Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 9
HEIMURINN Sovéski fáninn yfir Berlín; „við vorum búnir að vinna úrslitaslaginn“, segir hershöfðinginn. Hver var þýðing innrásarinnar í Normandie? Gamlir bandamenn deila. Túlkunsovésks herráðsforingja áseinkun „annarra vígstöðva“. Samanburður á liðstyrk Þjóðverja í vestri og austri. Á dögunum var hér skrifað um 40 ára afmæli innrásar í Nor- mandie. Par sagði m.a. á þá leið að „Sovétmenn hafa látið sér fátt um hátíðahöldin í Normandie finnast. Peir hafa skrifað í blöð, að á Vesturlöndum sé innrásin ofmetin og blásin upp til að kasta skugga á baráttu sovéska hersins og þær miklu fórnir í mannslífum sem það kostaði Sovétríkin í heimsstyrjöldinni að snúa sókn í vörn til Berlínar“. Bréf hefur Þjv. borist frá APN, þar í framhaldi af þessum um- mælum, og fylgir með grein eftir S.I. Ivanof sem var herráðsfor- ingi á sovésku vígstöðvunum fyrir fjörutíu árum. Segir í bréfinu að greinin gefi upplýsingar um það, hvers vegna Sovétmenn telja innrásina í Normandie ofmetna og fer meginhluti hennar hér á eftir. Það er víst rétt, sem sagði hér í Þjóðviljagreininni um daginn: einn helsti harmleikur eftir- stríðsáranna er sá, að banda- menn gegn Hitler geta ekki einu sinni samfagnað á stórafmælum stríðsatburða. Og munu þær upp- rifjunardeilur sjálfsagt magnast allt næsta ár eftir því sem nær dregur fertugsafmæli sigursins yfir Hitler. -áb Rangfœrslur „Landganga bandamanna á Normandie lagði grunninn að því að koma upp öðrum vígstöðvum í Evrópu. Þessar vígstöðvar voru kallaðar „aðrar vígstöðvarnar“ vegna þess að fyrstu vígstöðvarn- ar og þær helstu voru vígstöðvar Þjóðverja og Sovétmanna. Um þriggja ára skeið barðist sovéski herinn, öll sovéska þjóðin ein við óvininn. Aðeins ósigrar Þýskalands Hitlers á vígstöðvum Sovétríkj- anna og Þýskalands neyddu vest- rænu þátttakendurna í sam- steypunni gegn Hitler til að hefja árið 1944 landgöngu herjanna í Frakklandi. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum löndum reyna að gera spurninguna um mikilvægi annarra vígstöðvanna fyrir sigurinn yfir fasismanum að tilefni hugmyndafræðilegrar bar- áttu gegn Sovétríkjunum. Það er leitast við að rangfæra sagnfræðilegar staðreyndir, gera lítið úr úrslitahlutverki Sovétríkj- anna við að frelsa Evrópu undan oki fasista. Þýðing innrásarinnar Ein hlið fölsunarinnar er að ýkja hernaðarlegt hlutverk að- gerðanna í Normandie. Hvert var hið sanna gildi þeirra í gangi styrjaldarinnar? Frá því að Þýskaland Hitlers réðst á Sovétríkin, taldi sovéska ríkisstjórnin nauðsynlegt að virkja og samræma hernaðarað- gerðir allra ríkja, sem voru á móti fasistabandalaginu. Mikilvæg- asta skrefið í þá átt gætið verið að opna aðrar vígstöðvar í Evrópu. Hefðu þær verið opnaðar í tíma, hefði það flýtt fyrir sigursælum endalokum stvrjaldarinnar og frelsun hinna kúguðu þjóða. Spursmálið um að opna aðrar vígstöðvar var umræðuefni milli ríkisstjórna Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Englands árið 1941,1942 og 1943. En breska og bandaríska ríkisstjórnin stóð ekki við loforð sín um að opna aðrar vígstöðvar. Sú stefna þeirra að draga opnun annarra víg- stöðva var afleiðing þeirrar við- leitni stjórnvalda í þessum ríkjum að herða sem mest að Sovétríkj- unum. Þau vildu varðveita her- afla sinn á kostnað Sovétríkj- anna, nota hann í Evrópu á loka- stigi styrjaldarinnar og tala við Sovétríkin frá sjónarhóli afls- munar eftir að búið var að vinna sigur yfir Þýskalandi. Þar sem ekki voru fyrir hendi aðrar vígstöðvar í Evrópu. gaf það herstjórn Hitlers möguleika á að beita feikilegum herafla, tækni og vopnum gegn Sovétríkj- unum. Sumarið 1943 gerði hún stórfellda árás við Kúrsk. Þarna var um að ræða eina mestu og grimmilegustu orrustu í allri sögu heimsstyrjaldarinnar síðari. Sigurinn við Kúrsk og árásir sovéskra herja í kjölfar hans höfðu í för með sér tímamót, ekki aðeins hvað varðaði Föðurlands- styrjöldina, heldur í allri heimsstyrjöldinni síðari. Stjórnvöldum í Bandaríkjun- um og Bretlandi varð ljóst, að sovéski herinn gæti einn síns liðs án annarra vígstöðva unnið sigur yfir Þýskalandi fasismans og frelsað þjóðir Evrópu. Þetta neyddi þá að lokum til að opna aðrar vígstöðvar. Undirbúningurinn fyrir innrásina í No.rður-Frakkland stóð yfir í tvö og hálft ár við ein- staklega góðar aðstæður, sem voru fyrst og fremst að þakka að- gerðum sovéska hersins. í áætl- uninni (sem kölluð var „Over- lord“) var gert ráð fyrir að ganga á land á strönd Normandie. Mannafli og vopn í upphafi aðgerðanna „Over- lord“ voru landgönguöfl banda- manna um 2.9 milljónir manna. Þeir höfðu yfirburði umfram þau öfl Þjóðverja, sem þeir stóðu andspænis: Þrefalda hvað varð- aði hermenn, skriðdreka og árás- artæki, rúmlega tvöfalda hvað varðaði vopn og fallbyssur og sextugfalda hvað snerti herflug- vélar. Það skal tekið fram, að hlutfallið var á þessum tíma allt annað á vígstöðvum Sovétríkj- anna og Þýskalands, en það verð- ur ljóst af meðfylgjandi töflu. Það verður að hafa í huga að hluti herja Þriðja ríkisins og fylgi- nauta þess var upptekinn við að kæfa niður andspyrnuhreyfing- una, sem kom upp á evrópsku landsvæði, sem var hernumið af Þýskalandi. Framvinda mála Morguninn 6. júní 1944 hófu breskir og bandarískir herir land- göngu á strönd Normandie. Til þess að tryggja landgönguna voru notaðir 4500 landgönguprammar og 2500 herskip, hjálparskip og flutningaskip. Yfir 10.000 her- flugvélar hjálpuðu til við aðgerð- irnar. Undir 30. júní var fjöldinn í liði bandamanna yfir 875 þúsund manns. Þeir höfðu til umráða 150 þúsund flutningabíla og 570 þús- und tonn af farangri. 1. bandaríski herinn, 2. enski herinn og 1. kanadíski herinn, alls 32 herfylki, sem voru marg- falt fleiri, hófu árás. Hún gekk hægt. Það var ekki fyrr en 25. ágúst, að her bandamanna komst loks til Signu og Loire. Á sama tíma fóru bandarískir og franskir herir á land í Suður-Frakklandi og fóru í norðurátt með stuðningi andspyrnuhreyfingarinnar. Þann 19. ágúst hófu franskir föður- landsvinir vopnaða uppreisn gegn fasistum í París og voru það kommúnistar, sem gegndu þar leiðandi hlutverki. í upphafi septembermánaðar færðust her- lið Þýskalands til vesturlanda- mæra Þýskalands, eftir að hafa farið út úr Frakklandi og hófu vörn við Sigfried-línuna. Yfir tvær milljónir banda- manna voru handan þessarar varnarlínu, en henni lokuðu um 700 þúsund þýskir hermenn og liðsforingjar. Bandamenn sýndu ekki af sér röskleika og létu sér nægja að gera minni háttar árásir haustið 1944. Þegar verið var að meta land- gönguna á Normandie, sem mestu landgönguaðgerð heims- styrjaldarinnar síðari, verður að taka fram, að herstjórn banda- manna tókst að leysa nokkur erf- ið hernaðarleg verkefni, m.a.: Að tryggja leynilegan undirbún- ing og óvænta landgöngu, sam- ræma aðgerðir stórs flota, flug- hers og landhers þegar innrás var gerð og í baráttunni og flytja feikilega stóran her yfir Ermars- und, svo og hergögn og farangur. En það var einnig um að ræða verulega vankanta á aðgerðum bandamanna: Þrátt fyrir feiki- legan flugher og stórskotalið á skipum, veika mótspyrnu and- stæðingsins, þá var meðalhraðinn í framgöngu hersins á sólarhring afar lágur og fór ekki yfir 600-700 metra fyrstu dagana. Herstjórn bandamanna gat ekki alveg fram- kvæmt fyrirhugaða áætlun - að koma í veg fyrir að óvinurinn kæmist yfir Signu og umkringja hann og sigra. Bestu fylkin í her fasista gátu komist yfir Signu.“ Búnir að tapa í lok greinarinnar dregur Ivan- of síðan saman tölur sem lúta að því, að landgangan í Normandie og sóknin á vesturvígstöðvunum hefði ekki verið möguleg, ef so- véski herinn hefði ekki áður dregið tennurnar úr her Hitlers. „Á rúmlega fjórum mánuðum síðla vetrar og um vorið 1944 vann sovéski herinn fullan sigur á og gereyddi um 30 herfylkjum andstæðingsins. Óvinurinn missti yfir miljón manns, 8400 skrið- dreka og 5000 flugvélar“ - fyrir utan gífurlegt tjón þýska hersins 1941-43 á austurvígstöðvunum. Og síðan hófst 1944 mikil sókn í Hvíta-Rússlandi: „Óvinurinn missti yfir hálfa miljón her- manna. Til að stöðva þessa sókn til Berlínar voru menn Hitlers neyddir til að senda þaðan úr vestri 46 herfylki og 4 stór- deildir... Þannig voru örlög Hitlers-Þýskalands ákvörðuð í raun í kjölfar stórfelldra árása so- vésku herjanna árið 1944. K. Riker, vestur-þýski sagnfræðing- urinn sagði réttilega: „Þegar vest- rænu bandamennirnir gerðu sumarið 1944 úrslitaárás á „vígi Evrópu“ var þegar búið að gera út um gang heimsstyrjaldarinnar síðari með ósigri Þýskalands í Rússlandi... Þýskaland var búið að tapa annarri heimsstyrjöldinni í hernaðarlegu tilliti áður en vestrið gerði innrásina“, segir undir lokin í grein Ivanofs hers- höfðingja. Styrkleikahlutfall hinna stríðandi aðila í júní 1944 Stríðandi aðilar Fjöldi her- Skriðdrekar, Fall- Herflug- manna, land- árásartæki byssur, vélar, her. Þús. Þús. stk. Þús. stk. stk. Vígstöðv- ar Sovét- Sovéski 6.600 7.1 98.1 12.900 ríkjanna og Þjóðv. herinn Þýski herinn 4.300 7.8 59 3.200 Hlutfall 1.5:1 1:1.1 1.6:1 4:1 Aðrar Lið víg- bandamanna 1.600 6 15 10.859 stöðvarnar Þýski herinn 526 2 6.7 160 Hlutfall 3:1 3:1 2.2:1 61.4:1 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.