Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 9
HEIMURINN Ólympíuleikar í markaðsf relsi Auðfélögin reka Ólympíuleikana í Los Angeles eins ogþeim best þykir Brundage gamli mundi snúa sér við í gröfinni Það er firmað Walt Disney sem mun standa fvrir opnunarhátíð- inni á tuttugustu og þriðju Ól- ympíuleikunum í Los Angeles í Bandaríkjunum í sumar. Þeir leikar verða reyndar allir mjög í bandarískum einkaframtaksstíl, auðfélög ýmiskonar hafa lagt fram allar þær 500 miljónir doll- ara sem leikarnir eru taldir munu kosta. Undanþága Los Angelesborg leggur sem slíkt ekkert fram til leikanna, og reyndar var þaö samþykkt í al- mennri atkvæðagreiðslu þegar árið 1978, að ekki mætti borgin leggja í neina fjárfestingu vegna leikanna. Reyndar stríðir þetta gegn fjórðu reglu í stofnskrá Al- þjóðlegu ólympíunefndarinnar, en þar er ráð fyrir því gert, að borgin sem fer með hlutverk gestgjafans hverju sinni muni tryggja fjárhag leikanna. Tom Bradley borgarstjóri Los Angel- es og fyrrverandi forseti AOL, Killanin lávarður, komu sér þá saman um málamiðlun. Alþjóð- lega ólympíunefndin gaf undan- þágu frá reglu fjögur, og undir- búnigsnefnd, sem einkaaðilar hafa myndað, LAOOC, ritaði samning við bandarísku ólympíu- nefndina og þá alþjóðlegu um að bera efnahagslega ábyrgð á leikunum. Alþjóðlega ólympíunefndin átti ekki margra kosta völ eins og á stóð - Los Angeles eina borgin sem var reiðubúin í slaginn. Og allar götur síðan 1939 hefur hóp- ur bisnessmanna unnið að því að fá ólympíuleikana aftur til Los Angeles, en þar voru þeir haldnir árið 1932. LAOOC, sem Peter Ueberr- oth, eigandi stórrar ferðaskrif- stofu, er oddviti fyrir, tók þegar að dæla upp peningum. Dýr sjónvarpsréttur Venjulega fá ólympíuleikar ríkisstyrk, þeir fá ágóða af happa- drætti og þeir fá gjafir frá ýmsum aðilum. Ollum þessum greiðum var hafnað - fyrir nú utan það, að happadrætti munu bönnuð með lögum í Kaliforníu. Olympíu- nefnd einkafjármagnsins hefur hinsvegar sett sér að leysa dæmið með svofelldum hætti: Selja sjón- varpsréttindi fyrir ca 290 miljónir dollara. Semja við ca 50 stórfyrir- tæki um framlög gegn leyfum til að nota ólympíuleikana í auglýs- inga og áróðursstarfi. Og í þriðja lagi á að reyna að selja aðgöngu- miða fyrir um 90 miljónir dollara. ABC-sjónvarpsstöðin hefur tryggt sérsjónvarpsréttindin fyrir 225 miljónir dollara. Það er gífur- lega há upphæð, eins og sést best á því, að NBC keypti sjónvarps- réttindin í Moskvu fyrir 85 milj- ónir dollara. En ABC býst samt við hagnaði af þessari verlsun, enda mun auglýsendum hleypt óspart inn á íþróttadagskrárnar, sem allt að 2.5 miljarðir manna munu horfa á. Og útsendingar koma ekki yfir mann ókeypis úr gerfihnöttum eins og svo margir Islendigar virðast halda. Til dæmist borgar Samband sjón- varpsstöðvaíEvrópu, EBU, tutt- ugu miljónir dollara fyrir að endurvarpa ólympíuefni frá Los Angeles. Stórfyrirtœki Næstmestar tekjur eru af stór- um auðfyrirtækjum sem leggja hvert um sig um 4 miljónir doll- ara í púkkið og ýmsar vörur og þjónustu að auki - Ueberroth framkvæmdastjóri talar um „val- inn hóp fyrirtækja" sem fær að nota merki leikanna á varning sinn og kynningarefni. Margir peningarisar eru hér mættir til leiks. Olíufélagið ARCO hefur t.d. lagt fram níu miljónir dollara til nokkurra í- þróttamannvirkja. Hamborgara- keðjan, sem kennd er við McDonald, borgaði fjórar milj- ónir til að koma upp keppnisað- stöðu í dýfingum við Háskóla Suður-Kaliforníu. Tölvufyrir- tækið IBM er með í leiknum og Reynt ver&ur að selja 5V2 miljon mi&a í Bandaríkjunum aö Ólympíu leikjunum og kosta þeir frá 3 og upp í 95 dollara en allt að 200 dollurum á opnunarhátíð og lokahátíð. náttúrulega Kókakóla sjálft. Nú er það svo, að reglur hinnar kapítalísku undirbúningsnefndar útiloka gjafir frá einkaaðilum og fyrirtækjum og á þá að heita að svo sé gert, til að leikarnir dragi ekki til sín óguðlega mikið af gjöfum til annarra aðil - fram- lögum sem eru þá að jafnaði frá- dráttarbær til skatts. Þessvegna er ekki látið svo heita að auglýs- endur „gefi“ eða afhendi ólympíunefndinni íþróttal- eikvangi eða önnur ntannvirki, heldur eiga þau að verða eign há- skóla og annarra slíkra aðila að leikunum loknurrí. Er þetta gert til að tryggja það að fyrirtækin fái frantlög sín frádregin skatti. Jákvœð mynd Styrkirnir frá fyrirtækjunum eru að sjálfsögðu ekki góðgjörð- arstarfsemi. Talsmenn þeirra eru ekki feimnir við að játa, að þeir búist við að peningarnir séu góð fjárfesting, sem skili sér í gróða og bættu áliti fyrirtækisins. Aug- lýsingastjóri íþróttavörufirmans Converse segir til dæmis í blaða- viðtali: „Styrkurinn frá okkur gefur okkur aðgang að við- skiptum, sem við hefðum annars átt erfitt með að krækja okkur í". Talsmaður ARCO segir: Það er svo erfitt fyrir okkur að segja fólki að kaupa meira bensín. Því skiptir það mestu fyrir okkur að byggja upp jákvæða írnynd okkar hjá fólki með framlagi til Ólymp- íuleika. Og talsmaður Buick hefur sagt í viðtali: Við viljum styrkja bandaríska ólympíuliöið til æfinga vegna þess að þeir eru bestu íþróttamennirnir og við álítum að við höfum bestu bílana! Dollarinn rœður Það leiðir af sjálfu sér, að í þessu peningaflóði öllu er ekki mikið eftir af þeim anda áhuga- mannaíþrótta sem Bandaríkja- maðurinn Brundage, sem varfor- maður Alþjóða ólympíunefndar- innar frá 1952-72, reyndi síðastur manna að halda í. Nú í hinuni glaða og æsilega sigri auglýsinga- veldisins yfir íþróttunum þykir það sjálfsagt, að íþróttamenn fái peninga fyrir íþróttir - þótt svo enn sé reynt að halda í áhuga- mannanafnið með því að þeir fái ekki beinlínis greiðslur fyrir að keppa eða eitthvað þessháttar. Brundage gamli mundi snúa sér þrisvar við í gröfinni, segir einn fréttaskýrandinn, ef hann vissi, að nú væri það talið allt í lagi að áhugaíþróttamaður mæli með sérstökum íþróttavörumerkjum - án þess að missa stöðu áhuga- rnanns sem svo heitir... Enn af stjórnarmönnum Bandarísku ólympíunefndarinn- ar, Anita Frantz, hefur komist svo að orði: Nú hefur okkar nefnd sagt við Alþjóðlegu ólymp- íunefndina: skiptið þið ykkur ekki af þessu. Við stjórnum íþróttunum í Bandaríkjunum og viljum vera aðilar að ólympískri hreyfingu á okkar eigin forsend- um. Hvað getur herra Samarach gert (formaður AOL)? Ólympíu- hreyfingin getur ef til vill bjargað sér án okkar íþróttamanna, en hún getur ekki bjargað sér án okkar dollara og stórfyrirtækja! Svo mörg eru þau orð. Yfir Ól- ympíuleikum í framtíðinni vofir semsagt tvennskonar hætta eins og dæmin sanna: að þeir verði kæfðir í bisnessgaldri eða mátaðir í pólitísku tafli. -ÁB. Föstudagur 22. júní 1984 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.