Þjóðviljinn - 30.06.1984, Side 15
MENNING
MUNIÐ
FERÐJ
VASA
BOKINA
Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar
upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika
innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók.
Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur,
upplýsingar um gististaði og aðra
ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn
erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og
margt fleira. Fæst í bókabúðum og
söluturnum um allt land.
Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi!
FJÖLUS
Síðumúla 6 Reykjavík
Sími 91-81290
Tékkneska grafíklistakonan Rusova.
Gallerí Langbrók:
Grafík
frá Tékkó
Laugardaginn 30. júní kl. 14
verður opnuð sýning í Gallerí
Langbrók á Bernhöftstorfu. Er
þar um að ræða verk tékkneska
grafíklistamannsins Zdenku Rus-
ovu.
Zdenka Rusova er fædd í Prag
1939 en hefur búið í Noregi síðan
1970. Hún stundaði nám við lista-
skóla í Prag, Stuttgart og Osló.
Hún hefur haldið fjölmargar
einkasýningar víðs vegar um
heim og tekið þátt í ótal samsýn-
ingum.
Fjölmörg listasöfn í Evrópu og
Bandaríkjunum eiga verk eftir
Zdenku Rusovu.
Verkin á sýningunni í Lang-
brók eru 17 talsins, 6 tússteikn-
ingar og 11 grafíkverk unnin með
þurmálartækni. Pau eru öll til
sölu.
Sýningin er opin virka daga kl.
12-18 og um helgar kl. 14-18.
Henni lýkur 15. júií.
m
GM
VOLVO
AMC
Aratuga reynsla
tryggir góða þjónustu
Við starfrækjum glæsilegt
bifreiðaverkstæði sem skipt er í
eftirtaldar deildir:
☆ Bifreiðaverkstæði
☆ Rafmagnsverkstæði
☆ Málningaverkstæði
☆ Bílastillingar
m/tölvutækjum
☆ Smurstöð
☆ Varahlutaverslun
Á bifreiöaverkstæðinu höfum við tekið
i notkun eitt fullkomnasta stillitæki á
íslandi. Það er tölva sem segir til um ástand
vélarinnar, hvort rafkerfið er í lagi
og hvernig bifreiðin nýtir eldsneytið.
Ef þú ert að kaupa eöa selja bifreið er
sjálfsagt að nota sér þessa þjónustu.
í verslun okkar fást varahlutir í flestar
geröir bifreiða. Einnig hjólbarðar,
rafgeymar, bifreiðavörur ýmiss konar,
smuroliur, efnissala og fleira
viðkomandi bifreiðum.
í öllum deildum okkar eru starfsmenn
með mikla reynslu og sérþekkingu
Höfum umboðfyrir:
V.W. - Honda- Man
Volvo-GM-AMC
ÞÓRSHAMAR h.f.
v/Tryggvabraut,
Akureyri, sími 22700
Berjumst
fyrir
gœðum
Vel heppnuðu þingi
norrœnna bókavarða lokið
Síðustu ræðuna á veglegu
þingi norrænna bókavarða,
sem lauk á miðvikudag, hélt
danski rithöfundurinn Knud
Sörensen. Hann talaði um
það, sem við tekur „eftir
1984“ og brýndi fyrir þeim
sem starfa að menningarmál-
um, bókavörðum sem öðrum,
nauðsyn þess, að berjast fyrir
gæðum á hvaða sviði menn-
ingar sem er.
Knud Sörensen dró upp
skemmtilega mynd af marg-
breytileika menningar. Menn
væru vanir að líta á hana sem
pýramíða: neðst og breiðust er
hámenning en uppi á toppnum
sitja fáeinir og stunda úr-
valsmenningu. Knud Sörensen
vildi heldur líkja menningunni
við þrístrending eins og þann sem
Toblerone súkkulaði er steypt í.
Par eru mörg lög af menningu
hlið við hlið - iðnaðarmenning og
sveitamenning og erlend áhrif og
margt margt fleira - og þessa
margbreytni ber að virða. Hins-
vegar er „toppur“ til á hverjum
þríhyrningi sem strendinginn
myndar, til eru gæði á hverju
sviði sem þarf að berjast fyrir. Og
það er eitt af því sem bóicasafns-
fræðingar þurfa og mega og eiga
að gera.
Knud Sörensen minnti í þessu
sambandi á þær breytingar sem
urðu með æskulýðsuppreisn og
fleiru árið 1968. Þá var lögð
áhersla á að allir ættu að tjá sig,
og sitthvað ljótt sagt um menn-
ingu fyrir úrvalslið. Og var þetta
jákvætt. En svo fóru menn að
segja sem svo, að öll tjáning væri
jafn mikils virði, það ætti alls ekki
að spyrja um gæði, það væri
eiginlega andlýðræðislegt. Og
leist hinum ágæta danska rithö-
fundi bersýnilega heldur illa á þá
framvindu mála.
Hvað ber
að gera?
Þetta var stórt og mikið þing.
Fyrr um daginn var talað um
norrænt menningarsamstarf.
Margarethe Auken frá Dan-
mörku (viðtal við hana er í sunn-
udagsblaðinu) ræddi um það, að
menn hefðu notað norrænt
menningarsamstarf sem „hald-
reipi“ til að varðveita ímynd nor-
ræns samstarfs, sem hefði að
meira eða minna leyti farið úr-
skeiðis. Og starfsmenn menning-
armála hefðu að sínu leyti sýnt
skelfilega lítilþægni með því að
láta það viðgangast að lúta
’ „prestaveldi“ hagfræðinga og
annarra þeirra sem nálægt pen-
ingavaldinu standa. Orðið starfs-
menn frístundanna og látið „at-
vinnulífinu“, þ.e.a.s. kapitalism-
anum það eftir að setja græðgi og
sérhyggju á stall, sem menn síðan
skuli lúta eins og einskonar nátt-
úrulögmáli.
Pár Stenbáck, fyrrum mennta-
málaráðherra Finnlands, sagði
sem svo, að norræn samvinna
byggði á „smáum skrefum“ - í
hvert sinn sem menn reyndu að
stíga stórt hrykki einhver í bak-
lás. Hann hélt því fram, að
grundvöllur samstarfsins væri
tengdur máli og menningu, en
ekki efnahagsmálum eða utan-
ríkismálum, og þess vegna ætti að
leggja höfuðáherslu á að efla
menningarsamstarfið, en ekki
leggja það undir önnur svið sam-
starfsins. Hann lagði áherslu á
það, hve þýðingarmikið það væri
að Norðurlandamenn skildu
tungur og bækur hver annars, en
margt hefði misfarist í þeirri við-
leitni. Og hann lagði þá sérstaka
áherslu á það, að norrænn sjón-
varpshnöttur hefði getað orðið
verðugt viðfangsefni til samein-
andi áhrifa á þeim tímum þegar
bókin á í vök að verjast.
Sverri Egholm bókavörður frá
Færeyjum lagði áherslu á það að
smá þjóð hefði meiri þörf fyrir
samstarf en hinar stærri, en einn-
ig fyrir öðruvísi samstarf. Hann
rakti það hvernig Færeyingar
hafa smám saman fengið aðgang
að norrænu samstarfi - en um leið
lagði hann ekki síður áherslu á
það, að þeir ættu í erfiðleikum
með að ná stöðu sem jafngildir
þátttakendur í því norræna sam-
starfi sem í gangi er. Við skulum
ekki gleyma því, sagði Sverrir
m.a., að við erum ólíkari hver
öðrum en við oft höldum - og það
veldur því einatt að við mis-
skiljum hver annan. „En það er
betra að vera misskiíinn en að
enginn heyri til manns“.
En þetta sem hér var rakið í
fáum orðið var aðeins örlítill hluti
af erindum og umræðu sem fram
fór á norrænu bókavarðaþingi
um starfsemi bókasafna,
menntun bókavarða, málskiln-
ing, barnabækur, heimildaleit og
margt fleira merkilegt. Elfa
Björk Gunnarsdóttir borgarbók-
avörður sleit þinginu í Þjóðleik-
húsinu á miðvikudag og hafði þá
tekið við góðum þökkum kollega
sem oddviti hinnar íslensku
skipulagsnefndar fy.rir ánægju-
lega og innihaldsgóða samfundi.
En þetta var fyrsta þingið sem
haldið er á íslandi. Næsta þing
norrænna bókavarða verður í
Noregi. áb.
Eden
Verk
Svein-
björns
Þórs
f dag laugardag kl. 14.00 opn-
ar Sveinbjöm Þór myndlistar-
maður sýningu í Eden í Hver-
agerði. Á sýningunni eru 80
smámyndir, unnar í olíu, akr-
ýl, tempera og vatnsliti.
Myndimar em unnar á s.l. 3
ámm. Sýngunni lýkur 8. júlí.
Myndin er af einu verka
Sveinbjamar.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júní 1984