Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR ÍTORGIÐ! Þó guðdómurinn sé þríeinn er ekki þar með sagt að við þurf- um þrjá biskupa! Hestar Fjöldi á fjórðungs- móti Austfirskir hestamenn á Fornustekkum í fegursta veðri Fjórðungsmót austfirskra hestamanna hófst í gærmorg- un á kappreiðavelli Hesta- mannafélagsins Hornfirðings á Fornustekkum við Horna- fjórð. Mótið er með hefð- bundnum hætti og þar fara fram kynbótasýningar, gæð- ingakeppnir, unglingakeppni ásamt ýmsu öðru sem tilheyrir á fjórðungsmótum eins og Gunnar Egilsson mótsstjóri komst að orði í samtali við Þjóðviljann í gær. Úslit liggja fyrir í undanrás- um í B-flokki gæðinga. Efstu einkunn hlaut Ófeigur frá Hestamannafélaginu Blæ í Neskaupsstað, 8.31. í öðru sæti varð Sprækur frá Hesta- mannafélaginu Freyfaxa á Fljótsdalshéraði með 8.10 og í þriðja sæti Hvellur frá sama félagi með 8.05. í gærkvöldi var að vænta úrslita í kynbót- akeppninni. A að skipta Islandi í þrjú biskupsdæmi? Ýmsir kirkjunnar þjónar telja nauðsynlegt að létta starf biskups með því að fjölga biskupsstólum. En einhugur ríkir ei meðal hinnar geistlegu stéttar. Aarið 1909 var á Alþingi lögð fram tillaga um að íslandi yrði skipt í þrjú biskupsdæmi, og skyldu biskupar sitja að hinum fornu stólum að Hólum í Hjalta- dal og Skálholti, auk Reykjavík- ur. Tillögumaður var rithöfu- ndurinn Jón Forni (Þorkelsson) þjóðskjalavörður. Um þetta spunnust deilur sem Sr. Sigurður Sigurðar- son á Selfossi settar voru niður með því að mál- amiðlun var gerð, þar sem fallist var á að biskupsdæmið yrði áfram eitt og spannaði ísland, en sett yrðu á stofn tvö vígslubiskups- embætti, sem yrðu biskupi til að- stoðar. Vígslubiskupsembættið er því alíslenskt fyrirbæri sem mun ekki eiga sér fyrirmynd með erlendum þjóðum. JA Sr. Sigurður Sigurðarson prestur á Selfossi hafði framsögu um þann hluta svokallaðs starfs- mannafrumvarps sem lagt var fyrir prestastefnuna, er fjallaði um að skipta hiskupsdæminu nú- verandi upp í þrennt. „í mínum huga hefur kirkjan vanrækt grunneiningu sína sem er söfnuðurinn. Ein af leiðunum til að snúa því á betri veg er að auka biskupsþjónustuna. Heim- sóknir biskups í söfnuðina hafa mikilvægu uppbyggingarhlut- verki að gegna, bæði fyrir prest- inn og sérstaklega fyrir söfnuð- inn. Tengsl hans við söfnuðinn eru mjög nauðsynleg fyrir kirkj- una í heild. En hversu mikinn vilja sem biskup hefur til að vera í nánum tengslum við söfnuðina, þá hreinlega orkar hann varla meiru en fara einu sinni yfir landið á embættistíð sinni. Ég get nefnt sem dæmi að þegar biskup vísiteraði hjá mér í fyrra, þá hafði hann ekki komið þar í tuttugu ár. Af þessum sökum tel ég að með því að skipta biskupsdæm- inu upp í þrennt, og láta biskup sitja í Skálholti, og annan á Norð- urlandi, auk Reykjavíkur, þá En hugmyndin um þrjú bisk- upsdæmi á íslandi er lífseig og var eitt af þeim málum sem rædd voru á prestastefnu sem lauk í gærkvöldi á Laugarvatni. Að sögn sr. Guðmundar Óskars Ól- afssonar í Neskirkju í Reykjavík, sem samræmdi álit umræðuhópa þar sem þetta var meðal annars rætt, þá voru prestar ekki á.eitt Sr. Vigfús Pór Ártiason Siglufirði sáttir um gildi þessarar breyting- ar. En hún hefur verið lögð fram í tillöguformi í svokölluðu starfs- mannafrumvarpi, sem tekur til starfsmanna þjóðkirkjunnar. Þjóðviljinn var á Laugarvatni í gær og hafði tal af tveimur prest- um sem ekki voru á sama máli. En ályktun sem styður breyting- una var samþykkt á Prestastefn- unni í gær. -ÖS NEI Sr. Sigurður á Selfossi: „Kirkjan hefur vanrækt grunneiningu sína sem er söfnuðurinn". myndu tengslin milli söfnuðanna og þessa höfuðleiðtoga kirkjunn- ar aukast mjög. Forystumaður kirkjunnar myndi eftir sem áður verða sá sem sæti í Reykjavík og talsmaður hennar gagnvart stjórnvöldum. f þessu kerfi fælist jafnframt að vígslubiskupsemb- ættin yrðu lögð niður, þannig að í rauninni er þetta ekki jafn mikil breyting og ef til vill lítur út í fljótu bragði". _ÖS „Ég tel raunhæfara að styrkja heldur núverandi biskupsemb- ætti og það má gera á tvennan hátt“ sagði sr. Vigfús Þór Arna- son prestur á Siglufirði. „f fyrsta lagi tel ég sjálfsagt í nútímaþjóðfélagi að biskup njóti miklu meiri sérfræðiaðstoðar en nú er. Ég tek sem dæmi fjármál kirkjunnar, sem eru í rauninni mun viðameiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Auðvitað er óeðlilegt að biskup sé að eyða tíma og orku í þess konar mál, þó sjálfsagt sé að hann hafi með þeim yfirumsjón. Hins vegar á embættið hreinlega að geta haft í sinrii þjónustu viðhlítandi sér- fræðinga sem eiga að sjá um hina daglegu hlið þessara mála. En til þess þarf auðvitað að skapa fjár- hagsgrundvöll fyrir því, og fjár- veitingavaldið þarf því að gefa grænt ljós á slíkar breytingar. í öðru lagi tel ég að rétt sé að fela vígslubiskupunum sem nú sitja á Suðurlandi og Norðurlandi meiri hluta af þeim verkum sem í dag falla á biskupsembættið. En hins ber svo að geta, að tækjust Sr. Vigfús á Siglufirði: „Biskup á aðfá meiri sérfræðiaðstoð". þær breytingar vel, þá er auðvit- að ekki loku skotið fyrir það, að síðar meir myndi þetta þróast þannig að þrír biskupsstólar yrðu í landinu. En ég tel ekki ráðlegt að taka þá breytingu í einu stökki“. -ÖS Natta, nýr leiðtogi ítalskra kommúnista Alessandro Natta var á þriðjudag kjörinn nýr formað- ur Kommúnistaflokks Ítalíu. Hann er 65 ára að aldri og hefur um langt skeið verið ná- inn samstarfsmaður Enricos Berlinguers, sem lést fyrr í þessum mánuði. Kjör hans bendir fyrst og fremst til vilja- yfirlýsingar um að haldið sé áfram þeirri stefnu Berling- uers sem einatt gengur undir nafninu Evróþukommúnismi. Ýmsir aðrir menn voru nefndir til, en í vangaveltum ítalskra stjórnmálaskrifara kom nafn Natta oftast upp. Aðrir þóttu mjög koma til greina og hafa jafnvel hver á sinn hátt sitthvað fram yfir Natta. En menn töldu líklegast að þar sem skyndilegt fráfall Berlinguers kom í veg fyrir að undirbúið hefði verið hver tæki við, þá væri Natta eðlileg- asta lausnin fyrir þá, sem ekki vilja að samhengi rofni í stefnu- mótun flokksins. Af öðrum sem til greina komu var Luciano Lama oftast nefnd- ur, en hann var áður í sósíalista- flokknum og er forseti CGIL, hins rauða verkalýðssambands sem kommúnistar stjórna og hef- ur allmarga sósíalista einnig innan sinna vébanda. Lama er ta- linn hafa það sér til ágætis að eiga öðrum auðveldara með að bæta sambúðina við Sósíalistaflokk- inn, sem hefur verið stirð eftir að Benedetto Craxi tók þar við for- ystu og ætlaði að láta velgengi Mitterrands í Frakklandi og fleiri styðja í því að koma Kommún- istaflokknum úr leik sem lang- sterkasta afli ftalskrar vinstri- hreyfingar. Giorgio Napolitano var einnig nefndur alloft, en hann er stund- um kallaður „kratinn“ í flokks- forystunni. Einnig Renato Zang- heri sem verið hefur borgarstjóri í Bolognia og þykir öðrum betur geta minnt á það, að ítalskir kommúnistar eru betri og heiðar- legri stjórnendur en Kristilegir demókratar og það lið allt. Natta fékk öll greidd atkvæði á miðstjórnarfundinum á þriðju- daginn eða 227. Aðeins ellefu sátu hjá. -ÁB. Alessandro Natta hinn nýi leiðtogi ít- alskra kommúnista var náinn sam- starfsmaður Berlinguers. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.