Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. 29. júní 1984 142. tölublað 49. örgangur Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að ráða Guðjón Smára Agnarsson viðskiptafræðing framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað í stað Olafs Gunnarssonar. Þá hefur bæjar- ráð Neskaupstaðar ráðið Ásgeir Magnússon rafmagnstæknifræð- ing sem bæjarstjóra í stað Loga Kristjánssonar. Guðjón Smári Agnarsson hef- ur verið framkvæmdastjóri fyrir útgerð og fiskvinnslu Hraðfrysti- húss Stöðvarfjarðar um nokkurt skeið. Ásgeir Magnússon starfar nú sem iðnráðgjafi Austurlands með aðsetri á Seyðisfirði. Hann starfaði áður hjá Rafafli í Reykjavík. Þeir Guðjón Smári og Ásgeir verða báðir komnir til starfa í Neskaupstað um mánaðamótin september-október næstkom- andi. -ekh Vlða sunnanlands var veðurblíða í gærdag og margir sem tóku hatt sinn og mal og héldu útí góða veðrið. Þessi veiðimaður mun þó ekki hafa dregið marga feita fiska úr Hlíðarvatni í gær, þrátt fyrir veðrið. Ljósm. Arnar Helgason. Neskaupstaður Ráða bæjar- stjóra og framkvæmda- stjóra Síldar- vinnslunnar Peningamarkaður Tóku 31/2 miljarð út! Sparifjáreigendur keyptu bankaskírteini fyrir einn og hálfan miljarð króna á sjö vikum! Síðan í september hafa spari- fjáreigendur tekið hálfan fjórða miljarð króna út af verð- tryggðarireikningum til að njóta góðs af kjörum annarra, sam- kvæmt upplýsingum frá Seðla- banka Islands. 1 Hagtölum mánaðarins segir m.a. frá því að fyrstu sjö vikurnar sem bankarnir auglýstu banka- skírteini með breytilegum vöxt«- um sem jafngilda nú 22% á ári, hafi sparifjáreigendur keypt slík bréf fyrir um einn og hálfan milj- arð króna. Seðlabankinn metur þetta sem traust sparifjáreigenda á, að næstu sex mánuði verði ár- gildi hækkana innan við 20% - eða að vextirnir hækki ella. -óg Reykjavíkurhöfn Sjómenn áhyggjufullir Togaraafgreiðslan verður lögð niður um helgina. Stjórn hennar rœðir skiptin og framtíð starfsmanna í dag. B ÚR með eigið gengi, Ögurvík og Hraðfrystistöðin hugleiða samstarf. Sjómenn hrœðastfœrriskipakomur ogspá atvinnuleysi hafnarverkamanna. Asunnudaginn verður Togar- aafgreiðslan ekki til lengur eftir 37 ára starf. Allt er óljóst um framtíð starfsmanna sem eru um tuttugu fastráðnir og tugur til viðbótar í sumarvinnu, flestir hinna fastráðnu um og yfir sex- tugt að sögn Sigurjóns Stefáns- sonar framkvæmdastjóra. Hann sagðist í gær ekki einu sinni vita hvaða starfa hann stundi sjálfur eftir helgina. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur var haldinn á þriðjudaginn og skoraði á borg- arstjórn og hafnarstjórn að gera „viðeigandi ráðstafanir vegna þess ástands sem skapast kynni“ við hvarf fyrirtækisins. Sjómenn benda á að það gæti orðið erfitt að fá landað úr stærri togurum og einstökum kaupskipum í Reykja- vík, - sem gæti valdið færri skip- akomum og þar af leiðandi atvinnuleysi meðal hafnarverka- manna. Ragnar Júlíusson stjórnarfor- maður Togaraafgreiðslunnar sagði að á stjórnarfundi í dag yrði fjallað um skiptin á félaginu. Þjóðviljinn spurði hvort mál starfsmanna yrðu tekin fyrir og sagði hann að framtíðin öll yrði til umræðu. Bæjarútgerð Reykja- víkur á meirihluta í Togaraaf- greiðslunni h.f., aðrir hluthafar eru meðal annars Ögurvík, Hrað- frystistöðin og Karlsefni. Skipti eigna og skulda eru enn í lausu lofti en ljóst er að BÚR fær hús - næðið á efrihæð Bakkaskemmu og er í ráði að flytja þangað tækni- og togaradeild úr Hafnarhúsinu. Bæjarútgerðin hefur þegar ráðið sér níu manna gengi til löndunar úr togurum sínum fjórum, og er meirihluti þess skipaður mönnum sem starfa eða „hafa verið starfandi“ hjá Togar- aútgerðinni að sögn Svavars Sva- varssonar hjá BUR. Þórhallur Helgason, Hrað- frystistöðinni, kvað nýtt fyrirtæki ekki í uppsiglingu á þessu stigi, en hugsanlegt væri að stöðin hefði samvinnu við Ögurvík um löndun. Hvort fyrirtækið gerir út tvo togara. „Menn eru að hugsa“ var svar Þórðar Hermannssonar hjá Ögurvík, „þetta er lokað enn- þá, en við erum að byrja að þreifa á því.“ Óstaðfestar fregnir herma að nokkrir starfsmanna Togaraaf- greiðslunnar íhugi að halda áfram löndunarstarfi sem hópur á eigin spýtur. Hafrannsóknastofnun Deilt um stjórnarfulltrúa Landmenn hafa einir kosið fulltrúa starfsmanna í stjórn stofnunarinnar. Sjómenn senda mótmœli til ráðherra. Upp er risin deila milli land- manna og sjómanna hjá Haf- rannsóknastofnun um hvernig standa beri að kosningu fulltrúa starfsmanna í stjórn stofnunar- innar. Hafa allir sjómenn á skipum Hafrannsóknastofnunar skrifað undir bréf til sjávarút- vegsráðherra þar sem harðlega er mótmælt þeirri túlkun land- manna að þeir einir eigi að kjósa umræddan fulltrúa starfsmanna í stjórn stofnunarinnar. í lok nýliðins Alþingis voru samþykkt ný lög um stjórnskipun Hafrannsóknastofnunar þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að starfs- menn fái að kjósa fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Landmenn hafa túlkað þessi lög á þann veg að hér sé um að ræða fulltrúa þeirra sem starfa í landi þar sem sjómannas- amtökin eiga að skipa annan full- trúa í stjórnina. Hafa landmenn þegar fundað og kosið sér fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Þessu hafa sjómenn á hafrann- sóknaskipunum mótmælt harð- lega þar sem þeir telja sig ekki síður starfsmenn hjá stofnuninni og að fulltrúi sjómannasam- takanna sé fulltrúi sjómanna- stéttarinnar en ekki starfsmanna. Hefur ráðherra verið sent bréf vegna þessa, en úrskurðar hans er ekki að vænta fyrr en í næstu viku er hann kemur úr heimsókn frá Sovétríkjunum. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.