Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 15
Meistara-
mótið í
frjálsum
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum fer fram í 58. sinn nú um
helgina. Mótið hefst k. 14 á laug-
ardag og verður fram haldið á
sama tíma á sunnudag, en því lýk-
ur á mánudag og hefst þá keppni
kl. 19. Mótið fer fram á Laugar-
dalsvellinum í Reykjavík og þar
sem hlaupabraut Fögruvalla er í
viðgerð mun það að mestu leyti
verða haldið á aðalleikvanginum.
Landsliðsnefnd mun með tilliti
til árangurs keppenda á mótinu
velja keppendur íslands fyrir
Kalott-keppnina sem haldin verð-
ur í júlí. Alls eru skráðir 124 þátt-
takendur frá 12 félögum og félag-
asamböndum til keppninnar og
eru ílestir frá ÍR, 30 talsins.
Helgar-
sportid
Knattspyrna
Frá 1. deild karla er sagt frá
annars staðar en í 2. deild
verður heil umferð. Fjórir leikir
á morgun kl. 14,
Skallagrímur-Völsungur í
Borgarnesi, FH-Njarðvík í
Hafnarfirði, KS-Tindastóll á
Siglufirði og ÍBV-ÍBÍ í
Vestmannaeyjum. Loks mæt-
ast Víðir og Einherji í Garöin-
um kl. 20 á sunnudagskvöld-
ið.
Þriðja umferðin í B-riðli 1.
deildar kvenna verður leikin á
sunnudag. Súlan og Þór leika
á Stöðvarfirði og KA-Höttur á
Akureyri. Báðir leikir hefjast
kl. 14. I 3. deild verða tveir
leikir í kvöld, Selfoss-ÍK og
Austri-Þróttur N. Á morgun
mætast svo Fylkir-HV,
Grindavík-Reynir S, Víkingur
Ó-Stjarnan, Leiftur-Huginnog
Valur-HSÞ.b. í 4. deild er
leikið víða um land að vanda
og áhugaveröasti leikurinn er
að þessu sinni á Fáskrúðs-
firði. Þar mætast efstu lið F-
riðils öðru sinni í þessari viku,
Leiknir og Höttur, en einnig er
toppleikur í Eyjum í B-riðli á
sunnudag, Hildibrandur og
Stpkkseyri eigast þar við.
í Vestmannaeyjum verður
6. flokksmót Týs og Tomma-
hamborgara á fullu en því lýk-
ur á sunnudag.
Golf
Unglingameistaramótið
verður haldið á Hvaleyrar-
holtsvelli í Hafnarfirði á morg-
un og á sunnudag og verða
leiknar 36 holur hvorn dag.
Leikið verður í fjórum flokkum
stúlkna og drengja og búast
má við mjög spennandi og
skemmtilegri keppni þar sem
margir meistaraflokksmanna
leika í eldri flokkum.
Opna GR-mótið verður
haldið á Grafarholtsvellinum í
Reykjavík. Það verður sett í
kvöld kl. 20 en keppnin sjálf
fer fram á morgun og á sunnu-
dag.
Frjálsar íþróttir
Meistaramót íslands fer
fram um helgina og sagt nán-
ar frá því annars staðar. Víða
um land eru haldin ýmis mót,
Unglingamót UMSS á
Sauðárkróki, Vorleikar UMSB
í Borgarnesi, Héraðsmót UNÞ
á Ásbyrgisvelli og Héraðsmót
HSÞ á Húsavík.
Sund
Aldursflokkamót HSK fer
fram á Selfossi á sunnudag-
inn.
IÞROTTIR
Þriðja varð að duga
ísland tapaði 22-16 fyrir a-liði Tékka í gœrkvöldi
Ekki tókst íslenska landsliðinu
að standa uppi sem sigurvegari í
handknattleiksmótinu í Tékkó-
slóvakíu þótt sá möguleiki hefði-
vissulega verið fyrir hendi. Liðið
tapaði 22-16 fyrir a-liði Tékka í
siðustu umferðinni í gær og varð
því að sætta sig við þriðja sætið.
Norðmenn unnu b-lið Tékka og
urðu sigurvegarar í mótinu, þeir
fengu 4 stig, a-lið Tékka sömu-
leiðis, ísland 3 stig og b-lið Tékka
1 stig.
íslensku leikmennirnir voru
orðnir þreyttir eftir stífar æfingar
og erfiða leiki og það kom mjög
niður á leik þeirra. Sóknarleikur-
inn var fremur máttlaus en vörnin
þó góð. Tékkar voru yfir allan
tímann, 14-10 í hálfleik, og ís-
lenska liðið náði aldrei að ógna
þeim verulega í síðari hálfleik.
Aðalmarkvörður Tékka, Hú-
bner, lék í gær sinn fyrsta og eina
leik í mótinu og varði svo vel að
hann var valinn besti markvörður
mótsins!
Einar Þorvarðarson mark-
vörður var sá eini sem lék af eðli-
legri getu í gær. Aðrir voru nokk-
uð frá sínu besta. En vafalítið
hefur liðið haft mjög gott af þess-
ari ferð - ef hún reynist verða því
til góðs þegar á sjálfa Ólympíu-
leikana er komið, er tilganginum
náð.
Kristján Arason skoraði flest
mörk íslensku leikmannanna,
fjögur. Atli Hilmarsson gerði 3,
Bjarni Guðmundsson, Þorbergur
Aðalsteinsson, Sigurður Gunn-
arsson og Jakob Sigurðsson 2
hver og Alfreð Gíslason eitt.
-VS
Kristján Arason var markahæstur í
gær.
Stórsigur vestanstúlkna!
ÍBÍ burstaði Víking en Valur og UBK skildu jöfn
ÍBÍ vann stórsigur á Víkingi,
4-0, þegar félögin mættust í 1.
deild kvenna á Víkingsvellinum í
gærkvöldi. Þar með eru Víkings
stúlkurnar einar á botninum,
hafa ekki hlotið stig, en ÍBÍ er þá
komið með 3 stig.
Á Valsvellinum áttust við tvö
af sterkustu liðum deildarinnar,
Valur og Breiðablik, og tókst
hvorugu liði að skora mark.
Breiðablik átti hættulegri færi og
það fyrsta átti Lára Áskelsdóttir
er hún skaut í liggjandi markvörð
Vals, Sigrúnu Norðfjörð. Sigrún
lék þarna sinn fyrsta leik eftir árs
fjarveru og stóð sig með mikilli
prýði. Alda Rögnvaldsdóttir átti
gott færi skömmu síðar en skaut
yfir opið Valsmarkið.
Litlu munaði að UBK kæmist
yfir þegar Ásta María átti gott
skot í þverslá beint úr auka-
spyrnu. Stuttu síðar átti Bryndís
Valsdóttir besta færi Valsstúlkna
eftir góða fyrirgjöf Guðrúnar
Reynisdóttur en hún skaut fram-
hjá.
Dapurt í Dalnum
Þróttur og KR gerðu markalaust jafntefli í tilþrifalitlum 1.
deildarleik í knattspyrnu.
Einn af daufari leikjum 1.
deildarinnar í knattspyrnu á
þessu sumri fór fram á Laugar-
dalsvellinum í gærkvöldi. Þróttur
og KR gerðu markalaust jafntefli
- úrslit við hæfi þótt Þróttarar
væru betri aðilinn þegar á
heildina er litið.
Þeir byrjuðu af geysilegum
krafti og boltinn fór varla út af
vallarhelmingi KR fyrstu 10 mín-
úturnar. Aðeins einu sinni var
hættan þó veruleg, á 3. mínútu
þegar Ásgeir Elíasson skaut
hörkuskoti af vítateig sem Stefán
Jóhannsson markvörður KR
gerði vel að verja í horn. Á 17.
mínútu fékk Sverrir Herbertsson
tvö upplögð færi til að koma KR
yfir, þrumaði tvívegis af markteig
en í bæði skiptin varði Guðmund-
ur Erlingsson og sýndi við það
stórkostlega „akróbatík". „Al-
veg eins og þegar ég spilaði með
honum í 5. flokki", sagði Jón Ól-
afsson „Rásari". Besta færi Þrótt-
ar kom á 29. mínútu er Arnar
Friðriksson fékk boltann á vítap-
unkti. Stefán markvörður lá víðs
fjarri, en Arnar skaut í Harald
1. deild:
Keppnin hálfnuð
á sunnudagskvöld
flm l-'.l_. . W
Um helgina lýkur 9. umferð 1
deildarkeppninnar í knattspyrnu
og á sunnudagskvöldið verður
keppnin því hálfnuð. Þór og Val-
ur leika á Akureyri í kvöld kl. 20,
Breiðablik-Akranes í Kópavogi
kl. 14 á morgun og tveir leikir
fara fram kl. 20 á sunnudaagsk-
völdið. ÍBK og Víkingur mætast í
Keflavík og Fram-KA á Laugar-
dalsvelli.
Átta af tíu liðum deildarinnar
eru á miklu hættusvæði og hvert
stig dýrmætt í baráttunni. Aðeins
Akranes og Keflavík eru laus við
taugaveiklun fallslagsins. Eins og
áður í sumar er nánast ógerlegt
að spá um úrslit leikja, liðin hafa
sjaldan eða aldrei verið jafnari en
nú.
-vs
Handbolta-
stúlkur til Ítalíu
Á þriðjudaginn kemur leggur
unglingalandslið kvenna í hand-
knattleik uppí 10 daga keppnis-
'ferð til Ítalíu. Fjórtán stúlkur
verða með í ferðinni og eru þær
eftirtaldar:
Markverðir:
Halla Geirsdóttir, FH
Fjoia Þórisdóttir, Stjörnunni
Aðrir leikmenn:
Þorgerður Gunnarsdóttir, ÍR
Kristin Arnþórsdóttir, ÍR
Anna Olafsdóttir, FH
Arndís Aradóttir, FH
Arndís Heiða Einarsdóttir, FH
Björk Hauksdóttir, Haukum
Anna M. Guðjónsdóttir, Stjörnunni
Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi
Valdís Birgisdóttir, Víkingi
Hanna H. Leifsdóttir, Fram
Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR
Arnheiður Bergsteinsdóttir, Fylki
Þjálfari er Viðar Símonarson,
liðsstjóri Björg Guðmundsdóttir
og fararstjóri Helga H. Magnús-
dóttir. Ennfremur fara utan tveir
dómarar, Gunnar Kjartansson
og Rögnvald Erlingsson, og
munu þeir dæma í keppninni.
Liðin voru áþekk úti á vellin-
um en Breiðablik átti hættuleg
færi. Best Valsstúlkna var Sigrún
markvörður en hjá Breiðabliki
var Erla Rafnsdóttir einna hættu-
legust.
-BV
4. deild:
Haraldsson á marklínunni, Eftir
þetta var marki aðeins einu sinni
ógnað, Páll Ólafsson átti gott
skot á 61. mínútu en Stefán varði
vel. Þá lyktaði tvívegis af víta-
spyrnum, við sitt hvort markið,
en slakur dómari Helgi Kristjáns-
son dæmdi ekkert. Leikurinn
lognaðist útaf - stimpillinn
markalaust jafntefli var kominn á
hann löngu fyrir leikslok.
Frá Þrótti kom meira af viti og
þar voru Ársæll Kristjánsson og
Ásgeir þjálfari bestu menn ásamt
Guðmundi í markinu. Kristján
Jónsson var einnig hættulegur
sem sóknarbakvörður. KR-
ingarnir Stefán, Jósteinn Einars-
son og Sæbjörn Guðmundsson
áttu þokkalegan dag, aðrir voru
heldur daprir.
Helgi Kristjánsson dómari átti
stóran þátt í hve leikurinn var
leiðinlegur á að horfa, bæði voru
margir dómar hans hreinlega
rangir og svo var hann í sífellu
sentímetrastríði og tafði þannig
fyrir eðlilegum gangi leiksins.
-VS
Guðmundur Erlingsson sýndi
glæsilega „akróbatík" í marki
Þróttar.
Bolvíking-
ar unnu
Bolungarvík sigraði Stefni 2-0 í
C-riðli 4. deildarinnar í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Jóhann
Ævarsson skoraði bæði mörkin.
Bolvíkingar hafa 15 stig úr 7
leikjum en ÍR, sem vann Leikni
R. 11-0 í fyrrakvöld eins og áður
hefur komið fram, er með 18 stig
úr 7 leikjum.
Vaskur sigraði Vorboðann 4-2
á Akureyri. Bragi Bcrgmann kom
Vorboðanum yfir, Vaskur svar-
aði tvívegis en Valdimar Júlíus-
son jafnaði fyrir Vorboðann fyrir
hlé. Vaskarnir voru síðan betri í
seinni hálfleik og skoruðu þá tví-
vegis.
Glæsilegt
með Helgu
Helga Unnarsdóttir, Austra,
setti fyrir stuttu glæsilegt
Austurlandsmet í kúluvarpi
kvenna, kastaði 13,10 metra.
Gamla metið átti hún sjálf en það
var 12,40 metrar.
England:
Forest fær
markvörð
Enska knattspyrnufélagið Notting-
ham Forest hefur fest kaup á lands-
liðsmarkverði Júgóslava, Zoran Sim-
ovic, sem lék mcð Hajduk Split. Hann
þótti besti leikmaður Júgóslava í ný-
lokinni Evrópukeppni.
Frank Stapleton, miðherjinn kunni
hjá Manchester United, missir a.m.k.
af tveimur fyrstu vikum næsta keppn-
istímabils. I síðustu viku var hann
skorinn upp vegna meiðsla í hné.
Stjórnarformaður Aston Villa,
Doug Ellis, hefur ákveðið að ráða
ekki framkvæmdastjóra í stað Tony
Barton sem var rekinn fyrir skömmu
heldur taka sæti hans sjálfur!
-VS
Claesen til Stuttgart
Stuttgart, vestur-þýsku
meistararnir í knattspyrnu,
kaupa sennilega bclgíska lands-
liðsframherjann Nico Claesen frá
Seraing á eina miljón marka. Þá
verður Stuttgart með þrjá er-
lenda leikmenn í sínum röðum,
fyrir eru Asgeir Sigurvinsson og
Svíinn Dan Corneliusson, og það
er einum of mikið. ítalskt félag er
á höttunum á eftir Svíanum og
reiknað er með að Stuttgart láti
hann fara.
Föstudagur 29. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15