Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR
Deilan í Hafró
Úrskurði ráðuneytis fylgt
Sjávarútvegsráðuneytið sagði landmenn eiga að kjósa
stjórnarmanninn. Viljum að sjómenn kjósi líka segja landsmenn í
athugasemd til blaðsins.
Helgi Seljan alþingismaður talaöi á útifundi við Hótel Varðborg á Stórstúku-
þinginu.
Stórstúkan
A f jórða
þúsund félagar
Um 30 barnastúkur með 2200
meðlimum eru starfandi á ís-
landi auk 21. undirstúku með 900
félögum. Fulltrúar margra þeirra
voru samankomnir á Stórstúku
og Unglingaregluþingi sem haldið
var á Akureyri í fyrri mánuði
auk erlendra gesta.
Á Unglingarregluþinginu var
Kristinn Vilhjálmsson endur-
kjörinn stórgæslumaður, en aðrir
í stjórn voru kosnir, Arnfinnur
Arnfinnsson, Sigrún Oddsdóttir,
Árni Norðfjörð og Karl Helga-
son.
Á Stórstúkuþinginu var Hilm-
ar Jónsson endurkjörinn Stór-
templar, en aðrir í framkvæmda-
stjórn eru séra Björn Jónsson,
Sigurgeir Þorgrímsson, Bryndís
Þórarinsdóttir, Arnfinnur
Arnfinnsson, Guðlaugur Fr. Sig-
mundsson, Guðbjörg Sigvalda-
dóttir, Árni Valur Viggósson,
Ingibjörg Johnsen, Björn G.
Eiríksson og Sveinn Kristjáns-
son.
Meðal samþykkta sem gerðar
voru á þinginu má nefna, að 10.
janúar ár hvert verði bindindis-
dagur, og að árið 1986 verði ár
bindindis. Einnig voru sam-
þykktar tillögur um friðarmál.
í tilefni 100. ára afmæli Regl-
unnar var gefið út veglegt af-
mælisrit, og dagana 21. til 27. júlí
n.k. verður haldin alþjóðleg
menningarráðstefna í Reykjavík.
Meðal ræðumanna verður Jan
Ording, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Alþjóða-
heilbrigðisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Starfsmenn Hafrann-
sóknarstofnunar að Skúla-
götu 4, landmenn, hafa sent Þjóð-
viljanum athugasemd vegna
skrifa blaðsins á dögunum um
deilur sjómanna og landmanna
stofnunarinnar vegna kosningar
fulltrúa starfsmanna í stjórn
Hafrannsóknarstofnunar. Segir í
athugasemdinni sem er birt hér á
eftir, að það hafi verið Sjávarút-
vegsráðuneytið sem úrskurðaði
svo að landmenn skyldu einir
kjósa fulltrúa í stjórnina.
„Þann 15. júní sl. barst bréf frá
Sjávarútvegsráðuneytinu til
Óvenju mikil
hvalveiði
í gær höfðu veiðst samtals 94
hvalir samkvæmt upplýsingum
Péturs Andréssonar í Hvalstöð-
inni, þar af 88 langreyðar og 6
sandreyðar. Einn bátur var á leið
inn með eina langreyði. Undan-
farna daga hefur verið þoka á
miðunum, og bátarnir þurft að
lóna aðgerðalitlir og því hefur að-
eins dregið úr veiðinni. Að öðru
leyti hefur hún gengið mjög vel,
og að sögn Péturs eru áratugir frá
því jafngóð hvalveiði hefur verið.
Þess má geta að sandreyður fer
yfirleitt ekki að veiðast í miklum
mæli fyrr en um miðjan ágúst.
-ÖS
starfsmanna Hafrannsóknastofn-
unarinnar, þar sem þeim var gert
að kjósa fulltrúa starfsmanna í
stjórn stofnunarinnar. Ekki er
starfandi starfsmannafélag hjá
stofnuninni, og því boðuðu trún-
aðarmenn starfsmanna til undir-
búningsfundar að kosningunni,
þar sem rætt var kosningafyrir-
komulag, kjörgengi og kosninga-
réttur var til umræðu. Komu þar
fram nokkur vafaatriði m.a.
hvort sjómenn á skipm stofnun-
arinnar skyldu vera aðilar að
þessu kjöri, en stéttarfélög þeirra
hafa þegar fulltrúa í stjórn og
munu eiga hann áfram skv. hin-
um nýju lögum. Eftir nokkra um-
ræðu ákvað fundurinn, að til þess
að tryggja að löglega væri að
kosningunni staðið, þá skyldi
leitað eftir úrskurði Sjávarút-
vegsráðuneytisins um það hverjir
hefðu kosningarétt og kjörgengi.
19. júní barst svar frá ráðuneyt-
inu þar sem úrskurðað var að
starfsmenn að Skúlagötu 4, Sjá-
varbraut 2 og útibúum stofnunar-
innar skuli tilnefna hinn nýja full-
trúa.
í framhaldi af kjöri fulltrúans í
stjórn var haldinn fundur þar sem
skipaðir voru tveir menn til þess
að undirbúa stofnun starfs-
mannafélags Hafrannsóknar-
stofnunarinnar og þeim falið að
leita eftir því við sjómenn, að þeir
. skipuðu þriðja manninn í undir-
búningsnefndina. Jafnframt sam-
þykkti fundurinn með öllum
greiddum atkvæðum, að óska
eftir því við sjávarútvegsráðu-
neytið að í framtíðinni fari kosn-
ing stjórnarfulltrúans fram á veg-
um þessa starfsmannafélags og
að sjómenn á hafrann-
sóknaskipunum hefðu þar
fullan kosningarétt og kjörgengi
sem aðrir starfsmenn stofnunar-
innar“.
Náttúruvernd
Skoðunar- og söguferð
um Mosfellssveit
N.V.S.V., Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands fer náttúru-
skoðunar- og söguferð um Mos-
fellssveit laugardaginn 7. júlí kl.
13.50 frá Varmárskóla í Mosfells-
sveit (hægt verður að fara í rút-
una við Norræna húsið kl. 13.30
og fara þangað að ferð lokinni).
Aætiað er að ferðinni Ijúki kl.
18.00-19.00. Fargjald er 200 kr.,
frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
AJlir eru velkomnir.
Farið verður frá Varmárskóla
yfir í Mosfellsdal, Helgadal að
Leirvogsvatni (Svanavatni). Þar
snúið við og farið gegnum
Reykjahverfi. Síðan ekið með
Hafrahlíð yfir á Suðurlandsbraut
upp á Sandskeið. Til baka sömu
leið að Skyggni. Þaðan farið
sunnan Ulfarsfells að Varmár-
skóla. Að lokum ekið til Norræna
hússins í Reykjavík. Leiðsögu-
menn verða: Ingvar Birgir Frið-
leifsson jarðfræðingur ræðir um
jarðfræði svæðisins og beislun
varmaorkunnar. Gísli Már Gísla-
son líffræðingur kynnir plöntu-
og dýraríkið almennt, en tekur
sérstaklega fyrirlífríki Varmár-
innar. Ólafur Dýrmundsson
landnýtingarráðunautur sýnir
mismunandi aðgerðir við upp-
græðslu lands. Með í ferðinni
verða fróðir menn um sögu og
örnefni svæðisins, m.a. verður
sagt frá merkum rústum við
Blikastaðatá. Litið verður á um-
hverfi fyrirtækis þar sem öll um-
gengni er til fyrirmyndar. Síðan
verður ekið í gegnum svæði ann-
ars fyrirtækis þar sem í undirbún-
ingi er merkilegt framtak starfs-
manna og fyrirtækis að sameinast
um að bæta og fegra umhverfið
utan húss og innan.
Mosfellssveit er með ungan
byggðarkjarna sem er í mjög
örum vexti. Margt hefur verið
þar gert en margt er ógert. Nátt-
úrufræðisafn er ekki komið upp
og ekki heldur byggðasafn. Sér-
stök samtök áhugamanna um
umhverfismál á svæðinu eru ekki
starfandi. En nýstofnað Sögufé-
lag Kjalarnessþings er þegar orð-
ið virkt, og ýmis önnur félags-
starfsemi er fjölbreytt og þrótt-
mikil.
Upplýsingar veita: Einar Egils-
son sími: 40763 og Grímur Norð-
dahl sx'mi: 666057
wittð Ljúfindb í ^bfádmmv
c ælkeraverslunin ^ J \/f atarmikil braud- KV
(S Kjötbær, Laugavegi 34a, hefur
ávallt gott úrval heitra rétta í hádeginu.
Það kemur sér vel fyrir vinnandi fólk
og vegfarendur að geta valið á milli
5 heitra rétta hvern virkan dag í
hádeginu.
JLJvíc
júfmeti Kjötbæjar léttir dagsverkið.
* Viðskiptavinir Kjötbæjar geta snætt
heitt Ijúfmetið í versluninni,
- þar er andrúmsloft sem fellur
sælkerum vel í geð.
Eins er hægt að fá matinn í sér-
stökum umbúðum sem halda honum
heitum. Þessir ljúfmetisbakkar tryggja
góða meðferð á góðum mat.
^S/lsneið íhádcginu ogmeð kaffinu.
Hvern virkan dag tilreiða matreiðslu-
meistarar Kjötbæjar ríkuleg og
girnileg salöt, með besta fáanlega
hráefni. Þá má ekki gleyma álegginu.
Að mirmsta kosti 25 áleggsgerðir eru
í boði. Þetta er eitthvað ofan á brauð!
1 Kiötb
jötbær er „delikatessen “ sniðinn
eftir þýskri fyrirmynd. Kjötúrvalið
í Kjötbæ er með ólíkindum gott:
Safaríkar pylsur og steikur.
fiiötbœr
Laugavegl Ma-Síml 14165
þjóðhátíð
NT skýrir frá því á forsíðu í gær
að Bandaríkin hafi haldið upp á
sinn afmælisdag upp í Árbæ og
birtir með mynd fróðlega: sendi-
herrann og Steingrímur forsætis-
ráðherra eru í keppni iim það
hvor er duglcgri við að setja niður
tré. Yfir þessu samlyndi öllu er
svo fyrirsögn: Þjóðhdtið.
Þetta er athyglisvert vegna
þess, að einmitt NT varð fyrir því
óláni á dögunum að gleyma
fjörutíu ára afmæli lýðveldisins í
sínu sautjánda júní blaði. En nú
er semsagt fundin sú þjóðhátíð
sem NT man eftir - vel og ræki-
lega.