Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 6
Matthea Jónsdóttir listmálari að störfum. /MENNING íslensk list Boðið á liststefnu í Nissa Mattheu Jónsdóttur listmálara hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri liststefnu í Nissa í Frakklandi, sem verða mun í tengslum við eitthundruðustu Carnivalhátíðina þar og standa mun yfir dagana 18. - 25. júlí n.k. Mun listamönnum frá 78 þjóð- löndum vera boðin þátttaka. Patna mun listamönnum gef- inn kostur á að koma verkum sín- um á framfæri við innkaupa- nefndir opinberra listasafna svo og listkaupmenn. f öðru lagi fer fram keppni til verðlauna í hinum margvíslegustu listgreinum (svo sem málverk, skúlptúr o.fl. ofl.). Að sjálfsögðu munu listfræðingar og listfróðir menn dæma um verkin. Hér mun um nokkurt nýmæli að ræða þar sem gert er ráð fyrir að senda myndir af verkum, ann- aðhvort slides eða pappírs-lit- myndir og gert ráð fyrir 20 verk- um fyrir dómnefnd. Blönduós Menningarsamtök Noröanlands funda Aðalfundur Menningarsam- taka Norðlendinga hefst á morg- un, laugardaginn 23. júní á Blönduósi. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verður boðið upp á dagskrá listamanna af Norður- landi vestra auk þess sem ráð- stefna verður haldin um stöðu myndlistar á landsbyggðinni. Kl. 13.30 á laugardeginum verður fundur settur í Snorrabúð. Kl. 14.30 verður myndlistarsýn- ing opnuð í Kvennaskóla og sýna þar Elías B. Halldórsson, María Hjaltadóttir, Marinó Björnsson og Örlygur Kristfinnsson. Að loknu kaffi kl. 15.30 mun Guð- mundur Halldórsson frá Bergs- stöðum kynna eigin verk, Jóhann Már Jóhannsson og Guðjón Páls- son flytja lög eftir Jón Björnsson og Eyþór Stefánsson. Kl. 17.00 mun Tryggvi Gíslason skóla- meistari flytja erindi er hann nefnir Listir á landsbyggð, heimalningsháttur eða list- sköpun. Að því loknu verða pall- borðsumræður. Um kvöldið verður svo kvöldvaka í umsjá Leikfélags Blönduóss. Á sunnudeginum mun síðan aðalfundinum verða fram haldið samkvæmt dagskrá. - v Tallð frá vinstrl: Fraendi, strútarnlr frá Afríku, Helga Steffensen, amma og ungamamma. Ljósm.: Atli. Brúðuleikhús Brúðubíllinn lagður af stað Brúðubíllinn er nú lagður af stað í annað sinn í sumar. Sýning- ar verða á öllum gæsluvöllum borgarinnar. Hver sýning tekur hálfa klukkustund. Þátturinn sem nú er sýndur heitir „Gestir frá Afríku“. I þessari sýningu Brúðubflsins eru brúður af öllum stærðum og gerðum og þær stærstu eru um 2 metrar á hæð, en það eru strútarnir tveir frá Afríku. í dag, föstudag mun brúðubfll- inn verða á gæsluvellinum við Freyjugötu kl. 10, við Njálsgötu kl. 14 og við Skúlagötu kl. 15. Á mánudag verður bíllinn á gæsló við Rauðalæk kl. 10, við Engihlíð kl. 14 og við Stakkahlíð kl. 15. Hljómlist Hátíð Steinalistamanna í tilefni þess að Steinar hf. gefa út sína 100. hljómplötu í dag, þann 22. júní verður haldin Hljómlistarhátíð í veitingahúsinu Broadway í kvöld. Fjölmargir þeirra listamanna sem átt hafa samvinnu með Steinum hf. á þessum 100 hljómplötum munu heiðra fyrirtækið með nærveru sinni og koma fram. Fyrsta má nefna hljómsveitina Stuðmenn, sem gerði fyrstu plötuna sem Steinar hf. gáfu út, en sú plata hét „Sumar á Sýrlandi" og kom út NVSV Ferð á morgun Náttúrurverndarfélag Suðvest- urlands efnir á morgun til ann- arrar ferðar sinnar um Suðurnes og verða sérstaklega skoðuð nátt- úruskilyrði sem bjóða upp á möguleika til fiskeldis. Mun Eyj- i ólfur Friðgeirsson fiskifræðingur verða leiðsögumaður í ferðinni. Tilgangurinn með ferðum NVSV er að koma hreyfingu á byggingamál Náttúrugripasafns íslands. Lagt verður af stað frá Norræna húsinu á morgun, laug- ardag, kl. 13.30. Fargjald er 200 kr. en frítt fýrir börn í fylgd með fullorðnum. Áætlað er að koma til borgarinnar kl. 18-19 um kvöldið. þann 17. júní 1975. Stuðmenn ætla að flytja lög af þessari fyrstu plötu sinni í tilefni þessara tíma- móta. Einnig koma fram HLH flokk- urinn, sem nú er að senda frá sér sína aðra plötu, „Á rokkbuxum og strigaskóm“, Ragnhildur Gísl- adóttir, Bara-flokkurinn, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Jakob Magnússon, Pax Vobis, Laddi og Graham Smith. Síðast en ekki síst kemur Sumargleðin fram á þessari Hljómlistarhátíð, en það er einmitt nýjasta plata Sumargleðinnar „Af einskærri sumargleði“, sem er 100. íslenska platan sem Steinar hf. gefa út. Að auki verður leikið úrval laga af þessum 100 plötum og kynnt á Hljómlistarhátíðinni. Skemmtiatriði hefjast um kl. 21.00. „Af einskærri sumargleði“, plata Sumargleðfnnar sem út kemur í dag, var tekin upp í Hljóðrita og var haldinn blaðamannafundur þar þegar upptökum var að Ijúka. Blaðamenn voru skikkaðir til að syngja vlðlag í einu laganna, sem hljómaði svo: „í sumargleðidansinn nú svífa allir í törn/Ut á gólfið nú gæjar, píur og gamalmenni og börn!" Á myndinnf eru Ómar Valdimarsson Morgunblaðinu, Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarnason, Andrea Jónsdóttir Þjóðviljanum, Hemmi Gunn, tvær ónafngreindar (líklega fró DV), Þorgeir Astvaldsson og Árni Daníel NT. Upptökustjóri var Gunnar Þórðarson. Ljósm.: Atll. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júní 1984 ÚTIVISTARFERÐIR ÚTIVISTARFERÐIR símsvari: 14606 Laugard. 23. júní kl. 20 Tíunda Jónsmessunæturganga Útivistar: Gengiö á Keili (379 m), en þaöan er gott útsýni. Gangan ertileinkuð því að Útivist hef- ur hafið sitt tíunda starfsár. Þessi ganga er fæstum ofviða, en einnig er hægt að sneiða hjá fjallinu. Verð 200 kr. frítt f. börn m. full- orðnum. Brotför frá BSÍ, bensínsölu. Sunnud. 24. júní kl. 8.00 Þórsmörk, einsdagsferð. 3-4 tíma stopp í mörkinni. Verð 500 kr. frítt f. börn. Kl. 13 PLÖNTUSKOÐUN í ESJU. Gengið á Esju og hugað að gróðri og gróðurbeltum Esjunnar, undir leiðsögn Harðar Kristins- sonar grasafræðings. Þetta er fróðleg ferð sem ekki verður endurtekin. Verð 200 kr. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Fimmtud. 28. júní, kl. 8.00 Þórsmörk. Til- valið að eyða sumarleyfinu í Þórsmörk: 4, 5, 8 eða 10 dagar eftir vali. ísklifurnámskeið verður haldið í Gígjökli helgina 29.6-1.7. Leiðbeinendur frá Björgun- arskóla LHS. Tilkynnið þátttöku fyrir miðviku- dagskvöld 27. júní. Uppl. á skrifstofu Útivist- ar. FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. GÍuggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Tilboð óskast Tilboð óskast í viðgerð og málun á Slökkvistöð Reykjavíkur við Skógahlíð. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. júlí nk. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Ritstjóri Stúdentaráð Háskóla íslands auglýsir eftir ritstjóra Stúdentablaðsins. Umsóknum ásamt upplýsingum um fyrri störf skilisttil Stúdentaráðs H.í. Félagsstofnun við Hringbraut fyrir 20. júlí 1984. Nánari upplýs- ingar í síma,15959. Stjórn S.H.Í. Svo skal böl boeta MEGAS T0LU BEGGI KOMMI BRAGI gramm: Laug$vegur 17 Slmi 12040 n?)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.