Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 10
1. IAHD5VIBKJUH BLÖNDUVIRKJUN - ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í byggingu botnrásar í Blöndustíflu í samræmi viö útboðsgögn 9514. Verkið felur í sér að grafa 350 m langa botnrás, steypa um 90 m langan stokk og um 40 m háan lokuturn á stíflusvæði á vestur- bakka Blöndu. Auk þess að fjarlægja yfir- borðsjarðlög á nokkru svæði umhverfis botnrásina. Helstu magntölur eru áætlaðar: Gröftur Steypa Mót Sprautusteypa 47.000 m3 4.300 m3 4.800 m2 150 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með föstudeginum 22. júní 1984 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 1.000 krónur fyrir fyrsta eintak en 300 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjun- ar í Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. júlí 1984, en sama dag kl. 14.30 verða þau opnuð að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 21. júní 1984 LANDSVIRKJUN ^ÖLUBOÐ ...vöruverð í lágmarki Frá Grunnskóla Akraness Eftirfarandi stöður eru lausar: Við Brekkubæjarskóla: Staða tónmenntakennara og tveggja kennara við al- menna bekkjarkennslu. Einnig hálf staða í ensku og dönsku í 9. bekk. Umsóknarfrestur til 28. júní. Staða skólastjóra við Brekkubæjarskóla er laus frá 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Upplýsingar veita skólastjóri, Grímur Bjarndal, heima- sími 93-1516 og yfirkennari Guðjón Þ. Kristjánsson Vesturgötu 59, heimasími: 93-2563. Við Grundaskóla: Staða tónmenntakennara og tveggja kennara við al- menna bekkjarkennslu, gjarnan með myndmennt og eðlisfræði sem valgreinar. Umsóknarfrestur til 28. júní. Upplýsingar veita skóla- stjóri Guðbjartur Hannesson, Suðurgötu 78, heima- sími: 93-2723 og yfirkennari Ólína Jónsdóttir Bjarkar- grund 18, heimasími: 93- 1408. Umsóknir sendist til ofangreindra aðila eða formanns skólanefndar Ragnheiðar Þorgrímsdóttur, Vallarbraut 9, sími 93-2547, sem einnig veitir upplýsingar. Skólanefnd. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Austurlandi: Ráðstefna á Hallormsstað 22.-24. júní Efni: Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin (Þröst- ur Ólafsson. Stefnuskrá í endurskoðun (Steingrímur J. Sigfússon). Atvinnu- og byggðamál (Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson). Dagskrá (drög): 23. júní (laugardagur): kl. 09-12: Skógarganga kl. 13.30-16: Framsöguerindi kl. 16.30-18: Umræður kl. 21-24: Jónsmessuvaka. 24. júní (sunnudagur): kl. 09-12: Starfshópar kl. 13.30-16: Álit starfshópa, umræður. Ráðstefnuslit kl. 16. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk velkomið. Takið fjölskylduna með í fagurt umhverfi. Pantið gistingu tím- anlega á Edduhótelinu, sími 97- 1705. Hlttumst á Hallormsstað. - Stjórn kjördæmaráðs. Alþýðubandalagið í Kópavogi Sumarferð á Jónsmessu Sumarferð ABK í Veiðivötn verður farin 23. - 24. júní. Lagt verður af stað frá Þinghól kl. 9.00 á laugardagsmorgun (mæting kl. 8.30). Ekið verður um Þjórsárdal með viðkomu á Stöng. Gist verður í skála Ferðaféiagsins í Veiðivötnum eða í tjöldum. Kostar gistingin í skála 130.- kr. á mann. Fjölbreytt dagskrá verður á kvöldvöku á laugardagskvöld og stýrir Elsa Kristjánsdóttir henni. Tarsan sér um undir- leikinn. Miðaverð er 600.- kr. Innifalið erfargjald og ein sameiginleg máltíð. Að öðru leyti hafa þátttakendur með sór nesti. Börn undir 12 ára aldri greiða aðeins 1/2 fargjald. Tekið verður á móti pöntunum hjá: Friðgeiri s. 45306, Sigurði Flosasyni, s. 40163 og Sigurði Hjartarsyni s. 43294. Þá verður skrifstofa ABK opin t dag, þriðjudag, frá kl. 18 - 19. Síminn er 41746. Stjórn ABK. Stefnuumræðan Samráðsnefndarmenn! Munið fundinn n.k. þriðjudagskvöld, 26.6, kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Áríðandi að allir nefndarmenn komi. í DAG Almennir fundir á Austurlandi Alþingismennirnir Helgi Seljan, Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon verða á almennum fundum á Austurlandi sem hór segir: Staðar- borg, Breiðdal, fimmtudaginn 21. júní kl. 20.30, Brúarási, Jökulsárhlíð, föstudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. - Alþýðubanda- laglð. Alþýðubandalagið, Vestfjörðum Sumarferð Sumarferðin verður 30. júní og 1. júlí. Farið verður í Inn-Djúpið og gist við Dalbæ á Snæfjallaströnd. Kvöldvökustjóri verður Finnbogi Hermannsson. Verð kr. 900 fyrir fullorðna, hálft gjald fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrir yngri en 5 ára. Þátttaka tilkynnist til umboðsmanna sem veita nánari upplýsingar: Hólmavík: Rut Bjarnadóttir sími 3123, Bæjarhreppur: Björgvin Skúlason, Ljótunnarstöðum, A-Barð: Gísella Halldórsdóttir, Hríshóli, sími 4745, Barðaströnd: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 2027, Patreksfjörður: Gróa Bjarnadóttir, sími 1484, Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586, Bíldudalur: Halldór Jónsson, sími 2212, Þingeyri: Davíð Kristjánsson, sími 8117, Flateyri: Jón Guðjónsson, sími 7764, Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167, ísafjörður: Elín Magnfreðsdóttir sími 3938, Hallgrímur Axelsson, sími 3816 og Þuríður Pétursdóttir sími 4082, Boiungarvík: Gunnar Sigurðsson, sími 7389, Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957, Djúp: Ástþór Ágústsson, Múla, Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, sími 81333. Kjördæmisráð. 2. skógarferðin í Heiðmörk Mæting við bæinn Elliðavatn eða við skógarreitinn, sunnudaginn 24. júní kl 13.30. Alþýðubandalagsfólk og aðrir félagar! Þetta er 2. skógarferðin í Heiðmörk í sumar. Sleppið löngum og leiðinlegum sunnudagsbíltúr og komið með fjölskyldunni í skógarfjörið. Takið með kaffi og meðlæti. Uppl. á skrifstofu ABR, s. 17500,og hjá Frey, s. 77825. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Sumarhátíð Sumarhátíð verður haldin 6. - 8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði, N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá: Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, Örlygi H. Jónssyni, Húsavík s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri s. 24886 eða 26621. Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögunar hátíðarinnar verða birtar síðar. - Stjórn Kjördæmisráös. Vinningsnúmer í Vorhappdrætti ABR Vinningar nr. 1-3 sem voru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferð- um/Landsýn að verðmæti kr. 20 þús. hver, komu á miða nr. 64, 2610 og 5090. Vinningar nr. 4-6 sem eru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 15 þús. hver, komu á miða nr. 33, 163 og 3436. Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. SKÁK Nú nýlega fór fram lands- keppni milli Svía og Dana, en í henni tefldu flestir sterkustu skákmenn þessara þjóða að þeim Larsen og Andersson undanskildum. Tefldar voru tvær umferðir á tíu borðum í senn og fóru leikar svo að Sví- ar unnu naumlega 101/2-91/2. í viðureign þeirra Ornstein og Brinck-Claussen kom eftirfar- andi staða upp. Svíinn Ornstein lék núna 31. Rxh7!?, það er ekki hægt að neita því að til var önnur leið ef til vill einfaldari, 31. Rxg8 Kxg8 32. d6 Df8 33. He1 Dxh6 34. He7. Engu að síður er textaleikurinn mjög athyglisverður og meira fyrir augað, það eroftfreistandi að brillera. 31. - Bxh7 32. He1 Df6 eða 32. - Df8 33. Dc7+ Kg8 (Kf6 34. He6+) 34. He7 Hxd5 35. He8l. 33. Dc7+ Kg8 34. He7 Kf8? með klukk- uvísinn á „nippinu" leikur Claussen sig í mát en það finnst engin björgun hvort eö er. 35. Dxd8 búið spil. BRIDGE Bikarleikur Úrvals og Ólafs Lár. var heldur gloppóttur hjá báðum sveitum. Mikið um færi, en nýting- in klén. Lukkudísirnar voru þó á bandi ferðaskrifstofu sveitarinn- ar, ein þrjú „game“ í „réttum" höndum, sem sköpuðu sveiflu til Úrvals. Eftirfarandi spil féll þó. Ás- mundur í suður er sagnhafi í 3 gröndum: Norður S KG94 H AKG2 T 54 LDG6 Vestur S D83 H 93 T 832 LAK1072 Suður S A102 H 1064 T AKD7 L 952 Sagnir í opna salnum: Suður Vestur Norður Austur Ásmund.Hrólfur Karl Hermann 1 tígull pass 1 hjartapass 1 grand pass 3 grönd Hrólfur spilaði út lauf-7. Ás- mundur átti slaginn í blindum og eftir stutta umhugsun bað hann um meira lauf úr borði. Góð leið í spili sem þessu, með átta slagi á toppi og ýmsa möguleika á þeim níunda. Hrólfur tók lauf slagina. Hermann í austur kastaði fyrst spaða, þá hjarta og loks, þrátt fyrir tígul opnunina, tígul Gosa, sem samkv. umtali sýndi þrílit þar. Ásmundur lét báða tíglana úr borði en að heiman mátti hann missa hjarta og... tígul(?) Ási beit það í sig að skipting austurs væri -4-4-3-2, og vestur ætti vald á tíglinum. Hrólfur skipti í hjarta, ás. Spaða kóngur næst og spaða gosi, yfirtekinn með ás. 9. slagurinn var nú utan seilingar. Eins og sjá má var austur í óskemmtilegri klemmu. Það jaðr- ar við uppgjöf að kasta tveim spöðum, en kannski var betra að fara niður á hjarta drottningu 2. Á hinu borðinu vakti spilið litla eftirtekt. Þar voru NS Jónas P. og Ólafur Lár. Sama lokasögn og út- spil. Ólafur fór í hjartað í byrjun og svínaði tíunni til austurs. Einn nið- urog lítil tilþrif í úrspilinu. Sjálfsagt að skila laufi til baka. Austur S765 H D875 TG1096 L 53 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.