Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 1
HEIMURINN MENNING Stjórnarandstaðan Til baráttu í haust Hrindum árásinni á kjörin, Til baráttu í haust eru kjörorð útifundar sem boðað hefur verið til á Lækjartorgi mánudaginn 2. júní kl. 17:30. Fundarboðendur eru Alþýðubandalagið, Alþýðu- flokkurinn, Bandalag Jafnaðar- manna og Samtök kvenna á vinnumarkaði. Bretar Vilja íslenska smálúðu Breskir vísindamenn íhuga að fá smálúðu úr Faxaflóa til að hefja tilraunir með lúðueldi Mögulegt er að breskir vísinda- menn æski leyfis til að flytja lif- andi smálúðu frá Islandi til Bret- lands, til að hcfja undirbúnings- rannsóknir á lúðurækt. En smá - lúða er torfcngin við strendur Bretlands. Dr. Bari Howell, sem starfar við fiskeldisstöð breska fiskimál- aráðuneytisins í Lowestoft í Eng- landi hefur haft yfirumsjón með tilraunum þess í ræktun sjávar- fiska, tjáði Þjóðviljanum í gær að vaxandi áhugi væri nú á ræktun lúðu í Bretlandi, þar sem hún vex tiltölulega hratt við lágt hitastig og myndi því henta vel til eldis í sjó við Bretland. En eldi sjávar- fiska við Bretland hefur helst staðið fyrir þrifum skortur á ódýrri hitaorku. Að sögn dr. Howells var fyrir skömmu haldinn fundur í Skot- landi þar sem mættu þeir vísinda- menn breskir sem hafa starfað að tilraunum með eldi sjávarfiska. Þar var að sögn hans samþykkt að hefja undirbúningstilraunir með lúðueldi. Þegar rætt var hvar best væri að leita fanga með öflun lif- andi smálúðu varð það niðurstað- an að líklega yrði fsland besti staðurinn, og kvað hann Faxaflóa einkum hafa verið nefndan í því sambandi. Á þessu mun helst sá hængur að erfitt yrði að flytja lifandi smálúðu til Bretlands frá íslandi, en þó mun málið í athugun ytra. -ÖS Útifundur á Lœkjartorgi á mánudaginn: Hrindum árásinni á kjörin í dreifiriti frá stjórnarandstöð- unni segir: „Kjör launafólks í dag eru orð- in slík að leita þarf aftur um ára- tugi til að finna hliðstæður. Þeir ríku verða ríkari en þeir fátæku fátækari. Baráttan fyrir brauðinu verður harðari með degi hverj- um. Augljóst er orðið að án frum- kvæðis launafólks verður lág- launastefnunni ekki hrundið. Við krefjumst eðlilegrar hlutdeildar í eigin verðmætasköpun. Við krefjumst afnáms launa- misréttis karla og kvenna. Við neitum að vera ódýrt vinnuafl í einu ríkasta landi heims. Við verðum að hefja baráttu í haust til að bæta kjörin. Til þess að kjarabaráttan verði árang- ursrík verðum við að treysta okk- ar eigin samtakamátt. Sýnum samstöðu. Fjölmennum á úti- fundinn á Lækjartorgi mánudag- inn 2. júlí kl. 17.30.“ Á fundinum verða ræðumenn Herra Pótur biskup ásamt hluta af klerkaher sínum eftir stritsaman morgunfund á Laugarvatni í gær. Hinn geistlegi her er í þann mund að taka tii matar síns, vitandi sem er að „það er ekkert betra til með mönnum en eta og drekka og láta sálu sína njóta fagnaðar af striti sínu“ (Prédikarinn, 2,24). Ljósm. -eik. Prestastefnan Biskupum fjölgað í þrjá? fremur að styrkja með að gera því kleift að njóta ýmis konar sérfræðiaðstoðar og minnka þannig hið daglega amstur biskups af veraldlega taginu, og auka honum þannig tíma til að gegna hirðis- starfinu betur. Þess má geta að Jón Forni (Þorkelsson) lagði á Alþingi fram tillögu árið 1909 um þrjá biskups- stóla. Þá var sæst á þá málamiðlun að landið skyldi vera eitt biskupsdæmi, en búin yrðu til tvö embætti vígslubiskupa. Vígslubiskuparnir eru því séríslenskt fyrirbæri sem mun ekki eiga sér fyrirmynd með erlendum þjóðum. -ÖS Sjá bls. 2. Á Prestastefnunni sem lauk í gærkvöldi á Laugarvatni var eitt höfuðmálanna svokallað starfsmannafrumvarp, þar sem lagt var til að biskupsstólum verði fjölgað í þrjá, en jafnframt vcrði embætti vígslubiskupa lagt af. Með þessu er fyrirhugað að lctta starf biskupsembættisins og auka tengsl þess við grunneiningu kirkjunnar, söfnuðina. Stuðningsályktun við fjölgunina var samþykkt á Prestastefnunni í gær. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson, sem tók við áliti umræðuhópa sem meðal annars ræddu fjölgun biskupa sagði Þjóðviljanum á Laugar- vatni í gær að ekki væri einhugur um málið meðal klerka. Teldu ýmsir að embætti biskups bæri þau: Ásdís Leifsdóttir verka- kona, Birna Þórðardóttir lækna- ritari, Jón Baldvin Hannibalsson þingmaður, Ragnheiður Rík- harðsdóttir kennari, Sigurbjörg Sveinsdóttir iðnverkakona, Stef- án Benediktsson þingmaður og Svavar Gestsson þingmaður. -óg Hamarshúsið Harðorð mótmæli Harðorð mótmæli sökum hinna óleyfilegu breytinga á Hamarshúsinu voru samþykkt einróma á fundi Bygginganefndar Reykjavíkur í gær. En eins og Þjóðviljinn greindi frá fyrr í vik- unni er nú búið að auglýsa til sölu íbúðir í Hamarshúsinu án þess að Byggingarnefnd hafi gefið sam- þykki sitt fyrir þeim, en slíkt er bundið í lög og reglugerðir. í bókuninni er samþykkt var einróma á fundi nefndarinnr er eigandi og byggingarmeistari Hamarshússins átalinn harðlega fyrir að gera íbúðirnar og auglýsa síðan til sölu án þess að endanlegí samþykki Byggingarnefndar liggi fyrir, og er vísaðtil greina í lögum og reglugerðum sem kveða á um nauðsyn þessa. Þjóðviljinn hefur einn fjöl- miðla vakið athygli á lögleysunni sem fram hefur farið í Hamars- húsinu. -ÖS Togaraafgreiðslan Viðræður Dagsbrúnar og BÚR í gærkvöldi var haft samband við Guðmund J. Guðmundsson formann Dagsbrúnar út af þeim breytingum sem verða á Togara- afgreiðslunni en eins og greint er frá á baksíðu Þjóðviljans í dag verður hún lögð niður um helg- ina. Guðmundur staðfesti að öllum starfsmönnum Togaraafgreiðsl- unnar hefði verið sagt upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ekki hefði ennþá verið gengið frá samkomulagi um ráðningu starfs- manna til BÚR og það mál væri ennþá til umræðu milli Dagsb- rúnar og BÚR. -ÖS Sjá baksíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.