Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 15. júní 1984 HI6 þekkta verk Einars, „Alda aldanna", nýtur sín sérlega vel úti í garðinum. Gengið um í garði Einars Mlnnismerklð um Hallgrím Pétursson, gert á árunum 1914-22. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á garðinum við safn Einars Jónssonar og þar komið fyrir lista- verkum svo að nú geta gestir skoðað list Einars utanhúss ekki síður en innandyra. Ólafur Kvaran listfræðingur, forstöðu- maður safnsins, sagði í viðtali við blaðið að lokið hefði verið við garðinn í sumar, en í fyrra voru listaverkin flutt út og byrj- að að vinna að endur- skipulagningu garðsins. Hafa þrír menn haft veg og vanda af hönnun og frágangi garðsins, þau Reynir Vilhj álmsson og Ragnhildur Skarphéðins- dóttir hafa skipulagt garð- inn, en Steinþór Sigurðs- son listmálari valdi lista- verkum stað í honum. Mikil aðsókn hefur verið að garðinum í sumar, en framkvæmdir þessar eru kostaðar af afsteypusjóði. Sagði Gunnar að af og til væru gerðar afsteypur af listaverkum Einars og þær seldar í 100-150 eintökum. Hafa afsteypurnar j afnan selst á örskömmum tíma Bekkir eru í garðinum til að tylla sér á, en á mllli bekkjanna á myndinni er „Jólaljósið" eftir Einar. Til vinstri má sjá garðhúsið sem tengir garðinn og safnhúsið sjálft. og er von á afsteypum af listaverki nú í haust. Safnið er opið daglega (nema mánudaga) frá kl. 1.30-4síðdegis, og garð- urinn daglega frá kl. 10 - 6. þs. „Vernd“ eftir Elnar Jónsson. (Ljósmyndir: Loftur).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.