Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. 22. júní 1984 137. tölublað 49. árgangur DJÓÐVIUINN Fiskeldi Nær þreföldun á eldislaxi 45 aðilar stunda fiskeldi hérlendis. Hátt verð og góðir markaðir, en lánsfé vantar til framkvœmda. Jft síðasta ári var slátrað hér- niendis 52 tonnum af eldislaxi og um 36 tonnum af hafbeitarlaxi. I ár ráðgera laxeldismenn að slátr- að verði hátt í tvö hundrað tonn- um af laxi en eldisstöðin í Lóni í Kelduhverfi ráðgerðir að slátra um 90 toniíum í ár. 45 aðilar reka í dag klak, eldis- og/eða hafbeitarstöðvar hér- lendis og fer þeim sífellt fjölg- andi. Flestar stöðvarnar eru smá- ar í sniðum og meginframleiðslan á eldislaxi kemur enn sem komið er frá þremur stöðvum, ISNO í Kelduhverfi sem er í eigu norskra og innlendra aðila, Húsatóftum við Grindavík og Sjóeldi í Höfnum þar sem ræktunin hefur borið ríkulegan ávöxt í sjókvíum. Stærstu stöðvarnar í eldi göng- useiða eru Pólarlax, Laxalón, Norðurlax og Laxeidisstöðin í Kollafirði sem jafnframt er stærsti aðili í hafbeit hérlendis. Mjög gott verð hefur fengist fyrir eldislax undanfarin ár og markaðurínn virðist nokkuð tryggur þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu Norðmanna. í fyrra fengust mest 260 kr. fyrir kg og nú er verðið um 340 kr. fyrir kg í heilu og 390 niðurskorið. Reiknað er með að verðið falli niður í um 300 kr. þegar fram- boðið eykst síðar í sumar og haust. Það sem hefur staðið í vegi fyrir frekari og markvissari uppbygg- ingu fiskeldis hérlendis er skortur á lánsfé til þessarar nýju atvinnu- greinar. Bæði Fiskræktarsjóður og stofnlánadeild landbúnaðar- ins sem lánað hafa til uppbygg- ingar fiskeldisstöðva eru í fjár- svelti. Sama er að segja um fram- leiðnisjóð landbúnaðarins en Byggðasjóður hefur látið þó nokkurt fjármagn til þessarar atvinnugreinar undanfarin ár en það hefur dugað skammt. Þá hef- ur Seðlabankinn samþykkt að greiða afurðalán út á 50% fram- leiðslunnar. Ýmsir fjársterkir aðilar hafa að undanförnu lagt töluvert fé til fiskeldis, m.a. Samband ísl. sam- vinnufélaga sem stendur að Fisk- ræktarstöð Vesturlands sem nú er í uppbyggingu og Fljótalaxi í Skagafirði. Þá samþykkti Sölu- samband hraðfrystihúsanna á síðasta aðalfundi sínum að verja 25 miljónum til uppbyggingar fiskeldisstöðva en það er um 5 miljónum kr. meira framlag en ríkissjóður ætlar að láta renna til þessarar atvinnusköpunar af ný- teknum erlendum lánum. -lg Námslán Ragnhildur ræðst að SÍNE Ráðherra vill afnema skyldu- aðild Stéttarfálög íslensk hafa lagt mikla áherslu á að hafa alla þá innan sinna vébanda sem vinna á starfssviði hvers félags. Þessu náði SÍNE, Samband náms- manna erlendis, fram í ráðherr- atíð Vilhjálms Hjálmarssonar og hefur Lánasjóður námsmanna síðan innheimt félagsgjöld af þeim sem fara utan til náms. Ragnhildur Helgadóttir tilkynnti Lánasjóðum með bréfi dagsettu 18. júní að hún hefði beytt reglu- gerð þannig að aðild að samtök- unum þarf nú að tilkynna sér- staklega. „Ég lít svo á að þetta sé enn ein aðför menntamálaráðherra að námsmönnum" sagði Emil Bóas- son við Þjóðviljann í gær. „Ragn- hildur hefur ekkert samráð haft við okkur um þessa breytingu. Þetta gæti haft slæm áhrif á fjár- hag samtakanna og baráttuþrótt, en nú reynir á samstöðu náms- manna, hver og einn verður að sýna hug sinn“. Emil sagði að á síðustu tveimur árum hefðu aðeins tveir eða þrír kvartað yfir skylduaðildinni, Samtök námsmanna erlendis eru eingöngu rekin með félagsgjöld- um. Þess má geta að velflest skólafélög og námsmannasamtök búa við skylduaðild og hefur rétt- ur Stúdentaráðs H.í. til inn- heimtu félagsgjalda stúdenta ver- ið staðfestur fyrir dómi. -m ■■■ Félagar I Flugbjörgunarsveitinnl er þeir voru aö tygja sig til leitar i gær. Ljósm. GFr. Flugslys Tveggja Breta saknað Síðdegis í gær hófst víðtæk leit að flugvél með tveimur mönnum \ innanborðs. Var leitað fram á nótt á láði og legi en án árangurs. Það var um kl. 11.20 í gærmorg- un sem síðast sást til lítiilar breskrar flugvélar, sem þá var á flugi í austurátt frá Reykholti i Borgarfirði. Beindist því leit strax að Arnarvatnsheiði, há- lendinu upp af Borgarfirði norðan Langjökuls og allt austur á Eyjafjarðarhálendi. Veður til leitar var slæmt framan af en í gærkvöldi rofaði til. Um borð í bresku vélinni sem ber einkennisstafina PA 28 R og er af Cherokee Arrow gerð, eru tveir breskir ferðalangar sem komu til íslands í fyrrakvöld. Var för þeirra heitið til Grímseyjar í gær. Skipulögð leit að flugvélinni hófst um kl. 19 í gærkvöldi. Illt var að koma við flugvélum vegna veðurs og voru því notaðar þyrlur frá Slysavarnafélaginu, banda- ríska hernum og Albínu Thordar- son. Seint í gærkvöldi fóru hins vegar flugvélar í loftið til leitar frá Stóra Kroppi og Húsafelli auk þess sem flugvél Flugmálastjórn- ar hóf leit að hinni týndu vél. Þá gengu menn frá Flugbjörgunar- sveitinni, Slysavarnafélaginu og Hjálparsveit skáta það svæði sem talið er líklegast að mannanna tveggja sé að leita. Borgarstjórn Skýringa krafist á SVR-uppsögn Á borgarstjórnarfundi í gær kvaddi Alfheiður Ingadóttir sér hljóðs utan dagskrár og krafðist þess að forstjóri SVR skýrði Magnúsi Skarphéðinssyni skrif- Iega frá því hvað olli uppsögn hans nýverið. Davíð Oddsson borgarstjóri kvaðst mundu taka málið upp á borgarráðsfundi á þriðjudag en taldi að Magnús ætti ekki siðferðilegan rétt á skriflegri skýringu þar sem hann hefði neit- að að taka við skriflegum og munnlegum orðsendingum frá forráðamönnum SVR Sigurjón Fjeldsted Sjálfstæðis- maður og formaður stjórnar SVR sagði ástæðumar fyrir uppsögn Magnúsar vera að hann hefði ver- ið óstundvís, breytt aksturs- leiðum og skilað vögnum seint. Þessar fullyrðingar kvað Ingi- björg Sólrún Gísladóttir Kvenn- aframboði ósannar og vitnaði til skýrslu SVR um strætisvagna- stjóra þar sem fram kemur að Magnús hefur mætt of seint 3-4 sinnum á ári og aðeins einu sinni neitað að fara fyrirskipaða leið, vegna snjóþyngsla í febrúar 1982. Utandagskrárumræðumar í gær spunnust af ræðu Júlíusar Hafstein meirihlutamanns á síð- asta fundi en þar var því haldið fram að Magnús hafi ekki mætt á boðaðan fund forstjóra SVR og ekki sótt uppsagnarbréf sitt, en í grein í DV á þriðjudag segir Ingi- björg Sólrún aðra staðhæfínguna hálfan sannleik og hina lygi. Stigahlíð Meðalverðið 1600 þúsund á lóð Gróði borgarinnar 11 milljónir umfram áœtlun og rennurbeintíborgarsjóð. Feluleikurífjárhagsáœtlun. Krónur 34.746.040 fær borgin fyrir 21 lóð í Stigahlíð, að með- altali um 1655 þúsund á hverja. Þetta kom fram á borgarstjórnar- fundi í gær þarsem Davíð borgar- stjóri upplýsti að við gerð fjár- hagsáætlunar hefði verið gert ráð fyrír 23 miljónum rúmum. Undir liðinn gatnagerðargjöld í áætlun- inni voru færðar rúmar ellefu milljónir, en tólf milljónir faldar undir liðnum „annað“. Nokkrar umræður urðu um ráðstöfun þess fjár sem borgin fær fyrir sinn snúð umfram áætl- un. Adda Bára Sigfúsdóttir taldi að hér væri um svo háa fjárhæð að ræða að borgarstjórn bæri að ákveða hvert féð rynni og vísaði til felldrar tillögu Alþýðubanda- lags um verkefni sem njóta ætti gróðans. Davíð kvað óvíst um hvursu fjárhag borgarinnar reiddi af í haust og rennur féð því beint í borgarsjóð framhjá borg- arstjórn. Nánari upplýsingar um Stigahlíðarlóðirnar verða gefnar á borgarráðsfundi á þriðjudag. Fjórir þeirra sem hæst buðu í lóðir féllu frá boðum sínum. Þeir sem fengið hafa lóðir eru: Bragi Ragnarsson, Eggert Atlason, Elísabet Hermannsdóttir, Guð- björg Antonsdóttir, Guðlaug Þórarinsdóttir, Guðrún Bjöms- dóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Helgi Þ. Jónsson, Hörður Jóns- son, Hörður Þorgeirsson, Indriði Pálsson, Jón Ólafsson, Jón Zal- ewski, Jón G. Zoega, Jónas Sig- urðsson, Kristín Ámadóttir, Ólafur Björnsson, Sævar Sigur- geirsson, Vigdís Þórarinsdóttir, Þór Ingvarsson, Þórður Óskars- son. Fjöldi kvenna meðal lóðar- hafa vekur athygli og vom uppi ýmsar getgátur í göngum borgar- stjórnarsala á fundinum í gær. - m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.