Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 1
MENNING HEIMURINN r Nýtt fiskverð Erlend lán r i uppbætur Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað 6% meðalhækkun á fiskverði í gærkvöld. Þá hafði ráðinu borist bréf frá sjávarútvegsráðherra þar sem hann segist tryggja getu verð- jöfnunardeildar Aflatryggingarsjóðs til að greiða auknar verðuppbætur á fiskverð. Ljóst er að til þess þarf að taka aukin erlend lán. Oddamaður og fiskseljendur sam- einuðust um 6% hækkun á þorski, 7% hækkun á ýsu og steinbít og 5.5% hækkun á öðrum tegundum. Að auki kemur 4% viðbótarhækkun á verð- uppbótum úr Aflatryggingarsjóði þannig að á verð ufsa og karfa verður greidd 16% uppbót og 6% á verð ann- arra tegunda. Einnig var ákveðin sér- stök hækkun á grálúðu. Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins sagði í gærkvöld að betra væri einn fiskur á landi en tveir í sjó og því hefði hann gengið inn á þessa tilhögun með þeirri vissu að ekki yrði gengið á sjóði sjómanna. „Þetta mun rétta okkur stöðu eitthvað, en það er ennþá langt í land“, sagði Óskar. Elrfkur Brynjólfson: Ég bý t leiguhúsnæðl og vil geta genglð að mínum póstl á vísum stað. Ljósm.: Atli. Réttur maður fékk riddarakross Sjá bls. 2 og 11 Kerfið Gjaldheimtan í lögregluleik? Reykvíkingur kœrðurfyrir að eiga lögheimili hjá móður sinni en sofa annarsstaðar Mér finnst það satt að segja undarlegt ef maður þarf að tilkynna Gjaldheimtunni hvar maður sefur á nóttunni, hvað þá þurfa að borga sektir fyrir að vanrækja slíka upplýsingaþjón- ustu. Þetta sagði Eiríkur Brynj- ólfsson, sem fyrir skömmu fékk í hausinn kæru frá lögreglustjór- anum í Reykjavík. Sakargiftir Eiríks voru þær að vera skráður til heimilis að Óðinsgötu 17, „en við útburð gjaldheimtuseðla fannst hann ekki þar. Mun hann nú vera á Ljósvallagötu 12“. Jafn- framt var Eiríki gefinn kostur á að Ijúka málinu með greiðslu sektar uppá 770 krónur. „Eg er í hópi þeirra sem ekki á eigið húsnæði og hef því þurft að leigja mér þak yfir höfuðið og skipt sannast sagna oft um hús- næði. Af þeim sökum hefi ég haft lögheimili hjá móður minni á Óð- insgötu, ti! að geta gengið að op- inberum tilkynningum og öðrum pósti á vísum stað. Og ég neita því alfarið að heita glæpamaður þó ég kjósi þennan kost - án þess að tilkynna Gjaldheimtunni það. Hvað kemur henni við hvort ég sef í íbúð móður minnar eða ekki?“ Eiríkur vísaði jafnframt til orð- alagsins „fannst hann ekki þar“ sem var í kærunni, og bætti því við að enginn í fjölskyldu sinni kannaðist við að nein sérstök leit hefði verið gerð að sér í íbúðinni að Óðinsgötu 17. „Mér finnst þetta vægast sagt undarleg hegðun. Ég vissi ekki til að útburðarmenn Gjaldheimt- unnar gegndu um leið lögreglu- störfum. Mér finnst hoggið ansi nálægt einkalífi fólks ef Hagstofan eða Gjaldheimtan er að kæra það fyrir að tilkynna ekki hvar það sefur", sagði Eiríkur Brynjólfs- son að lokum og kvaðst alls ekki hafa í hyggju að greiða sektina. -ÖS Námslán Ragnhildur lofar 95% Ráðherra vill 95 % lán þráttfyrir bandormslögin. Ætlar að slá bankavíxla handa fyrstaársnemum. Menntamálaráðherra ætlar að lána námsmönnum 95% af framfærslu í haust, að minnsta kosti sumum. Stjórn Lánasjóðs námsmanna hafði ákveðið að færa lánshlutfall í 60% í samræmi við bandormslögin frá í vor þar- sem kveðið var á um að hlutfalls- tala lána skyldi miðuð við ráð- stöfunarfé sjóðsins. Samkvæmt erindi frá ráðherra til Lánasjóðsins í gær mun hann beita sér fyrir því að nemendur á fyrsta ári fái víxla í bankakerfinu, og á Lánasjóðurinn að endur- greiða þá eftir áramót. Ráðherra vill að til að ná því sem upp á vantar verði sem fæstum heimild- arákvæðum í reglum sjóðsins beitt og að sá framfærslugrunnur sem prósentutalan miðast við verði lækkaður, þannig að áfram haldist talan 95%, hvert sem raunlánið verður. í greinargerð sem mennta- málaráðuneytið sendi fjölmiðl- um í gær er ráðist harkalega að stjórn Lánasjóðsins, hún sökuð um að hafa brotið í bága við vilja ráðherra með því að fara að lögum og því lýst yfir að andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar séu þar í meirihluta. ■ m Sjá bls. 3 Fjórar freigátur frá þýska sjóhernum ásamt þremur fylgdarsklpum komu til Reykjavíkurhafnar I gær. Munu skipin liggja hér við festar þar til á morgun. Stríðstækln eru almenningi til sýnis í dag og á morgun frá kl. 15-18. Ljósm.: Atli. G. Ólafsson hf. Enginn annar kærður G. Ólafsson er eina lyfjainn- sem verðaaðteljastmjögþýðing- lutningsfyrirtækið sem okkur armikil og fást ekki annars stað- hefur borist skrifleg kæra eða kvörtun á, sagði Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. Páll staðfesti jafnframt að ráðuneytinu hefði ekki einungis borist kæra Borgarspítalans á hendur G. Ólafssyni, heldur líka kæra frá Apótekarafélaginu fyrir tveimur árum, fyrir slælega frammistöðu í öflun sérlyfja. „Meðferð þessara mála hjá okkur er þannig að við biðjum Lyfjaeftirlitið um að kanna mál- ið. Sú könnun fer þannig fram að það sendir mann á staðinn og at- hugar lyfjabirgðir fyrirtækisins, einkum með tilliti til þeirra lyfja ar. Þyki okkur ástæða til, þá kvörtum við skriflega til G. Ól- afsson - og jafnframt gætum við, teldum við ástæðu fyrir hendi, skrifað þeim . fyrirtækjum er- lendis sem G. Ólafsson hefur um- boð fyrir og kvartað við þau. Þau myndu þá sjálf meta hvort rétt væri að fá öðrum hérlendum fyrirtækjum í hendur umboð fyrir sínum lyfjum.“ Páll gat þess ennfremur að í gangi væri rannsókn Lyfjaeftir- litsins á G. Ólafssyni, og úrslita hennar væri að vænta innan skamms. öc Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.