Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Brendan Behan gengur aftur írski leikarinn Neil Toibin fer í gervi skáldsins í Gamla Bíói Á morgun, laugardag, gerist þaö, aö írski leikarinn NeilToibin bregöur sér í gervi landa síns Brendans Behans í Gamla Bíói. Neil Toibin hefurveriðkallaður ySkemmtilegastur allra lra“ og við skulum vona aö þaö séu ekki ýkjur-og margir íslendingar hafa hina bestu reynslu af Brendan Behan, sem leikarinn túlkar, bæöi af leikritinu Gísl, æskuminningum hans úr bresku fangelsi-og sögum ágætum, sem gengu um þetta orðheppna skáld. Þessu atriði Listahátíðar hefur verið flýtt, það fer fram kl. 17 en ekki kl. 20.30 eins og áður var aug- lýst. Neil Toibin fer hér með sögur eftir Behan og úrdrætti úr ýmsum öðrum verkum hans. Einnig er margt af efninu til orðið við upp- rifjun leikarans á nánum persónu- legum kynnum af Brendan Behan - þessi vinátta leikara og skálds bregður í sýningunni sterku ljósi á hinar glöðu og hinar dapurlegu hliðar Behans. Neil Toibin hefur lengi fengist við að túlka Behan, og þykir reyndar mjög trúr fyrirmyndinni. Hann fór til að mynda með hlut- verk skáldsins í leiksýningunni sem flestum öðrum hefur orðið vinsælli á írlandi, Borstal Boy, sem var frumsýnd í Abbey-leikhúsinu árið 1967 og sprengdi þá öll aðsóknar- met. Borstal Boy er bók sú, sem Brendan Behan ritaði um þau tíð- indi þegar hann kornungur var sendur til Englands með sprengi- efni fyrir IRA, írska lýðveldisher- inn. Brendan var þá skjótlega handtekinn og sat í breskum fang- elsum drjúgan tíma og segir frá reynslu sinni í bókinni með því skopskyni sem honum varð oft mest lífsbjörg - án þess þó að hann fegri þennan tíma, grimmd hans og glappaskot. Brendan Behan hafði á seinni árum nokkra tilhneigingu til að slá baráttu IRA-manna upp í kæru- leysi, en hafði engu að síður sterkar taugar til hinna róttækustu í írskri þjóðernishreyfingu. Hann kom sér upp góðri kunnáttu í gelísku og skrifaði nokkuð á því máli, ekki síst leikrit. Neil Toibin hefur leikið heima fyrir og um heim allan, hlotið verð- laun og aðra viðurkenningu. Hann hefur líka leikið í kvikmyndum, m.a. einni sem gerð var eftir því leikriti írsku sem einna vinsælast hefur orðið, Philadelphia here I come. Einnig í sjónvarpskvikmynd um hina sérstæðu bók Christy Brown, „Down all the days“ - en Christy Brown er að mestu lamað- ur og skrifar bækur sínar með tám hægri fótar og býr feikna líf í þeim litla líkamsparti. -áb. „Gu&i sé lof a& það er sjór allt í krlngum okkur...“ Neil Toibin er reyndar giska líkur vini sínum og landa, hinum brokkgenga Brendan Behan. Árbæjarsafn á Listahátíð: Einleikur með lýsislampa Um síöustu helgi voru fyrstu sýningará „Hvaðan komum við?“, einleik Borgars Garöarsonar viö texta eftir ÁrnaBjörnsson. Eins og kynnt var rækilega hér í blaðinu um síðustu helgi er hér um að ræða sýningu sjaldgæfrartegundar. Efniðer frásögn af lífsháttum á íslenskum sveitabæ fyrr á tímum, í texta og með látbragði er farið með ýmislegt þjóðfræðilegt efni um híbýli, eldamennsku, búskap, dagleg störf ogskemmtun. Oginná milli er skotið skrýtlum eða smásögum sem tengjast þeim fróðleik sem farið er með. Þetta er prýðileg hugmynd og skemmtileg um margt. Borgar var í fyrstu sýningu enn ekki viss í sinni sök, en skilaði mörgu mætavel og hafði bersýnilega erindi sem erfiði hjá gestum í Árbæjarsafni, en þar fara sýningarnar fram. Textann mætti, þegar reynslan fæst á hann, þétta, það sakar ekki heldur að auka við gamanmálin og gera sumt í látbragðinu hnitmiðaðra. En samsagt: þetta er gott framtak og skemmtilegt og hver og einn getur meðal annars prófað á sjálfum sér nauðsynlega spurningu: hve mikið vissi ég af þessu, hvað er mér nýtt, hvað hafði ég rangar hugmyndir um? Nú um helgina eru fjórar sýningar á „Hvaðan komum við?“ uppi í Árbæjarsafni, tvær á laugardag og tvær á sunnudag, klukkan þrjú og fimm. Árni Bergmann. Hlutverki Borgars Garðarsonar mætti vel lýsa með vísunni: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur... Elnar Jóhannesson. Músík- hópur í kvöld í kvöld verða á vegum Lista- hátíðar tónleikar í Bústaðakirkju kl. 20.30. Það er Músíkhópurinn undir stjórn Einars Jóhannes- sonar klarinettuleikara sem kem- ur þar fram og leikur verk eftir Peter Maxwell Davies, Áskel Másson og John Speight. Einar Jóhannesson er fæddur árið 1950 og er aðalklarin^ttu- leikari Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Hann hefur margsinnis komið fram sem einleikari og í kammersveitum og tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir hann. Músíkhópurinn var stofnaður árið 1980 af nokkrum tón- skáldum og hljóðfæraleikurum og hefur lagt megináherslu á nú- tímatónlist. Flytjendur á tónleik- unum í kvöld eru John Speight, Bemard Wilkinson, Einar Jó- hannesson, Guðný Guðmunds- dóttir, Unnur Sveinbjamardótt- ir, Carmel Russill, David Know- les cg Árni Áskelsson. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.