Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 8
HEIMURINN
Við hirðum hálft alþýðusambandið!
segir formaður nýrra
klofningssamtaka
í framhaldi af deilunum um
verkalýösfélög og pólitíska
flokka í Danmörku hefur þar
verið stofnaö svonefnt Frjálst
verkalýðssamband sem ætlar
sér að vera „bara faglegt fé-
lag“. Formaðurinn er Ernst
Nielsen og gerir sér mikla
drauma um að ná til sín helm-
ingi verkamanna í landinu. En
enn eru meðlimirnir langt
innan við 5000.
Ernst Nielsen: Það kemur engum
við hve margir við erum núna...
Félagatal í Frjálsa verklýðs-
sambandinu er reyndar einhvers-
konar óttalegur leyndardómur
enn sem komið er. Ernst Nielsen
segir í nýlegu viðtali að ástæðan
sé sú, að „ef það spyrst út að við
séum fáir þá segja menn að við
séum barasta nöldurseggir". Og
þessvegna eru það bara formað-
urinn og gjaldkerinn sem vita
hvað meðlimirnir eru margir. En
þeir segjast hafa komist í blöðin
og séu þeir nú með í umræðunni,
það skipti mestu.
Hugmyndir þessara brott-
hlaupsmanna eru þær, að það sé
ekki rétt að hafa ein stór heildar-
samtök verkalýðsins og að í pólit-
ískum efnum eigi að veita flokk-
um stuðning eftir einstökum mál-
um. Ernst Nielsen vísar því ein-
dregið á bug, að á bak við hann
standi borgaralegir flokkar sem
vilja gera verklýðshreyfingunni
skráveifur.
Reyndar er það svo, að til eru
launamannasamtök í Danmörku
sem eru utan Alþýðusambands-
ins. Eitt er Kristilega sambandið,
sem hefur um 12 þúsundir með-
lima. Annað er Samband starfs-
manna fyrirtækja sem hefur 25
þúsundir meðlima. En í Alþýðu-
sambandinu eru um 1,3 miljónir
eins og segir á öðrum stað hér í
blaðinu í dag.
Athugi
Fresturinn nennuril
í þessari viku!
ruR
Jörgen Christensen: Við erum of
harðir við okkar menn þegar þeir
eru í stjórn.
Verka-
menn
verða að
styðja
sinn flokk
Formaður
verkalýðsfélags
tekur upp
hanskann
fyrir ríkjandi
fyrirkomulag
AF SKATTSKYLDUM TEKJUM
AF ATVINNUREKSTRl
Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur
af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt-
skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð.
Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm-
ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund-
inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs-
ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið
skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum
reikningsárs.
Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar
samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands-
bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6
mánaða reikninga.
Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6
mánaða binditíma, en innan 6 ára.
Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að
framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts
á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að
þessu sinni er til 1. júlí n.k.
Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga
eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans.
LANDSRANKINN
Græddur er geymdur eyrir
í verkalýðshreyfingunni
höfum við okkar hefðir og ein
þeirra er samstaðan með
Sósíaldemókrötum. Við tök-
um ákvarðanir um það með
lýðræðislegum hætti. Við
samþykkjum á fundi Verka-
mannasambandsins að
styðja Sósíaldemókrata og
þeim leikreglum fylgjum við.
Svo segir Jörgen Christensen í
viðtali um deilurnar um styrk
verkaiýðsfélaga í Danmörku til
Sósíaldemókrata, en hann er for-
maður Verkamannafélagsins á
eynni Mön.
Hann bætir því við, að það
verði þá að vera einkamál hvers
og eins, hvort þeir vilji láta pen-
inga líka ganga til borgaralegra
flokka.
Menn kalla þetta þvingun, en
það er þvingun á svo mörgum
sviðum. Þeir sem eru atvinnurek-
endur verða að sætta sig við það
að Atvinnurekendasambandið
.lætur sína pólitíksu vini fá pen-
inga. Og meirhluti þingsins tekur
einatt ákvarðanir um það að við
skulum borga peninga í eitt og
annað sem við ekki kærum okkur
um, segir Jörgen Christensen.
Þessi dæmigerði sósíaldemó-
kratíski verklýðsforingi heldur
áfram á þennan hátt:
Við verkamenn eru neyddir til
að fylkja okkur um einn stóran
flokk. Það þyrfti ekki endilega að
vera Sósíaldemókrataflokkur-
inn. Það gæti eins vel verið SF
(Sósíalíski alþýðuflokkurinn).
En það eru Sósíaldemókratar
sem fá mest fylgi og geta því gert
sitt af hverju fyrir okkur.
Jörgen Christensen er reyndar
nokkuð leiður yfir því að verka-
lýðshreyfingin beri með nokkr-
um hætti ábyrgð á því, hve veik
staða Sósíaldemókrata er í dag.
Hann segir á þá leið, að verklýðs-
hreyfingin hafi verið of hörð við
síðustu stjórn Sósíaldemókrata:
„Við höfum reyndar til-
hneigingu til að vera of harðir við
okkar eigin menn“.
Og það er eins og maður hafi
heyrt eitthvað svipað áður og þá
hér í næsta umhverfi.
áb endursagði.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN