Þjóðviljinn - 06.07.1984, Side 15
ÍÞRÓinR
Ævintýraleikur!
Valur jafnaði 3-3 á síðustu mínútu framlengingar en KA
sigraði í framlengdri vítaspyrnukeppni!
Þorvaldur Jónsson markvörð-
ur KA reyndist kollega sínum í
Valsmarkinu, Stefáni Arnarsyni,
snjallari og tryggði liði sínu sigur
í vítaspyrnukeppni á Valsvellin-
um í gærkvöldi. Leikur liðanna,
sem var hörkuskemmtilegur, stóð
ájöfnu, 3-3, eftirframlengingu og
í framlengdri vítaspyrnukeppni
varði Þorvaldur tvívegis, Stefán
einu sinni, og KA sigraði þar með
og tryggði sér sæti í 8-liða úrs-
litum bikarkeppni KSÍ.
í vítakeppninni skoruðu þrír
fyrstu menn beggja liða, Valur
Valsson, Hilmar Harðarson og
Guðmundur Kjartansson fyrir
Val en Bjarni Jónsson, Þorvaldur
Örlygsson og Ásbjörn Björnsson
fyrir KA. Þá varði Þorvaldur
glæsilega frá Guðmundi Þor-
björnssyni og Njáll Eiðsson
skoraði fyrir KA, 4-3. Ingvar
Knattspyrna
1. deild karla er annars staðar á
síðunni en í 2. deild verður heil um-
ferð um helgina. Vöisungur-FH, ÍBÍ-
KS, Tindastóll-Skallagrímur og
Einherji-ÍBV mætast kl. 14 á morgun
og Njarðvík-Víðir kl. 14 á sunnudag.
f 3. deild leika ÍK-Grindavík og
Reynir S.-Fylkir kl. 20 í kvöld og HV-
Víkingur Ó., Snæfell-Selfoss, Austri-
Huginn, Leiftur-HSÞ.b og Magni-
Valur Rf. kl. 14 á morgun. f 4. deild
er toppleikur í A-riðli í kvöld,
Ármann-Haukar, og í E-riðli á morg-
un, Árroðinn-Vaskur.
Guðmundsson jafnaði 4-4 en
Mark Duffield gat tryggt KA
sigur. Stefán varði skot hans með
tilþrifum og þar með þurfti að
framlengja keppnina. Ekki þó
lengi, Þorvaldur varði strax frá
Þorgrími Þráinssyni. Þá var kom-
ið að bakverðinum knáa úr KA,
Ormarri Örlygssyni. Honum
urðu engin mistök á á örlaga-
stundu - enda fæddur í gul/bláa
KA-búningnum - og skoraði, 5-
4. KA hafði sigrað.
Allt benti til þess að KA myndi
ná að sigra í venjulegum
leiktíma. Asbjörn Björnsson
fékk boltann frá Mark Duffiéld á
13. mínútu og skoraði með föstu
skoti í bláhornið niðri, 0-1. Síðan
gekk á ýmsu, færi á báða bóga, en
KA varð fyrir áfalli þegar Birkir
Kristinsson markvörður var bor-
inn af leikvelli á 18. mínútu, illa
Golf
Þrjú opin mót eru á dagskrá um
helgina. Á Sauðárkróki á laugardag
og sunnudag á vegum Golfklúbbs
Sauðárkróks, á Garðavelli á Akra-
nesi verður SR-mótið á vegum Golf-
klúbbsins Leynis á morgun og Ein-
herjamótið á að fara fram á sunnudag
- staður óákveðinn.
Frjálsar íþróttir
Sumarhátíð UÍA stendur yfir alla
helgina á Eiðavelli, Æskumót USVH
15-18 ára fer fram á morgun á
Reykjaskólavelli og Héraðsmót HSS
fer fram á Sævangsvelli laugardag og
sunnudag.
meiddur, jafnvel brotinn. Þor-
valdur skíðastökkvari kom þá
inná og varði stórkostlega
tveimur mín. síðar skalla Hilmars
Sighvatssonar af markteig.
Strax á 2. mínútu síðari hálf-
leiks virtist KA vera búið að gera
út um leikinn. Ásbjörn sneri
skemmtilega á Grím Sæmunds-
en, komst inní vítateig Vals og
renndi boltanum af öryggi fram-
hjá Stefáni í netið, 0-2.
En nú tók við látlaus Valssókn.
Sóknirnar buldu á marki KA og á
61. mínútu gaf Guðmundur Þ.
fyrir og Valur klíndi boltanum í
netið af stuttu færi, 1-2. Tveimur
mínútum síðar lék Steingrímur
Birgisson hálfa Valsvörnina upp-
úr skónum, skaut í samskeytin af
stuttu færi, boltinn hrökk út á Ás-
björn sem skallaði en Guðmund-
ur Kjartansson bjargaði á mark-
línu með stórbrotinni hjólhest-
aspyrnu.
Á 77. mínútu jöfnuðu svo
Valsarar. Bergþór Magnússon
komst innfyrir vörn KA og lyfti
skemmtilega yfir Þorvald, 2-2.
í fyrri hluta framlengingar
gerðist ekkert markvert. En á
sjöttu mínútu þess síðari lék Njáll
laglega upp vinstri kant og gaf
inná markteigshornið nær, hvar
Siglfirðingurinn stóri Hafþór
Kolbeinsson var staddur og ham-
raði boltann í bláhornið, 2-3.
Sigur KA blasti við á ný en mín-
útu fyrir leikslok brá Þorgrímur
1. deild kvenna í knattspyrnu
opnaðist uppá gátt í gærkvöldi er
Valsstúlkunum tókst að sigra IA
3-2 á Akranesi í jöfnum og tvísýn-
um leik.
Valur virtist þó búinn að gera
útum leikinn fyrir hlé. Sólrún
Ástvaldsdóttir skoraði fyrst, þá
Erna Lúðvíksdóttir beint úr
aukaspyrnu og loks Guðrún
Sæmundsdóttir með miklu lang-
skoti, 0-3. Að auki átti Erna
glæsiskot í samskeytin á Skagam-
arkinu. En ÍA tók vel við sér í
byrjun seinni hálfleiks og skoraði
tvö mörk á fyrsta korterinu. Fyrst
Ragnheiður Jónasdóttir og síðan
Laufey Sigurðardóttir úr víta-
spyrnu. ÍA pressaði talsvert eftir
það en skapaði sér nánast engin
færi og Valur hélt fengnum hlut.
ÍBÍ vann óvæntan en sætan
sigur á KR á ísafirði, 2-1. Arna
Fylkisstúlkurnar hafa sett stefnuna
á sæti í úrslitum 2. deildar í knatt-
spyrnu. Þær unnu stórsigur á Fram,
7-0, á Framvellinum í síðustu viku og
standa best að vígi í A-riðli. Úrslit
urðu þessi:
A-riðill:
Fram-Fylkir 0-7
Grindavík-Haukar... 0-2
FH-Viðir 1-1
Fylkir ...4 3 1 0 12-1 10
Víðir ...4 2 1 1 3-2 7
...4 1 2 1 3-2 5
FH ...3 0 3 0 2-2 3
Fram ...3 1 0 2 2-9 3
Grindavík ...4 0 1 3 2-8 1
Þráinsson sér inní vítateig KA og
jafnaði með óheyrilegu þrumu-
skoti. 3-3 og Lolli stökk hæð sína í
loft upp. Síðan kom vítakeppnin
með allri sinni spennu og KA-
menn féllust í faðma - en Valsar-
ar drupu höfðum - þeirra bikar-
draumur var á enda.
KA-liðið sýndi ódrepandi bar-
áttuvilja og uppskar samkvæmt
því. Þeir Erlingur Kristjánsson í
vörninni og Njáll Eiðsson á miðj-
unni voru yfirburðamenn - ekki
bara’hjá KA heldur á gjörvöllum
Valsvellinum. Erlingur átti allt
sem kom nálægt hans vítateig og
Njáll var sívinnandi á miðjunni
og nú er farið að koma meira útúr
honum en áður í spili. Bjarni
Jónsson er efnilegur miðvörður
og þeir Steingrímur og Hafþór
voru hættulegir frammi. Bak-
verðirnir Ormarr og Friðfinnur
Hermannsson léku einnig vel.
Valsliðið var jafnt og kraft-
mikið en spilaði ekki eins vel og
oft áður í sumar. Meira kýlt fram
í þetta skiptið. Valur var brellinn
á vinstri kantinum að vanda, Jó-
hann Þorvarðarson sótti sig á
miðjunni þegar á leið og Þor-
grímur Þráinsson og Guðni
Bergsson léku vel í vörninni. Þó
finnst mér sóun að hafa Guðna
sem aftasta mann.
Helgi Kristjánsson dæmdi
leikinn og gerði það all þokka-
lega.
Steinsen skoraði eina mark fyrri
hálfleiks fyrir KR en í síðari hálf-
leik skoruðu þær Stella Hjalta-
dóttir skíðadrottning og Ingi-
björg Jónsdóttir fyrir IBÍ og
tryggðu liði sínu þrjú stig.
Breiðablik mætti Víkingi á
Kópavogsvellinum og vann
auðveldan sigur, 5-0. Erla Rafns-
dóttir skoraði fyrstu tvö mörkin
og Ásta María Reynisdóttir og
Sigrún (Skapta) komu Blikunum
í 4-0 fyrir hlé. Erla bætti síðan við
sínu þriðja og fimmta marki
Breiðabliks í síðari hálfleik.
Staðan er þá þessi í 1. deild
kvenna, A-riðli:
Brelðablik...........5 3 2 0 13-1 11
ÍA...................5 3 1 1 16-5 10
Valur.................5 3 11 8-3 10
IBI...................5 2 0 3 5-9 6
KR....................5 2 0 3 5-9 6
Vfkingur..............5 0 0 5 1-19 0
-BV/ast/VS
Hveragerði-Afturelding............2-0
ÍR-ÍBK............................0-4
Selfoss-Stjarnan..................1-1
Hverageröi............4 4 0 0 14-3 12
ÍBK...................4 3 1 0 10-4 10
Afturelding...........4 2 1 1 12-8 7
Selfoss...............4 0 2 2 4-8 2
Stjarnan..............4 0 1 3 2-9 1
ÍR....................4 0 1 3 5-15 1
Sigurborg Ólafsdóttir og Berglind
Elvarsdóttir skoruðu mörkin fyrir
Hveragerði og Aðalheiður Reynis-
dóttir gerði mark Víðis gegn FH. Jó-
hanna Pálsdóttir og Berglind Guð-
mundsdóttir skoruðu fyrir Hauka í
Grindavík.
Þorvaldur Jónsson kom inná sem
varamarkvörður og varði tvívegis í
vítaspyrnukeppni.
Ormarr Örlygsson skoraði úr síð-
ustu spyrnunni og tryggði KA
slgur.
Enn frestaö
í Eyjum
Enn gátu IBV og ÍA ekki mæst í
bikarkeppni KSI. Leik liðanna
var í gær frcstað í þriðja sinn
vegna óveðurs í Eyjum og hann
hefur nú verið settur á næsta mið-
vikudagskvöld kl. 20. En til 8-liða
úrslita í keppninni verður dregið í
beinni sjónvarpsútsendingu í
íþróttaþættinum á laugardaginn
kemur.
Eftir í keppninni eru Völsung-
ur, Þór Akureyri, Þróttur R.,
KR, Fram, Breiðablik, KA og ÍA
eða ÍBV. -VS
4. deild F
Úr 3-1 í
3-6 á 25
mínútum!
Súlan frá Stöðvarfirði vann glæsi-
legan sigur gegn Hetti á Egilsstöðum,
3-6, er félögin léku þar í F-riðli 4.
deildarinnar í knattspyrnu í fyrra-
kvöld. Höttur leiddi í hléi, 3-1, og
þannig var staðan er 25 mín. voru til
íeiksloka en þá opnuðust allar gáttir
og Stöðvarfirðingar skoruðu fimm
mörk.
Ársæll Hafsteinsson skoraði fyrst
fyrir Súluna og tók síðan vítaspyrnu
sem Ólafur Jónsson markvörður
Hattar varði. Árni Jónsson jafnaði
með óverjandi þrumufleyg af 40 m
færi og Jón Kristinsson kom Hetti í
3-1 með tveimur mörkum. Undir lok-
in skoraði svo Jónas Ólafsson 2 mörk
fyrir Súluna, Ársæll, Magnús
Magnússon og Einar Björnsson eitt
hver.
Leiknir er áfram á toppnum, vann
Egil rauða 6-0 á Fáskrúðsfirði. Óskar
Tómasson skoraði 2 mörk, Gunnar
Guðmundsson, Helgi Ingason (víti!),
Þorgils Gunnþórsson og Jón Hauks-
son eitt hver.
Sindri og Neisti skildu jöfn á
Hornafirði, 2-2. Þrándur Sigurðsson
og Ómar Ingi Bragason skoruðu fyrir
Sindra en Snæbjörn Vilhjálmsson og
Gunnlaugur Bogason fyrir Neista.
Borgfirðingar sigruðu Hrafnkel 5-0
í Borgarfirði. Þorbjörn Björnsson 2,
Pétur Örn Hjaltason, Jón Kjartans-
son og Magnús Ásgrímsson gerðu
mörkin. Vignir Garðarsson hjá
Hrafnkatli var rekinn útaf í leiknum.
Staðan í F-riðli:
LelknirF.........9 7 2 0 31-3 23
Súlan............9 6 1 2 24-1419
Höttur...........9 4 2 3 20-16 14
Nelsti...........8 4 1 3 24-1513
Sindri...........9 3 3 3 15-1912
Borgarfjöröur....8 3 0 5 14-19 9
Hrafnkell........9 3 0 6 9-27 9
Egillrauöi.......9 0 1 8 7-28 1
-VS
Föstudagur 6. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Um helgina:
Tíunda umferð
Tíunda umferðin í 1. deildarkeppn-
inni í knattspyrnu fer fram um helg-
ina, tveir leikir á laugardag og þrír á
sunnudag.
KR og Víkingur hefja slaginn á
Laugardalsvelli kl. 14 á morgun. Kl.
16 hefst á Kópavogsvelli viðureign
Breiðabliks og Þróttar og síðan verða
þrír leikir kl. 20 á sunnudagskvöld.
Þór og KA leika á Akureyrarvelli,
ÍBK og Valur í Keflavík og Fram-f A
á Laugardalsvellinum.
f A er með 22 stig þegar keppnin er
hálfnuð, ÍBK 18, Þróttur og Fram 11
stig, Valur, Víkingur, Þór og KR 10
stig, Breiðablik og KA 9 stig.
Sundmeistaramótið
Sundmeistaramót f slands fer fram í
Laugardalslaug í Reykjavík um helg-
ina og hefst kl. 20 í kvöld. Keppni
heldur áfram kl. 15 á morgun og loks
kl. 15 á sunnudag.
Á mótið koma í fyrsta skipti gestir
frá Færeyjum, 11 keppendur alls.
Ekkert af okkar sundfólki sem dvelur
erlendis kemur heim en þó ætti mótið
að verða skemmtilegt, þar verða á
ferðinni þær Ragnheiður Runólfs-
dóttir og Bryndís Ólafsdóttir ásamt
fjölmörgu öðru efnilegu sundfólki.
Sumarhátíð UIA
Sumarhátíð UÍA, sá árlegi stórvið-
burður á Austurlandi, hefst að Eiðum
í dag. Hátíðin verður sett kl. 17 en þá
flytur Hermann Níelsson, formaður
UÍA, ávarp. Kl. 17.15 hefst keppni í
frjálsum íþróttum og stendur fram á
kvöld.
Á morgun, laugardag, verður
frjálsíþróttakeppnin frá 9 til 17.30 en
sundmót hefst í Eiðalaug kl. 14. Um
kvöldið verður tjalddansleikur með
Dúkkulísunum og Breakdanssýning.
Á sunnudag hefst keppni í frjálsí-
þróttum kl. 10 og lýkur kl. 12. Kl.
13.50 hefst hátíðardagskrá og stendur
til kl. 17 en þá eru mótsslit.
Reiknað er með miklu fjölmenni
víðs vegar að af Austurlandi.
Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu
sinni er Hermann Guðmundsson,
framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Framdagurinn
Framdagurinn 1984 er á sunnudag-
inn, 8. júlí. Knattspyrnudeild félags-
ins verður með mikla dagskrá á gras-
velli Fram og hún hefst með drengja-
móti Eimskips og KSÍ, A og B, en
það er úrslitakeppni Reykjavíkur-
riðils og stendur frá 10.30 til 14. Þá
tekur við 5. flokksleikur Fram og
Breiðabliks, verðlaunaafhending til
Framara fyrir sigra á Reykjavíkur-
móti, 4. flokksleikur Fram og Vals,
íslandsmótsleikur í 3. flokki milli
Fram og Fylkis og loks kl. 17.20 ieika
Fram og FH í 2. deild kvenna. Um
kvöldið mætast svo Fram og ÍA á
Laugardalsvelli í 1. deild karla. L.oks
leika Fram og ÍA í 2. flokki á mánu-
dagskvöldið.
Á vegum handknattleiksdeildar
verður einn leikur á grasvellinum,
meistaraflokkar Fram og Vals mætast
kl. 16.30. Þá verða Framkonur með
kaffiveitingar í Framheimilinu frá kl.
14 til 18.
annað. ..annað. ..annað. ..annad
-vs
1. deild kvenna
Allt galopið
Valur vann áAkranesi ogÍBI
lagði KR að velli
2. deild kvenna
Stórsigur Fylkis
B-riðill