Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1984, Blaðsíða 4
___________________LEIÐARI______________ Bindindi og barátta launamannsins í afmælisgrein um Lúövík Jósepsson sjötugan skrifaði félagi hans Jóhannes Stefánsson eftirfarandi: „Bindindi og reglusemi varð ekki hvað síst til þess að gera hann að traustum og afkastamiklum stjórnmálamanni. Megum við Austfirðing- ar vera stoltir af því hve margir okkar þing- manna hafa verið bindindismenn". Því er ekki að leyna, að á síðustu árum og misserum hafa voldug hagsmunaöfl í þjóðfélaginu reynt að gera bindindissemi hlægilega. í rauðvínspressu og öðru fjöl- miðlafári okkar tíma er næsta auðvelt að snúa almenningsáliti á þennan eða hinn veg. Hverju sem það sætir annars, er auð- sætt að bindindissemi á ekki uppá pall- borðið nú um stundir. Engu að síður er það einmitt á tímum einsog þeim sem við nú lifum á að fleiri og fleiri verða áfenginu að bráð. Nú er gengið að kjörum launafólks. Fjöldi þess vinnur ekki sér til framfærslu. Það er gert að bón- bjargarmönnum. Á slíkum tímum, þegar fjöldi fólks er á barmi örvæntingar vegna bágra kjara, fær áfengið hlutverk stundar- huggara. I þessu Ijósi má álykta sem svo að beint samhengi sé á milli efnahagsstefnu stjórnvalda og félagslegra vandamála eins og ofneyslu áfengis. Að sönnu er á- fengisvandamálið margflóknara - og or- sakir þess að ýmsu leyti ókunnar. Hitt er Ijóst að afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir einstaklinginn, fjölskylduna, vinina og þjóðfélagið í heild. Máske skiptir mestu, að einstaklingur- inn verður enn verr í stakk búinn til að ráða sínu eigin lífi ef hann er háður áfengi held- ur en þegar hann er laus við það. í þeim skilningi má einnig halda því fram, að frels- unarbarátta launafólks haldist í hendur við bindindissemi, enda var svo í árdaga verkalýðshreyfingar að bindindi var mjög haft í heiðri. A þeim vettvangi eins og ann- ars staðar í þjóðfélaginu hefur nú verið hörfað undan í þessu efni og er það miður. Það hlýtur að vera þáttur í baráttu verka- lýðshreyfingar fyrir mannlegri reisn og frá auðmýkingu launafólks til sjálfsstjórnar, að fólk sé ekki háð áfengi. Alþingi hefur sett sér ákveðið mark í á- fengisvarnarmálum með því að setja fjöl- menna nefnd á laggirnar í þeim tilgangi að samræma áfengislöggjöfina og finna leiöir sem draga úr heildarneyslu áfengis. Nefndin hefur starfað ötullega síðan og skilað áfangaskýrslum. Þetta vinnulag var samþykkt einu hljóði á Alþingi í hitteðfyrra. Hins vegar komu allra handa tillögur fram á Alþingi sl. vetur sem virtust hafa önnur markmið. í umræðunum um þetta mál undir þing- lok benti Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins einmitt á þessa stað- reynd. í slíku tilfinningamáli eins og „bjór- málið“ er orðið í okkar þjóðfélagi, kann að vera erfitt að mynda einhverja „flokkslínu". Hitt er augljóst að þeir sem bera frelsun launamannsins fyrir brjósti hyllast frekartil bindindissemi en margir aðrir. Svavar benti enda á að meirihluti þingflokks Al- þýðubandalagsins hefði tekið þá afstöðu að vera andvígur frekari rýmkun áfengis- laganna. Máske er þessi afstaða á móti „straumnum" sem vill opna allar gáttir í bessum efnum. En þá kemur hið forn- kveðna í hug: Gáttir allar áður gangi fram um skyggnast skulu. KLIPPT OG SKORIÐ Hratt flýgur stund Þegar Kvennalisti og Bandalag Jafnaðarmanna lögðu í kosninga- baráttuna um árið sögðu tals- menn þeirra, að nýju flokkarnir væru flokkar manneskjunnar og væri stefnt gegn gömlu flokkun- um, flokkum kerfisins. Nýju flokkunum gekk ágætlega í kosn- ingunum og greinilegt er að nokkuð stór hópur kjósenda a.m.k. 10% til 15% er svokallað „lausafylgi", sem er reiðubúið til að láta almenna óánægju sína með pólitíkina í ljósi með því að kjósa eitthvað „nýtt“. Hefurðu heyrt hann áður? Svo gerist það á dögunum að nýr flokkur boðar komu sína í flóruna pólitísku. Nýi flokkurinn er „Flokkur mannsins", stefnt gegn „gömlu flokkunum, kerfis- flokkunum“. Og þannig eru „nýju“ flokkarnir frá því í fyrra, Kvennalistinn og Bandalag Jafn- aðarmanna,' líka orðnir gamlir kerfisflokkar, afþví einfaldlega að tíminn líður. Og á næsta ári verður Flokkur mannsins orðinn gamall flokkur, kerfisflokkur jafnvel. Svona er flokkslífið. Petta er mín hugmynd Nú er það svo að þegar Kvennalisti og Bandalag Jafnað- armanna lýstu málefnaskrá sinni í fyrra og Kvennaframboðið í hitt- eðfyrra, þá brugðust þeir sem fyrir voru ókvæða við: Þið eruð með málin okkar, þetta eru okk- ar hjartans mál sem við höfum barist fyrir um áratuga skeið! Nú eru þau komin á stefnuskrá nýrra flokka. Allaballarnir voru sér- staklega sárir vegna þessa, enda töldu sig berjast heilshugar fyrir þekkilegustu stefnumálum hinna nýju flokka. Eins er það með viðbrögðin við hinum nýja flokki Samhygðar, Flokki mannsins gegn gömlu flokkunum; Kvennalistinn og Bandalag Jafnaðarmanna líta hinn nýja samkeppnisaðila horn- auga; sjá þetta eru gömlu málin mín! Samkeppni um lausafylgi? Ef fyrrgreind kenning um lausafylgi er rétt, þá er ekki nema von, að nýju/gömlu flokkarnir frá því í fyrra séru viðkvæmir fyrir hinum nýja Flokki mannsins. í forvitnilegum viðtölum í NT í gær koma viðbrögð í þessum dúr í ljós. Haft er eftir Guðrúnu Agn- arsdóttur þingmanni Kvenna- lista: „Kvaðst hún telja margar hugmyndir samhygðarmanna góðar, og kunnar kvennalista- konum, enda á stefnuskrá þeirra". Kristín Kvaran þingmáður Bandalags Jafnaðarmanna: „Ég bíð bara spennt eftir að sjá þá skilgreina Bandalagið sem flokk kerfisins“. Sú þarf ekki að bíða lengi, því Flokkur mannsins leggur úr vör með yfirlýsingu um að allir hinir flokkarnir séu kerf- isflokkar og mannskemmandi að vinna innan þeirra. Steingrímur í Samhygð? Menn voru að gantast með í þessum dálki á dögunum, að Framsóknarflokkurinn gengi inní Samhygð og Steingrímur forsæt- isráðherra Hermannsson virðist bera slíkan beyg í brjósti; „þarna eru á ferðinni margar góðar hug- sjónir enda sumt tekið beint úr stefnu Framsóknarflokksins“. Og fleiri eldgamlir og fornir flokkar eru ekkert að ávarpa hinn nýja Flokk mannsins með því að bjóða hann velkominn í flóruna. Karl Steinar Guðnason: „Það eitt sem ég hef heyrt frá þessum svo- kallaða flokki er fyrir hendi hjá hinum flokkunum". Alþýðubandalagsþingmaður- inn Steingrímur Sigfússon segir að „íslensk vinstri hreyfing þurfi á ýmsu öðru fremur að halda en fleiri flokkum“. Síðan slær hann sér á lær, og segir: „En ég held að ég geti nú samt étið alla þá hatta sem ég hef átt um ævina uppá það, að þeir fá- aldrei meirihluta í næstu kosning- um“. Gagnrýna Ragnhildi Morgunblaðið gerir í rit- stjórnargrein í gær heiftarlega árás á Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra. Stak- steinar lofar Ragnhildi fyrir að af- nema einhliða skylduaðild að SÍNE, þ.e. að vega að fjárhags- legum grundvelli þessara stétt- arsamtaka. Stúdentaráðið er greinilega næst á dagskrá: „Auðvitað ættu nemendur Há- skólans einnig að búa við það frelsi að fá að ráða í hvaða félags- skap þeirganga". Þarmeð er gerð aðför að menntamálaráðherrra Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa ekki jafnframt afnumið skyldu- aðild að Stúdentaráðinu. Hvernig verður framhaldið á þessari nýju frelsislínu Morgun- blaðisins og Ragnhildar mennta- málaráðherra? A ekki að afnema skylduaðild að verklýðsfélögum, sjúkrasamlagi og öðru því sem al- menningur hefur haft hag og fé- lagslegt öryggi af? Hér er verið að taka upp nýja línu sem lesendur kannast við frá Margréti Thatc- her og því um líkum pólitíkusum. -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphéðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Liósmvndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handriía- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglysingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir, Jóhanna Pétursdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarvorð á mónuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.