Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 7
Fyrir nokkrum vikum lögöu strætisvagnabílstjórar í Kaupmannahöfn niöur vinnu vegna þess, að átta starfs- bræöur þeirra neituðu aö vera í verklýðsfélagi þeirra. Og ástæðan fyrir neituninni var sú, aö þeir vildu ekki aö af félagsgjöldum þeirra rynnu nokkrar krónur til stuðnings við Sósíaldemókrataflokkinn. Verkfall og samúðaraðgerðir urðu til þess, að mönnunum átta var sagt upp. Og vegna þess máls hafa sprottið miklar og harðar kappræður í Dan- mörku um stuðning verklýðs- hreyfingar við stjórnmála- flokka - og þá um leið um stuðning atvinnurekenda við hægriflokka. Hve mikill stuðningur? í Danska alþýðusambandinu, LO, eru um 1,3 miljónir með- lima. Frá sambandsfélögum fær Sósíaldemókrataflokkurinn venjulega um 10 miljónir króna í styrk á ári, en í ár mun flokkurinn fá um 15 miljónir vegna aukafra- mlaga verklýðshreyfingarinnar til hans vegna kosninganna í jan- úar. Þessar fimmtán miljónir danskra króna svara til þess að frá hverjum félagsmanni í LO komu ellefu krónur danskar. Þar með eru ekki öll kurl kom- in til grafar. Einstök verklýðsfé- lög kjósa líka að styðja einstaka frambjóendur - til dæmis úr eigin röðum - fjárhagslega. Og til eru þau verklýðsfélög og sambönd, sem vilja ekki að Sósíaldemó- kratar sitji einir að stuðningi - og veita einnig nokkrar fjárhæðir til SF, Sósíaliska alþýðuflokksins, til Vinstrisósíalista og einnig til Kommúnista. Alls er þá gert ráð fyrir því að stuðningur verklýðsfélaga við vinstriflokka í Danmörku nemi um það bil fimmtán krónum á hvern meðlim í samtökunum. Peningar atvinnurekenda Nú má segja það verklýðs- hreyfingunni til hróss, að hún kemur hreint og beint til dyra að því er varðar þennan stuðning. Það sama verður ekki sagt um Danska vinnuveitendasamband- ið. Það hefur farið með það sem ríkisleyndarmál, hve miklum peningum er varið til hinna borg- aralegu flokka, en þeir eru teknir úr sérstökum sjóði sem í fyrra hafði um 26 miljónir danskra króna til umráða. Það hafðist þó upp úr Poul Schluter forsætisráðherra í sjón- varpsviðtali um strætisvagna- bflstjórana, að danskir atvinnu- rekendur styddu hans flokk með tveim miljónum danskra króna á ári. Vitað er líka að Miðdemó- kratar Erhards Jacobsens og flokkurinn Venstre hafa einnig notið fjárhagslegrar náðar at- vinnurekenda í Danmörku. Þar við bætast svo peningar frá Iðn- aðarráðinu og svo frá einstökum fyrirtækjum - sem erfitt er að henda reiður á. En ef menn bara halda sig við framlög Atvinnurekendasam- bandsins sem slíks og gera ráð fyrir því, að þau nemi fimm milj- ónum króna alls, þá hefur hver og einn af 22156 atvinnurekendum Anker Jörgensen kominn í verkamannagallann: á hann að fá tíkall frá hverjum verkamanni samkvæmt meiri- hlutasamþykktum á fundum verkalýðsfélaga? Deilur í Danmörku lCA4<^r Styrkir til pólitískra flokka Félagsbundnir verkamenn greiða um 15 krónur til vinstriflokka. Atvinnurekendur a.m.k. 225 krónur til borgaraflokkanna. landsins lagt a.m.k. 225 krónur danskar í rekstur pólitískra flokka. En þegar allt kemur til alls eru þær upphæðir miklu hærri. Aðrar hugmyndir í framhaldi af deilunum í vor hefur það verið lagt til að einstök- um meðlimum verklýðsfélaga sé frjálst að ákveða hvort þeir styðji pólitískan flokk og þá hvernig - og um leið verði flokkarnir að gera grein fyrir upphæðum sem þeir fá frá einstökum samtökum. Verkfalisverðir stöðva lestaum- ferð í strætisvagnaverkfallinu sem hratt af stað umræðunni. Sósíaldemókratar reyndust á mót þessu á þeim grundvelli að hér væri ríkið að blanda sér inn í innri mál verklýðshreyfingarinnar. Og borgaraflokkarnir höfðu ýmis- legt við það að athuga að krafist var bókhalds fyrir flokka. Það hafa líka komið fram hug- myndir á danska þinginu (m.a. frá Sven Auken þingflokksfor- manni Sósíaldemókrata) að í stað þessara fjáröflunarleiða fái flokkarnir ríkisstyrk í hlutfalli við kjósendafjölda. Margir taka vel undir þetta, en minna þó á, að þar með sé ríkið að stuðla að því að frysta pólitískt mynstur í landinu, með því að nýjum hreyf- ingum muni erfitt að brjótast án fjárstuðnings gegnum „áróð- ursmúrinrí' og láta taka eftir sér. í samantekt Information um þetta mál er þess reyndar getið að Danmörk sé eina landið í Vestur-Evrópu sem ekki veiti pólitískum flokkum opinberan styrk. En muni ekki af veita, og eftir því sem flokkum fjölgar í Danmörku fækkar mjög heildar- tölu þeirra sem flokksbundnir eru. Þeir eru núna um 300 þúsund en voru helmingi fleiri árið 1966. AB tók saman. Föstudagur 29. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.