Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 3
voru auglýsingamyndir af landsliðshópnum skreyttum í bak og fyrir með Visa miðum og merkjum. Þá auglýsti fyrir- tækið nýafstaðna leiki lands- liðsins við V-Þjóðverja. Að- eins einn varnagli var í kaupum með styrknum. Hvaða fyrirtæki sem er má kaupa auglýsingar á búning- um landsliðsins fram að Ol- ympíuleikum nema Kreditkort h/f eini og aðalkeppinautur Visa. ■ Barlyftan í bankanum Hótel ísafjörður er handhafi eina vínveitingaleyfis í kaup- staðnum. Það er nú rekið af Ferðaskrifstofu ríkisins, en eigendur munu kvellisjúkir nokkuð í peningalíffærinu. Áfengi er selt á kvöldin ímat- sal hússinsá neðstu hæð og sitja þar þyrstir síðkvöldin löng og glápa inn fjörðinn. Á efstu hæðinni er reyndar glæsilegur bar, en hann er ekki hægt að nota því að lyft- una vantar. Lausafregnir herma að lyftan sé ekki langt undan, raunar í vörslu Lands- bankans hinummegin götu- nnar og bíður uppsetning eftir að rofi til á fjármálahimni hót- elsins. Á meðan stendur bar- inn ónotaður. ■ Þrælkunarvinnan í Tékkó Forystumenn í handknatt- leiknum munu ekki vera sér- lega hressir með mynd- skreytta uppsláttarfrétt um þrælkunarvinnu í Tókkósló- vakíu sem birtist á baksíðu NT fyrir nokkru. Einhverjir úr landsliðshópnum höfðu náð að smygla filmu með sér úr förinni til Tókkóslóvakíu í lok júní og á myndunum mátti sjá fanga í hjólböruakstri undir eftirliti vopnaðra varða. Nú óttast menn að þetta leiði til þess að íslenska landsliðinu verði ekki oftar boðið til Tékk- óslóvakíu, og jafnvel ekki til annarra Austur-Evrópulanda, og slíkt yrði talsvert áfall fyrir hérlendan handknattleik. ■ 5% fylgi í kosningunum, munu ekki sitja nema hálft kjörtímabil hver - síðan tekur næsti frambjóðandi á lista þeirra við. Petra Kelly hafði sótt um undanþágu og hefði fengið hana ef að 70% þátttakenda á landsfundi Græningja hefðu stutt þá bón. En hún fékk ekki nema 60% stuðning og verð- ur því að hverfa af þingi. Það þykir mörgum Græn- ingjunum slæmt að missa eina helstu baráttukonu sína af þingi. Petru Kelly finnst það líka - og hefur hún, þegar þetta er skrifað, ekki gert það upp við sig hvort hún hlýðir fyrirmælum landsfundar eða situr áfram á þingi. Ef hún ger- ir það verður hún að ganga úr þingflokki Græningja og sitja sem óháður þingmaður. Reyndar hefur þriðjungur kjörinna þingmanna Græn- ingja þegar lýst því yfir, að þeir muni ekki hverfa af þingi þótt skiptireglan sem á að gi Ida um öll störf á vegum flokksins nái til þeirra. Ekki er gott að spá um það, hvaða afleiðing- ar þetta hefur fyrir framtíð Græningjanna, en hitt er vitað að þeir fengu góða útkomu í Evrópukosningunum á dög- unum. ■ Listahátíð svíkur samninga Mikið hefur verið fjallað um fyrirsjáanlegt stórtap af Lista- hátíð sem haldin var í vor og nefndar þar stórar tölur. Nú virðast forráðamenn hátíðar- innar ætla að snyrta örlítið til í bókhaldinu hjá sér með því að brjóta gerða samninga á götuleikhúsinu Svörtu og syk- urlausu. Götuleikararnir áttu marga góða leiki víðsvegar í borginni og að flestra dómi mun betri en þeir útlendu leikhópar sem sóttir voru langt aö. Fyrir hátíðina hafði leikhópurinn gert samning við forráðamenn Listahátíðar um greiðslur fyrir þátt sinn í hátíð- inni. Var hluti þeirra reiddur af hendi fyrirfram en afgangur- inn átti að koma strax að Listahátíð lokinni. Nú er liðin hartnær mánuður síðan hátíð- inni lauk en ekkert bólar á greiðslunni sem nemur um 100 þúsund krónum. Aðrir þátttakendur í hátíðinni munu hins vegar hafa fengið allar sínar greiðslur. Félagar Svarts og sykurlauss hafa Grautarát í Degi Blaðið Dagur á Akureyri hefur að sjálfsögðu galla marga og stóra. Eins og aðrir. En blaðið heldur þó við þeim ágæta sið að tengja saman gamlan tíma og nýjan með birtingu vísna sem koma af ýmsu tilefni. í síðasta Helgardegi er til að mynda að finna þessa póli- tísku vísu hér, og er höfð eftir Þórði á Dagverðará: örbirgðin þungum áhyggjum veldur. Erfið er hungursins langvinna þraut. Albert og Steingrímur haldast íhendur og hafa ei annað að éta en graut. ■ Græningjar í vandræðum með þingmenn sína Petra Kelly, einhver helsti talsmaður Græningjanna vestur-þýsku á þinginu í Bonn, verður að fara af þingi í haust. Græningjamir settu sér það, að frambjóðendur þeirra skyldu skiptast a um að sitja á þingi. Þetta þýðir, að þeir 27 þingmenn Græningja sem kosnir voru á þing þegar flokk- urinn komst í fyrsta sinn yfir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 reynt að reka á eftir greiðslum en lítið stoðað, enda er for- maðurinn erlendis og fram- kvæmdastjórinn á leiðinni í sumarfrí. Hjá Reykjavíkur- borg hafa þau svör ein fengist að leikhópurinn geti kannski átt von á einhverjum greiðslum í september. Kem- ur þetta sér mjög illa fyrir hóp- inn því hann hafði lagt í heil- mikinn kostnað vegna sýning- anna á Listahátíð og slegið lán sem greiðast áttu strax að hátíðinni lokinni. Félagar leikhússins þiggja engin laun fyrir vinnu sína í sýningunum svo hér er einungis um að ræða beinan útlagðan kostn- að við búninga, leikmuni o.þ.h. Hefur hópurinn orðið að breyta öllum starfsáætlunum sínum vegna þessarar ráða- breytni forráðamanna Lista- hátíðar. ■ Varahlutir I allar vélar (næstum því) I Varahlutir keyptir beint frá framleiðendum. J Varahlutir í flestar gerðir bensín- og díselvéla. J Varahlutir frá stærstu framleiðendum Evópu. T 35 ára reynsla í vali á varahlutum. J Ábyrgðarskírteini í 1 ár fylgir uppgerðum vélum. Hvaða vél átt þú? Ford Taunus Cortina Transit Mustang Opel Perkins Subaru Suzuki AMC Chevrolet Fiesta Escort Comet Honda Peugeot Rambler Toyota Vauxhal! Audi Chrysler Trader Lada Range Rover Volvo Austin Datsun Disel Landrover Renault V.W. Bedford Dodge Econoline Mazda Saab Willys BMW Ferguson Bronco Mercedes Benz Scania Zetor Buick Fiat Fairmo ít Mitsubishi Simca 0,fl. ÍGerðul verð TsamanTí burð Þ. Jónsson & Co Skeifunni 17 - Símar 84515 84516 Sérfræöingur í vélum í 35 ár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.