Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Þreyttir Engiending- ar töpuðu í Uruguay Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Englandi: Uruguay sigraði England 2-0 í lands- leik í knattspyrnu sem háður var í Montevideo í fyrrakvöld og var sýndur beint hér ■ sjónvarpi. Sigur heima- manna var sanngjarn, þcir léku vel, skipulega, og af mikilli hugmyndaauðgi í sókninni. Ensku leikmennirnir voru greinilega þreyttir eftir erfiðan leik og frækinn sigur gegn Brasilíu þremur dögum áður. Völlurinn var slakur, minnti á Laugardalsvöllinn heima þegar hann er uppá sitt versta, en leikmönnum Urug- uay gekk mikið betur að ráða við knött- inn en þeim ensku. Uruguay skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Mark Hat- eley á fyrstu mínútunum og síðara markið kom seint í leiknum. Hateley var annars besti maður enska liðsins, framtíðarmiðherji að því er virðist. Cli- ve Allen lék þarna sinn fyrsta landsleik, tók stöðu Tonys Woodcock sem kom síðan inná sem varamaður. Rut tryggði sigurinn Rut Baldursdóttir færði Fylki efsta sætið í A-riðli 2. deildar kvenna í knatt- spyrnu í síðustu viku er hún skoraði sigurmarkið, 0-1, gegn Víði í Garðin- um. í B-riðli vann Afturelding stórsigur á ÍR-stúlkunum, 7-3, og er í efsta sæti. Úrslit í annarri umferð deildarinnar urðu þessi: A-riðill: Víðir-Fylkir.....................0-1 Grindavík-Fram...................1-2 FH-Haukar........................0-0 Fylkir................2 110 2-14 Fram..................2 10 12-23 Víðir.....................2 10 11-13 FH........................2 0 2 0 1-1 2 Haukar....................2 0 2 0 1-1 2 Grindavík.................2 0 112-31 B-riðill: Hveragerði-Selfoss ÍFt-Afturelding.... ÍBK-Stjarnan....... Afturelding........ Hveragerði......... ÍBK................ Selfoss............ Stjarnan........... ÍR................. ..............3-1 ..............3-7 ..............1-0 .2 2 0 0 9-3 6 .2 2 0 0 6-2 6 .2 2 0 0 3-1 6 .2 0 0 2 2-5 0 .2 0 0 2 0-3 0 .2 0 0 2 4-10 0 —BV Glœsimark Gunnars Glæsimark Gunnars Arnars Gunnarssonar í upphafi hálfleiks tryggði Ólafsvíkur-Víkingum 1-0 sigur á Selfyssingum í SV-riðli 3. deildar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Magnús Teitsson komst uppað endamörkum af miklu harðfylgi, gaf háan bolta fyrir Selfossmarkið og Gunnar Örn tók hann viðstöðu- laust á lofti og hamraði hann í mark- hornið. Leikurinn fór fram á Selfossi og hófst ekki fyrr en um kl. 22 þar sem vélarbilun varð t flugvél vcstan- manna. Vikingar eru með þessum sigri komnir að hlið Fylkismanna með 10 stig en það merkilcga er að Víkingarnir hafa leikið alla sína fjóra ieiki á útivöllum. Stjaman cr í þriðja saeti með nfu stig. -VS Bolvíkingar unnu Reyni Bolvíkingar unnu góðan útisigur á Reyni Hnífsdal, 3-1, f C-riðli 4. deildarinnar f knattspyrnu í fyrra- kvöld. Oddur Jónsson kom Reyni yfir en Kristján Jón Guðmundsson, Jóhann Æ varsson og Sigurður Guð- finnsson svöruðu fyrir Bolvíkinga. Markvörður Rcynis varði víta- spyrnu frá Svavari Ævarssyni í leiknum og Bolvíkingar áttu þrjú stangarskot. _VS Skíðameistarar Reykjavíkur Mcistaramótum Reykjavíkur í skíðaíþróttum er nýlokið og var keppni víða jöfn og tvísýn. Á mynd- inni hér að ofan eru allir Reykja- víkurmcistarar í alpagreinum, þrettán talsins, með glæsilega verð- launagripi sem gefnir voru af versl- uninni Hagkaup. í alpagreinum er árangur keppenda mældur í stigum sem áunnin eru í héraðsmótum vetrarins. Sigurvegarar í alpagreinum urðu þessir: 8 ára og yngri: Stefanía Williamsdóttir, Armanni, og Krist- ján Kristjánsson, KR. 9-10 ára: Helga Pétursdóttir, ÍR, og Pálmar Pétursson, Ármanni. 11-12 ára: Selma Káradóttir, ÍR, og Pétur Haraldsson, Fram. 13-14 ára: Þór- dís Hjörleifsdóttir, Víkingi, og Egill Ingi Jónsson, ÍR. 15-16 ára: Kristín Ólafsdóttir, KR, og Þór Ómar Jónsson. ÍR. Konur: Helga Stefánsdóttir, IR, og Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, Armanni, urðu jafnar og efstar. Karlar: Helgi Geirharðsson, Ármanni. Reykjavíkurmeistarar í göngu- greinum urðu: Þórir Ólafsson í piltaflokki, Sigurbjörg Helgadóttir í kvennaflokki og Ingólfur Jónsson í karlaflokki en hann vann bæði 15 og 30 km göngur. Öll eru þau úr Skíðafélagi Reykjavíkur. f göngu- greinum ráðast úrslit í einstökum mótum. Boðgöngumeistarar urðu karlasveit Skíðafélags Reykjavíkur (Ingólfur Jónsson, Halldór Matt- híasson og Matthías Sveinsson) og kvennasveit sama félags (Sigur- björg Helgadóttir, Lilja Þorleifs- dóttir og Ásdís Sveinsdóttir). Heil umferð í 1. deild Sjöunda umferð 1. deildar karla í knattspyrnu verður leikin nú um helgina. Þór og ÍBK leika á Akur- eyrarvelli kl. 20 í kvöld og á sama velli eigast KA og Þróttur við kl. 16 á morgun. Breiðablik leikur við Val í Kópavogi kl. 14 á morgun, kl. 14.30 hefst leikur í A og KR á Akra- nesi og loks verður flautað til leiks hjá Fram og Víkingi á Laugardals- vellinum kl. 16 á morgun. Þórsarar, ferskir eftir 5-2 sigur- inn á KR á dögunum, taka á móti efsta liði 1. deildar, Keflvíkingum, sem hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum í deildinni. Þor- steinn Ólafsson stendur í marki Þórsara og þjálfar þá jafnframt en hann lék með Keflvíkingum um ár- abii. Það liðið sem hefur betur í viður- eign KA og Þróttar verður í þriðja sæti 1. deildar eftir sjöundu um- ferð. Þróttur er með 9 stig í 3. sæti og KA með 8 stig í 4. sæti en báðum var spáð heldur slöku gengi. Bæði eru til alls vís og ógerlegt að spá um úrslit. Breiðablik-Valur er nánast hreinn fallbaráttuleikur. Blikarnir komast af mesta taugaveiklunar- svæðinu með sigri en Valsmenn eru einir á botninum og mega ekki við öllu fleiri skakkaföllum. Báðum liðum hefur gengið herfilega að skora mörk til þessa. ÍA ætti samkvæmt bókinni að vinna öruggan sigur á KR-ingum sem eru í mikilli lægð um þessar mundir. Þó er vert aö gefa því gaum að fjórum síðustu leikjum liðanna á Akranesi hefur lyktað með jafntefli. Leikur Víkings og Fram er einn af fjölmörgum þar sem öll úrslit eru möguleg. Bæði lið eru um miðbikið með 7 stig og sigurliðið mun lyfta sér í 3.-4. sæti en tapliðið gæti allt eins verið komið í fallsæti að um- ferðinni lokinni. -VS Evrópukeppni landsliða: Portúgalir voru öllu nær sigri! Evrópumeistarar Vestur-Þjóð- verja í knattspyrnu ollu miklum vonbrigðum í gær er þeir gerðu 0-0 jafntefli við Portúgali í úrslitum Evrópukeppni landsliða í Frakk- landi. Leikurinn fór fram í Strasbo- urg og Portúgalir, sem léku stíft upp á jafntefli, gáfu þeim þýsku hvergi eftir í krafti og getu. í heild var leikurinn daufur og leiðinlegur á að horfa. Rudi Völler var eini leikmaður vestur-þýska liðsins sem ógnaði portúgalska markinu - hann skaut yfir eftir að Bento markvörður hafði misst frá sér knöttinn og síðan varði Bento vel frá honum. Toni Schumacher í vestur-þýska markinu hafði öllu ráeira að gera og um miðjan síðari hálfleik varði hann glæsilega skot frá Joao Pinto, en í þeim fyrri hafði hann þurft enn meiri tilþrif til að bjarga skoti frá Jaime Pacheco. í hinum leik riðilsins varð einnig jafntefli, 1-1 urðu úrslitin hjá Spán- verjum og Rúmenum í St.- Etienne. Francisco Carrasco kom Spánverjum yfir með marki úr vít- aspyrnu á 22. mínútu. Ladislau Bo- loni felldi þá Ricardo Gallego. Bo- loni bætti fyrir það tólf mínútum síðar er hann skoraði jöfnunar- mark Rúmena með góðu skoti eftir sendingu frá Marcel Coras. Önnur umferð riðlakeppninnar verður leikin um helgina. Frakkland-Belgía og Dan- mörk-Júgóslavía mætast á Iaugar- dag en V.Þýskaland-Rúmenía og Portúgal-Spánn á sunnudag. -VS Yalur vann 15-0! Valsstúlkurnar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að sigra 2. deildarlið FH í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og sigraði Valur 15-0 eftir 9-0 í hálf- leik. Erna Lúðvíksdóttir skoraði 5 markanna, Guðrún Sæmundsdótt- ir 3, Ragnheiður Víkingsdóttir 2, Kristín Arnþórsdóttir 2, Ragnhild- ur Skúladóttir, Bryndís Valsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir eitt hver. Gunnhildur Gunnarsdóttir markvörður Vals freistaði þess að komast á blað líka en markvörður FH varði frá henni vítaspyrnu. Töl- urnar segja allt um leikinn, mót- spyrna Hafnarfjarðarstúlknanna var lítil sem engin. Á Framvellinum unnu Haukar sigur á Fram, 1-0. Sigur Haukastúlknanna var mjög sanngjarn en þær nýttu aðeins eitt fjölmargra marktækifæra sinna, Berglind Guðmundsdóttir var þar að verki. Valur og Haukar mætast því í undanúrslitum keppninnar. -BV Körfubolti í Hagaskóla Leikur íslcnska unglingalands- liðsins í körfuknattleik gegn jafn- öldum sínum frá Kentucky í Banda- ríkjunum, sem verður liður í hátíð- ahöldum 17. júní í Reykjavík, fer fram í Hagaskólanum kl. 18. Að- gangur er ókeypis. Liðin mætast síðan í Keflavík á mánudagskvöldið kl. 20. Austramaöur dæmdi leik Þróttar og Magna: Siðleysi! segja Magnamenn „Það er hrein siðleysi að leik- maður eins liðs skuli vera látinn dæma leik milli tveggja keppi- nauta sinna eins og átti sér stað á Neskaupstað í gærkvöldi. Okkar mönnum féllust hendur þegar þeir sáu hver var í svarta bún- ingnum, þar var leikmaður Au- stra sem hafði verið að leika gegn þeim stuttu áður,“ sagði Krist- leifur Meldal, formaður knatt- spyrnuráðs Magna frá Grcnivík, í samtali við Þjóðviljann í gær. Þróttur og Magni léku í 3. deildinni í Neskaupstað í fyrra- kvöld og eins og sagt var frá í blaðinu í gær, unnu Þróttarar leikinn 3-1. „Þeir unnu maklega og við höfum ekkert útá úrslitin að setja. En í tvísýnni keppni eins og er í NA-riðli 3. deildar má svona lagað ekki koma fyrir aft- ur, þetta er rétt eins og Karl Þórðarson Skagamaður væri látinn dæma leik Víkings og Fram í 1. deild!“ sagði Kristleifur. Okkur tókst ekki að ná í Eirík Stefánsson á Fáskrúðsfirði í gær en hann er umsjónarmaður dóm- Orsökin er dómaraskortur á Austurlandi aramála á Austurlandi. Hins veg- ar mun þannig liggja í málinu að leikurinn átti að fara fram á þriðjudag og dómaratríó frá Fá- skrúðsfirði átti að annast dóm- gæslu. Þegar fresta þurfti leiknum framá miðvikudag kom í ljós að tríóið átti ekki heiman- gengt. Þá var haft samband við Eskfirðinginn Sigurjón Krist- jánsson, rúmum klukkutíma áður en leikurinn átti að hefjast, og hann brást snarlega við, skellti sér yfir Oddsskarðið og dæmdi. Vandamálið fyrir austan er mikil mannfæð í dómarastétt. Mörg verkefni hlaðast því á fáa dómara og ef frestanir og áþekk vandræði koma upp, geta aðstæður sem þessar myndast. Sökudólga er ill- mögulegt að finna - sökinni verð- ur að skella á dómara sem ekki eru til!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.