Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Vinnuvikan á íslandi og í Vestur-Evrópu Málmiðnaðarmenn í Vestur-Pýskalandi heyja nú harða baráttu fyrir löggiltri stjttingu vinnuvikunnar í 35 stunda vinnuviku. Islenskt launafólk hefur löngum verið nokkuð á eftir stéttasystkinum sínum í þessu efni eins og ýms- um öðrum sem snerta kaup og kjör launafólks. 35 stunda vinnuvika er í raun orðin að veru- leika hjá fjölmörgum starfshópum víðs vegar um Evrópu. Vestur-þýsku málmiðnaðar- mennirnir eru með harðvítugri baráttu sinni að fara fram á löggildingu 35 stunda vinnuvikunn- ar svo að ekkert tapist í kaupi við styttingu vinnutímans. Þegar íslensk verkalýðshreyfing sté sín fyrstu spor var ein höfuðkrafa hennar löggild- ing 40 stunda vinnuviku. Verkalýðshreyfing í árdaga leit á það sem óaðskiljanlegan þátt bar- áttunnar, að um leið og launamenn gætu lifað sómasamlega af launum sínum, gæfist vinn- andi fólki einnig tóm til að lifa með fjölskyldu sinni, njóta menningar og mennta í frístundum sínum. Til þess að svo gæti orðið, varð 40 stunda vinnuvika að vera raunveruleg. Öðru hvoru frá löggildingu 40 stunda vinnu- vikunnar á íslandi hafa komið upp kröfur um að hún verði raunveruleg, þ.e. að fólk fái það góð laun að geta lifað af 40 stunda vinnu á viku. En því miður er raunin ekki sú. Og í tíð núverandi ríkisstjórnar er 40 stunda vinnuvik- an orðin enn fjarlægari draumur venjulegu launafólki en áður. Þegar fregnir berast af hörðum átökum fjölmennasta verklýðsfélags Evrópu um 35 stunda vinnuviku, er ekki nema eðlilegt að litið sé til hörmungarástandsins á íslandi. Nú er það óopinbert leyndarmál að fjöldi fólks vinnur aukavinnu annars staðar heldur en á hinum fasta vinnustað. Við kannanir á vinnutíma kemur slík aukavinna og önnur sú vinna sem unnin er á svörtum markaði ekki fram í skýrslum. Margir telja að svarti markað- urinn fari sífellt stækkandi - og að efnahagslífi þjóðarinnar megi líkja við tvöfalt efnahags- kerfi austur-evrópuríkja sumra hverra. Engu að síður kemur fram í úrvinnslu Kjar- arannsóknarnefndar að meðalvinnutími verkafólks og iðnaðarmanna á síðasta ári hafi verið 48,7 stundir. Verkakarlar unnu 50.8 stundir á viku hverri, verkakonur 43.6 stundir og iðnaðarmenn 48.4 stundir. ítreka skal að þetta eru einungis uppgefnar vinnustundir og könnunin nær einungis til höfuðborgarsvæðis- ins. Allir vita að konur verða sérdeilis illa fyrir barðinu á kynjaskiptingunni á heimilunum svo að bæta má mörgum stundum við þeirra upp- gefnu vinnustundir á vinnustað. Karlarnir vinna einnig oft og víða aukavinnu sem ekki er gefin upp til skatts eða skýrslna. Hvað heitir þetta á mannamáli, annað en hrein og klár vinnuþrælkun? Hver er að furða sig á því að til skuli vera vanrækt börn á ís- landi, áfengisvandamál og önnur félagsleg óár- an. í þessu ljósi verður einnig sú stefna Ragn- hildar Helgadóttur Sjálfstæðisflokksráðherra, að auka tengsl heimila og skóla eins og hver annar nöturlegur og óviðeigandi brandari. Meðan fólk, karlar og konur, í landinu þarfa að púla myrkranna á milli til að halda heimil- unum gangandi, þá verða engin tengsl til af þeim toga. íslenskt launafólk á rétt og heimtingu á því að stéttarfélög, ríkisvald og atvinnurekendur tryggi að almenningur geti lifað af 40 stunda vinnuviku. Fyrirtæki sem ekki geta greitt mannsæmandi laun fyrir hóflegan vinnutíma eru óarðbær fyrirtæki sem á að loka. Hræsnis- full ríkisstjórn sem blaðrar um tómstundir þegnanna um leið og hún gerir þeim ókleift að lifa af dagvinnulaunum sínum á að fara frá. Verkalýðsfélög sem treysta sér ekki í harðan slag til að stöðva auðmýkingu launafólksins í landinu missa tilverugrundvöll Sinn. Þjóðviljinn tekur heilshugar undir með Mið- stjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands sem hvetur önnur verklýðssamtök til siðferðis- legs stuðnings við vestur-þýsku málmiðnaðar- mennina. KLIPPT 0G SK0RIÐ Óhreinu börnin Nasistarnir drápu hvorki meira né minna en 800 þúsund homma í gasklefum Evrópu meðan síðasta heimsstyrjöldin geisaði og Adólf heitinn var á þeim dögum að út- vega Þjóðverjum meira „le- bensraum“. En þessi hroðalegi glæpur hefur eigi að síður ekki verið skráður giska skíru letri á spjöld mannkynssögunnar, eins- og sést best af því að þeir eru heldur fáir sem af þessu vita. Þessi „gleymska“ er því miður líka táknræn fyrir afstöðuna sem enn í dag ríkir í garð þeirra ein- staklinga sem hneigjast fremur að eigin kyni en hinu. Með það fólk er ennþá hyllst til að fara einsog óhreinu börnin hennar Evu, - fólk vill helst fela þau að tjaldabaki og gleyma að þau séu til. Hér upp við heimskautsbaug er ástandið að .líkindum verra en víða annars staðar; ergi var ekki hátt skrifað með forfeðrum okk- ar norrænum víkingum og af- komendurnir hafa ekki reynst betrungar foreldranna. Og í dvergvöxnu þjóðfélagi einsog ís- landi er ekki létt að tilheyra minnihlutahópum, hvað þá þeim sem tengjast ástum og kynlífi þar sem bannfæringar glotta einsog draugur úr hverju horni. Homm- ar og lesbíur hafa því oftar en ekki hrökklast undan kaldrana tíðarandans til hinna stærri landa þar sem afdrep með félögum sama sinnis er auðveldara að finna en í slagviðri norðurhjar- ans. Skóggangsmenn nútímans Þessir erfiðleikar eru gerðir að greinarefni í síðasta tölublaði tímaritsins „Úr felum“ sem gefið er út af samtökum lesbía og homma á íslandi. Þar er greint frá þeim voða sem slíkt fólk stefnir sjálfu sér útí einungis með því saklausa tiltæki að ætla að fara á skemmtistað til að lyfta sér ögn upp úr gráma hversdagslífsins: „Hún er hörð gangan sem bíð- ur þeirra opnu homma, sem ætla að lyfta sér upp um helgar, fá sér í glas, leita útrásar eftir vinnuvik- una, spjalla við kunningjana og fá sér snúning. Sú ferð snýst iðu- lega upp í martröð: Ef einhver skyldi halda það þá er það ekki eins og að drekka vatn að verjast auðmýkingunni sem hommum er sýnd hér á skemmtistöðum. Hér er svo sannarlega ekki um að ræða neina auðmýkingu á kjaft, einu sinni á lífsleiðinni, heldur lendir sami einstaklingur í úti- stöðum viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, mismun- andi alvarlegum og með mismun- andi löngu millibili. Það þarf eng- an speking til að segja okkur að venjulegur meðalmaður veldur varla þessari lífsreynslu og þess- um aðstæðum". Réttur til sjálfsvirðingar Þetta er heldur ömurleg lýsing á hlutskipti þeirra sem hafa „komið úr felum“, gert það upp við sig að þeir hallast að eigin kyni, og hafa í sér þann að- dáunarverða kjark að vera ekk- ert að fela að þeir eða þær séu hommar eða lesbíur. Allt fólk hefur rétt til sjálfsvirðingar, til að vera stolt af því að vera einmitt það sem það er. Hommar og lesb- íur eru sá minnihlutahópur sem einna mest má þola af hendi sam- borgaranna, og það er skylda allra sósíalista að berjast fyrir breyttu hugarfari gagnvart þeim - leyfa hverjum og einum að vera - og gera - það sem hann vill, svo fremi sem það brýtur ekki í bága við þau lög sem við höfum sett okkur sem þjóð. Tími skóggangsmanna er lið- inn á íslandi. A hausinn með bankana Ágætur rauðvínssmakkari skrifar leiðara í DV á þriðjudag og ræðir skuldagildrur. Hann bendir á að óstjórnlegar skuldir þjóða þriðja heimsins megi að nokkru rekja til fyrirhyggjuleysis vestrænna banka og segir: „Bankastjórar ímynduðu sér, að ríki gætu ekki orðið gjald- þrota, þótt annað sé nú að koma í ljós. Ekki bætir úr skák, að sumt af lénsfénu fór beint á banka- reikninga í Sviss, í margvíslegt sukk og svínari eða í fáránlegar framkvæmdir. Stórtækastir í þessum efnum hafa verið herfor- ingjar og aðrir þjófar, sem höfðu brotizt til valda og höfðu raunar ekkert umboð frá þjóðinni. í Argentínu er því til dæmis nú haldið fram, að hin nýja, lýðræð- iskjörna stjórn geti ekki borið ábyrgð á skuldum, sem fyrri her- foringjalýður stofnaði til, sjálfum sér en ekki þjóðinni til framdrátt- ar. Argentína er einmitt eitt ' þeirra landa, sem nú rambar á barmi gjaldþrots. Ekki verður betur séð en vit sé í þessari röksemdafærslu. Hvaða rétt hafa bankastjórar til að ætl- ast til af fátækum þjóðum, að þær endurgreiði fé, sem þessir stjórar lánuðu umboðslausum glæpa- mönnum? Þeir áttu að vita betur og eiga skilið að glata öllu slíku fé. Sanngjarnt er, að nokkrir vest- rænir bankar verði gjaldþrota vegna fyrirhyggjulausra lána til umboðslausra herhöfðingja, einkum í Suður-Ameríku. Á- stæðulaust er að láta banka kom- ast upp með að lána öðrum ríkis- stjórnum en þeim, sem hafa eitthvert umboð viðkomandi þjóða.“ . Undir þetta geta allir góðir menn tekið og megi Jónasi smakkast matur og drykkur hið besta í framtíðinni. En er það ekki undarlegt - og það gildir um okkur vinstri gaura líka - hvað menn eru alltaf undar- lega róttækir þegar rætt er um vanda fjarri föðurtúnum, en beita þó alltaf á eigin vandkvæði sömu gömlu ráðleysunni? _ÖS ÞJÚIWIUIÍIN Málgagn sósialisma, þjóðfrelsis og verkalýðshfeyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. - Rit8tjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson. Biaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friöriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphéðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. litlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglý8inga8tjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guð- jónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson. Pökkun: Anney N. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askriftarverð á mónuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.