Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 3
» Föstudagur 15. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Steypuskemmdirnar í húsinu að Klyfjaseli 2 Ekki óeðlilegar segir forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnað- arins og segir þœr stafa afröngum byggingaraðferðum ,JÚ, það er alveg rétt að það hafa komið fram greinilegar skemmdir í húsinu að Klyfjaseli 2 í Breiðholti, sem Sturla Einarsson byggingameistari er að byggja. Þar er um frostskemmdir að ræða sem koma fram í vikur- steypu á svölum. Það er hins vegar ekkert eðlilegra en léleg vikursteypa grotni niður þegar hún er óvarin fyrir slagviðrinu íslenska“, sagði Harald- ur Ásgeirsson forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins er Þjóð- viljinn ræddi við hann í gær. „Alkalískemmdir í íslenskum húsum hafa valdið miljarða tjóni á síðustu árum en ég get fullyrt að með því að blanda kísilryki í sem- entið frá Sementsverksmiðju ríkis- ins hefur íslenskum vísinda- mönnum og framleiðendum tekist að búa til betra sement en völ er á erlendis frá. Ég óttast því mjög að villandi upplýsingar um þetta al- varlega mál leiði til þess að íslensk- ur byggingaiðnaður bíði hnekki og að menn fari í auknum mæli að flytja inn erlenda framleiðslu". „Vissulega er ástæða til aðgerða að því er varðar alkalískemmdir í eldri húsum en í nýrri húsum koma slíkar skemmdir ekki fram, með því skilyrði þó, að reglur séu haldn- ar. Ef menn hins vegar brjóta sett- ar reglur hlýtur sá er það gerir að bera fulla ábyrgð á skemmdum sem af því hljótast“, sagði Harald- ur í gær. „Eg geri mér fulla grein fýrir því að „frétt“ Þjóðviljans í gær getur verið erfitt að leiðrétta, því orð „reynds byggingameistara“ eru vissulega mikils metin. Auk þess lesa ekki allir þeir sem fengu ugg í brjóst við lestur fréttar Þjóðviljans í gær, þá leiðréttingu sem ég er hér að koma á framfæri. Slíkar afvega- leiðandi fréttir eru því skaðlegar fyrir byggingastarfsemi okkar, og þyrftu bæði byggingamenn og blaðamenn að gera sér grein fyrir því“, sagði Haraldur Asgeirsson forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins að lokum. - v. Haraldur Ásgeirsson forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins: Vonandi verður frétt Þjóð- viljans í gær ekki til þess að skjóta húsbyggjendum skelk í bringu. Ljósm. Loftur. Þjóðhátíðarmót í Reykjavík Hjólreiða- keppni Þjóðhátíðarmót í hjól- reiðum fer fram í Reykjavík á morgun, laugardag. Keppnin hefst við Hafnarböðin, Grandagarði kl. 14, og er hjól- að sem leið liggur eftir Ána- naustum útá Eiðisgranda, eftir honum öllum og áfram út Norðurströnd og endað við Sævargarða. Leið þessi er um 4.2 km. Keppt er í tveimur flokk- um. I almenningsflokki er. aldurstakmarkið 13 ár en þar fyrir ofan er engin aldurs- skipting. í hann fara einungis þeir sem ekki hafa keppt áður eða keppa ekki að staðaldri. Hinn er keppnisflokkur með svokölluðu „Enkelstart“- sniði, en það þýðir að kepp- endur eru ræstir einn og einn í einu með mínútu miilibili. Umsjón með mótinu hafa Jó- hann Valdimarsson og Björn Sigurðsson, sími 71236, vinnusími 18448. Blaðamanna félagið Aðalfundur Aðalfundur Blaðamanna- félagsins verður haldinn á morgun, laugardaginn 16. júní að Síðumúla 23. Fundur- inn hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. N ámsst j ór amálið Oskemmtileg reynsla segir námsstjóri um málsmeðferð ráðherra „Það er auðvitað ákveðin höfnun fólgin á mér og mínu starfi í máls- meðferð ráðherra og það er heldur óskemmtileg reynsla að lenda í þessu. Okkur námsstjórunum sem upphaflega átti ekki að endurráða finnst einnig að starfsreynsla okkar í stöðu námsstjóra sé heldur lítils metin“. Þetta sagði Þorvaldur Örn Arnason námsstjóri í líffræði, sem varð fyrir þeirri sérstæðu reynslu á laugardag að Ragnhildur Helga- dóttir hringdi í hann persónulega til að tilkynna honum að hún hygðist ekki endurráða hann í námsstjór- astöðuna en hringdi svo aftur stundu síðar til að bjóða endur- ráðningu þar sem kandídat hennar í stöðuna hafði afþakkað hana þeg- ar í stað. - Telurðu að ákvörðun ráðherra hafi verið pólitísk? „Um það vil ég ekkert segja" svarar Þorvaldur og bætti því við að hann hefði enn ekki ákveðið hvort hann myndi þiggja boð ráðherra um endurráðninguna. Erlu Kristjánsdóttur, sem er námsstjóri í samfélagsfræðum var einnig tilkynnt af Ragnhildi að hún yrði ekki endurráðin að svo stöddu. Hún sagði við Þjóðviljann: „Það er mörgum spurningum ósvarað í sambandi við Skóla- rannsóknardeildina, og á meðan tel ég ekki mikla ástæðu til að út- tala mig um þá staðreynd að ráð- herra kaus að ráða annan en mig í stöðu námsstjóra“. Guðmundur Hansen var ráðinn í stað Erlu, en auk hennar var Jónu Björg Sætran, námsstjóra í dönsku ekki boðin endurráðning fyrir næsta ár og í stað hennar var Sigur- lín Sveinbjarnardóttir ráðin. Guð- mundur var ráðinn til eins árs, og ekki fengust upplýsingar um til hve langs tíma var ráðið í aðrar náms- stjórastöður. Ekki náðist í neinn í mennta- málaráðuneytinu sem vildi skýra málstað ráðuneytisins, ráðherra var á leið frá útlöndum og aðstoð- armaður hans var fjarverandi og einnig Sólrún B. Jensdóttir skrif- stofustjóri. - ÖS Brottvikning Magnúsar Skarphéðinssonar: Oftillnægjandi skýríng segir Helga Thorberg, fulltrúi Kvennaframboðs „Það sem kom fram á þessum stjórnarfundi um ástæður brott- rekstrar Magnúsar Skarphéðins- sonar var að mínu mati ekki fullnægjandi, heldur svo almenns eðiis, að þær gætu átt við nánast hvaða vagnstjóra sem er“, sagði Helga Thorberg, fulltrúi Kvenna- framboðs í stjórn SVR í samtali við blaðið í gær. Á þessum fundi var borin upp traustsyfirlýsing á forstjórann og sátu þær Guðrún Ágústsdóttir og Helga Thorberg hjá við samþykkt hennar. „Það táknar hins vegar ekki, að ég hafi talið skýringarnar fullnægjandi“, sagði Helga Thor- berg. „Ég sá ekki ástæðu til að biðja um bókun á vantrausti mínu á forstjóra SVR að svo stöddu. Það var einnig kominn fram nýr flötur í málinu, sem er samþykkt 9. deildar Starfsmannafélags Reykjavíkur, þar sem þess er krafist, að Magnús verði endurráðinn eða forráða- menn SVR útskýri rnálið á fundi með starfsmönnum SVR. Þetta gerir málið stærra og gefur tilefni til þess að taka það upp á næsta stjórnarfundi, sem verður haldinn þriðjudaginn 19. júní.“ ast Davíð vill útsýni yfir Tjörnina Borgarstjóra- hús á Bárulóð? Ovænt ánægja Lárus Ýmir hlýtur styrk frá sœnsku kvikmyndastofnuninni Kvikmyndaleikstjórinn Lárus Ýmir Óskarsson hlaut nú í vikunni styrk frá Sænsku kvikmyndastofn- uninni. Aðspurður sagði Lárus að þetta væri styrkur sem veittur er I fyrsta sinn núna. Upphæðin er um 140.000 íslenskar krónur. Er honum veitt í eitthvert sér- stakt verkefni sem þú ert með á prjónunum? Nei, þessum styrk fylgja engin skilyrði og það þarf ekki að sækja um hann. Ég get notað hann í það sem ég vil. Nú er bara að setjast niður og hugleiða málið. Maður verður óneitanlega hissa þegar ein- hver hringir í mann til að gefa manni peninga. Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsum verkefnum, er m.a. með tvö handrit í Svíþjóð og ýmislegt hér heima. Það er því gott að fá næði til að hugsa. Þetta eru kvikmyndaplön, en of stutt á veg komin til að ég vilji tala um þau. Ég er núna að vinna að upptöku á Stalín er ekki hér hjá Sjónvarpinu og býst við því að því verði lokið eftir mánuð. Þá hefur mér verið boðið á kvikmyndhátíð í Munchen. Eftir það hef ég hugsað mér að taka sumarfrí, vera með dóttur minni og hugsa málin eitthvað fram eftir sumri. ss Lárus Ýmir Óskarsson Davíð borgarstjóri Oddsson hef- ur beðið forstöðumann Borgar- skipulags að athuga hugmyndir sínar um ,Jiógvært“ ráðhús við norðvestur enda Tjarnarinnar, á svokallaðri Bárulóð. Þetta hús ætti segir Davíð, að rúma skrifstofur kringum borgarstjóraembættið og þar gæti veri samkomusalur borg- arstjórnar. Hugmynd borgarstjóra er enn „á vangaveltustigi" en Davíð stakk fyrst uppá þessu í útvarpsþætti fyrir nokkrum vikum. Lóðin í krikanum milli Tjamargötu og Vonarstrætis er í eigu borgarinnar og ennfremur húsið sem á henni er, en það yrði að víkja verði ráðhús borgarstjóra að veruleika. Málið hefur ekki ver- ið rætt í borgarstjórn eða -ráði. „Hógvært“ ráðhús við Tjörnina gengi þvert á þá tillögu að gera Morgunblaðshúsið að ráðhúsi eftir að Moggi flytur í nýja miðbæinn. Uppá þessu var stungið í drögum arkitekta að skipulagi Kvosarinn- ar. „Mér persónulega hugnast ekki þær hugmyndir" sagði Davíð um Moggaráðhús í samtali við Þjóð- viljann í gær. Borgarstjóri og menn hans dvelja nú í leiguhúsnæði að Austurstræti 16 og hafa tilraunir borgarinnar um kaup á því húsi ekki heppnast. - n

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.