Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR 4. júlí Útihátíðarhöld við Árbæjarsafn Grillaðar pylsur og karlmenn í gallabuxum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna Herra Pétur Sigurgeirsson biskup yfir íslandi ásamt Ólafi Skúlasyni vígslubiskup og dómprófasti.sá, sem þjónar húsbónda sínum með virktum, mun heiður hljóta". Ljósm. -eik. Prestastefna Tómlæti á Alþingi Vígslubiskup segir að Alþingi afgreiði fá mál sem snerta kirkjuna. Óánœgja meðal presta yfir áhugaleysi þingmanna. Það er rétt, að það er við ram- man reip að draga þar sem er afskiptaleysi Alþingis af þeim málum sem kirkjuþing hefur samþykkt, sagði sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup þegar Þjóðviljinn innti hann eftir hvort rétt væri að prestar væri óá- nægðir með afgrciðslu Alþingis á málefnum þeirra. „Það eru afskaplega fá mál sem snertá presta og kirkju sem fá af- greiðslu frá Alþingi, og í rauninni fá mál sem jafnvel komast úr nefnd. Kirkjan getur ekki unað þessu öllu lengur“. „Við bundum miklar vonir við samstarfsnefnd kirkju og þings sem skipuð var fyrir nokkrum árum. í henni eiga sæti einn full- trúi frá hverjum stjórnmálaflokki auk kirkjuráðs. En því miður höfum við orðið fyrir vonbrigð- um með hana. Tómlæti Alþingis er okkur satt að segja mikið á- hyggjuefni". Vígslubiskup var að öðru leyti hress og taldi Prestastefnu hafa gengið mæta vel. „Við höfum verið afskaplega heppnir með veður og mikil eining um mál. Það getur nú brugðið til beggja vona með það á svona fundum“, sagði séra Ólafur og brosti kank- víslega, „því prestar eru menn með fastar skoðanir og hika ekki við að mæla sterklega fyrir þeim.“ Að sögn hans voru einkum tvö mál sem bar hæst, í fyrsta lagi ár Biblíunnar og svo starfsmanna- frumvarp sem lagt var til umsagn- ar fyrir þingið. „Starfsmannafr- umvarpið er okkur afskaplega mikilvægt, það má segja að það skiptist í þrennt, málefni sóknar- presta, prófasta og svo biskupa, en það eru uppi tillögur um að fjölga biskupum í þrjá. Mér sýn- ist nú lítil óeining um þá breytingu, enda vissulega tíma- bær“. Vígslubiskup gat þess jafn- framt að kvöldinu áður hefðu klerkar samþykkt yfir málsverði í Skálholti að láta taka upp á myndband úrslitaleikinn í Evróp- ukeppninni í knattspyrnu og sam- þykkt að banna að láta segja þeim úrslitin fyrirfram. „Þannig að við höfum nú gert ýmislegt okkur til gamans“, sagði sr. Ólafur en bætti svo við kankvís- lega: „Þó sumir hefðu nú vafa- laust frekar gengið í vatnið en fara að horfa á fótbolta!" -ÖS Safnstjóri og borgaryfirvöld hafa lánað okkur svæðið, sagði Friðrik Brekkan blaðafull- trúi Menningarstofnunar Banda- ríkjanna, cn sendiráðið hefur boðað til fagnaðar á túninu við minjasafn Reykvíkinga á þjóð- hátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 18.00 með því að trjám verður plantað við jaðar svæðisins. Þá verður grillveisla og hljómsveit spilar kántrílög. „Við reiknum með 400 til 500 manns“, sagði Friðrik. „Ætlast er til að menn komi í gall- abuxum og með konur og börn“. Gestirnir fá send boðskort. Friðrik kvað húsnæðið hjá Menningarstofnun löngu hafa sprengt af sér allan þann mann- fjölda sem kemur til að samfagna á þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna og því væri brugðið á þetta ráð og treyst á velvild veðurguð- anna. „Þetta verður áreiðanlega skemmtilegt“, sagði Nanna Her- mannsson safnvörður í Árbæjar- Hagstofan Klemens hættir Klemens Tryggvason hag- stofustjóri hefur fengið lausn frá embætti 1. janúar á næsta ári. Hann verður sjötugur á næsta hausti. Hefur embætti hagstofu- stjóra verið auglýst laust til um- sóknar og er umsóknarfrestur til 20. júlí n.k. Pjóðleikhúsið Ríkharður III á jólum Leikári Þjóðleikhússins lauk í gær- kvöldi með 45. sýningu á söng- leiknum Gæjum og píum. Fyrsta verkefni Þjóðleikhússins í haust verður hið nýja leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar Milli skinns og hörunds, síðan Gæjar og píur, Skugga-Sveinn, tvær ballettsýningar og fyrir börnin væntanlega nokkrar sýningar á Ömmu þó, en barnaleikrit vetrarins verður Kardemommubær- inn. Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður Ríkharður III. eftir Shakespeare. Sýningar Þjóðleikhússins á þessu leikári urðu 275 og sýningagestir rétt innan við hundrað þúsund. Öryggi sjómanna Tekin verði upp skyndiskoðun skipa Sjómannafélag Reykjavíkur varar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur á flotanum með fœkkun áhafna, tíðari mannaskiptum og undanþágum til skipsstjórnar Afarskipum jafnt sem fískiskipum er nú krafíst meiri hraða og afkasta en áður og er allur tækja- og vélabúnaður miðaður við það. Sam- fara þessu er fækkað í áhöfn, mannaskipti eru miklu tíðari vegna lélegra launa miðað við álag og fjarveru og fleiri undanþágur eru vcittar mönnum til stjórnunar skipum en áður hefur þekkst. Þetta alvarlega ástand sem skapast hefur á flotanum hefur m.a. þær alvarlegu afleiðingar í för með sér að mati Sjómannafélags Reykjavík- ur að áhöfnum gefst minni tími en áður til að kynna sér ástand skipa enda vantar oft vana leiðbeinendur. Á aðalfundi Sjómannafélagsins fyrr í þessari viku var m.a. samþykkt ályktun um öryggismál þar sem lögð er áhersla á að ráðnir verði sérstak- ir menn til skyndiskoðunar skipa og búnaðar og jafnframt verði áhöfnum landhelgisgæslunnar falið að framkvæma slíkar skoðanir í höfnum inni. Tilkynningaskyldan verði efld og sektará- kvæði hert ef útaf er brugðið. Þá leggur Sjómannafélag Reykjavíkur áherslu á að verkleg menntun og þjálfun allra sjómanna verði stóraukin. Settur verði á stofn farskóli sem sjái um námskeið í helstu verstöðvum landsins og þar verði m.a. kennd meðferð öryggistækja og fleira sem að góðri sjómennsku lýtur. Öllum lögskráðum sjómönnum sé skylt að sækja slík námskeið. -•g- safni og leist vel á að fleiri not- færðu sér aðstöðuna sem svæði Árbæjarsafnsins hefur upp á að bjóða. -óg HJÁLMAR ÓLAFSS0N LÁTINN Hjálmar Ólafsson, formað- ur Norræna félagsins á ís- landi, varð bráðkvaddur í gær, tæplega sextugur að aldri. Hjálmar var fæddur í Reykjavík 25. ágúst 1924 og voru foreldrar hans Ólafur Einarsson og kona hans Dór- othea Árnadóttir. Hann varð stúdent 1943, lauk BA prófi í ensku og dönsku við Háskóla íslands 1950. Hjálmarstarfaði bæði að kennslu og var mikil- virkur í stjórnmálum og fé- lagsmálum. Hann var bæjar- stjóri i Kópavogi á árunum 1962-1970 og konrektor við Menntaskólann í Hamrahlíð 1972-1979. En einkum og sér í lagi var Hjálmar atkvæða- mikill á sviði norræns menn- ingarsamstarfs og var hann formaður Norræna félagsins fráárinu 1975. Hannfékkstog. við ritstörf og þýðingar. m.a. þýddi hann Dýrmæta líf eftir færeyska rithöfundinn Jörgen Frantz Jacobsen. Eftirlifandi kona hans er Nanna Björns- dóttir. Málað í Látravík Um s.l. helgi var hafist handa við að mála klakhús laxeldis- stöðvarinnar við Lárós að Vík í Eyrarsveit. En að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um umgengni forráðamanna laxeld- isstöðvarinnar um jarðir fyrir- tækisins vegna orðuveitingar til Jóns Sveinssonar forstjóra lax- eldisstöðvarinnar. IH ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.