Þjóðviljinn - 06.07.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 06.07.1984, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. 6. júlí 1984 148. tölublað 49. árgangur DJÓÐVIUINN Stigahlíðalóðirnar Skattarnir þeirra leyndarmál Ríkisskattstjóraembœttið neitar Pjóðviljanum um upplýsingar um skattgreiðslur lóðahafa í Stigahlíð. Fyrir nokkrum árum greiddu sumir þeirra ekki krónu í tekjuskatt og höfðu vinnukonuútsvar Leynilistinn sem Þjóðviljinn birti í gær um kaupverð ein- stakra lóða í Stigahlíðinni hcfur vakið mikla athygli og fjöldi les- enda haft samband við blaðið og óskað eftir að birt yrði hvað við- komandi lóðakaupendur hafa greitt í skatta undanfarin ár. I blaðinu ■ dag stóð einmitt til að birta þær tölur en samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóraem- bættisins eru þær tölur leyndarm- ál. Skattskráin sögð lokuð bók og ekki veitt leyfi til að leita þar fyrr- nefndra upplýsinga. „Við höfum ekkert leyfi til að hleypa einum eða neinum í þess- ar skrár eftir að sá tími er liðinn að þær hafa verið hafðar frammi fyrir almenning", sagði Ævar Is- berg vararíkisskattstjóri, en þangað var Þjóðviljanum vísað af hálfu Skattstofunnar í Reykja- vík. Þegar álagningarskrár og endanlegar skattskrár eru lagðar fram hverju sinni eru þær opnar almenningi í hálfan mánuð til skoðunar en samkvæmt lögum er þeim síðan lokað. „Þetta er alger- lega lokað samkvæmt lagasetn- ingu og við myndum ekki hleypa einum einasta manni í skrárnar hvorki blaðamönnum né öðrum" sagði Ævar. Á sl. alþingi voru hinsvegar samþykkt ný skattalög þar sem segir m.a. í einu ákvæðinu að leyfð sé opinber birting á skatt- skrám. Þessi nýju lög eiga að taka gildi frá og með álagningu skatta fyrir þetta ár. Ævar ísberg sagði að það væri hins vegar mat ríkis- skattstjóra að átt væri við hina endanlegu skattskrá fyrir þetta ár sem kemur út í byrjun næsta árs og þá fyrst tæki þetta nýja ákvæði gildi, hvernig svo sem bæri að túlka það. Mörg undanfarin ár hefur skattskráin verið gefin út og seld almenningi en svokölluð Tölvu- nefnd hefur síðustu árin stöðvað þá útgáfu. Það væri óheimil prentun persónuupplýsinga. Þegar flett er í síðustu skatta- og útsvarsskrám sem gefnar hafa verið út kemur í ljós að nokkuð stór hópur þeirra sem fjárfestu í miljónalóðunum í Stigahlíðinni voru fyrir aðeins fáum árum í hópi hinna lægstu skattgreið- enda. Sumir greiddu engan tekjuskatt og höfðu vinnukonu- útsvar. Síðar í þessum mánuði verður lögð fram álagningarskrá skatta fyrir þetta árið og verður hún opin almenningi í hálfan mánuð. Þjóðviljinn mun að sjálfsögðu nota hið fyrsta tækifæri til að upp- lýsa landsmenn um þær fróðlegu tölur sem þar verður að finna. ->g- Borgarstjórn Hundahald leyft með skilyrðum í gærkvöldi rann upp söguleg stund í borgarstjórn Reykjavíkur. Hunda- hald með ákveðnum skilyrðum var leyft á ný eftir um 60 ára bann við hundahaldi. Hin nýja samþykkt var samþykkt með 11 atkvæðum Sjálfs- tæðismanna en aðrir greiddu atkvæði á móti eða sátu hjá. Þeir sem greiddu atkvæði á móti voru Adda Bára Sig- fúsdóttir, Sigurjón Pétursson, Guð- mundur Þ. Jónsson, Guðrún Jóns- dóttir og Katrín Fjeldsted. Margar breytingatillögur voru felldar, m.a. frá Öddu Báru Sigfúsdóttur sem gengu út á það að svipuðum reglum væri beitt og í Kópavogi. Þorsteinn Thorarensen, fréttaritari Reuters á íslandi, var á pöllum og sagðist hann búast við því að samþykktin yrði á forsíðum dagblaða um víða veröld í dag. Afhjúpun gagnrýnd Davíð Oddsson borgarstjóri gagnrýndi á borgarstjórnarfundinum í gærkvöld að Sigurjón Pétursson hefði brotið trúnað og afhjúpað sölu- verð Stigahlíðalóðanna í dagblöðum. Sigurjón sagðist aldrei hafa gengist undir neinn trúnað og í söluskilmál- um lóðanna væri ekki gert ráð fyrir trúnaði í þeim efnum. Magnús fær ekkert að vita Þá var á fundinum í gær borin fram tillaga af Sigurjóni Péturssyni þess efnis að Magnús Skarphéðinsson bíl- stjóri fái afrit af greinargerð um hann sjálfan vegna uppsagnar hans. Þetta var fellt af meirihlutanum. Fulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðubanda- lags sögðu að trúnaður af þessu tagi þjónaði þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að Magnús gæti borið hönd fyrir höfuð sér og sótt sinn rétt ef honum sýndist svo. Sólrún Gísladótt- ir sagði að alls konar sögusagnir hefðu komist á kreik um ástæður uppsagnarinnar svo að betra væri að fá málið á hreint. Davíð Oddson sagðist aldrei hafa heyrt neinar slíkar sögur. Sólrún upplýsti þá að borgar- stjóri sjálfur hefði farið með slíkar sögur í sinni áheyrn. -GFr. Hamarshúsið Dagsekt- um beitt? Ég tel það komi sterklega til greina að beita byggingarmeist- ara Hamarshússihs dagsektum, eða jafnvel senda mál hans til Sakadóms ef hann fer ekki að ákvæðum byggingarreglugerð- ar“. Þetta sagði Magnús Skúlason, fulltrúi Alþýðubandalagsins í Byggingarnefnd Reykjavíkur. En eins og Þjóðviljinn greindi frá á þriðjudag þá samþykkti nefnd- in einróma hörð mótmæli við því að eigendur Hamarshússins hafa nú auglýst til sölu íbúðir sem Byggingarnefnd hefur ekki sam- þykkt, og getur ekki samþykkt, þareð þær brjóta í bága við gild- andi reglur. Magnús Skúlason sagði að lög heimiluðu að byggingarmeistari væri áminntur og jafnvel sviptur starfsleyfi, ef um alvarleg brot væri að ræða. Hann sagði að dæmi væru til um að Byggingar- nefnd hefði sent Sakadómi kæru og mál jafnvel farið alla leið til Hæstaréttar. „Hins vegar er al- gengara, og raunar árang- ursríkara, að beita dagsektum, en til þess hefur Byggingarnefnd heimild. Og það tel ég koma sterklega til greina“. -ÖS Finnskar eða frjálsar? spurðu menn þegar þeir sáu þessa jarðávexti í gær. Nokkur tonn af kartöflum, trú- lega af suðrænum toga voru komnar uppí Gufunes, í þann stað þar sem ruslið hættir að vera til. Grænmetis- verslun landbúnaðarins sendi ekki bí- linn sinn með ónýtar kartöflur á haugana í gær, svo þessar hljóta að vera úr öðrum vígstöðvum? (Ljós- mynd í gær -eik). Myndbönd Einka- umboð á bresku efni Borgfilm h.f. stendur í samn- ingaviðræðum við BBC um einkaumboð á bresku sjónvarps- efni. Til stendur hjá fyrirtækinu að semja við flciri aðila um einka- rétt á sjónvarpsefni. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans standa nú yfir samningar við BBC um sjónvarpsefni, en þar úti er verið að setja á fót sér- staka myndbandadeild, BBC- video. Fleira er þó á döfinni hjá Borgfilm h.f. því þeir vonast til að geta fengið hjá fleiri aðilum myndbandaefni. Hugmyndin er, að öðru vísi efni verði en boðið er upp á hjá þeim myndbanda- leigum sem nú starfa hér á landi. Markmiðið er að bjóða almenn- ingi betra efni en gerist og gengur nú, og má benda á að reynt verð- ur að fá bestu sjónvarpsþætti BBC. Borgfilm er elsta kvikmynda- félag landsins, stofnað 1959, en var gert að hlutafélagi 1975. Draumur félagsins hefur lengi verið sá að geta fjármagnað ís- lenska kvikmynd að sögn tals- manna fyrirtækisins og með þess- um nýju samningum er vonast til að sá draumur rætist með haust- inu. Fyrsta efnið sem Borgfilm h.f. fær eru hinir sívinsælu Dallas- þættir og er reiknað með að fyrstu spólurnar verði leigðar út um miðjan júlí. -hs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.