Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 7
Kornungar stúlkur í verksmiðju í Bangkok. Nútíma þrælahald Með illa launaðri vinnu réttlausra stúlkubarna í Thailandi og víðar er haldið niðri verði á tilbúnumfatnaði á heimsmarkaði - og um leið rakað samanfirnagróða Það er velþekkt staðreynd, að fataiðnaðurinn í Vestur-Evrópu hefur síðasta áratuginn og vel það, átti harðri samkeppni við fatnað og vefnaðarvöru sem flutt- ur hefur verið inn frá Austur- löndum fjær. ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Og ástæðan er augljós; lágt innkaupsverð á þessum varningi, samanborið við vestræna fram- leiðslu. Hin síðari ár hefur hlutdeild Thailands í þessum innflutningi farið ört vaxandi, enda bjóðast tæpast hagstæðari kjör á fatnaði og vefnaðarvöru annars staðar. Það kemur líka vel heima við þá staðreynd, að í höfuðborginni Bangkok er að finna heimsins stærsta hóp af „ódýru vinnuafli" í fataiðnaði. En ódýrt vinnuafl er elsti Ieyndardómurinn að baki velgengni fataiðnaðarins frá Thailandi sem og öðrum Austur- löndum á markaðnum í V- Evrópu. Rannsóknar- leiðangur Nýlega tóku tveir breskir blað- amenn sér ferð á hendur til Bang- kok sem fatakaupmenn í innkaupaleiðangri, til að kanna með eigin augum kjör og félags- legar aðstæður verkakvenna í fat- aiðnaðinum. Og niðurstaða þeirra félaga var ótvíræð: Leyndardómurinn að baki vel- gengni fataiðnaðarins í Bangkok er gegndarlaus kúgun og ómannúðleg meðferð á bömum og óhörðnuðum unglingsstúlk- um, sem bera þessa atvinnugrein að miklu leyti uppi. Þær aðstæður Þurfum að láta þessi mál meir til okkar taka Guðmundur Þ. Jónsson um barnaþrælkunina og málsmeð- ferð hjá Norrœna fataiðnaðarsambandinu Norræna fataiðnaðarsam- bandið, sem hefur innan sinna vé- banda fólk í fata- og vefnaðariðn- aði, héit aðalfund sinn í Bergen seint í maí. Guðmundur Þ. Jóns- son frá Landsambandi iðnverka- fólks v.ar meðal þeirra sem sóttu fundinn en þar var m.a. gerð á- lyktun um ískyggilega misnotkun á börnun í iðnaði. Já, fyrir utan venjuleg aðal- fundarstörf og skýrslur frá hverju landi var sérstaklega rætt um þessa barnaþrælkun og sýnd var mynd sem norskir blaðamenn höfðu gert um ástandið í Austur- löndum, sagði Guðmundur í stuttu viðtali við Þjóðviljann. Það er gríðarlega óhugnanlegt hvernig farið er með þessi börn og þessa unglinga og mikil ástæða til þess fyrir verkalýðshreyfing- una á Vesturlöndum áð láta þessi mál meira til sín taka en hingað til hefur verið gert. Vitanlega hefur þessi barna- þrælkun áhrif á atvinnuástandið hér á Vesturlöndum, sífellt fækk- ar fólki í fataiðnaði og slíkum störfum vegna innflutnings frá láglaunasvæðum. En það allra versta er auðvitað þessi barna- þrælkun sjálf, mikið af þessari framleiðslu er unnin af réttinda- lausum börnum og unglingum sem fá kaup sem er langt fyrir neðan allt velsæmi. Ef hér væri um eðlilega samkeppni að ræða, þá horfðu málin öðruvísi við, en því er ekki að heilsa, sagði Guð- mundur ennfremur. Norðurlönd hafi frumkvæði í samþykkt Norræna fataiðn- aðarsambandsins segir m.a.: Norræna fataiðnaðarsamband- ið krefst þess að ríkisstjórnir Norðurlanda taki þegar í stað frumkvæði að mynda breiða al- þjóðlega samstöðu til að vinna gegn þessari þrælkun. Ennfrem- ur verða hinar einstöku ríkis- stjórnir að stöðva verslun við þær þjóðir sem misnota vinnuafl barna. Misnotkun barna í iðnaði er flókið vandamál sem tengist fyrst og fremst hinni miklu fátækt sem ríkir í stórum hluta heims. Versl- unarhættir og hagstjórn vest- rænna landa hafa mikil áhrif á af- komu fólks í fátæku löndunum. Þess vegna hafa vestræn ríki skyldum að gegna gagnvart þessu fólki. Það er ekki nóg að for- dæma misnotkun barna, heldur verður að taka markvissar pólit- ískar ákvarðanir til að bæta kjör fátækra um allan heim. Ríkis- stjórnirnar verða í sameiningu að finna nýjar leiðir til betri hag- stjórnar í heiminum. Það er eðli- legt að Norðurlöndin taki hér frumkvæðið á alþjóðlegum vett- vangi. FFI (Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga) hefur í fjölda ára barist fyrir því að efla fagleg réttindi verkafólks í þriðja heiminum, og mikil vinna verið lögð af mörkum til að stemma stigu við barnaþrælkun. Nú er verið að kanna nýjar leiðir hjá ILO til að vinna gegn barna- þrælkuninni. Safnað hefur verið gögnum um barnaþrælkun í fata- og vefjariðnaði í Thailandi og mun FFI nú markvisst vinna að Guðmundur Þ. Jónsson því að stöðva þessa þróun. En lítið mun þokast í rétta átt ef ríkisstjórnir vestrænna ríkja finna ekki hjá sérr hvöt til að taka einarða og opinbera afstöðu í málinu. Norræna fataiðnaðars- ambandið skorar því á ríkis- stjórnir Norðurlanda að taka nú þegar frumkvæðið, bæði á inn- lendum og alþjóðlegum vett- vangi, til að stöðva þá vinnu- þrælkun barna sem hér hefur ver- ið lýst! _ál i____________________________________________________________________________________________ Umsjón: Árni Bergmann Föstudagur 22. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.