Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 5
Danskur leikhópur
sýnir í Hlégarði um helgina
Hvernig lifa
nn af?
Fyrst lifa menn í sátt og
samlyndi, en þaö er eins og
fyrri daginn: Adam er ekki
lengi í Paradís.
ekki að hafa betri stjórn á ódæl-
um unglingum? Á ekki að loka þá
öldruðu og geðveilu inni á hæli?
Meðferðartilhneiging, streita og
þægindadýrkun nútíma gervi-
menningar kemur í sviðsljósið og
tekst á við gömul lífsviðhorf
þorpsbúanna.
í sýningunni er lögð áhersla á
að virkja áhorfendur til þátttöku
og umhugsunar. Fléttað er saman
hefðbundnum og nýjum leikað-
ferðum og tónlist þannig að sumt
er flutt í kabarett- rokkóperustíl.
Fararstjóri og leikstjóri er Joac-
him Clausen, aðalleiðbeinandi
hópsins. Að sögn hans verður
lögð sérstök áhersla á skýra fram-
sögn í sýningunum á íslandi. Þess
er vænst að íslenskir áhorfendur
muni ekki eiga í erfiðleikum með
að skilja talið þegar það fléttast
áþreifanlegri atburðarás verks-
ins.
Mosfellssveitarrútan fer í sér-
stakar ferðir sýningarkvöldin.
Hún verður við Pósthúsið í Kópa-
vogi kl. 19.45, fer þaðan niður á
Lækjargötu og inn
og svo upp að Hlégarði.
Danskur áhugaieikhópur
ungsfólks „Musikteater-
gruppen Ragnarock" er
kominn í leik- og kynnisferð
til íslands. Hópurinn er
sprottinn upp úr leikstarfi
skólanna í Humlebæk á
Norður-Sjálandi og hefur
starfað í 10 ár. Hann leggur
áherslu á að skapa sjálfur
sýningar sínar og gera til-
raunir með ólíkar leikað-
ferðir. Leikklúbburinn Saga
á Akureyri og leikfélögin í
Kópavogi og Mosfellssveit
taka á móti leikhópnum hér
álandi
Danski leikhópurinn
sýnir í Hlégarði í Mos-
fellssveit sunnudags- og
mánudagskvöld klukkan
20.30.
Um þrjátíu leikarar á aldrinum
14 - 24 ára taka þátt í sýningunni
sem nefnist: „I morgen er solen
grön“. Þar er túlkuð framtíðar-
sýn - fjallað um hvað gæti gerst
eftir elda kjarnorkubáls. Sjónum
er beint að fólki í litlu þorpi sem
lifir af- en í rauninni eru málefni
líðandi stundar einkum á dagskrá
í verkinu. Ólík lífsviðhorf takast
þar á. Við kynnumst friðsælu
samfélagi sem er ósnortið af
áhrifum nútíma fjöldamenning-
ar. En Adam er ekki lengi í Para-
dís - brátt kemur í ljós að fleiri
eru á ferli og vilja innnræta
bornsbúum nvia lífshætti: barf
Kjarvalsstaðir
Raf- og tölvutónlist
Þessa daga fara fram raf- og
tölvutónleikar að Kjarvals-
stöðum og er þar jafnframt
kynning og sögulegt yfirlit yfir
íslenskatæknitónlist. Flutteru
verk eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, Helga Pétursson,
Kjaran Ólafsson, Lárus
Grímsson, Manús Blöndal Jó-
hannsson, SnorraSigfús
Birgisson, Þorkel Sigur-
björnsson og Þorkel Þor-
steinsson. Frumfluttverða
verk eftir þá Helga Pétursson,
Gunnar Reyni og Þorkel Sig-
urbjörnsson.
Dagskráin í dag og á morgun
verður sem hér segir:
Föstud. 29. júní-kl. 17 og
endurtekið kl. 20.30: Gunnar
Reynir Sveinsson: Frjósemisdans
úr Garðveislu (1982); Magnús
Blöndal Jóhannsson: Atmos I og
III (1981); LárusGrímsson:
Vetrarrómantík.
Laugard.30.júní-kl. 15oger
endurtekið kl. 17 (síðustu tón-
leikarnir): Þorkell Sigurbjörns-
son: Fípur (1971); Þorsteinn
Hauksson: Sónata (1980); Magn-
ús Blöndal Jóhannsson: Sam-
stirni (1960).
UMSJÓN: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR