Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Einar Hákonarson: Hafi stjórn- arnefnd Félags ísl. myndlistar- manna áhuga á þessum pólit- ísku réttindum (að hafa áhrif á listaverkakaup, úthlutun starfslauna og hverjir sýni á Kjarvalsstöðum - innsk. Þjv.) ættu þeir að ganga í flokkinn sinn og heyja sína pólitísku baráttu á réttum vettvangi. „Það sem hin vinstri sinnaða stjórn Félags ísl. myndlistarmanna og fulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðubandalags styðja er einfaldlega það, að vinstri menn nái meirihluta í stjórn Kjarvals- staða með yfirvarpi listarinnar að skjóli“, segir Einar Hákonarson. Með yfirvarpi listarinnar að skjóli Hinn 5. júní sl. voru samþykkt- ar í borgarstórn Reykjavíkur nýj- ar reglur um Kjarvalsstaði þar sem listamenn eru í fyrsta skipti gerðir nær áhrifalausir í stjórn og rekstri þessa húss. Við þetta tækifæri flutti Einar Hákonarson myndlistarmaður, varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnar Kjarvalsstaða ræðu sem vafalaust er fróðleg aflestrar fyrir aðra myndlistar- menn og er hún birt hér að mestu leyti óstytt. Að loknum inngangi sagði Ein- ar: „Þessar nýju reglur virðast hafa vakið nokkurn óróa meðal vinstri manna í borgarstjórn og vinstri- sinnaðra listamanna. í fréttatil- kynningu, sem stjórn Félags ísl. myndlistarmanna sendi frá sér 30. apríl s.l. er í byrjun rakið stuttlega ágrip af sögu varðandi deilur um stjórn Kjarvalsstaða. Þar kemur fram m.a. að í byrjun hafi setið í svonefndu sýningarráði fjórir full- trúar listamanna auk þriggja full- trúa kosnum af borgarstjórn. í deilu um, hver fengi að sýna að Kjarvalsstöðum, sem upp hófst 1978, drógu myndlistarmenn fé það, sem var andvirði gamla lista- mannaskálans svo og fé, er lista- menn höfðu safnað saman, frá Kjarvalsstöðum. Þegar vinstri menn komu til valda í Reykjavík var gerð ný reglugerð um Kjarvalsstaði, þar sem listamönnum var fækkað um tvo menn, án þess að heyrðist hósti né stuna frá stjórnum Félags ísl. myndlistarmanna og Bandalagi ísl. listamanna. Þegar það samkomu- lag var gert var Félag ísl. mynd- listarmanna nánast eina félag myndlistarmanna, en nú við þessa endurskoðun reglnanna eru þau sjö til átta talsins. Það þótti því ekki rétt að eitt félag öðrum fremur hefði tilnefningarrétt á fulltrúum í stjórn Kjarvalsstaða. Strax eftir síðustu kosningar ákvað stjórn Kjarvalsstaða að reglurnar skyldu endurskoðaðar á tímabilinu. Af hverju það bar að með þeim hætti, sem nú er orðinn, skal það nefnt, að þegar tímabil reglna þeirra, sem í gildi voru, rann út barst borgarr- áði og stjórn Kjarvalsstaða bréf frá stjórn Félags ísl. myndlistar- manna, þar sem tilkynnt var um nýjan fulltrúa myndlistarmanna í stjórn Kjarvalsstaða. Það kom nokkuð spánskt fyrir sjónir að um- ræddur fulltrúi var ekki félagi í Fé- lagi ísl. myndlistarmanna, þó svo að stjóm Félags ísl. myndlistar- manna hafi seinna meir lagt mikla áherslu á aðild sína að stjórn Kjar- valsstaða. Pólitískur leikur! En reynsla mín af félagsmálum myndlistarmanna sagði mér hins vegar að hér væru um pólitískan leik að ræða. Var þá engin ástæða til þess að bíða frekar með endur- skoðun reglugerðarinnar. All- nokkrir fundir áttu sér stað með formanni Félags ísl. myndlistar- manna og forseta Bandalags ísl. listamanna. Niðurstaðan af þeim fundum var sú, að þar sem félögum myndlistarmanna hafði fjölgað svo mjög hin síðari ár, sé æskilegra að heildarsamtök á borð við Bandalag ísl. listamanna útnefni tvo fulltrúa árlega. í áðurnefndu bréfi stjórnar Félags ísl. myndlistarmanna til borgarráðs og stjórnar Kjarvals- staða er sett fram sú krafa, að lista- menn haldi atkvæðisrétti um út- hlutun starfslauna og fái þar að auki atkvæðisrétt um innkaup á staverkum fyrir Reykjavíkur- org. Þdð er staðreynd, að hvorki ríki né nokkur aðili á íslandi veitir eins miklu fé til listaverkakaupa og Reykjavíkurborg, enda sýnir það sig að listaverkaeign borgarinnar vex óðfluga og mættu önnur sveitrfélög og ríkisvaldið taka að sér Reykjavíkurborg til fyrirmynd- ar í þessu efni. í ágætri grein í Morgunblaðinu 16. maí s.l., ef forseti leyfir að vitna í dagblað, sem Kjartan Guðjóns- son, listmálari, skrifar, gerir hann að umtalsefni ýmislegt er varðar myndlist og myndlistarmenn. Hann segir m.a.: Víkjum aftur að langlundargeði myndlistrmanna. Hvar er baráttuhugur ung- tyrkjanna, sem nú eru í fylkingar- brjósti? Jú, það heyrðist tíst um daginn vegna listaverkakaupa borgarinnar, og þá einna helst út af því, hver ætti að ráða kaupum. Það fóru eins og fyrir ofan garð og neð- an hinar miklu umbætur, sem fyrir- hugaðar eru á rekstri Kjarvals- staða, eða það sem er kannski mest um vert að vera skuli í sjónmáli, að þetta hlægilega loft verði tekið nið- ur. Skiptir það ekki meginmáli að borgin skuli yfirleitt og í vaxandi mæli kaupa myndlist? Listamenn eiga að kalla hlut að mynda- kaupum Listasafns íslands, en Listasafnið kaupir oftar en ekki alls ekkert. Hvar eru mótmælin? Neys- lusamfélagið elur ekki bardaga- menn. Það getur af sér píslarvætti- sjarmara. - Tilvitnun lýkur. Það sem hin vinstrisinnaða stjórn Félags ísl. myndlistarmanna og fulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðubandalags styðja er einfald- lega það, að vinstri menn fái meiri- hluta í stjórn Kjarvalsstaða með yfirvarpi listarinnar að skjóli. Sjálf- stæðismenn í Borgarstjóm Reykja- víkur hafa lítinn áhuga á því að af- henda vinstri mönnum lýðræðis- lega kjörin réttindi sín, hvort sem þeir eru í félögum listamanna eða í borgarstjórn. Hafi stjórnarnefnd Félags ísl. myndlistarmanna áhuga á þessum pólitísku réttindum, ættu þeir að ganga í flokkinn sinn og há sína pólitísku baráttu á réttum vett- vangi. Fulltrúa Kvennaframboðsins í stjórn Kjarvalsstaða þarf vart að kynna ágætum borgarfulltrúum, ef þeir hafa fylgst eitthvað með fundargerð stjórnar Kjarvalsstaða. Fulltrúinn veit stundum ekki hverju hann greiðir atkvæði. Hann greiðir atkvæði með því, sem hann er á móti, og öfugt. Þannig að ég á alveg eins von á því að nýja reglu- gerðin hljóti stuðning Kvenna- framboðsins þrátt fyrir allt rausið. Varðandi samruna starfs forstöðu- manns og listráðunauts var gerð breyting í meðferð borgarráðs á reglunum frá því sem áður var ráð fyrir gert í stjórn Kjarvalsstaða. Felld var úr ákveðin dagsetning, hvenær þessi breyting ætti að fara fram, vegna óvissu í lögfræðilegu atriði, sem snertir ráðingartíma þessara starfsmanna. Það mun síð- an vera í höndum borgarráðs, hve- nær ný dagsetning verður ákveðin, að þessari lögfræðilegu athugun lokinni. Hverjir mega kaupa eftir sjálfan sig? Guðrún Erla Geirsdóttir, fulltrúi Kvennaframboðs í stjórn Kjar- valsstaða deildi hart á meirihlutann fyrir framgöngu hans í þessu máli. Hún sagði m.a. að mótbárurnar sem uppi hefðu verið hafðar í stjórn Kjarvalsstaða gegn aðild listamanna að listaverkakaupum væru þær, að þá gætu menn sam- þykkt að kaupa verk eftir sjálfa sig. Getur þetta ekki eins átt við um þá myndlistarmenn sem eru fulltrúar borgarstjórnar í stjórn Kjarvalss- taða? sagði Guðrún Erla. Þá benti hún á, að samkvæmt nýju reglun- um myndu myndlistarmenn, eða fulltrúar þeirra í stjórninni, ekki hafa neitt um það að segja hvaða sýningum húsið sjálft stæði fyrir, þar sem þar væri um fjárhagslegt atriði að ræða. Hún benti einnig á að engin trygging væri fyrir því að fulltrúar borgarinnar væru mynd- listarmenn, það væri tilviljunin ein að nú væru tveir af þremur stjórnarmönnum borgarinnar myndlistarmenn. Adda Bára Sigfúsdóttir mót- mælti því harðlega að borgarstórn hefði ekki heimild til þess að veita öðrum en fulltrúum sínum umboð til að ráðstafa fjármunum borgar- innar. Hún benti á að í stjórn sjúkrastofnana sitja auk fulltrúa borgarinnar fulltrúar starfsmanna, kjörnir af starfsmannaráði Borgar- spítalans og hafa þeir fullan at- kvæðisrétt um öll mál sem stjórnin fjallar um. Kjarvalsstöðum ætti ekki að vera vandara þar um, sagði hún. Adda gagnrýndi Einar Há- konarson fyrir árásir hans á Guð- rúnu Erlu og undir það tóku fleiri borgarfulltrúar, m.a. Guðrún Ágústsdóttir, sem sagði það merki um lélegan málstað þegar menn gripu til þess að gera andstæðinga sína lítilmótlega eða hlægilega. Tillögur minnihlutans felldar Fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs fluttu sameigin- lega tillögur til breytinga á reglun- um í samræmi við óskir myndlist- arsamtakanna, þ.e. um atkvæðis- rétt til listamanna við listaverka- kaup og um starfslaun til borgar- listamanna. Tillögurnar fengu 7 at- kvæði frá Kvennaframboði, Al- þýðubandalagi og Gerði Steinþórs- dóttir, en þau Kristján Benedikts- son (F) og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A) studdu tillögur Sjálfstæðis- flokksins, sem voru samþykktar með 14 atkvæðum. Þá greiddu full- trúar Alþýðubandalags og Kvenn- aframboðs ásamt Gerði Steinþórs- dóttur atkvæði gegn breytingartil- lögu borgarstjóra um að fresta sameiningu embætta listráðunaut- ar og framkvæmdastjóra um óák- veðinn tíma, en þau Sjöfn og Krist- ján studdu hana ásamt Sjálfstæðis- flokknum. -GFr/ÁI Ræða Einars Hákonarsonar í borgarstjórn 5. júní sl. og ágrip af umræðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.