Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júní 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið, Vestfjörðum Sumarferð Sumarferðin verður 30. júní og 1. júlí. Farið verður í Inn-Djúpið og gist við Dalbæ á Snæfjallaströnd. Kvöldvökustjóri verður Finnbogi Her- mannsson. Verð kr. 900 fyrir fullorðna, hálft gjald fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrir yngri en 5 ára. Þátttaka tilkynnist til umboðsmanna sem veita nánari upplýsingar: Hólmavík: Rut Bjarnadóttir sími 3123, Bæjarhreppur: Björgvin Skúlason, Ljótunnarstöðum, A-Barð: Gísella Halldórsdóttir, Hríshóli, sími 4745, Barðaströnd: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 2027, Patreksfjörður: Gróa Bjarnadóttir, sími 1484, Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586, Bíldudalur: Halldór Jónsson, sími 2212, Þingeyri: Davíð Kristjánsson, sími 8117, Flateyri: Jón Guðjónsson, sími 7764, Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167, ísafjörður: Elín Magnfreðsdóttir sími 3938, Hallgrímur Axelsson, sími 3816 og Þuríður Pétursdóttir sími 4082, Bolungarvík: Gunnar Sigurðsson, sími 7389, Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957, Djúp: Ástþór Ágústsson, Múla, Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, sími 81333. Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar mánudaginn 18. júní kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Undirbúningur fyrir síðasta bæjarstjórnarfund fyrir sumarleyfi. Nefndarmenn hvattir til að mæta. Fundurinn opinn öllum félögum. Stjórnin. Almennir fundir á Austuriandi Alþingismennirnir Helgi Selj- an og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundum sem hér segir: Hjörleifur Helgi Höfn í Hornafirði fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30. Djúpavogi föstudaginn 15. júní kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. - Alþýðubandalagið i Æskulyösfylking Alþyöubandalagsins Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra: Sumarhátíð Sumarhátíð verður haldin 6.-8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði, N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá: Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, örlygi H. Jónssyni, Húsavík, s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri, s. i 24886 eða 26621. Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögun hátíðarinnar verða birtar síðar. Stjórn Kjördæmisráðs. Stefnuumræðan Til allra Alþýðubandalagsfélaga: Munið spurningalistann. Svarið og sendið til flokksmiðstöðvarinnar Hverfisgötu 105 sem fyrst. - (síðasta lagi 15. júní. - Nefndin Vinningsnúmer í Vorhappdrætti ABR Vinningar nr. 1-3 sem voru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 20 þús. hver, komu á miða nr. 64, 2610 og 5090. Vinningar nr. 4-6 sem eru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 15 þús. hver, komu á miða nr. 33, 163 og 3436. Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið í Kópavogi: Jónsmessuhátíð Sumarferð ABK í Veiðivötn verður farin 23.-24. júní. Gist verður í skála Ferðafélags íslands og í tjöldum. Gjald 500-800 krónur. Upplýsingar gefa Friðgeir sími 45306, Sigurður Hjartar sími 43294 og Sigurður Flosa sími 40163. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið á Akureyri: Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 18. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Um- ræður um meirihlutasamstarfið og stöðuna í bæjarmálunum. 3. Dag- skrá bæjarstjórnar 19. júní. . Félagar, mætið vel og stundvíslega. btjornin. Verkalýðsmálanefnd Stjórn Verkalýðsmálanefndar /EfAb er boðuð til fundar á laugardag, 16. júní kl. 14 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Fundur um skipulagsmál ASÍ. 2. Blað verkalýðsmála- nefndar. 3. Önnur mál. Formaður. Höfrungurinn lék listir sínar meö miklum buslugangi og við fagnaðarlæti áhorfenda. (Ljósm. Loftur) Unaður í Sædýrasafninu Leikskólinn Arnarborg í Reykjavík gerði sér ferð suður í Hafnarfjörð á miðvikudaginn til að skoða öll dýrin. Mikill spenningur ríkti fyrir skoðunarferðina, enda höfðu fæst barnanna séð svona dýr nema kannski á mynd. Á leiðinni suðureftir var mikið skrafað og skeggrætt um dýrin og velt litlum vöngum yfir því hvaða dýr væru góð og hvaða dýr vond. Voru ísbirnir til dæmis vondir eða góðir? Eða aparnir? Einhver úr hópnum hafði heyrt um geit, sem át ekki bara poppkorn - heldur gleypti hún í sig pokann líka. Skyldi hún vera góð? Leiðsögumaður safnsins lóðsaði hópinn um safnið og gaf dýrunum að éta, svo þau hreyfðu sig nú eitthvað fyrir gestina. Og gestirnir tóku nær öllu af jafn miklum fögnuði. Ljónin hreyfðu sig ekki neitt og því ríkti lítill áhugi í hópnum á þeim. En kengúruunginn fékk Ætll hún bíti nokkuð þótt ég teygi fram fingurinn? (Ljósm. Loftur) óspart lof í lófa og margir fengu að klappa og finna hvað hann væri mjúkur, og sömuleiðis kanínurnar Sum voru svolítið hrædd, en vekur ekki allt nýtt hræðslu með okkur? Eftir ferðina eru öll dýrin góð í hugum litlu gestanna - ekki nokkur vafi. Eða fengum við ekki að klappa þeim - án þess að þau bitu? Og lék ekki höfrungurinn við hvorn sinn hreifa? ast „Skyldi þetta vera selurinn Snorri?" Einhver upplýsti, að selirnir í safninu hefðu verið fjórir en nú væru þrír dauðir og bara einn á tffi. Þetta vakti að vonum mikla sorg. (Ljósm. Loftur)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.