Þjóðviljinn - 15.07.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Qupperneq 2
FLOSI Niku skammtur af Vídeólögspeki Jónatans Fyrir röskum tveim árum, kannske eru orðin þrjú ár síðan, gerði ég mér það Ijóst að ég var orðinn svo illa haldinn af sjónvarpssýki, að drykkjusýki hefði verið talin hreinn barnaleikur hjá þeim ósköpum. Mínir nán- ustu bentu mér á að ég yrði að „gera eitthvað í mínum málum“. Eftir nokkra umhugsun féllst ég á það. Ég keypti mér vídeó. Nú gæti einhverjum dottið í hug að ég væri að reyna að segja brandara, en það er nú eitthvað annað. Síðan vídeóið kom inná heimilið hefur sjónvarpssýkin snarrénað. Það er varla orðið kveikt á sjónvarpi heima hjá mér á kvöldin, heldur er kvölddagskráin tekin upp á segulband (vídeó) með þeim ásetningi að horfa svo á hana seinna, þegar færi gefst. Þannig safnast upp „kvölddagskrærnar", eins og sjónvarpsefni íslenska sjónvarpsins er kallað heima hjá mér. Þegar svo allar spólur eru orðnar fullar af þessum ósköpum, tek ég einhvern daginn í það aö fara yfir það sem á þeim er og kemst að raun um að það er and- skotann ekkert sem ég nenni að horfa á. Stundum kemur það þó fyrir að efni rekur upp á fjörur mínar, sem liggur við að ég kalli hvalreka. Þetta geta verið ræðustúfar stjórnmálamanna og hagvitr- inga, skarplegar athugasemdir sálfræðinga og fé- lagsfræöinga, viðtöl við listvitringa, menningarvita og pönkþungarokkara og raunar margt, margt fleira. Svona bútum safna ég saman, kópíera svo yfir á eitt band, set síðan uppí hillu og geymi þar, í von um að það geti komið mér í gott skap seinna. Um daginn kom hér upp andstyggilegt nauðgun- armál. í kjölfar þess stórjókst umræða um þann sérís- lenska sið að misþyrma konum, beinbrjóta þær og limlesta, tíðar nauðganir og viðurlög við þessu geðs- lega athæfi. Sem betur fer varpaði þessi umræða Ijósi á það hryllilega ástand sem hér er ríkjandi í þessum sökum, en þó er það ef til vill uggvænlegast að athæfi af þessari tegund virðist tæplega talið saknæmt hér- lendis. Viðurlög við því að beinbrjóta, limlesta og jafnvel hálfdrepa kvenfólk virðast að sögn lögfróðra manna mun vægari á íslandi en nokkurs staðar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi. Nú mætti ætla að opinberir fulltrúar réttlætisins í landinu hefðu talsvert um þetta að segja og kem ég þá að því, sem er mergurinn alls þessa máls. Eg rakst semsagt á vídeóspólu, frá því að umfjöllun var um þessi limlestinga- og nauðgunarmál í sjón- varpinu. Þarna var mættur Jónatan Þórmundsson ríkissak- sóknari með fleirum og mátti því vænta þess að hér yrði tekið röggsamlega á þessu séríslenska brotamáli, sem er ofbeldi við konur, limlestingar og nauðganir. Nú ætla ég að birta orðrétt hluta úr máli Jónatans þar sem ég hygg hann komist næst kjarna málsins. Eiginlega finnst mér ekki nóg að ég geymi spóluna uppí skáp, heldur vil ég að viðræðuþátturinn verði endurtekinn, svo að fólk geti fengið að nálgast málið í hnotskurn. í raun og veru er tímabært að menn fái að sjá á prenti, það sem oddvitar réttlætisins hafa fram að færa. Og semsagt orðrétt af vídeóspólu frá íslenska sjón- varpinu. Spyrill: Og nú langar mig að spyrja þig, Jónatan, hver er sérstaða þessara mála, hvað varðar málsmeðferð, stöðu brotaþola og sönnunarstöðu? Jónatan: Ja það má kannski lesa það af þessari þingsá- lyktun að Alþingi lítur svo á, að þau hafi nokkra sérstöðu. Spurningin er að vísu sú, hvort að.. .Nú vil ég taka strax fram að ég er mjög hlynntur efnis- lega þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt sem þingsályktun. í öllum meginatriðum er ég það. Hinsvegar eru viss, vissar athugasemdir, sem ég hef að gera, þær koma nú inn á þessa spurningu stjórnandans. Það er nú það fyrsta til dæmis að þarna er gert ráð fyrir nefndarskipun um þennan málaflokk sérstaklega og ákveðnar ráðstafanir, sem eru að vísu þarflegar, að ég held, allar í þessum málum, en það er hins vegar svo að það er ákaflega erfitt að setja lagareglur og raunar að framkvæma þær hjá þeim stofnunum, sem annast rannsókn og meðferð mála, alveg án tengsla við önnur mál og önnur atriði til dæmis réttarfarslaga. Nú en það náttúrlega segir auðvit- að ekki í þessari þingsályktun að það megi ekki tengja það öðru og mér sýnist að það hljóti að þurfa að verða þar einhver samvinna meðal ann- ars við þá aðila, sem nú eru að endurskoða lög um meðferð opinberra mála í heild sinni og það hljóti að þurfa að tengja þessi atriði öðrum atriðum í réttarfarslögum (Tilvitnun lýkur) Ef fleiri svona ræður verða haldnar í sjónvarpinu um ofbeldi á konum, barsmíðar, beinbrot, limlestingar og nauðganir, er kannski von til þess að þessum ósköpum linni og smánarbletturinn verði hreinsaður af íslenskum karlpeningi. Ég veit ekki hvers vegna mér dettur gamli húsgang- urinn í hug: Lögspekingar mala og mala mala stundum gullið eitt. Og sumir þeirra tala og tala en tala bara um ekki neitt. Launamál í Stúdentaleikhúsi Ágreiningur hefur verið innan stjómar Stúdentaleikhússins um launagreiðslu til þeirra sem taka þátt í sýningunni „Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur". Sem kunnugt er er þessi sýning framlag Stúdent- aleikhússins til Listahátíöar 1984. Frá því að umræður hófust um leikaraval og þá einkum í hlutverk Guðmundar þótti sýnt aö atvinnuleikara þyrfti í svo viðamikið hlutverk. Til þess að fá atvinnuleikara yrði að ákveða greiðslu til hans. Þegar svo sýningar fóru af stað og stjórnin settist niður til að ákveða greiðslur til t.d. Ijósamanns, sviðsmynda- Ágrelningur um launamál hefur jafnan fylgt hálf-professlonal lelkhópum. Hvaða llnu hyggst Stúdentalelkhúslð taka ? Mynd af æfíngu i „Guðmundl". hönnuðar o.ffl. reis upp á- greiningurumlaunagreiðslutil Kjartans Bjargmundssonar sem fer með hlutverk Guð- mundar. Vildi formaðurstjóm- arinnar Súsanna Svavars- dóttir að ákveðin yrði greiðsla til hans, en aðrir meðlimir stjómar voru alfarið á móti því. Engar greiðslur yrðu til þeirra 20-30 „leikara“ sem tækju þátt í sýningunni. Stjómarformaður benti á að aðeins væru fjórir leikarar með menntun í sýningunni en þau rök voru ekki tekin gild. Að afloknum þessum fundi sagði formaður stjórnarinnar sig úrStúdentaleikhúsinu, þar sem henni fannst það ekki vera hlutverk leikhússins að lítilsvirða menntun leikara og meta þá út frá sömu forsend- um og áhugafólk. Eins og að framan segir var „Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur" framlag Stúdenta- leikhússins til Listahátíðar. Greiddi því Listahátíð laun höfundar og leikstjóra. Var síðan gerður skriflegur samn- ingur við þessa aðila. Nú þeg- ar hafa verið átta sýningar á Guðmundi karlinum og er alltaf uppselt. Hefur því eitthvað vænkast hagur Stú- dentaleikhússins, sem verið hefur á barmi gjaldþrots frá því um áramót. Nú bregður hinsvegar svo við að annar höfundurinn, Hlín Agnarsdóttir, hefur hugs- að sór að krefja Stúdentaleik- húsið um meiri peninga en samningur hennar hljóðar upp á, þar sem hún kærir sig ekki um að láta sitt verk greiða upp „klúður" annarra. ■ Ábyrgð póstsins Ábyrgð ríkiseinokunarfyrir- tækja virðist stundum vera engin. Nýlega ætlaði fyrirtæki eitt, sem fæst við listastarf- semi að senda út á þriðja þús- und boðs- og kynningarkorta til væntanlegra viðskiptavina sinna vegna starfsemi sem átti að hefjast á laugardegi. Hringt var í Þósthúsið í Reykjavík og spurt hvenær póstleggja þyrfti kortin til þess að þau yrðu borin út tíman- lega. Svarið sem var gefið var að nægjanlegt væri að póst- leggja síðdegis og þá yrðu þau borin út að morgni annars dags frá póstlagningunni. Forráðamenn fyrirtækisins settu svo kortin í póst síðdegis á þriðjudegi en svo hittist á að fimmtudagur að þessu sinni var frídagur. Samkvæmt því hefði átt að bera út kortin á föstudagsmorgni. Það var þó ekki gert heldur voru þau bor- in út eftir helgina þannig að forráðamenn fyrirtækisins sátu uppi með sárt enni og helgin var ónýt fyrir viðkom- andi kynningarstarfsemi. Hringt var í Póst og síma og spurt hverju þetta sætti og hvort stofnunin bæri ekki ábyrgð á orðum sínum. Fátt var um svör önnur en þau að engin ábyrgð yrði tekin á þessu. ■ Ekki „kreditkort“ í búningana takk Auglýsingastyrkur kreditkortafirmans Visa ís- land til landsliðsins í hand- knattleik uppá 100 þús. kr. mæltist vel fyrir hjá hand - knattleiksforystunni, en dýrt ferðalag er fyrir höndum þar sem Olympíuleikarnir eru. Framlag Visa ísland var aö því er heimildir blaðsins herma ekki bundið mörgum nó miklum kröfum. Teknar 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.