Þjóðviljinn - 03.07.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.07.1984, Qupperneq 1
HEIMURINN LANDIÐ Stjórnarandstaðan Lærdómur okkar er samstaða Útifundurinn á Lœkjartorgi: Eining meðal stjórnarandstöð u um harða baráttu framundan Eining um aðgerðir gegn verstu ríkisstjórn í sögu lýðveldis- ins var boðskapur fundarins á Lækjartorgi í gær. Ræðumenn voru allir á einu máli um nauðsyn samstilltrar baráttu til að hrinda árásum fjandsamlegs ríkisvalds. Eining var lausnarorð fundarins og Svavar Gestsson kristallaði það sem sagt var úr ræðustóli og fram fór í hugum fundarmanna, þegar hann sagði: „Það sem sameinar okkur er flest allt sem kallar á í veruleika samtímans“. Síðar sagði Svavar að þó því hefði verið haldið fram að óhjá- kvæmileg nauðsyn ylli því að stjórnarandstaðan væri í fjórum flokkum, þá væri sú „nauðsyn orðin að sagnfræði, því veruleiki samtímans krefst samstarfs". Jón Baldvin Hannibalsson tal- aði einnig um nauðsyn sam- ræmdrar baráttu gegn ríkisstjórn sem virtist miða að því að „gera ísland til frambúðar að Singap- ore norðursins, að láglauna- hjara“ og spurði í lokin hvað þessi ríkisstjórn hefði gert nema skerða kjörin. „Hvað hefur hún boðið upp á nema skemmdar kartöflur og steina fyrir brauð?“, spurði Jón og yggldi sig framan í Stjórnarráðið á móti. í svipaðan streng tóku aðrir ræðumenn. Birna Þórðardóttir ritari talaði fyrir Samtök kvenna á vinnumarkaði og sagði að kon- ur yrðu harðast fyrir barðinu á hinni mannfjandsamlegu stefnu sem ríkið ræki og svona yrði á- standið þangað til fólk segði full- um hálsi eitt stórt samstillt: NEI! -ÖS Lóðaúthlutun Garðabœ Aldrei neinar reglur til Bæjarstjórn Garðabæjar hefur sent bréf til þeirra 59 einstak- linga sem meirihluti Sjálfstæðis- flokksins valdi úr hópi 150 um- sækjenda um lóðir fyrir ungt fólk í bæjarlandinu. I bréfinu er óskað eftir glöggum upplýsingum og skýringum um hvernig viðkom- andi ætla að standa undir bygg- ingarkostnaði á viðkomandi lóð- um. Mikil óánægja er í Garðabæ með þau vinnubrögð sem meiri- hluti Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn beitti við úthlutun þessara lóða. Hefur fjöldi bæjarbúa haft samband við Þjóðviljann og sagt að hér væri um hreinar geðþótta- ákvarðanir að ræða þar sem eng- um reglum væri fylgt. Sagði einn viðmælenda blaðsins að nú væri mælirinn fullur. Hann myndi aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn þar aftur eftir að fulltrúar hans hefðu sýnt þessi ógeðfelldu vinnubrögð. Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari í Garðabæ sagði að engar sérstakar reglur hefðu ver- ið hafðar til hliðsjónar við úthlut- un þessara lóða enda þær ekki legið fyrir þegar lóðirnar voru auglýstar. Meirihluti bæjar- stjórnar hefði lýst sig samþykkan þessari afgreiðslu en Hilmar Ing- ólfsson bæjarfulltrúi Abl. verið einn á móti. „Hér í Garðabæ hafa aldrei verið til neinar sérstakar reglur sem hafa gilt við lóðaúthlutun. Það er reynt að taka tillit til þeirra auglýsinga sem fram komu á þessum umsóknareyðublöðum, en síðan er úthlutun lóðanna auðvitað á ábyrgð þeirra aðila sem fara með stjórnina hér í bæn- um. Þeir hafa þá sannfæringu fyrir þessari niðurstöðu." Þá vildi bæjarritari taka skýrt fram að það væri misskilningur að búið væri að segja nei við nokkurn af þeim sem sóttu um lóðir. „Þessir 59 hafa fengið tækifæri núna og þeir verða að koma með mjög glöggar lýsingar og skýring- ar til okkar til að fá staðfestingu á úthlutun. Við munum meta upp- haflega listann þegar svörin koma inn nú á næstu dögum. Á þessu svæði er gert ráð fyrir 150 lóðum í allt og þessir 59 koma til úthlutunar núna“, sagði Guðjón Erling. -*g- Borgarspítalinn Ofbeldi beitt við uppsögn Framkvœmdastjórinn beitti líkamsburðum við 75 ára rœstingakonu sem taldi sér hafa verið sagt upp á rangan hátt. Hann sneri uppá hendurnar á mér og meðan hann hélt mér þannig reyndi ræstingastjórinn að rífa skáplyklana úr vösum mínum. Áður var hann búinn að rífa barmmerki af mér, með nafninu mínu á. Síðan var mér skipað að fara úr kjólnum, því hann væri eign Borgar- spítalans. Fyrst varð ég hrædd, síðan ofsareið og tók á móti honum og hann reyndist ekki vera kvensterkur. Þannig lýsir sjötíu og fimm ára gömul ræstingakona hvaða aðferðum framkvæmdastjóri Borgarspítalans notaði til að koma henni úr vinnu, en konunni var sagt upp í kjölfar „hagræðingarinnar" sem verið er að koma á ræstingar á Borgarspítalanum. Á handleggjum konunnar voru augljós merki eftir átökin og þegar samverkakonur hennar sáu ástand hennar hvöttu þær hana til að fara á slysavarðstofuna til að láta skoða ummerkin. Hún kvaðst hins vegar hafa verið í miklu uppnámi, og ekki viljað „gera spítalanum þá skömm.Ég hélí líka þau myndu koma og biðja mig afsökunar“. Daginn eftir sá enn á handleggjum hennar og þá fór hún á slysavarðstofuna, en hefur hins vegar ekki getað fengið áverkavottorð þaðan. Samkvæmt upplýsingum læknis þar, sem haft var samband við í gær, er slíkt vottorð ekki látið í té nema málaferli verði. -ÖS Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.