Þjóðviljinn - 06.07.1984, Síða 7
LANDIÐ
Kjötvinnsla.
Dilkakjötið
Auglýst sem sérstök gæðavara
Ályktanir Þingeyinga um kjötsölu og niöurgreiöslur
Föstudaginn 15. júní sl. var
haldinn almennur bænda-
fundur að Breiðumýri í
Reykjadal, á vegum Búnað-
arsambands S-Þingeyinga og
nokkurra áhugamanna um
markaðsmál landbúnaðarins.
Frummælendur á fundinum
voru Andrés Þorvarðarson
forstjóri Selness h.f. og Gunn-
ar Páll Ingólfsson forstjóri
ísmats h.f., en þessir aðilar
hafa sýnt kjötútflutningi
áhuga og talið ónotaða mikla
möguleika í þeim efnum
Fjörugar umræður urðu um er-
indi frummælendanna og mikill
áhugi á að reyndar yrðu þær nýju
leiðir, sem Gunnar Páll var tals-
maður fyrir, þ.e. útflutningur
unnins og pakkaðs kindakjöts,
sem auglýst væri sem sérstök
gæðavara.
Nokkur gagnrýni kom fram á
Búvörudeild SÍS og stjórnvöld
fyrir hvernig staðið væri að sölu-
málunum, en Magnús Friðgeirs-
son, framkvæmdastjóri Búvöru-
deildar upplýsti að búðið væri að
semja um sölu úr landi á þeim
kjötbirgðum, sem nú væru um-
fram innanlandsþarfir.
í fundarlok voru eftirfarandi
tillögur samþykktar:
„Almennur bændafundur Bún-
aðarsambands S-Þingeyinga,
haldinn að Breiðumýri í Reykja-
vík 15/6 1984, skorar á stjórnvöld
að vinna ákveðið að því, að velta
öllum hindrunum úr vegi þeirra,
sem vilja spreyta sig á útflutningi
á íslensku kindakjöti“.
„Almennur bændafundur
haidinn að Breiðumýri í Reykja-
dal þann 15. júní 1984 mótmælir
því hve niðurgreiðslur á landbún-
aðarafurðir hafa verið skertar að
undanförnu. Slíkar aðgerðir eru
ekki til þess fallnar að neyslu í
landinu sé beint inn á þær
brautir, sem þjóðhagslega eru
hagkvæmastar.“
-mgh
Mjólkurframleiðslan
Frá Mjólkurbúi
Flóamanna
Innvegin mjólk 1983
minnkaði lítillega
frá árinu áður
Mjólkurframleiðendum á
Suðurlandi fækkaði um 11 á
síðasta ári, miðað við árið á
undan. Voru þeir 753.
Innvegin mjólk reyndist 38,3
milj. Itr, minnkaði um 0,2% frá
fyrra ári.
Þetta kom fram á aðalfundi
Mjólkurbús Flóamanna, sem að
þessu sinni var haldinn í Þjórsár-
veri.
Kúm hafði heldur fjölgað á
svæði Mjólkurbúsins, eða um 58,
voru 12.208. Meðalmjólkurinn-
legg á hvern framleiðanda var
51.674 ltr. og hafði hækkað um
650 ltr. frá árinu 1982. Af þessum
753 mjólkurinnleggjendum
lögðu 4 inn meira en 220 þús. ltr.
Hæst var Félagsbúið í Holti í
Stokkseyrarhreppi með 356 þús.
ltr. þá búið í Laugardælum með
317 þús. ltr. Jósef Benediktsson,
Ármóti í Rangárvallahreppi var
með 250 þús. ltr. og búið á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum með
226 þús. ltr.
Unnt reyndist vera að greiða
framleiðendum grundvallarverð
fyrir mjólkina en það var kr.
12,20 á ltr. á svæði Mjólkurbús-
ins. Þegar dregin höfðu verið frá
sjóðagjöld og flutningskostnaður
var nettó útborgunarverð kr.
11,29.
Fjárfesting hjá Mjólkurbúinu
var allveruleg á árinu. Vógu þar
þyngst nýtt mjölhús og vélar en
einnig var keypt lóð og nýir bflar.
Mjólk jókst nokkuð í vetur
miðað við sömu mánuði árið
áður. Nam aukningin tæpum
10,4% en síðan hefur heldur
dregið úr framleiðslunni. Miðað
við 5 síðustu dagana fyrir fundinn
var aukningin frá sömu dögum
fyrra árs aðeins 1,7%. Bændur
hafa verið hvattir til þess að auka
vetrarmjólkina, sem þýðir þá trú-
lega minni sumarmjólk og því
þarf þessi aukning tæpast að
vekja hjá neinum undrun né
skelfingu.
Afurðasala hjá Mjólkurbúi
Flóamanna gekk vel á sl. ári. Á
tímabili minnkaði nokkuð sala á
jógúrt en hefur nú aftur náð sér á
strik. Þökk sé nýjum tegundum
svo sem léttjógúrtinni. Hlutfall
mjólkurinnar af framleiðslutekj-
um bóndans var á sl. ári 72,56%.
Var árið áður 70,52%. Hafði
þannig aukist um rúm 2%.
Á síðasta ári voru starfsmenn
Mjólkurbús Flóamanna 117.
Hafði þeim fjölgað um 2 frá árinu
áður.
-mhg
TOYOTA
/1 TeSafa^
W tí&ni, bjóbum vv
ferbaskobun.
Eru hern\ar, s^Vr'' ^
SSSíX*
TOYOTA
Nýbýlavegi8 200Kópavogi S. 91-44144