Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Hjónaskilnaðarbörnin Efnahagurinn skiptir Þessi frétt Þjóðviljans frá 14. júní, sem tekin er úr grein landlæknis í Heilbrigðismálum, minnti mig á það hvernig nota má tölfræðina á marga og mismun- andi vegu. Það má t.d. sýna fram á, að þegar fólk borðar mikinn ís fjölgi þeim sem fá sólsting og álykta, að ísát leiði til sólstings. Þannig er það hins vegar ekki, heldur hefur veðrið áhrif á hvort tveggja. Þetta sagði Hugo Þórisson, sál- fræðingur hjá Sálfræðideild skóla, er við leituðum álits hans á þeim ummælum landlæknis, að hjónaskilnaðarbörnum sé hætt- ara við andlegum sjúkleika og ýmsu öðru válegu en öðrum bömum landsins. „Dæmi af svipuðu tagi og ég nefndi hér að ofan um misnotkun tölfræðinnar er það atriði í grein landlæknis, að góð fylgni sé á milli vaxandi framlaga til félags- mála og fjölgunar hjónaskilnaða. Þessi ummæli má skilja sem svo, að þegar framlög vaxa til félags- mála hlaupi fólk út í hjónaskiln- aði. Hvort tveggja er auðvitað af- sprengi þess velferðarþjóðfélags, sem við búum í, og hvomgt hefur áhrif á hitt“. Hugo bendir einnig á, að í grein landlæknis, og þar með frétt Þjóðviljans, sé hvergi bent á hugsanlegan orsakavald þess, að hjónaskiinaðarbörn eigi erfiðara uppdráttar en börn, sem alast upp hjá báðum foreldrum. „Landlæknir vitnar í könnun Sig- urjóns Bjömssonar, en að mínu mati greinir hann ekki frá því sem mestu máli skiptir. Sigurjón komst að þeirri niðurstöðu, að forsenda þess að athuga uppeld- isskilyrði barna væri stéttarlegur bakgmnnur þeirra - ekki það hvort þau alast upp hjá einum eða tveimur. Efnahagurinn hlýtur auðvitað að setja mark sitt á uppeldisskilyrði bama - og ein- stæðir foreldrar, sem í flestum til- fellum em konur, búa oft við mestu mjög bágan efnahag hér á landi. í því liggur mergurinn málsins. Það má einnig nefna hinn langa vinnutíma, sem hér viðgengst, og setur mjög mark sitt á heimilislíf landsmanna - og það em börnin sem tapa. Varhugavert er að út- hrópa svona einn hóp þjóðfélags- ins og stimpla hann sem lélega foreldra. Hér er verið að fjalla um lifandi fólk með tilfinningar. í þessu tilfelli er um að ræða alvar- legt mál, bæði fyrir einstæða for- eldra og ekki síst bömin þeirra. Svona skrif em þeim ekki til góðs - ekki ef við emm í raun að hugsa um velferð þeirra". Hugo Þórlsson, sátfræðlngur: „Hér á í hlut llfandl fólk með tilfinn- ingar". (Ljósm. Atli) TORGIÐ Virkjanasamningar Mér finnst Davíð ætti að fá orðu fyrlr að veiða „kúkalaxlnn" - alla- vega fyrir að borða hann Rangæingar ganga út VSÍ segir Tungnársamninga enn í gildi eftir ASÍ/VSÍ samkomulagið. Rangœingar segja slíkt hreina ósvífni. Ólíklegt að takist heildarsamningar fyrir virkjanir G. Ólafsson Svarafátt Lyfja- eftirlit „Ég get nú ekki tilkynnt blöð- unum úrslit minnar könnunar áður en ég tilkynni heilbrigðis- ráðuneytinu það“ sagði Sigurjón Jónsson hjá Lyfjaeftirlitinu, þeg- ar Þjóðviljinn spurði hann um úr- slit rannsóknar Lyfjaeftirlitsins á lyfjaheildversluninni G. Ólafs- son hf. En ráðuneytið fól því að gera slfka könnun í kjölfar tveggja kæra sem því bárust á hendur lyfjaheildsölunni fyrir skömmu. Sigurjón var jafnframt spurður hvort margar kæmr hefðu borist á hendur G. Ólafsson. Hann svaraði því á eftirfarandi hátt: „Ég vil ekkert um það segja“. - En geturðu sagt hvort margar kærur berist yfirleitt á hendur lyfjafyrirtækjum? „Ég treysti mér ekki til að ræða það. Ég er sosum búinn að lesa Þjóðviljann bæði í gær og í fyrra- dag og geri mér grein fyrir því sem lyfjafræðingamir hafa sagt á þessum stöðum, og stefnir að einu marki...“ -Sem er hvað? „Ja, það ættir þú að vita betur en ég“. Aðrar upplýsingar vildi þessi fámáli starfsmaður Lyfjaeftirlits- ins, sem á að fylgja fram hags- munum almennings í landinu og er launaður af þessum sama al- menningi, ekki láta uppi um kær- ur á hendur lyfjaheildsölum. -ÖS Vinnuveitendasambandið lýsti því yfir á samningafundi um nýja virkjunarsamninga hjá sátt- asemjara í gærmorgun að samn- ingar fyrir Tungnársvæðið væru í fullu gildi, þar sem með samkomulagi ASÍ og VSÍ frá 21. febrúar sl. hefðu fyrri samningar verið framlengdir fram á mitt næsta ár. Fulltrúar verkalýðsfé- lagsins Rangæings telja hins veg- ar að engir samningar séu í gUdi á svæðinu, þeim hafí verið sagt upg í fyrrahaust. Eftir yfírlýsingu VSI í gær tUkynntu forráðamenn Rangæings að þeir tækju ekki lengur þátt í samningaviðræðum um virkjunarsamninga. „Mér finnst þetta hrein ósvífni og Vinnuveitendasambandið er hreinlega að draga dár að okkur. Eftir að hafa staðið í fimm mán- aða samningaviðræðum lýsa þeir því yfir að fyrri samningur sé enn í fullu gildi. Það er greinilegt að þeir hafa aldrei ætlað sér að semja við okkur“, sagði Hilmar Jónsson formaður verkalýðsfé- lagsins Rangæings í gær. Hann taldi að VSÍ hafi óttast að verka- lýðsfélögin myndu ná lykilbarátt- ustöðu inni á Tungnársvæðinu með nýjum samningum og því væri gripið til þessa ráðs til að tefja málin fram á haustið. Samninganefndarmönnum verkalýðsfélaganna í virkjunars- amningum sem Þjóðviljinn ræddi við í gær bar saman um að þetta útspil VSÍ yrði til þess að engir heildarsamningar yrðu gerðir fyrir virkjunarframkvæmdir eins og verkalýðsfélögin og Lands- virkjun höfðu lýst áhuga sínum á. Ásmundur Hilmarsson formaður félags Byggingarmanna sagði að vonandi tækist stjórn Landsvirkj- unar sem kemur saman til fundar í dag að höggva á þennan hnút, en VSÍ fer með samningaumboð fyrir hönd Landsvirkjunar. Þá sagði Ásmundur að verkalýðsfé- lögin þyrftu að kynna sér stöðu mála betur áður en til frekari samningaviðræðna kæmi og þá m.a. fá álit og útskýringar forseta ASÍ sem kemur til landsins í dag á þeirri túlkun VSÍ á samningum frá í febrúar að Tungnársamning- ar séu enn í gildi. Framkvæmdir við Blöndu hafa tafist vegna samningagerðar og sagði Sigríður Friðriksdóttir for- maður Verkalýðsfélags A- Húnvetninga að vel kæmi til greina að gengið yrði til sérsamn- inga um framkvæmdir á Blöndu- svæðinu. -lg- Álafoss Nýl vefstóllinn á Álafossl er þegar farlnn að slnna sinu hlutverkl. Helmuth Groiss, verkstjórl í Vefna&ardelld, fylgist með vinnubrögðum og sýnist ánæg&ur með þau. Mynd: Atli. Ull í fat Ný prjónavél, tvinningavél og vefstóll tekin í notkun Við heyrðum undir væng að í verksmiðjunni á Álafossi væri verið að taka í notkun nokkrar nýjar vélar, af ýmsum þjóðern- um. Eru það prjónavél, tvinning- arvél og vefstóll. Tvær eru þegar teknar að „vinna ull í fat“, prjón- avélin og vefstóllinn, en unnið er að uppsetningu tvinningarvélar- innar. Blaðamaður og ljósmyndari frá Þjóðviljanum brugðu sér upp að Álafossi til þess að Iíta með eigin augum þennan nýja véla- kost, og hitta menn að máli. Verður nánar greint hér í blaðinu frá þeirri för, nú á næstunni. -mhg Föstudagur 22. júní 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.