer á tón-
leika í Háskólabíó daginn eftir
(350 kr.) og Gunna brá sér á
Borgar í Árbænum (200 kr.).
Að kvöldi hvítasunnudags
voru Askenasíar og fílharm-
ónía á dagskrá (500 kr.). í
fyrrakvöld var skroppið á tón-
leika í Bústaðakirkju (200
kr.). í gær fóru hjónin að
horfa á Brúðuheimilið í Fé-
lagsstofnun stúdenta (250
kr.). Þótt nokkuð sé af þeim
dregið er ekki hægt að sleppa
tíu gestum að Kjarvalsstöðum
(150 kr.) og Modern Jazz Qu-
artett er líka ómissandi á
laugardaginn (500 kr.). Svo er
hrist úr klaufunum á Þjóðhá-
tíðarballi í Höllinni og strák-
urinn fær að fljóta með (150
kr.).
Þegar hér er komið er Lista-
hátíð búin að kosta þau hjónin
8660 krónur. Ánægjan verður
ekki metin til fjár, - en þau
eru komin frammyfir á heft-
inu.
NVSV:_______________
Skoðunarferð
um Kópavog
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands
efnir á morgun til kynnisferðar um
Kópavogsland og er ferðin farin í sam-
vinnu við Nátturufræðistofnun Kópa-
vogs. Verður lagt af stað frá Náttúru-
fræðistofnuninni að Digranesvegi 12 kl.
13.45, en einnig er hægt að fara í rútuna
við Norræna húsið kl. 13.30. - v.
Samvinnutryggingar
10 miljóna króna
Erlendur Einarsson SÍS forstjóri endurkjörinn stjórn-
arformaður Samvinnutrygginga og Andvöku
9.3 miljón króna hagnaður varð
af rekstri Samvinnutrygginga og
3.2 miljón króna hagnaður af
rekstri Líftryggingafélagsins And-
vöku.
Aðalfundur beggja félaganna
var haldinn 22. maí sl. og flutti þar
stjórnarformaðurinn Erlendur
Einarsson forstjóri SÍS skýrslu.
Hagnaður af rekstri Brunadeildar,
Sjódeildar, Ábyrgðar- og slysa-
deildar varð rúmlega 22 miljónir
króna, en tap varð hins vegar hjá
Bifreiðadeild og endurtryggingum
nær 13 miljönir. Bókfærð iðgjöld
ársins námu tæplega 391 miljón en
tjón ársins urðu rúmlega 300 milj-
ónir. Á fundinum kom fram að
Samvinnutryggingar hafa ákveðið
að styrkja Bjarna Torfason lækni
til rannsóknarstarfa á umferðar-
slysum með 300 þúsundum króna.
Hjá Andvöku var hagnaður af
öllum greinum trygginga nema
/vV*
grooi
endurtryggingum og varð hagnað-
urinn 3.2. miljónir króna.
Stjórn félaganna var endurkjör-
in: Érlendur Einarsson forstjóri,
Ragnar Guðleifsson Keflavík, Val-
ur Amþórsson Akureyri, Ingólfur
Ölafsson Reykjavík, Karvel Ög-
mundsson Ytri-Njarðvík. Fulltrúi
starfsmanna í stjórn er Sigríður
Hrefna Friðgeirsdóttir Reykjavík,
en framkvæmdastjóri Hallgrímur
Sigurðsson. - óg
Blað-
berar
tíl Dan-
merkur!
Vinningshafar í blaðberahapp-
drætti Þjóðviljans halda í dag til
Danmerkur og dvelja í viku í
sumarhúsum Samvinnuferða—
Landsýnar í Karlslunde. Með í för
verður afgreiðslustjóri Þjóðvilj-
ans, Baldur Jónasson. Á myndinni
eru vinningshafarnir á skrifstofu
Samvinnuferða-Landsýnar þegar
farseðlarnir voru afhentir, frá
vinstri: Hrafnhildur Hreinsdóttir,
Einar Eiríksson, Guðrún Jóhanns-
dóttir, Bjarki Logason, Borgþór
Torfason, Baldur afgreiðslustjóri
og Helgi Daníelsson frá ferðaskrif-
stofunni. Ljósm. Loftur.
Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum____
Átak gegn atvinmileysi
„Samstillt norrænt átak til að
berjast gegn efnahagskreppunni á
uppbyggilegan hátt ætti að geta
orðið fyrirmynd í tvöfaldri merk-
ingu: Sýna að samvinna landa
borgar sig og hægt er að vinna á
kreppunni, fyrst og fremst með
aukinni samfélagslegri áherslu en
ekki minnkaðri“, segir í ályktun
þeirra Ásmundar Stefánssonar og
Kristjáns Thorlaciusar forystu-
manna ASÍ og BSRB. Launamann-
asamtökin á Norðurlöndum hafa
krafist þess að ríkisstjórnir land-
anna taki upp virkari stefnu til að
skapa atvinnutækifæri og koma í
veg fyrir atvinnuleysi og lagt
áherslu á samstarf landanna í þessu
skyni. Ályktun „Norræns átaks
gegn atvinnuleysi“ er send út í ti-
lefni af fundi fjármálaráðherra
Norðurlanda sem haldinn verður
hér á landi í mánuðinum.
í ályktuninni minna þeir Ás-
mundur og Kristján Thorlacius á
að 10. maí á sl. ári hafi stjórnir ASÍ
og BSRB lagt fram sameiginlegt
álit undir yfirskriftinni „Kjarni
nýrrar efnahagsstefnu er virk at-
vinnuuppbygging", þarsem lýst var
furðu á því að kaupmáttur launa-
fólks og verðbótakerfið væru talið
höfuðorsök vanda þjóðarbúsins.
Skorað var á stjórnvöld og
stjórnmálaflokka að blað verði
brotið í efnahagsstjórn með víð-
tækri samstöðu um stefnu sem tæki
tillit til sjónarmiða verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Á þetta var ekki hlustað,
stjórnvöld gripu til einhliða að-
gerða gegn kaupmætti launanna.
„Kaupmátturinn var rýrður í einu
átaki meira en áður eru dæmi til.
Afleiðingin af því eru stórfelldir
fjárhagserfiðleikar þorra fólks,
einkum hinna lægst launuðu",
segir í ályktuninni. Þá er minnt á að
þó að vinnuhópur fjármálaráð-
herranna um norræna áætlun fyrir
efnahagslífið „þori ekki eða geti
ekki samþykkt þá afstöðu til efna-
hagsmála sem verkalýðshreyfingin
benda á, þá ætti hann að minnsta
kosti að rökstyðja af hverju tillögur
Heildarþorskaflinn fimm fyrstu
mánuði ársins er 127.243 lestir sem
er rúmum 33 þúsund lestum minni
afli en á sama tíma í fyrra. Annar
botnfiskafli það sem af er árinu er
nær sá sami og í fyrra eða um 144
þús. lestir.
Þorskafli togara í maí um 7.500
lestir sem er rúmum 1.500 lestum
minni afli en í fyrra en þorskafli
okkar eru ekki teknar til greina.
Og þá er ekki nóg að vísa almennt
til verðbólgu eða viðskiptahalla.
Starfshópurinn verður að leggja
fram raunverulegar leiðir til þess
að hann verði tekinn alvarlega“,
segja þeir Ásmundur og Kristján í
niðurlagi ályktunar sinnar.
-óg
bátanna var rúmar 10 þús. lestir
sem er um 1600 lestum minni afli
en í fyrra.
Hins vegar var mjög góð rækju-
veiði í mánuðinum eða tæpar 2 þús.
lestir á móti um 640 lestum í fyrra.
Sama er að segja um humaraflann.
Nú hafa veiðst um 850 lestir en á
sama tíma í fyrra aðeins tæpar 340
lestir. _ ig.
Mikil rækja og humar