Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 5
Bókmenntaverðlaun Engin bókmenntaverð- laun Jóns Sigurðs- sonar í ár Þessi sjóðsstofnun er enn í mótun, sagði Halldór Reynisson forsetaritari um stofnun bókmenntaverð- launa Jóns Sigurðssonar, sem forseti íslands lagði til á Hrafnseyri í fyrrasumar. Halldór kvaö ekki enn gengið frá stofnskrá fyrir bók- menntaverðlaunin og því hefði ekki verið veitt nein verðlaun á fertugsafmæli lýð- veldisins. Enn hefurekki verið gengið endanlega frá málinu svo bókmenntaverðlaunin Sjóðurinn enn í mótun og alls óvíst um framhald málsins verða að bíða um sinn, sagði Halldór Reynisson forsetarit- ari. Miklar umræður urðu um þetta áhugamál Vigdísar Finnbogadóttur forseta ís- lands í fyrra, og skiptust menn í tvo hópa; þá sem töldu hér um veglegan stuðning við bókmenntir þjóðarinnar að ræða - og þá sem töldu að formlega hefði ekki verið staðið rétt að málum. Svo virðist sem ótti þeirra síðar- nefndu hafi verið ástæðulaus. En hinir tyrrnefndu hafa enn ekki fengið sitt fram, bók- menntaverðlaun Jóns Sig- urðssonar. _óg Úlfar og Edda í Gallerí Borg: hér á að vera auðvelt að nálgast list sem flestra íslenskra listamanna. Ljósm. Atli. BORG Tilgangur þessa gallerís er að miðla list til sem flestra og auðvelda fólki greiðan aðgang að verkum sem flestra listamanna. Á þessum stað í hjarta borgarinnar á að vera hægt að finna ýtarlegt yfirlit myndlistar á hverjum tíma, sögðu Edda Óskarsdóttir og Úlfar Þórmóðsson starfsmenn Gallerí Borgar sem opnaði í glæsilegum húsakynnum við Austurvöll í síð- ustu viku. Uppistaðan í Gallerí Borg nú er sýning úr íslenskri grafík og mun hún standa fram yfir næstu helgi. Auk þess er að finna fjöl- breytt úrval gler- og keramik- verka eftir ýmsa höfunda. Þá er boðið upp á listaverkabækur af ýmsu tagi. Þau Ulfar og Edda sögðu að Gallerí Borg hefði ýmislegt á prjónunum, sem of snemmt væri að segja frá á þessu stigi. Þau minntu hins vegar á að galleríið hefði heimild til að standa fyrir listaverkauppboðum og væri ekki að vita nema verk gömlu meistar- anna í íslenskri myndlist yrðu föl innan tíðar. Eigendur Gallerí Borgar eru Arnmundur Bachmann, Gísli B.Björnsson, Ragnar Árnason, Sigurmar Albertsson, Þóður Vig- fússon og Úlfar Þormóðsson. -v. Föstudagur 22. júní 1984 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.